Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÖBER1985
Morgunblaðiö/Theodór
Slökkviliðsmannahópurinn við bfl siökkviliðsins í Borgarnesi, utan við hús Bifreiða- og Trésmiðjunnar í Borgar-
nesi, BTB, þar sem verklega afingin fór fram innandyra annan dag námskeiðsins. Frá vinstri: Guðjón Birgis-
son, Einar Harðarson, Gunnlaugur Emilsson og Helgi Guðmundsson frá Árnessýslu — Bjarni Kr. Þorsteinsson
og Stefán Gautur Daníelsson frá Borgarnesi — Sigurjón Ingólfsson, Vilhelm Harðarson og Hörður Ragnarsson
frá Skagaströnd — Erling B. Ingimundarson og Heimir B. Gíslason frá Drangsnesi — Ásgeir Einarsson og
Sævar Olafsson frá Patreksfirði — Guðmundur Bergsson frá Slökkviliðinu í Reykjavík er sá um kennshi og
Guðmundur Haraidsson frá Brunamálastofnun ríkisins, er ctóð fyrir námskeiðinu.
Borgames:
Slökkviliðsmenn á
reykköfunarnámskeiði
Borgarnesi, 7. október.
Slökkviliðsmenn frá Skaga-
strönd, Drangsnesi, Patreksfirði,
Borgarnesi og Ámessýslu mættu á
reykköfunarnámskeið sem Bruna-
málastofnun ríkisins hélt í Borgar-
nesi um sfðustu helgi.
Brunamálastofnun ríkisins
stóð fyrir reykköfunarnámskeiði
fyrir slökkviliðsmenn af lands-
byggðinni í Borgarnesi dagana
4., 5. og 6. október. Kennarar
voru þeir Guðmundur Haralds-
son frá Brunamálastofnun ríkis-
ins, Guðmundur Bergsson frá
Slökkviliði Reykjavíkur og Þrá-
inn Skúlason fyrrverandi
slökkviliðsmaður í Reykjavík en
er í dag forstjóri Bifreiða- og
Trésmiðjunnar í Borgarnesi. Að
sögn Guðmundar Haraldssonar,
tókst þetta námskeið mjög vel í
alla staði. „Þetta var hörkulið og
strákarnir lögðu sig alla fram,“
sagði Guðmundur Haraldsson.
Varðandi bóklegu kennsluna
sagði Guðmundur að þeir hefðu
byrjað á því að fara yfir þær
hættur er steðja að slökkviliðs-
mönnum við björgunarstörf, s.s.
reykeitrun, sprengihættu, hættu
vegna hruns og vegna rafmagns.
Einnig hefði verið farið yfir
reglur er gilda um reykköfun og
hlífðarbúnað slökkviliðsmanna
og reglur um framkvæmd reykk-
öfunar, leit í húsum og björgun
fólks úr brennandi húsum. Sagði
Guðmundur að Þráinn Skúlason
hefði séð um kennslu í mark-
vissri skyndihjálp og hefði hann
lagt aðaláherslu á þrjú atriði
hennar: blástursaðferðina, mikl-
ar blæðingar og hjartahnoð. Á
laugardeginum hefði verið farið
út í verkstæðishús Bifreiða- og
Morgunblaðiö/Theodór
Slökkviliðsmennirnir leggja á ráðin við Litla-Dal. Guðmundur Haralds-
son, aðalkennari á námskeiðinu er lengst til vinstri.
Morgunblaóió/Theodór
Slökkviliðsmennirnir koma út úr Litla-Dai með „manninn“ sem þeir áttu
að bjarga út úr húsinu sem var búið að fylla af reyk. Þetta var síðasta
hlutverk Litla-Dals-hússins sem nú á að rífa.
Trésmiðjunnar í Brákarey. Þar
hefðu slökkviliðsmennirnir verið
látnir kynnast búnaði reykkaf-
ara og þeir síðan látnir leita
blindandi um verkstæðisbygg-
inguna að manni sem komið
hafði verið fyrir einhvers staðar
> byggingunni, innan um vörubíla
og alls konar tæki. Á sunnudeg-
inum hefði verið farið i húsið
„Litla-Dal“ og þar hefði verið
komið fyrir reyksprengjum og
húsið fyllt af reyk og það einnig
hitað vel upp, með þar til gerðu
tæki. Síðan hefðu slökkviliðs-
mennirnir farið saman, tveir í
einu, ásamt kennara, inn í húsið
til leitar að „manni", sem reynd-
ar var stór dúkka, sem komið
hafði verið fyrir á efri hæð húss-
ins. Sagði Guðmundur Haralds-
son að öllum hefði gengið vel að
finna dúkkuna og koma henni út
úr húsinu. „Það liðu um 12 mín-
útur frá því þeir sem voru fljót-
astir, fóru inn i húsið og þar til
þeir komu út með dúkkuna á
milli sín,* sagði Guðmundur.
Aðspurður sagði Guðmundur að
þetta væri þriðja reykköfunar-
námskeiðið sem Brunamála-
stofnun rfkisins hefði haldið
fyrir slökkviliðsmenn á þessu ári,
hin námskeiðin hefðu verið hald-
in á Akureyri og á Sauðárkróki.
-TKÞ.
s
s,62-1200 62-1201
Skipholti 5
Kleppsvegur. 2ja herb. íb.á
3.hæöíblokk.
Miðvangur Hf. 3ja herb. Ib.
á 2. hæö I blokk. Stórar suöursv.
Reynimelur - bílsk. 3ja
herb. mjög snyrtil. íb. á 1. hæö.
Nýtt gler, nýjar vatns- og raf-
lagnir. Nýtt þak. Bílsk. Verð 2,6
millj.
Skipasund. Samþykkt iftil
björt og falleg 3ja herb. risíb. í
tvíb. Sérhiti og inng. Verö 1700
þús.
Vesturberg - laus. 3ja
herb. 80 fm íb. á 3. hæö I tyftu-
húsi. Þvottah. á hæðinni. Verö
1800 þús.
Álfaskeið - bílsk. 4ra-5
herb. 117 fm einstakl. góð ib. á
2. hæö í blokk. Bilsk. fytgir. Verö
2,4millj.
Álfhólsvegur. Glæsii. 150
fm efri sérh. i tvib.húsi á einstakl.
faliegum útsýnisstaö i austurbæ
Kóp. Bílsk. fylgir.
Rauðalækur. 4ra-5 herb. ca.
130 fm mjög góö efri hæö í
fjórb.húsi. Sérhiti. Tvennar sval-
Ir. Bílsk. Verö 3,3 millj.
Kári Fanndat Guóbrandason
Lovlsa Kristjánadóttir
^BjörriJónssonMI^^
GARfíl JR
Húsavík:
Taflfélagið 60 ára
Húsavík.
TAFLFÉLAG Húsavikur veröur 60 ára á þessu ári eða 2. desember nk. og hefur
þegar minnst þess og ætlar frekar að minnast þess á þessu ári. Fyrsti vióburður
afmælisársins var alþjóðlegt skákmót, sem haldið var á Húsavík í mars í sam-
vinnu við tímaritið Skák og Jóhann Þóri Jónsson. Þátttakendur voru 12 þar á
meðal 5 þekktir erlendir skákmenn. Sigurvegari var Jón L Árnason og náði
hann þar sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.
Ýmis önnur skákmót hafa verið Starfandi félagar í Taflfélagi
haldin á árinu, m.a. landskeppni við Húsavíkur eru ekki margir, en þeir
Færeyjar. En meira stendur til að
gera og þá að halda mót, þar sem
heimamenn yrðu sem flestir þátttak-
endur.
sem starfa sýna mikinn áhuga og í
myndarlegri ársskýrslu félagsins má
sjá árangur þeirra. Skákmeistari
Húsavíkur er Ævar Ákason, hrað-
SIMAR 21150-21370
S01USTJ LARUS Þ VALOIMARS
L0GM J0H Þ0R0ARS0IM HDl
Sýnishorn úr söluskrá:
Tvíbýlí — einbýli — skipti
Til »ölu húseign meö tveim íbúöum: Á 1. og 2. hæö um 77x2 fm er
stór og góð 5 herb. íbúö. Tvennar svalir, snyrting á báöum hæöum. I
kjallara er 2ja herb. séríbúö meö meiru. Bílakúr um 30 fm. Eignin er
á sólríkum staö á sunnanveröu Sattjarnarnoai. Skipti mögutog á góðu
einbýlishúai 120-140 fm auk bflskúrs.
Hvassaleiti — Háaleiti — nágrenni
Til kaups óskast góö 4ra herb. íbúö helst meö bílskúr Skipti mögutog
m.a. é mjög góöu einbýlishúsi I Smáíbúöahverfi.
Á1. hæö eöa í lyftuhúsi
Þurfum aö utvega tjtritwkum kaupanda góða 3ja herb. ibúö í borginni
Skiptí mögutog á endurnýjaöri 3ja herb. ibúö á 3. hæö á Hðgunum.
2ja herb. íbúA óakast, helst í
vesturborginni, góö kjallara-
íbúö kemur til greina.
AtMENNA
FASTEIGNASAUN
UUGAVEGI18 SÍMAR 21150-21370
Hjálmar Theodórsson hóf taftmennsku hjá Taflfélagi Húsavíkur fyrir 55 árum
og teflir enn. Á þessari mynd bíður hann (Lh.) eftir svarleik andstæðingsins, sem
er Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri.
skákmeistari, Brynjar Sigtryggsson,
unglingameistari, Björn Fr. Brynj-
ólfsson. I skýrslunni er að finna
ýmsar fróðlegar upplýsingar og
kemur þar fram m.a. að Brynjar
Sigtryggsson hefur teflt flestar
kappskákirnar, en hæsta vinnings-
hlutfall á kappmótum hefur Kári
Arnór Kárason, 82,7%, Hrannar
Jónsson, 73,7%, og Brynjar Sig-
tryggsson, 72,8.
Einn félagsmanna, Hjálmar Theo-
dórsson, hóf taflmennsku hjá félag-
inu fyrir 55 árum og teflir enn, þó
kominn sé yfir sjötugt og með góðum
árangri og er nú þátttakandi f vfir-
standandi firmakeppni f skák.
Hjálmar hefur marga skáktitla hlot-
ið, verið Skákmeistari Norðlendinga
2svar, Skákmeistari Vestmannaeyja,
Keflavíkur og Suðurnesja, auk þess
sem hann hefur oft orðið skákmeist-
ari Húsavíkur. í landsliðsflokki hef-
ur hann fimm sinnum verið þátttak-
andi. Hann er heiðursfélagi Taflfé-
lags Húsavíkur og Skáksambands
Norðurlands.
Félagið hefur nú hafið vetrarstarf-
ið af fullum krafti en stjórn félagsins
skipa nú: Einar Þorbergsson, for-
maður, Ævar Ákason og Guðmundur
Sigurjónsson.
— Fréttaritari