Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 Minning: Jón Arason héraðs dómslögmaður Fæddur 15. apríl 1928 Diinn 27. september 1985 Meðal þeirra sem luku stúdents- prófi árið 1948 voru nokkrir ungir menn, sem komu úr Gagnfræða- skóla Reykvíkinga í fimmta bekk Menntaskólans og mynduðu sér- bekk. Þessir félagar voru fáir en samstilltur hópur. 1 hópi þeirra var Jón Arason, sem í dag er bor- ’ inn til grafar. Jón átti mikinn þátt í þeirri glaðværð, sem ríkti í hópn- um, enda hafði hann mikla kímni- gáfu. Jón var vinur vina sinna, en þó mannblendinn, hafði áhuga á umhverfi sínu, einkum því, sem var óvenjulegt eða sérkennilegt. Hann hafði góða tónlistargáfu, gat leikið flest af fingrum fram, en stundaði ekki nám á því sviði. Á heimili hans, á Þórsgötu 25, var gamalt, lítið orgel, sem hann undi sér við timunum saman. Eftir stúdentspróf skildu leiðir, sem eðlilegt er. Jón lauk lögfræði- prófi við Háskóla íslands, stundaði síðan ýmsa vinnu, vann m.a. hjá Eimskipafélagi íslands uns hann " opnaði fasteignasölu en stundaði jafnframt lögfræðistörf. Jón ávann sér traust þeirra, sem skiptu við hann og heiðarleiki hans létti mörgum skrefin í sínum örlaga- riku fasteignakaupum. Jón var glaður og kátur, en ekki alltaf. í gleðinni var oft óvissa, stundum leiðartap. Óvissa Jóns var oft mikil. Um tíma las hann nokkuð í ritum er skyldu skýra tilgang lífsins, t.d. rit Helga Péturs o.fl. Líf Jóns var oft stormasamt •' og oft brustu stíflur, en hann hélt þó velli uns að leiðarlokum kom. Við bekkjarbræður Jóns kveðj- um hann nú. Það verður varla gert án þess að minnast móður hans, hinnar sterku og traustu konu, Ásu Aðalmundardóttur, sem lést fyrir nokkrum árum. Við kveðjum góð- an dreng og sendum eiginkonu, dóttur og nánustu ættingjum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bekkjarbræður Mínir vinir fara fjöld, , feigðin þessa heimtar köld; ég kem eftir, kannski í kvðld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Fyrir skömmu sátum við fjórir skólafélagar og bekkjarbræður við borð og höfðum þá spilað saman vikulega nær óslitið í fjörutíu ár. Við lékum okkar saman, við bröll- uðum saman og við eltumst sam- an. Á vináttu okkar bar aldrei neinn skugga. En nú eru tveir okkar ekki lengur í tölu lifenda. Einar Viðar lést fyrir rúmu ári og Jón Arason andaðist 27. septem- ber sl. eftir alvarlegt hjartaáfall; hafði hann legið nokkrar vikur án þess að komast til meðvitundar. Það má með sanni segja að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Báðir þessir vinir okkar hefðu að ósekju mátt bíða með það að leggjast undir svörðinn, þeim lá ekkert á, þeir voru ekki að missa af neinu, moldin beið þeirra eins og okkar hinna, sem eftir lifum. Og grasið sömuleiðis. Hvers vegna liggur mönnum á? Jón Arason var fæddur 15. apríl 1928 á Ytra-Lóni á Langanesi og voru foreldrar hans Ari Jóhann- esson bóndi þar og kennari og kona hans, Ása Aðalmundardóttir frá Eldjárnsstöðum á Langanesi. Þau hjónin fluttust til Reykjavík- ur og andaðist Ari 1938, þá fimm- tugur að aldri, frá fimm börnum. Þá var Jón tíu ára gamall, en hann var yngstur systkina sinna fjög- urra og eru þau öll enn á iífi. Það má fara nærri um að það var mikið áfall fyrir Ásu þegar Ari andaðist. Því þá hafði hún ekki einungis misst ástvin sinn heldur stóð hún ein uppi með börnin fimm og hefur þá oft verið þröngt í búi eins og títt var á ís- lenskum alþýðuheimilum í þá daga og ekki síst þegar sjálf fyrir- vinnan féll frá. En af mikilli þrautseigju tókst Ásu að koma börnum sínum til manns og halda þeim myndarheimili á Þórsgötu 25, þar sem hún bjó allt til dauða- dags, en hún andaðist fyrir tveim- ur árum á tíræðisaldri. Það er ekki ofmælt að það var einkar kært með þeim mæðginum Ásu og Jóni, hann var einu sinni litli drengurinn hennar og var hún alla tíð vakin og sofin við að gæta hans og hlúa að honum í hvívetna. Og á heimili Ásu vorum við bekkj- arfélagarnir ætíð aufúsugestir og þar var tekið í spil bæði á mennta- skólaárum og stúdentsárum allt þar til Jón stofnaði eigið heimili. Ása var mikil heiðurskona og vilj- um við minnast hennar á þessari stundu með þakklæti fyrir hlýhug hennar og velvild. Jón var einn af mörgum skóla- félögum í árganginum 1948 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Nú eru margir okkar fallnir í valinn og hringurinn þrengist. Jón lagði stund á lögfræði og lauk hann Minning: Ingibjörg Örnólfsdöttir 13. september sl. fór fram jarð- arför vinkonu okkar í Verka- , ,kvennafélaginu Framsókn. Náttúran skartaði sínum feg- urstu haustlitum og féll það vel við fagran söng, sem hljómaði í kirkjunni við útför hennar. Ingibjörg var sú manngerð, sem aldrei lét sér falla verk úr hendi og var ætíð reiðubúin er til hennar var leitað hvort sem um var að ræða félagsstörf, árleg sumar- ferðalög félagsins eða vinna fyrir basar, sem og fleira, alltaf var jafngott að leita til hennar og samstarfið lærdómsríkt og gott. f sumarferðalögum Verka- kvennafélagsins Framsóknar naut hún sín vel með léttri kímni og ekki síður gaman þegar um söng var að ræða í rútum, þá smitaði hún vel út frá sér enda kunni hún mikið af ættjarðarlögum og þekktum dægurlögum. Ingibjörg var með afbrigðum sannur verkalýðssinni og var sæti hennar vel skipað í stjórn Verkakvennafélagsins Framsókn- ar. Sérstaka tryggð tók hún við basar félagsins og var framlag hennar höfðinglegt. Hún naut þess hjartanlega að fara með glaðning fyrir jól til eldri félags- kvenna, komu þá vel í ljós mann- kostir hennar og umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín. Eftir að Ingibjörg missti heils- una vorið 1980 höfðum við oft samband hvor við aðra og rifjuð- um upp góðar stundir frá sameig- inlegum gleðistundum innan og utan stjórnarinnar. Hér vil ég nota tækifærið og færa henni þakklæti fyrir sam- starfið í stjórn félagsins og kærar kveðjur frá okkur sem með henni voru. Sem þakklæti og í virð- ingarskyni við Ingibjörgu var hún ásamt 7 konum gerð að heiðursfé- laga á 70 ára afmæli Verka- kvennafélagsins Framsóknar í október 1984. Að endingu sendi ég börnum hennar og ættingjum samúðar- kveðjur. Helgu minni sendi ég vin- arkveðjur og gleymi ekki tryggð hennar og góðu samstarfi sem ég átti með henni á skrifstofu félags- ins. Stjórn og félagskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar sendir börnum Ingibjargar og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um hana lengi lifi. Þórunn Valdimarsdóttir Minning: Jóhann Eiríksson Fsddur 25. október 1893. Dáinn 29. september 1985. »Nú breiðist yfir hauður græna grund nú gráta blómin dagsins liðna stund En lengst í vestri gullinn geisli skín, þargeymist hulin vonarstjarnan mín.“ Jóhann Eirfksson er fluttur yfir landamærin og minningarnar um góðan mann koma i hugann. Tryggð hans og vinátta var slík að lengi verður munað. Hann kom til foreldra minna í Voga sumarið 1915 sem kaupamaður, en um haustið var ég skírð og var Jóhann skírnarvottur. Hann minnist þess oft að hann væri guðfaðir minn. Jóhann dvaldi nokkur ár í Nor- egi og þaoan sendi hann erindi það sem þessar línur hefjast á. Bréfaskriftir voru tíðar milli hans og foreldra minna á þessum árum og raunar alla tíð. Jóhann hafði fallega rithönd og var létt um að skrifa og ætíð var undir- skriftin sú sama: „ykkar einl. Jóh. Eiríksson". I Reykjavík fann Jóhann sína „vonarstjörnu“, Helgu Björnsdótt- ur. Þau bjuggu á Háteigsvegi 9. Þar nutum við frændsystkinin frá Vogum mikillar gestrisni og hlýju, sem við þokkum af heilum huga. Okkar kæru Helgu og fjölskyldu hennar sendum við innilegustu samúðarkveðj ur. Bára Sigfúsdóttir laganámi við Háskóla íslands 1954. Honum sóttist námið vel þótt hann legði ekki of hart að sér, því hann hafði góða námshæfi- leika og var greindur að eðlisfari. Eftir laganámið vann hann um skeið hjá Eimskipafélagi íslands sem gjaldkeri og þar eignaðist hann marga vini sem hann batt mikið traust við, en árið 1963 stofnaði hann eigin lögfræðistofu og fasteignastofu, sem hann gaf heitið Fasteignaval og rak hana til dauðadags. Á skólaárum sínum eignaðist Jón dótturina Þórdísi með Ólöfu Jónsdóttur og er hún eina barn hans. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Halla Bergþórs- dóttir. Þau skildu. Síðari kona Jóns er Margrét Jónsdóttir sem lifir mann sinn og voru þau hjón mjög samhent. Það er erfitt að lýsa öðrum mönnum og enginn þekkir annan fullkomlega en torveldast er að lýsa af sanni þeim sem maður hef- ur átt að vini í fjörutíu ár því hann verður hluti af manni sjálf- um og samgróinn vitundunni. Víst er um það að Jón var góður dreng- ur og hann var vandaður maður, og varð aldrei á í messunni þótt um hendur hans færu oft tölu- verðir fjármunir. Hann var orð- heldinn og greiðvikinn. Og mikill var hann vinur vina sinna. Hann var kíminn og hafði iðulega á vör- um hnittilegar athugasemdir um menn og málefni sem ávallt voru lausar við illkvitni. Jón var list- hneigður þótt fáum væri það ef til vill kunnugt, hann lék af fingrum fram á píanó og gítar lög og tóna án þess að hafa fengið nokkra til- sögn að því er við best vitum. Því miður ræktaði hann ekki þessa náttúrugáfu sína sem skyldi. Og þess má geta að Jón var afburða spilamaður. Hann var um langt skeið einn af bestu bridgespilurum landsins og um tíma í landsliðinu og keppti bæði heima og erlendis. Jón var skapstór og tillfinn- ingaríkur og honum leiddist öU hálfvelgja honum rann í skap ef honum þótti sér misboðið en hann var að sama skapi fljótur til sátta og var sanngjarn. Um fram allt vildi hann ekki styggja vini sína. Hann átti vissulega sínar erfiðu stundir eins og flestir þeir sem lifa i hálfa öld og nokkru betur. Það dylst varla neinum sem til þekkja, að Jón hafði þegið i arf ýmis augljós einkenni Laxamýrar- ættarinnar bæði hvað varðar yfir- bragð og eiginleika. Jón var vörpu- legur á velli, hárprúður, fölleitur nokkuð, með íbjúgt nef og var fríður sýnum, alls ekki ólæikur frænda sínum Jóhanni skáldi Sig- urjónssyni. Þar til komu ríkulegar eðlisgáfur, náttúran var óspör á gjafir sínar en listhneigðinni fylgdi bæði sæla og þjáning og stundum var eins og hann leitaöi þjáningarinnar. Brottför hans veldur okkur sorg og við fáum ekki sagt allt það sem vert væri að segja og við vildum segja. Tungan er trénuð. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja vin okkar, Jón Arason; þau vináttubönd, sem bundin eru í æsku eða á skólabekk reyndast oft traustust og á þau verður ekki skorið lífið á enda og nú söknum við vinar í stað. Harm- ur aðstandenda er þó mestur og viljum við votta þeim dýpstu sam- úð okkar, einkum Margréti og Þórdísi svo og systkinum Jóns. Vonandi verður hann búinn að stokka þegar við komum! Bjarni Gudnason Guömundur K. Steinbach Þrátt fyrir sólardýrð og ein- stæða veðurblíðu sem vér höfum notið á þessu fagra hausti, hafa margir, eins og venjulega fengið að kynnast harmskúrum og hryggðarbyljum lífsins. Fjölmiðl- arnir færa oss daglega fréttir um óhöpp, slys og andlát sem nísta hjörtu náinna aðstandenda og vina. Vér stöndum löngum ber- skjölduð og vanbúin þegar sorgar- báran ríður yfir. Vér þyrftum því að eiga í brjósti eilífðarljós og trú- arvissu til þess að geta staðið upprétt þegar alvaran og sorgin falla með þunga sínum yfir oss. Vér erum hverfleikans börn og þurfum að læra þá torlærðu list að taka með hugarró og undirgefni því hlutskipti sem ekki verður undan vikist. Við andlát Jóns Arasonar, frænda míns, er vissulega óvægi- lega og stórt höggvið. Hann var á besta aldri, kjarkmikið og æðru- laust þrekmenni, svo fráfall hans kom eins og reiðarslag yfir eigin- konu, dóttur og ástvina- og vina- hópinn, nær og fjær. Jón Árason fæddist að Ytra Lóni á Langanesi 15; apríl 1928. For- eldrar hans voru hjónin Ari Helgi Jóhannesson, þá bóndi á Ytra Lóni og Ása Aðalmundardóttir, merkis- hjón, bæði af Þingeyskum ættum. Árið 1930 fluttust þau til Þórs- hafnar þar sem Ari gerðist skóla- stjóri við ungiingaskóla þorpsins. Árið 1935 fluttist svo fjölskyldan til Reykjavíkur. Þegar aldur leyfði hóf Jón nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1954. Héraðsdómslögmaður varð hann 1965. Að lögfræðiprófinu loknu starfaði Jón hjá Eimskipafé- lagi Islands til ársins 1963 er hann stofnaði eigin lögfræðiskrifstofu og fasteignasölu sem hann rak til dauðadags. Meðal skólafélaga sinna og vina var Jón manna glaðastur og hrók- ur alls fagnaðar. Hann var því einkar vinsæll í hópi „glaðra sveina" og þótti hvarvetna auð- fúsugestur. Hann bjó yfir sér- stæðri frásagnarlist og var óspar á gamanyrði og góðlátlega kímni. Þeir eiginleikar fylgdu honum fram að hinstu stund. Þótt stundum virtist standa nokkur stormur umhverfis Jón, þá þekktu vinir hans það, að hjarta hans var hlýtt, samúðarfullt og viðkvæmt. Hann var einkar hjálp- samur og örlátur svo að segja mætti að vinstri höndin vissi ekki hvað sú hægri gjörði. Heimili foreldra Jóns var sér- stakt mennta- og menningarheim- ili. Þar heima hljómaði daglega söngur og hljóðfæraleikur. Ari faðir hans var allt í senn, orgelleik- ari, góður söngmaður og söng- stjóri. Hann var meðal annars orgelleikari í Sauðaneskirkju um fjölmörg ár. Jón varð því, eins og systkini hans, mikill hljómlistar- unnandi. Og þótt hann stundaði aldrei nám í hljóðfæraleik virtist sem sérstök hljómlistargáfa væri honum í blóð borin. Af mikilli leikni og list lék hann af fingrum fram bæði dans- og dægurlög með fáguðum tilbrigðum og smekkvísi. Var því líkast sem lærður hljóm- listarmaður væri þar á ferð. Þeir sem þekktu Jón vissu að hann var einkar tryggur maður og vinfast- ur, enda var skapgerð hans öll traust, einlæg og hreinskiptin. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Halla Bergþórsdóttir. Slitu þau samvistir. Seinni kona hans er Margrét Jónsdóttir, sem lifir mann sinn. Starfaði hún með honum við fasteignasöluna á skrif- stofu hans í Garðastræti 45. Þau höfðu búið sér fagurt heimili í Hraunbæ 154. Eins og gefur að skilja hefur hið sviplega fráfall eiginmannsins orðið Margréti afar þungbært. Jón eignaðist eina dóttur, Þór- dísi, greinda og gjörvilega stúlku. Við hjónin kveðjum nú þennan kæra frænda minn með einlægri þökk fyrir hlýhug, tryggð og fjöl- margar ánægjustundir allt frá æskudögum hans heima í Vatns- firði, til síðustu samfunda hér syðra. Eiginkonu, dóttur, systkin- um og nánum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur, um leið og ég bið þess að kærleikshönd Drottins varðveiti og leiði anda hins látna um bjartar leiðir æðra lífs. Þorsteinn Jóhannesson VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.