Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
Morgunblaðið/Friðþjófur
60.000 rafmagnsleiðslur voru tengdar vegna breytinganna. Geir Zoega vid
eina af fjölmörgum tengitöflum.
Morgunblaðið/Friðþjófur
í stjórnstööinni. Geir Zoega og Gísli Elíasson kanna stöóu hinna ýmsu
vinnsluþátta auk eins starfsmanns stjórnstöóvarinnar.
Endurbætur á Sfldarverksmiðju ríkisins í Siglufirði:
Orkusparnaður allt að 24
milljónum króna á ári
60.000 rafleiðslur tengdar og 2,6 kílómetrar af rörum lagðir
SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins í
Siglufirði hafa nú tekið á móti rúm-
lega 22.000 lestum af loðnu á yfir-
standandi vertíð og gengur vinnslan
mjög vel, enda hafa miklar endur-
bætur verió unnar á verksmiðjunni
frá síóustu vertíö. Ný soöstöö hefur
verið byggð og orkusparnaöur og
mengunarvarnir haföar að leióarljósi
viö endurbæturnar. Áætlaður kostn-
aður var 140 milljónir króna í upp-
hafi árs, en talið er að orkusparnaður
geti numið allt að 24 milljónum
króna á ári.
Morgunblaðsmenn heimsóttu
Síldarverksmiðjurnar fyrir
skömmu er vinnsla var í gangi og
nutu leiðsagnar þeirra Geirs Zo-
éga, framkvæmdastjóra SR í
Síglufirði, og Gisla Elíassonar,
verksmiðjustjóra. Þeir sögðu ák-
vörðun um endurbæturnar á verk-
smiðjunni tekna 27. nóvember á
síðasta ári og þá hefði verið stefnt
að viðamikilli endurnýjun fyrir
upphaf vertíðar á þessu ári. End-
urnýjun hefði vissulega verið
nauðsynleg og stjórn verksmiðj-
unnar hefði ákveðið að hún yrði
unnin á eins nýtízkulegan hátt og
unnt væri. Aðaláherzlan hefði
verið lögð á orkusparnað og meng-
unarvarnir auk búnaðar af beztu
gerð. Talið væri að orkusparnaður-
inn skilaði sér mjög fljótt og end-
urgreiddi í raun um þriðjung end-
urnýjunarkostnaðar. Það væri
mikilvægt að draga úr stærstu
kostnaðarliðum verksmiðjanna,
orku- og hráefniskaupum. Talið
væri að orkusparnaðurinn gæti
numið 15 til 20 kílóum af olíu á
hverja hráefnislest. Líkur væru á
einni stærstu loðnuvertíðinni um
langan tíma í vetur og miðað við
að verksmiðjan tæki á móti 100.000
lestum af loðnu, gæti orkusparnað-
urinn orðið allt að 24 milljónum
króna miðað við núverandi olíu-
verð.
Helztu breytingar frá því, sem
áður var er einhver fullkomnasta
soðstöð sinnar tegundar. Hún er
búin sjálfvirkum hreinsibúnaði,
sem gerir það kleift að hreinsa
hverja vinnslulínu fyrir sig meðan
hinar eru í gangi og dregur sjálf-
virknin verulega úr óþrifalegri
vinnu og eykur afköst. Þá er orka
verksmiðjunnar margnýtt, meðal
annars til rafmagnsframleiðslu.
Ný tölvuvædd stjórnstöð hefur
verið sett upp og gerir hún stjórn-
endum verksmiðjunnar mögulegt,
að fylgjast mjög náið og á auðveíd-
an hátt með öllu, sem gerist í
verksmiðjunni. Þá sitja menn
aðeins fyrir framan tölvuskjá og
kalla fram á hann upplýsingar um
hvern þann þátt vinnslunnar sem
óskað er, auk þess sem tölvan gerir
mönnum viðvart, sé ekki allt eins
og vera á eða ef einhver hluti
vinnslunnar er að nálgast óheppi-
legt stig.
Það var árið 1930, sem stofnað
var sameignarfélag útgerðar-
manna, ríkis og fleiri manna um
rekstur fiskimjölsverksmiðju í
Siglufirði, en til þess tíma voru
verksmiðjur af því tagi að mestu
í höndum útlendinga. Frá þeim
tíma hefur oft verið endurnýjað,
bætt og breytt og í hvert skipti
hefur þótt mikil bót að. Hvort
núverandi endurbætur séu stærra
stökk fram á við en fyrri endur-
bætur á sínum tíma skal ósagt
látið, en allar hafa þær verið unnar
af stórhug með framtíðina í huga.
Þá var verðlagningu háttað þann-
ig, að hráefnisverð var lágt, en
hagnaði var deilt út til þeirra, sem
lögðu upp í hlutfalli við aflann
eftir að kostnaður hafði verið
dreginn frá. Enn í dag eimir eftir
af þessu fyrirkomulagi, þar sem
hagnaði af rekstri verksmiðjunn-
ar, ef einhver er, er varið sem
uppbótum á hráefnisverðið til
þeirra, sem lagt hafa upp hjá
verksmiðjunni.
Það var í miklu að snúast hjá
starfsmönnum SR í Siglufirði
meðan á breytingunum stóð, enda
talsvert verk að endurnýja stóran
hluta mikillar fiskimjölsverk-
smiðju, nánast á einu sumri. Unnið
var frá 7 á morgnana til 8 á kvöld-
in virka daga og til 4 á laugardög-
um. Þeir Geir og Gísli segja fram-
kvæmdahraðann hafa skilað sér
vel, því miklu máli skipti að koma
hlutunum sem fyrst í gagnið. Til
marks um það, sem gera þurfti,
má nefna að 2,6 kílómetrar voru
lagði af ryðfríum rörum og 60.000
rafmagnsleiðslur tengdar.
HG
Hvert höfum
við farið og
hvar erum við?
Leikarar og höfundur Valkyrjanna á samlestraræfingu.
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Þjóðleikhúsið flytur leiklestur á
Listahátíö kvenna á Litla sviðinu,
Valkyrjurnar eftir Huldu Ólafsdótt-
ur í leikstjórn höfundar.
Kvennaáratugurinn er að renna
sitt skeið á enda, það er kunnara
en frá þurfi að segja. í tilefni
þessa hafa verið haldnar margar
samkomur með ljóðalestri, sýn-
ingar á málverkum kvenna og svo
mætti lengi telja. Og nú á mið-
vikudagskvöldið er svo lesið á
Litla sviðinu „Valkyrjurnar" eftir
konu og aðallega um konur.
Ég geri ráð fyrir að höfundur
hafi ekki ætla að sér að gera full-
komna úttekt á stöðu kvenna fyrir
tíu árum og stöðu þeirra nú með
þessu verki, en viðleitni til úttekt-
ar er leikritið tvímælalaust. Þess-
ar konur sem stofnuðu „klúbbinn"
fyrir tíu árum, meinuðu karl-
mönnum aðgang og ætluðu að
breyta heiminum, svo að konur
fengju að njóta sín; þær koma
saman á ný og bera saman bækur
sínar. Hvað hefur gerzt á þessum
tíu árum? Róttæki klúbburinn
hefur einhvern veginn orðið að
saumaklúbb og það eru ýmsar
fjarverandi sem áður létu sig ekki
vanta. Samræðumar hefjast í
þeim stíl sem saumaklúbbar byrja
á, að sögn viturra manna. Það er
talað ítarlega um gæði prjóna-
garnsins sem Jóna (Þórunn
Magnea) er að prjóna peysur úr.
Húsmóðirin á heimilinu, Inga
(Edda Þórarinsdóttir), hafði í
upphafi leiksins lent í smárimmu
við Jóa (Randver Þorláksson)
enda virðist hann ekki hafa lært
neitt á þessum tíu árum, sama
karlremban og er þó Jói augsýni-
lega vænsti maður.
í hópinn kemur Díana (Krist-
björg Kjeld). Hún er sú eina
þeirra sem hefur náð þessu þráða
takmarki: að gegna karlmanna-
starfi, því að hún er komin á þing.
Hún hefur spakyrði á takteinum
og tilsvör hennar framan af eru
svo áberandi miklir frasar, að það
fer að hvarfla að manni hvort höf-
undur sé að gera lítið úr öllu sam-
an. En Díana hefur orðið að fórna
þvf sem konum er dýrmætast eða
réttara sagt hún hefur aldrei eign-
ast það, mann og börn. Og sætir
ámæli fyrir. Það eru dálitið for-
vitnileg tök sem höfundur nær á
Díönu, eftir erfiða byrjun, en því
miður ná þau ekki nógu langt.
Kannski vegna þess að höfundi er
mikið niðri fyrir og langar að
koma sem flestu að á skömmum
tíma. Alténd varð Díana dálítið
snubbótt p>ersónulýsing. Gullý
(Anna Kristín Arngrímsdóttir) er
sú sem ætlaði að sækja um fram-
kvæmdastjórastarfið en lagði ekki
í það af því börnin voru svo lítil,
svo að hún situr enn og pikkar á
ritvélina. Gullý er ekki alveg skýr
hjá höfundi, en Anna Kristín skil-
aði henni skemmtilega. Lilly
(Tinna Gunnlaugsdóttir) er sú
eina þeirra enda yngst sem enn er
heima og unir sér reyndar ágæt-
lega. Hún fær ákúrur fyrir það frá
Díönu en stendur föst á sínu. Það
verður ekki annað séð en henni
líki þetta líf prýðilega. Sigga
(Margrét Guðmundsdóttir) var af
höfundar hendi óljós persóna. Sem
nú samræður þeirra stallsystra
halda áfram er ýmislegt sem sker
í eyru, þær eru allar nema Lillý
útivinnandi. Samt er talað heil-
mikið um allar heimavinnandi
konurnar sem ekki treysta sér út á
vinnumarkaðinn af því að þær fá
lægra kaup en karlarnir. Ég man
reyndar ekki nýjustu tölur en
hvað sem öllum launamismun líð-
ur er nú í lok kvennaáratugar æði
miklu hærri sú prósenta kvenna
sem vinnur utan heimilis, þrátt
fyrir vitað launamisrétti.
' Efnið er fýsilegt, tilsvör oft og
einatt hnyttileg og leikararnir
sem upp lesa gera það svo að til
fyrirmyndar er. Aftur á móti hefði
átt að sleppa, eða hafa fleiri þætti,
atriðinu þegar móðir Ingu (Herdis
Þorvaldsdóttir) kemur askvaðandi
með nýjan mann. Enn eitt merki
um að þrátt fyrir allt er konan, og
meira að segja sú sem er komin af
léttasta skeiði, að slíta af sér
fjötrana. Það var að sönnu mjög
trúverðugt hvernig Inga (Edda
Þórarinsdóttir) brást við tíðind-
unum og Edda lýsti ágætlega í
lestri sínum sárindum og undrun
sinni. En þetta varð samt til að
brjóta upp og gera að litlu sam-
ræður þeirra saumaklúbbskvenna,
sem hefðu út af fyrir sig verið al-
veg nægilegt efni í leikverk.
Hulda Ólafsdóttir leikstýrir
sjálf og hefur tekizt það vel. Enda
hefur hún fengið gott lið til að
flytja verkið. I textanum eru
brotalamir og stundum rennur
hann nánast út í sandinn — eig-
inlega eru í textanum furðulega
miklar ójöfnur. En Hulda getur án
efa samið fullburða verk, það
sýndi þessi leiklestur Valkyrjanna
nú.