Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 7 í ’r 'i < Talning háhyrninga hafin hér við land TALNING og könnun á atferli háhyrninga á vegum Hafrannsóknastofn- unar og erlendra vísindamanna er nú hafin hér við land. Talningin fer fram á sfldarvertíðinni þar sem háhyrningurinn er mjög fíkinn í sfld og fær sér oft bita er nótaskipin eru að snurpa. Vísindamenn vsnta sam- starfs við sjómenn við talninguna. Auk talningar og annarra skoðana er fyrirhugað að taka upp hljóð háhyrninga hér við land til ^amanburðar við mállýskur háhyrninga á öðrum hafsvæðum. Jóhann Sigurjónsson, sjávar- líffræðingur, veitir rannsóknum þessum forstöðu af hálfu Haf- rannsóknastofnunar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að háhyrningar, stærsta tegund smáhvala af höfrungakyni, væru vinsæl skemmtun öllum þeim, sem á horfðu. Þeir yrðu meira en 8 metra langir og væru þekkt- ir af fallegu litu mynstri, stórum bakugga, allt að einum til tveggja metra háum, og líflegu atferli, bæði í sædýrasöfnum víða um heim og í náttúrulegu umhverfi á hafi úti. Þeir væru einnig kunnir sjómönnum og öðrum sæfarendum fyrir aðgangshörku við önnur sjávarspendýr, seli, höfrunga og jafnvel stórhveli, þó aðalfæða þeirra væri fyrst og fremst ýmislegt fiskmeti. Jóhann sagði, að á undanförn- um árum hefði Hafrannsókna- stofnun gert nokkrar tilraunir til að áætla fjölda háhyrninga hér við land með skipulagðri talningu. Tilgangur þess væri að afla upplýsinga um stofnstærð háhyrninga hér við land og um göngur þeirra á miðin, sem meðal annars gæti varpað ljósi á þátt þeirra í fæðukeðjunni á hafsvæð- inu í kringum landið. Vitað væri að háhyrningum fyndist fátt betra en að háma í sig feita síld- ina á haustin og væru þeir því árvissir gestir á síldarmiðunum. Hvort fjöldi þeirra væri nægur til að hafa nokkur afgerandi áhrif á afkomu sildarstofnanna hér við land, væri hins vegar lítið vitað um. Talningarnar hefðu aðallega farið fram á aðalsíld- veiðitímabilinu, þar sem haft Háhyrningar á sundi. Vísindamenn vió flugvélina sem notuð er við talning- nna. hefði verið samstarf við sjómenn um skráningu allra dýra, sem sæjust á tilteknu tímabili. í október 1982 hefði þátttaka í talningunni verið mest og hefðu stofnuninni þá borizt upplýsing- ar um ferðir nálægt 3.000 dýra, þar af að minnsta kosti 300 sama aaginn. Ljóst væri að nokkuð vantaði á að marktækar niður- stöður um stofnstærðina lægju fyrir, en vonazt væri til að með yfirstandandi rannsóknum fengjust mun haldbetri gögn en áður. „Háhyrningarannsóknirnar í ár eru framkvæmdar í samvinnu við Hubbs-rannsóknastofuna í Bandaríkjunum með þátttöku bandarískra, brezkra og sænskra vísindamanna. Rannsóknirnar verða þríþættar, það er talning frá fiskiskipum, talning úr lofti og ljósmyndun háhyrninga á miðunum. Eins og fyrr munu talningarnar frá fiskiskipum að verulegu leyti byggjast á góðri samvinnu við sjómenn og þess er vænzt, að með víðtækri þátt- töku fiskiskipa og annarra þeirra, sem upplýsingar geta veitt, fáist gagnlegar upplýsing- ar um útbreiðslu og fjölda há- hyrninga á næstu vikum. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í að safna góðum ljósmyndum af háhyrningum hér við land og annars staðar í Norð- ur-Atlantshafi. Með nákvæmri skoðun ljósmynda má nefnilega oft þekkja hvalina í sundur og þannig er unnt að læra ýmislegt um greiningu hvalanna í stofna, um ferðir þeirra og hópatferli. Sérstakt átak verður nú gert í þessu í haust, en auk þess er fyrirhugað að taka upp hljóð háhyrninga hér við land til sámaburðar við mállýskur há- hyrninga á öðrum hafsvæðum," sagði Jóhann Sigurjónsson. Seljendur mótmæla verði á sfld í frost YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað verð á sfld til frystingar síðastliðinn flmmtudag. Verðið miðast við tvo stærðarflokka, sfld 30 centi- metrar og stærri og 25 til 30 centimetrar. Verð fyrir hvert kfló í stærri flokknum verður 4,60 en 3,10 krónur fyrir minni flokkinn. Verðið var ákveðið með atkvæð- um fulltrúa kaupenda og odda- manns gegn atkvæðum seljenda. Kristján Ragnarsson, annar full- trúi seljenda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir teldu kaup- endur færa um að greiða sama verð fyrir sild til frystingar og söltunar. Þó menn héldu því fram, að verðið á þessum tveimur flokk- um væri meðaltalsverð fjögurra stærðarflokka á sild til söltunar og verð því það sama, væri það ekki rétt. Hlutfall stærstu síldar- innar í aflanum nú væri mun meira en gert væri ráð fyrir í þessari verðlagningu. „Fyrst þetta fór svona, tel ég að við hefðum heldur átt að samþykkja tilboð kaupenda um frjálsa verðlagningu á sild til frystingar," sagði Krist- ján Ragnarsson. Athugasemd vegna fréttar um Kvennaathvarfið í Reykjavík MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgar- fulltrúa Kvennaframboðsins: „í blaði yðar í dag þann 10. október birtist frétt um Kvenna- athvarfið í Reykjavík undir fyrir- sögninni „Starfsmanni vikið úr starfi án nokkurrar skýringar". í fréttinni er eftirfarandi m.a. haft eftir Áslaugu Ragnars: „Kjarni þessa máls er að mínu mati flokks- pólitískur ágreiningur sem konur úr röðum Alþýðubandalags og Kvennaframboðs hafa talið sér henta að gera. Má þar til nefna forystukonur á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarfull- trúa Kvennaframboðs og Alfheiði Ingadóttur varaborgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins." I lok fréttar- innar er síðan frá því sagt að Morg- unblaðið hafi haft samband við undirritaða sem hafl ekki viljað tjá sig um málið. Er skemmst frá því að segja að Ásdis Haraldsdóttir blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við mig laust eftir hádegi í gær til þess að fá uppgefnar ástæðurnar fyrir þvi að félagsfundur í Samtökum um kvennaathvarf ákvað að víkja nýráðnum starsfmanni úr starfi. Svör mín til hennar voru efnislega á þá leið að ég teldi það ekki deilu- aðilum í málinu né Kvennaathvarf- inu til framdráttar að gera mál þetta að fjölmiðlamat. Auk þess hefði ég ekki séð neitt eftir þeim starfsmanni haft, sem fyrir brott- vikningunni varð, og væri því alls ekki viss um að honum væri neinn greiði gerður með því að ræða mál- ið á síðum dagblaðanna. llmmæli Áslaugar Ragnars um „kjarna málsins" þar sem vegið er að mér persónulega voru aldrei undir mig borin og gaf Morgunblaðið mér því aldrei kost á að svara fyrir mig. Hlýt ég að átelja slík vinnubrögð sem að mínu mati samræmast illa þeim kröfum sem gera verður til heiðarlegrar blaðamennsku. Hvað ummæli Áslaugar varðar þá vísa ég þeim algerlega á bug sem tilhæfulausum rógi sem er henni til lítils sóma. Hafi Áslaug fylgst eitthvað með gangi mála innan Samtaka um kvennaathvarf síðustu vikurnar veit hún að ég var í þeim hópi sem reyndi að miðla málum milli deiluaðila en því mið- ur, án árangurs. Það má öllum ljóst vera að deilumál sem þessi eru síst samtökunum til framdráttar og það þjónar vægast sagt vafasömum tilgangi að gera þau að flokks- pólitísku máli, þvert á allar stað- reyndir." Aths. ritstj. Vegna ummæla Ingibjargar Sól- rúnar Gisladóttur um „heiðarlega blaðamennsku" skal tekið fram að það er ekki venja Morgunblaðsins að lesa ummæli eins aðila í samtali við blaðið fyrir annan áður en þau birtast í Morgunblaðinu. 1 þessu tilfelli var þvi ekki um það að ræða aö ummæli Áslaugar Ragnars yrðu lesin fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur frekar en ummæli hennar hefðu verið lesin fyrir Ás- laugu Ragnars. Það fer svo eftir atvikum hvort Morgunblaðið leitar eftir áliti manna eða birtir frá þeim vfirlýs- ingu eða athugasemd eins og þessa hér að framan frá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. HEIMSKLASSAKVOLUI (:fl. 4AI SUNNUDAGSKVÖLD í tilefni opnunar Heilsustúdíósins, Skeifunni 3c, efnum viö til sérstaks hátíöarkvölds í Broadway. Jónína Benedikts- dóttir sýnir aerobic Kári Ellertsson, Hrafnhildur Val- björnsdóttir og Júlíus Ág. Guö- mundsson sýna »pósur“. Karatesýning. Prótein-bar verður opinn á vegum Sól hf. Sólbaösstofan Sól- bær kynnir starf- semi sína. Hin frábæra söngkona Anna Carin Larsson kemur fram og syngur lög af nýútkominni LP plötu sem ber heitið Anna. Anna hefur einmitt sungið við opnun World Class heilsustöðva um allan heim Matseðill Rjómasúpa Argenteuil Heiðarlamb m. villikryddsósu Verð kr. 700 Aðgangseyrir kr. 300 BCCACWAT Miðasala og borðapantanir í Broadway, sími 77500 WorldClass Heilsustúdh Skeitunni 3, Reykjavík, simi 39123.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.