Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 42

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 42
42 B MORCUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986 fclk í fréttum Morgunblaðið fyrir 25 árum Oft var líf og fjör á sjóstönginni og fjöldi alþjóðlegra móta haldinn hér — Sprækir menn ættu aö halda félagsskapnum við, segir Halldór Snorrason, annar stofnenda Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur iQ að var oft á tíðum mikið 55 r líf og fjör í sjóstangveið- inni í gamla daga og var fjöldinn allur af alþjóðlegum mótum hald- inn hér á landi enda fiskimiðin vænleg. Við aulýstum erlendis að fslendingar teldu í tonnum á með- an aðrar þjóðir teldu í únsurn," sagöi Halldór Snorrason, annar stofnenda Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, sem stofnað var árið 1961. „Við Jóhann Sigurðsson, um- boðsmaður Flugleiða í London, stofnuðum félagið í hótelherbergi á Hótel Borg og fóru þá hjólin verulega aö snúast í sjóstanga- málum hér á landi. Upp spruttu félög víða, sem enn eru starfandi, svo sem í Keflavík, Akureyri og ísafirði og haldin eru mót á þeirra vegum. Hinsvegar hafa þessi stóru alþjóðlegu mót dottið upp fyrir, enda krafturinn dottinn úr félag- inu hér í Reykjavík. Við karlarnir, sem búnir erum að standa í þessu frá upphafi, höf- um dalað svolítið. Hinsvegar ættu yngri og sprækari menn að taka við þessu og byggja félagsskapinn upp aftur. Það er ekkert því til fyrirstöðu. Það vantar alla hörku í yngri mennina. Þeir vilja nú til dags heldur standa úti á sjó á seglbrettum." Sjóstangaveiðifélag Reykjavík- ur var aðili aö Evrópusamtökum sjóstangaveiðimanna eins og öll önnur slík félög í Evrópu og létu samtókin í té alla verðlaunagripi í keppnunum hér. Halldór sagði að Morgunblaðið hefði einnig gefið fallegan verðlaunagrip í lúðuveiði- keppni, sem fram fór við Stykk- ishólm árið 1981. Var það far- andgripur — lúða skorin í hval- tönn. „Útlendingar, sem hingað hafa komið til að veiða á stöng, taka sportið afskaplega hátíðlega og nýtur íþróttin gífurlegra vinsælda víða um lönd. Fjölmennasta mótið var haldið hér árið 1973 og mættu þá 78 keppendur. Þeir komu m.a. frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Skotlandi, írlandi, Bandaríkjun- um og allt frá Afríku. Best þótti mótin takast í Eyjum. Stundum voru farnir skemmtilegir lúðuleið- angrar til Stykkishólms og áttu þeir mjög upp á pallborðið hjá út- lendingum. Ég man sérstaklega eftir enskum veitingahússeiganda, sem fór með mér á lúðuslóðir hér fyrir nokkrum árum. Við notuðum þrjá króka í einu og fékk hann tvær þessar líka stórlúður í einu. Ég gleymi aldrei ánægjusvipnum á andlitinu á honum. Hann flaug til London um kvöldið og bauð gestum sínum á veitingahúsinu lúðumáltíð daginn eftir og fengu þeir allir veiðisöguna í ábót.“ Halldór sagði að mótin hefðu lagst niður mestmegnis vegna kostnaðar. Erlendum sjóstanga- veiðimönnum þótti dýrt að koma hingað. Leigan á fiskibátunum var orðin há og einnig þótti hótel- og uppihald dýrt. Hinsvegar rómuðu flestir hjálpsemi íslendinga, en veðrið er alltaf stórt spursmál þegar halda á sjóstangaveiðimót," sagði Halldór að lokum. BRESKA sendiráðið hélt boð þann 21. ágúst sl. til heiðurs íslenskum námsmönnum sem hlotið hafa breska námsstyrki til að stunda framhaldsnám við breska háskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta nemendanna, en styrkþegar eru: Gunnar Ágúst Gunnarsson, Sigurður Gröndal Magnússon, Björg Bjarnadóttir, Elísabet Sigríður Magnúsdóttir, Sigurður Örn Hans- son, Birgir Ómar Haraldsson, Heiðdís Sigurðardóttir, Guðrún Nordal, Laufey Arnardóttir og Nína Margrét Grímsdóttir. Fleiri styrkir verða veittir síðar, eða fyrir skólaárið 1986—87. Morgu n bl aðið/Bj arn i íslenskir námsstyrkþegar Áhugasamir sjóstangaveiðimenn í keppni hér á árum áður. Fjærst stendur Haukur Clausen, þá koma þeir Jóhann Sigurðsson, Halldór Snorrason og Benedikt Jónsson, Keflavík. Halldór sagðist hafa verið með fisk þegar myndin var tekin enda sést hvað stöng hans er bogin. Stjórnmálamaður fer út í geiminn Oldungadeildarþingmaðurinn bandaríski, Jake Gam, varð fyrsti maðurinn til þess að fara út í geiminn án þess að vera sérþjálf- aður geimfari. Hann fór með geimskutlunni Discovery í apríl síðastliðnum. En það gekk ekki átakalaust fyrir hann að fá að koma með, því hann hafði sótt um margsinnis síðustu fjögur árin. Ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu var líklega helst sú að hann er for- maður nefndar sem ákveður hve miklu fé NASA, geimrannsókna- stofnuninni bandarísku, skuli veitt. Einnig var hann þotuflug- maður áður en hann gerðist stjórnmálamaður. Aðalhlutverk hans í ferðinni var að vera einskonar tilraunadýr. Hann var notaður til að kanna læknisfræðilega hvernig geim- veiki leggst á fólk. 1 þeim tilgangi var allt gert sem hægt var til þess að framkalla hjá honum veikina og það tókst. Einnig var hann lát- inn búa til mat og taka Ijósmynd- ir. Ferðin var honum að mörgu leyti erfið og í skýrslu sinni eftir á segir hann að allnokkra flugþjálf- un þurfi greinilega til að hægt sé með góðu móti að senda leikmann út í geiminn. Þó er líklegt að sæmilega stönd- ugur almenningur í Bandaríkjun- um geti bráðlega farið að gera sér vonir um að komast í ferð með geimskutlunni. NASA er með áætlun á prjónunum sem kölluð er „Borgara í geiminn" og er þess krafist af þátttakendum að þeir geti skýrt frá reynslu sinni opin- berlega. Þeir sem mesta mögu- leika eiga á að komast eru blaða- menn, rithöfundar og myndlist- armenn, svo framarlega sem blóð- þrýstingurinn er ekki of hár og púlsinn ekki mjög hraður. Einnig þarf sálfræðingur að rannsaka þá og segja til um hvort þeir þoli ferðina andlega. Loks er gengið úr skugga um að ferðalangarnir hafi ekki innilokunarkennd með þvi að loka þá inni í lítilli svartri kúlu í um það bil tíu mínútur. í janúar á næsta ári fer amer- ískur menntaskólakennari í ferð með geimskutlunni og uppúr því má búast við að farið verði að taka óreynt fólk með. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundar- son skemmta í Kanada Kristinn Sigmundsson bari- tónsöngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari fóru í stutta ferð til Kanada í ágúst síð- astliðnum. Þeir héldu tónleika I Minneapolis og Winnipeg þar sem fjöldi Vestur-Islendinga var meðal áheyrenda. Tónleikarnir í Winnipeg voru haldnir í konsertsal Listasafns borgarinnar að kvöldi 15. ágúst. Efnisskrá var blönduð. Fyrir hlé söng Kristinn verk eftir íslenska höfunda og gladdi það hjörtu Vestur-íslendinganna í salnum. Eftir hlé söng hann ýmis erlend verk. Listamönnunum var fádæma vel tekið og Ker Wilson, einn af þekktustu tónlistarmönnum í Winnipeg, lét þau orð falla að þetta væru bestu tónleikar sem hann hefði heyrt í fjörutíu ár. Einnig komu þeir Kristinn og Jónas fram fyrir hönd Skandinava á „Folklorama", sem er vikuhátíð þjóðarbrota í Winnipeg og haldin árlega. Ennfremur héldu þeir stutta en áhrifamikla söng- skemmtun á Gimli. Vestur-íslendingum og fleiri ,,Þótt þú langforull legðir" - Krist- inn og Jónas á Folklorama í Winni- Peg. Kanadamönnum þótti súrt í broti að Kristinn og Jónas skyldu tefja svo skamma hríð. Greinilegt er að þeir félagar ættu að drífa sig vest- ur fljótlega aftur, syngja þá á fleiri stöðum og vera lengur. Stjórnskipuð nefnd á fslandi sem fjallar um menningarleg samskípti íslendinga við Vestur- fslendinga átti hugmyndina að ferðinni og bar kostnað af henni. Niel Bardal í Winnipeg átti veg og vanda af móttökunum í Manitoba.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.