Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 37 Ein af vinsælustu leikkonum Frakka Fanny Ardant er ein af vinsæl- ustu leikurum Frakklands. Hún er sögð feta í fótspor forvera sinna Danielle Darrieux og Jeanne Moreau, þ.e.a.s. er dálítið fjarræn og leyndardómsfull, en ætíð reisn yfir henni og frábær í tauinu. Uppáhaldshönnuðurinn er Yves Saint Laurent. JOHN WETTERER Hann á 248 börn John Wetterer átti mjög veg- legt einbýlishús með sundlaug og öllu tilheyrandi, nokkra bíla og öll þau þægindi sem hugsast geta. En svo einn daginn seldi hann allt saman og varði andvirðinu til kaupa á húsi handa 248 heimilis- lausum drengjum. John, sem er 36 ára, ákvað að fórna lífi auðkýfings fyrir föður- hlutverkið, en piltarnir koma víðs- vegar að úr heiminum. „Ég get ekki hugsað mér neitt yndislegra en að fá að sjá þessa drengi mína vaxa úr grasi og gefa þeim hlýju, umhyggju og kærleika. Það er líka frábær tilfinning að vita að öll þessi börn elska mann,“ segir þessi faðir sem eflaust á mesta fjölda barna sem um getur. „Við erum ein stór fjölskylda og enginn útundan. Kokkurinn sem vinnur sjálfboðavinnu eldar þrisv- ar á dag ofan { mannskapinn og fjórir tannlæknar hafa lagt sitt af mörkum og gefa þjónustu sína. John segist auðvitað vita nöfnin á börnunum sínum og fylgjast með hver læri heima og hver ekki og bætir við í Iokin: „Ég get meira að segja sagt hver missti tönn í gær.“ ekki eiga í vandræðum með tíma sinn á næstunni. Guðbjörn söng í nemendauppfærslu Nýja tónlist- arskólans á „Die Entfuhrung aus dem Serail" undir stjórn Ragnars Björnssonar í fyrra og kom fram sem einsöngvari með Skagfirsku söngsveitinni hér heima og á söng- ferðalagi um ftaliu. Þá æfði hann hlutverk Kristjáns Jóhannssonar I Grímudansleiknum áður en Kristján kom til landsins og naut tilsagnar Barbacini og Sveins Einarssonar. Þeir bræður syngja smáhlutverk í téðri sýningu í Þjóð- leikhúsinu. Annars eru þeir sam- mála um að það sé mjög mikilvægt að gefa ungu fólki tækifæri á að syngj a og þroskast þannig. Það er svo ýmislegt spennandi framundan. Gunnar fer með tenór- hlutverkið í Alfadrottningunni hjá Islensku hljómsveitinni í desemb- er og Guðbjörn með tenórhlutann í „Stabat mater“ sem Sinfónían flytur með söngsveitinni Fíl- harmóníu næsta vor. „Við syngjum svo iðulega saman um land allt því fólk hefur gaman af því að sjá bræður syngja og það ber okkur saman og raddirnar. Við verðum líka vonandi áfram í leik- listarnámi hjá Robert Becker, frá- bærum kennara. Nýi tónlistarskól- inn losnar ekki við okkur strax og við erum ákveðnir í að læra hérna heima eins mikið og við getum áður en haldið skal utan í frekara nám. Fyrsta skrefið er að minnsta kosti að verða góðir og svo verðum við kannski frægir ... hver veit? —Já hver veit? COSPER — Ég hef það á tilfínningunni að hundurinn sé svangur. Kveðjuorð: Niels Finsen Niels R. Finsen gjaldkeri H.B & Co. hf. Akranesi er látinn. Níels Finsen fæddist á Akranesi 23. maí 1909. Foreldrar hans voru Ólafur Finsen, héraðslæknir, og Ingibjörg Isleifsdóttir prests frá Arnarbæli. Níels Finsen var tví- giftur, fyrri kona hans hét Lilja Þórhallsdóttir Finsen, hún lést 1946, sonur þeirra er Björn Ingi. Síðar giftist hann eftirlifandi eig- inkonu Jonínu Finsen. Þeirra dótt- ir er Kristjana Áslaug. Níels Finsen lauk prófi úr Versl- unarskólanum 1930. Hann hafði áður stundað almenn verslunar- störf hjá Böðvari Þorvaldssyni og Helgu Guðbrandsdóttur. Einnig vann hann í versluninni hjá Bjarna Ólafssyni & Co., Boco, sem kallað var. í ársbyrjun 1933 hóf Níels R. Finsen skrifstofustarf hjá Haraldi Böðvarssyni og þar starf- aði hann til dauðadags. Það að starfa í rúm 50 ár hjá sama fyrir- tæki segir sina sögu um persónu- leika Níelsar. Tryggð hans til starfsins, fyrirtækisins og sam- starfsmanna var einstök. Níels Finsen var virkur félags- maður í Frímúrara- og Lions- hreyfingu og hann var einn af fáum í Lionsklúbbi Akraness sem var kosinn formaður tvisvar sinn- um. Hann sinnti málefnum kirkju- safnaðarins með miklum áhuga og sat m.a. lengi í sóknarnefnd. Níels Finsen hefur því víða gegnt lykilhlutverkum. Hann sýndi ávallt fáguð vinnubrögð og öll störf leysti hann með einstakri samviskusemi. Við viljum votta Nínu og börn- um, og tengdafólki, okkar dýpstu samúð. En um leið gleðjumst við yfir því að hafa átt þess kost að kynnast Níels R. Finsen. Við þökk- um honum samfylgdina. Fjölskylda Haraldar Böðvarssonar og samstarfsmenn. Kveðja frá Lionsklúbbi Akraness Hinn 30. september sl. andaðist i Hollandi Níels R. Finsen, en þar var hann gestkomandi ásamt konu sinni á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Níels Ryberg Finsen var fæddur á Akranesi hinn 23. maí 1909 og voru foreldrar hans hiónin Ingi- björg Isleifsdóttir og Olafur Fin- sen, sem var héraðslæknir á Akra- nesi um áratuga skeið. Níels R. Finsen var skýrður eftir heims- kunnum frænda sínum, Ijósalækn- inum fræga, sem bar sama nafn, en hann andaðist í Kaupmanna- höfn nokkrum árum áður en Níels fæddist. Níels R. Finsen ólst upp á Akra- nesi, en lauk námi frá Verzlunar- skóla Islands 1930. Ævistarf sitt vann Níels sem skrifstofumaður hjá Haraldi Böðvarssyni á Akra- nesi og gegndi þar störfum bókara og gjaldkera um langt árabil. Naut hann trausts húsbænda sinna enda prýðilega verki farinn til skrif- stofustarfa. Níels R. Finsen var einn í hópi þeirra 15 Akurnesinga, sem komu saman hinn 22. apríl 1956 og stofn- uðu Lionsklúbb Akraness og í þeim félagsskapi starfaði hann af áhuga til æviloka. Gegndi hann að vonum mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var m.a. tvívegis for- maður, sem er harla fátítt í slíkum klúbbum. Mun það samdóma álit félaga í Lionsklúbbi Akraness að fáir menn muni hafa haft einlæg- ari áhuga á velgengni og farsælum störfum Lionsklúbbsins en einmitt hann. Að leiðarlokum færa félag- arnir Níels R. Finsen heila þökk fyrir allt er hann gerði fyrir Lions- klúbb Akraness og munu varðveita minningu hans þakklátum huga. Níels R. Finsen var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lilja Guðrún Þórhallsdóttir, sem andaðist 17. september 1946. Barn þeirra er Björn Ingi Finsen, kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi, kvæntur Guðrúnu Engilbertsdótt- ur. Eftirlifandi kona Níelsar R. Finsen er Jónína Finsen, röntgen- læknir við Sjúkrahús Akraness. Barn þeirra er Kristjana Áslaug Finsen, dóttir Jónínu, sem Níels ættleiddi. Áslaug er gift Roel Woudtrse, bankastarfsmanni í Hollandi. Við félagar í Lionsklúbbi Akra- ness ser.dum öllum ástvinum Ní- elsar R. Finsen innilegar samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á stund sorgarinnar. Lionsklúbbur Akraness, Jósef H. Þorgeirsson. Hcútorgarðurinn uiif'i \ /moi i ikiAnikiki An HUSI VERSLUNARINNAR ÖRN ARASON LEIKUR KLASSÍSKAN GÍT- ARLEIK FYRIR MAT- ARGESTI BORÐAPANTANASÍMI HELGARINNAR 30400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.