Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ1913 229. tbl. 72. ár L FÖSTUDAGUR 11. OKTOBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Ánægðir farþcgar Achille Lauro veifa frá borði eftir að ræningjar skipsins gáfust upp og slcpptu gíslum sínum. Myndin var tekin er skipið kom til hafnar í Port Said í Egyptalandi. Óljóst hvar ræningjar Achille Lauro eru niðurkomnir: ítalír krefja PLO framsal um Róm, Washington, 10. október. AP. ÍTALIR kröfðust þess af PLO í dag að samtökin framseldu ræningja ítalska farþegaskipsins Achille Lauro svo hægt yrði að draga þá fyrir rétt. Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, hefur einnig krafízt framsals þeirra. Vafí leikur á því hvar ræningjarnir eru niðurkomn- ir, og seint í kvöld sagði Salah Mitterrand í V-Berlín: Lagði blóm- sveig að Berlínarmúr Berlín, 10. október. AP. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, lagði í dag blómsveig að Berlínarmúrnum til heiðurs Aust- ur-Þjóðverjum, sem beðið hafa bana á flótta vestur yfir múrinn. Mitterrand kom í morgun í eins dags heimsókn til Berlínar. Flug- vél hans lenti á flugvellinum í Köln og þar kom Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýzkalands, um borð og fylgdi Mitterrand til Ber- linar. Hundruð íbúa Vestur-Berlínar hrópuðu „Lifi Frakkland" er Mitt- errand lagði blómsveiginn að múrnum í Bernauerstrasse. Að því búnu gaf Mitterrand sig á tal við nærstadda og heilsaði þeim með handabandi. Handan múrsins fylgdist fjöldi Austur-Þjóðverja með úr gluggum húsa sinna. Þeir sýndu engin viðbrögð. í heimsókninni fylgdist Mitter- rand með hersýningu franska herliðsins í Berlín. Að því búnu skýrði hann Kohl frá viðræðum sínum við Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í siðustu viku. sjorænmgjanna Khalaf, sem gengur næstur Yasser Arafat í Fatah-hreyfíngunni, sem er uppistaðan í PLO, að PLO hefði hvorki tekið við mönnunum né vissi hvar þeir væru niðurkomnir. Hann sagði að þeir yrðu ekki fluttir til Túnis. Bandarískur embættismaður sagði í kvöld að ræningjarnir væru á flugvelli skammt frá Kairó og biðu egypsk yfirvöld þess að flogið yrði með þá til óþekkts ákvörðun- arstaðar. „Við erum Egyptum reið- ir og viljum að brottför hryðju- verkamannanna verði hindruð," sagði embættismaðurinn, sem bjóst við að flogið yrði með PLO- mennina á brott í kvöld. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði margsinnis í dag að rænin- gjamir hefðu verið afhentir full- trúum PLO og þeir væru farnir úr landi, líklega til Túnis. Talsmaður PLO í Túnis, Abdul-Rahman, sagði hins vegar síðdegis að ræningjarn- ir væru enn í Egyptalandi. Mubarak segir ræningjana hafa fengið að fara úr landi þar sem skipstjóri Achille Lauro hafi sagt engan um borð hafa sakað í ráninu. Fimm stundum eftir komu skips- ins hefðu Egyptar fyrst fengið að vita um morðið á Leon Klinghoffer og þá hefðu ræningjarnir verið á bak og burt. Nú er öðru haldið fram og er talið að framkoma Egypta eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Háttsettur embættismaður í Jerúsalem segir ísraela hafa undir höndum „óyggjandi sannanir" fyrir því að Arafat vissi af því löngu fyrir ránið á skipinu, að um borð væri víkingasveit PLO-liða sem hugðist gera árás í hafnar- borginni Ashdod. Einn nánasti aðstoðarmaður Arafats skipulagði aðgerðina. Hefnt skyldi árásar á stöðvar PLO í Túnis á dögunum. ónafngreindur fulltrúi PLO rLíb- anon staðfesti þetta í samtali við vestræna fréttastofu í Beirút og sagði skipsránið afleiðingu þess að áhöfnin uppgötvaði að fjór- menningarnir hefðu vopn með- ferðis. Skutu ræningjarnir án af- láts af vopnum sínum er þeir tóku skipið og stíuðu farþegum í sundur eftir þjóðerni, að sögn sendiherra Ítalíu í Egyptalandi, sem ræddi við farþega um borð. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði ræningjana hafa tekið gyðinga um borð afsíðis og yrði PLO ekki fyrirgefið “blint gyðingahatur, morð og lygar". Sjá nánar fréttir um sjóránið á Miðjarðarhafi á bls. 20. Bretland: Hert viðurlög við óspektum Blackpool, 1«. október. AP. DOUGLAS Hurd, innanríkisráð- herra, skýrði frá því á ársþingi brezka íhaldsflokksins að sett yrðu ný lög til þess að halda uppi röð og reglu og viðurlög hert við óspekt- um á almannafæri, m.a. yrði líklega ákveðinn lífstíðardómur fyrir glæpamenn, sem staðnir verða að vopnaburði. Miklar umræður fóru fram á flokksþinginu um nýafstaðnar óeirðir í Brixton og Tottenham. Hurd sagði uppþotin eiga rætur að rekja til græðgi og ofbeldis- hneigðar, en ekki til atvinnuleysis. Samþykkt var tillaga þar sem krafizt er að innflytjendalögin verði hert enn frekar. Á þinginu sagði Peter Walker, orkuráðherra, að stjórnin mundi tapa völdum í næstu kosningum ef hún slakaði ekki á niðurskurðar- stefnu sinni. Ekki þýddi að prísa sig sælan með að enn hefðu 87% vinnufærra atvinnu. Ef breyting yrði ekki á stefnu stjórnarinnar fremdi hún pólitískt sjálfsmorð í augum kjósenda. Ræða Walkers er mesta gagn- rýni, sem komið hefur á stjórnina á þinginu. Ýmsir íhaldssamir full- trúar hafa mælt harðlega gegn stefnubreytingu, enda þótt fyrir liggi að stjórnin hafi misst mikið fylgi samkvæmt skoðanakönnun- um. ísraelar senda Egyptum tóninn Jerúsalem, 10. október. AP. RONI Milo, aðstoðarutanríkisráðherra ísraels, sagði að Egyptar hefðu „reynt að Ijúga sig út úr“ morðunum á sjö ísraelskum ferðalöngum á Sínaí á laugardag og framkoma Egypta í málinu hefði sett ljótan blett á sambúð ríkjanna. Æðsta sendifulltrúa Egypta i ísrael, Mohammed Bassiouny, var stefnt í utanríkisráðuneytið í Jerúsalem og hann krafinn skýringa á morðunum. Eftir fundinn sagði Bassiouny að ítar- Orson Welles látinn Los Angeles, 10. oklóber. AP. ORSON Welles, leikarinn og kvikmyndaleikstjórinn heimsfrægi, lézt á heimili sínu í dag. Banamein hans. var hjartabilun. Hann var 70 ára. Hann þjáðist af sykursýki og hefur verið hjartveill. Welles snæddi hádegisverð á veitingahúsi á þriðjudag og virt- ist fölur og fár. Burt Reynolds, þekktur amerískur leikari.reyndi að hjálpa honum við að taka upp Ieikstjórn að nýju. Welles lék í mörgum kvik- myndum á 40 ára tímabili og hlaut lof fyrir leik sinn. Hann iæuúisi u. mai 1915 1 Wisconsin. Hann var bráðþroska, var læs tveggja ára, lék á fiðlu fyrir Stravinsky og Ravel 7 ára gamall og fór með hlutverk í leikritum Shakespeare 10 ára. Hann skrif- aði handrit og stjómaði kvik- myndum, sem hlutu mikla frægð. Útvarpssaga eftir hann um inn- rás frá Marz varð mjög fræg. leg rannsókn færi fram á at- burðinum og að á fundinum hefðu verið ræddar leiðir til að draga úr spennu í sambúð ríkjanna. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, kallaði morðin „smáslys", sem „brjálæðingur" bæri sök á. Útvarpið í Israel segir eigin rannsókn ísraela hafa leitt í ljós að lögreglumaðurinn, sem morðin framdi, hafi ekki verið sinnis- veikur, eins og haldið væri fram. Enginn starfsfélaga hans hafi reynt að stöðva hann og að öllum líkindum hafi fleiri verið að verki. „Öll framkoma Egypta í mál- inu, lygarnar sem þeir báru á borð, eru þess eðlis að það setur hroll að venjulegu fólki," sagði Milo í dag. óttast er að atvikið á Sínai, morð Palestínuskæruliða á tveimur ísraelskum sjómönnum í Barcelona um helgina og morð á þremur gyðingum í Túnis á þriðjudag, eigi eftir að leiða til hefnda af hálfu ísraelsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.