Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
15
skýrslu Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur.
Magnús Kristinsson tannlæknir
kannaði veturinn 1982—1983 tann-
skemmdir 6 ára barna í Reykjavík
og fjórum bæjarfélögum í ná-
grenni Reykjavíkur. En þessi
bæjarfélög voru Seltjarnarnes,
Kópavogur, Garðabær og Hafnar-
fjörður.
Tiigangurinn var að bera saman
tannheilsu barna, annarsvegar þar
sem voru skipulagðar skólatann-
lækningar og hinsvegar þar sem
engar skólatannlækningar voru.
En allir voru taldir hafa greiðan
aðgang að einkatannlæknum.
Það sem mér þótti athyglisverð-
ast í útkomu Magnúsar var að
DMFT 12 ára barna var 36%
hærra í nágrannabæjunum heldur
en í Reykjavík. Og DMFT 12 ára
barna í Reykjavík var samhljóða
útkomu skrásetningarskólatann-
læknanna á sama tíma. Það styður
þá skoðun mína, að skrásetning
skólatannlæknanna á tannheilsu
barnanna gefi nokkuð góða heild-
armynd af ástandinu á þeim tíma.
Ef athugaður er samanburður
Sigurjóns, sem hann birti í sinni
grein, sést að hann ber saman
mismunandi árganga og leggur þá
að jöfnu. Þau 12 ára börn, sem
Magnús skoðaði voru fædd 197ðen
börn Sigurjóns voru fædd 1972.
Þetta er enn eitt gróft dæmi um
ónákvæmni Sigurjóns.
Þeir sem unnið hafa við tennur
skólabarna í mörg ár vita að það
getur verið talsverður munur á
tannheilsu milli árganga.
Nú eru í vinnslu hjá skólatann-
lækningum Reykjavíkur tölur um
tannheilsu barna 1984—1985 og
sýnist mér meðaltal DMFT 12 ára
barna í Reykjavík fæddra 1972
vera á bilinu 6—6,5 eða mjög Iíkt
þvi sem er á Húsavík.
Nú má enginn skilja orð mín svo
að ég sé að gera lítið úr þeim
árangri sem náðst hefir í skóla-
tannlækningum á Húsavík. Það er
frábært, að það finnist nánast
engin ófyllt hola í 12 ára barni þar
og engin fullorðinstönn töpuð. En
okkur Sigurjón greinir á um hvort
DMfT 6 hjá 12 ára börnum sé
gott eða lélegt.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
telur DMFT 3 viðunandi ástand
tanna 12 ára barna. í Reykjavík og
Húsavík er ástandið tvöfalt lakara
en viðunandi.
Ég er óánægður með ástandið
en Sigurjón ánægður. En það er
svo sem engin ástæða að láta
hugfallast. Ég er viss um að Sigur-
jón bætir tannástand barna á
Húsavík stórlega næstu árin. Þar
eru aðstæður eins og best verður
á kosið til þeirra hluta. Þar eru:
áhugasamir tannlæknar, jákvæð
bæjarstjórn og skólayfirvöld og
viðráðanlegur íbúafjöldi.
Hér í Reykjavík höfum við einn-
ig áhugasama tannlækna, jákvæða
borgarstjórn og skólayfirvöld. En
íbúafjöldinn og sér í lagi miklir
búferlaflutningar bæði til borgar-
innar og milli borgarhverfa, hafa
valdið okkur erfiðleikum. Börnum
fækkar í eldri hverfunum en fjölg-
ar mikið á stuttum tíma í þeim
hverfum sem uppbygging er mest.
Ruglar þetta áætlanir um niður-
setningu tannlæknatækja og gerir
einnig skólatannlæknum erfiðara
um vik við að halda utan um sinn
hóp.
En við fylgjumst með árangrin-
um og skráum tannástand barn-
anna árlega. Samkvæmt þessari
skrásetningu hafa tannskemmdir
minnkað nokkuð tvö síðastliðin ár,
sér í Iagi hjá yngri aldursflokkun-
um. En einmitt þetta gæti verið
merki þes að nú væri að ganga í
garð það tímabil sem gekk yfir hin
Norðurlöndin fyrir um það bil 10
árum, að tannskemmdir barna
næstum því hverfa. Svona vís-
bendingar fá okkur til að líta
bjartari augum á tilveruna og
styðja þá trú okkar að við séum
að vinna gott verk fyrir þjóðfélag-
ið. "
Ég treysti því að Sigurjón Bene-
diktsson fylgist með þróun tann-
heilsu skólabarna á Húsavík næstu
árin. Og gaman væri svo að við
bærum saman bækur okkar eftir
svo sem 5 ár.
Höfundur er yfirskólataunlæknir í
Reykjavík.
Kærar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig
á 90 ára afmœli mínu 25. sept. sl.
ÓlöfGrímea Þoríáksdóttir.
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á
afmæli mínu 5. október og geröu mér daginn
ógleymanlegan.
Sigurður B. Sigurðsson,
Akranesi.
Auglýsing um deiliskipulag
og breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur
Med vtsan til 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964, er hér med auglýst
deiliskipulagstillaga Skúlagötusvæðisins sem afmarkast af Sætúni,
Snorrabraut, Hverfisgötu og Ingólfsstræti.
Tillagan felur í sér landnotkunarbreytingu og breytinguá umferöarkerfi
á staöfestu aöalskipulagi Reykjavíkur.
Uppdrættir, ásamt líkönum og greinargerð liggja frammi almennmgi
til sýnis á skrifstofutíma í Byggingarþjónustunni, Hallveigarsttg 1,
frá og með föstudeginum 11. okt. til 22. nóv. 1985. Á miðvikudögum
milli kl. 16.00 og 18.00 munu höfundar og/eða fulltrúi borgarskipulags
mæta á staðinn og svara fyrhrspurnum varðandi tillöguna.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama staö eigi
síöarenkl. 18.00,föstudaginn6.des. 1985.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir
breytingunni.
Reykjavík, 11. október 1985.
BORGARSKIPULAG REYK JAVÍKUR
Þverholti 15,105 Reykjavík.
Sæt
Lindarcata
Sölvlióls^ata
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI SKÚLACÖTUSVÆÐISINS
5»
■ •
UH-255
Élll
1200
Veroaðeins kr. 192.000
Lán 92.000
wm
Þer greióið
100.000
mm
•í®
Tokum vel meö farnar Lödur upp í nýjar
■
.
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600