Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
n* "-MiWUM'IJXt
Um bjór og fleira
HS skrifar.
Kæri Velvakandi.
Jónas Kristjánsson ritstjóri
skrifaði fyrir alllöngu grein í
Dagblaðið um bjórmálið svokallað
og gang þess á Alþingi síðastliðinn
vetur og vor. Þar rökstuddi hann á
greinargóðan hátt, að Alþingi
hefði fellt þetta margfræga bjór-
frumvarp, en ekki svæft það eða
vikið til hliðar eins og hinir og
þessir eru að halda fram. Það ligg-
ur því ljóst fyrir að meirihluti
þingmanna er andvígur því að
leyfa sölú á sterkum bjór. Það
væri því fjarstæða, raunar móðg-
un við Alþingi, ef þetta brjór-
frumvarp yrði flutt aftur á næsta
þingi, eins og haft hefur verið á
orði. Og sannarlega mundi traust-
ið og virðingin fyrir þinginu ekki
aukast ef þingmenn færu að sam-
þykkja að hausti frumvarp sem
þeir felldu að vori. Þess vegna
verður þetta bjórmál að bíða fram
yfir næstu kosningar, þó þeir sem
búnir voru að ná sér í umboð fyrir
erlendan bjór, eða farnir að leggja
hornsteina að brugghúsum gerist
nú órólegir og séu stórorðir í blöð-
um.
Það fer heldur ekki á milli mála
að stjórnmálaflokkarnir eru í
vandræðum með þetta bjórmál,
bæði vegna háttvirtra kjósenda og
eins eru ýmsir þingmenn alls ekki
ákveðnir í málinu. Þess vegna er
engin önnur leið út úr því en þjóð-
aratkvæðagreiðsla. Og hún þarf að
fara fram um leið og næst verður
kosið til Alþingis. Það verður
væntanlega að vori. Þá verður
þessi ráðvillta ríkisstjórn búin að
sitja nógu lengi, safna erlendum
skuldum og gera vitleysur. Nú
geta allir ferðamenn sem koma til
landsins komið með sterkan bjór
og eins áhafnir flugvéla og skipa,
en aðrir eiga þess ekki kost. Þett»
getur að sjálfsögðu ekki gengið,
annaðhvort verða allir að eiga
kost á þessum sterka bjór eða eng-
inn. Við sem erum á móti bjórnum
berum ekki kvíðboga fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðslu, enn er það mikið
til af heilbrigði skynsemi í land-
inu.
Fyrst er að útiloka allan
sterkan bjór, síðan þarf að gera
margháttaðar ráðstafanir til að
draga úr áfengisneyslunni, m.a. í
sambandi við veitingahús. Það er
gott og blessað að lækna áfeng-
issjúklinga eins og aðra sem eru
sjúkir, en fyrirbyggjandi ráðstaf-
anir hljóta að vera bestar eins og
annars staðar í heilbrigðiskerfinu.
Dúfnabændur f Bræðraparti.
Dúfnakofar eru jafn
mikils virði og dýrar
hallir eldri manna
Guðrún kvartar undir þvf hve erfítt
sé að fá miða £ Grímudansleik f
Þjóðleikhúsinu.
Miðar seldir á eina
sýningu í einu
Guðrún Sigurðardóttir hringdi:
Mig langar til að spyrja for-
ráðamenn Þjóðleikhússins að því
hvernig standi á því að aðeins eru
seldir miðar á Grimudansleik á
eina sýningu í einu?
Ég beið lengi árangurslaust í
biðröð. Á undan mér var kona sem
keypti 80 miða og önnur sem
keypti 100 miða. Ekki nema von að
það væri uppselt loksins þegar
kom að okkur hinum.
Hvers vegna er ekki hægt að
selja á nokkrar sýningar í einu?
Fólk getur ekki staðið í biðröð dag
eftir dag. Vonandi verður tekinn
upp sá háttur áður en sýningum á
Grímudansleik lýkur. Að öðrum
kosti sé ég mér ekki fært að sjá
sýninguna.
Ég varð undrandi við að lesa
frásögn í Morgunblaðinu um dráp
á dúfum sem ungir strákar höfðu
alið upp við Kleppsveginn.
Mér finnst að strákarnir eiga
fullan rétt til að sinna sínum
áhugamálum í friði án afskipta-
semi firilorðna fólksins. Þarna
hafa þeir fengið leyfi viðkomandi
Ióðaeiganda og lagt í það talsverða
peninga. Svo er verið að tala um
unglingavandamál samhliða því
sem komið er í veg fyrir heilbrigða
tómstundaiðju.
Ég tel að starfsmenn hreinsun-
ardeildar hafi engan rétt til að
drepa dýr annarra og eyðileggja
verðmæti, þótt það séu dúfnakofar.
ómerkilegir kofar geta verið ung-
um krökkum eins mikils virði og
dýrar hallir eldri manna. Þær eru
okkur þó ekki öllum til augnaynd-
is. Þið skuluð bara bíða þangað til
þessir krakkar fara að borga fyrir
sig í einhverri mynd.
Unglingur.
Hvíti stafurinn er tákn blindra og sjónskertra og gerir þeim
kleift að rata, ferðast um og afla sér upplýsinga. Hvfti stafurinn
minnir sjáandi fólk á að sýna blindum og sjónskertum háttvísi og
hjálpsemi og beita skynsemi í umgengni við þá.
Vegfarendur: Látið ykkur varða velferð barna og aldraðra í
umferðinni. Sýnið þeim tillitssemi, leiðbeinið þeim og aðstoðið við
að komast leiðar sinnar við hættulegar akstursleiðir.
Ökumenn: Rétt notkun stefnuljósa auðveldar alla umferð. Gefið
stefnuljós í tíma áður en þið nálgist gatnamót eða skiptið um
akrein. Virðið ávallt bið- og stöðvunarskyldu.
Umferðarvikan 1985 — Vertu með.
.. .en beltin
skulum vlð
spenna —
sjálfra okkar
vegna.
Minning:
Guðmundur Vilhjálmsson
Fæddur 20. mars 1915
Dáinn 16. september 1985
í fáeinum línum vil ég minnast
móðurbróður konu minnar sem ég,
vegna fjarveru, gat ekki fylgt síð-
asta spöiinn.
Guðmundur fæddist 20. mars
1915 að Hamri í Gaulverjabæjar-
hreppi, sonur hjónanna Helgu
Þorsteinsdóttur og Vilhjálms
Guðmundssonar. Þau hjón eignuð-
ust átta börn og komust sjö þeirra
til fullorðinsára. ólst Guðmundur
upp hjá foreldrum sínum ásamt
systkinum.
Ungur fór hann að .vinna fyrir
sér meðal annars var hann nokkr-
ar vertíðir í Vestmannaeyjum.
Árið 1946 hóf hann störf hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og vann þar
óslitið'til haustsins 1983 er hann
veiktist.
Guðmundur var gæfumaður í
sínu einkalífi. Þann 16. júlí 1955
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Kristrúnu Sigurðardóttur
frá Borgartúni í Þykkvabæ og
eignuðust þau þrjú börn. Elst er
Anna Sigrún gift Friðrik Hall-
dórssyni tæknifræðingi. Eiga þau
þrjú börn og búa í Mosfellssveit,
þá Vilhjálmur Helgi og yngst er
Hugrún og eru þau bæði í foreldra-
húsum.
Guðmund kynntist ég fyrst að
ráði þegar hann kom óbeðinn til
aðstoðar í byrjun ðkkar búskapar
og þannig var hann ailtaf sérlega
hjálpsamur við alla sína nábúa og
skyldmenni og enn jukust kynni
okkar þegar við byrjuðum að
rækta saman svolítinn kartöflu-
garð í Korpúlfsstaðalandi og ljúfar
eru minningarnar um kaffisopana
góðu í Efstasundinu í lok hverrar
uppskeru á haustin, á heimili
þeirra Kristrúnar og Guðmundar.
Það sem mér fannst þó alltaf
eftirtektarverðast við Guðmund
voru augun, þessi skýru og góðlát-
legu augu og í veikindum sínum
þegar hann mátti ekki mæla þá
sögðu þau allt sem segja þurfti.
Að lokum vil ég þakka Guð-
mundi fyrir alla hans hjálpsemi
og rækt • sem hann sýndi mér,
frænku sinni og börnunum okkar.
Kristrúnu og börnunum votta ég
einlæga samúð.
Dagnýr M. Marinósson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. I»ess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
HLYTT
Á HÖNDUNUM
ÖRUGGT
ÍUMFERÐINNI
toðfóðraðar lúffur
Utsölustaölr: Toro»ö, Mlklloaröur, Sportbúöln, StOrmarkaöurinn, Útllff, Últíma,
uoitamaóurtnn, Hestamaöurinn og kaupfélöoin vióa um land
MELÓDÍUR
MINNINGANNA
HAUKUR
MORTHENS
og félagarskemmtaí
kvöld.
#MOTEL#
Skála
fell