Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
24 ára maöur handtekinn:
Sveik yfir 400.000
_kr. úr bönkum
"og keypti kókaín
24 ÁRA maður er grunaður um að
hafa svikið út liðlega 600 þúsund
krónur, 400 þúsund út úr bönkum
og 200 þúsund út úr verslunum og
öðrum fyrirtækjum, og notað féð til
þess aö kaupa fíkniefni erlendis og
smyglað þeim inn í landið og selt.
Maðurinn var handtekinn á miðviku-
dag. Á honum fundust farseðlar til
útlanda og auk þess umtalsverð
Markmiðið
er slysa-
laus dagur
„ÞAÐ ER greinilegt að ökumenn
eru að taka við sér og fjöldi fólks
hefur haft samband við mig í dag,
sem telur sig hafa orðið vart við
mikla breytingu til batnaðar í
umferðinni," sagði Olafur Jóns-
son, framkvæmdastjóri l'mferðar-
viku í Reykjavík, er Morgunbiaðið
hafði samband við hann síðdegis
í gær. Þá hafði aðeins orðið einn
árekstur og samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar urðu aðeins
fimm umferðaróhöpp í Reykjavík
frá kl. 6 í gærmorgun til kl. 22 í
gærkvöidi.
Dagurinn í dag, föstudagur,
er samkvæmt dagskrá Umferð-
arvikunnar „slysalaus dagur“ og
má segja að það fyrirheit sé
stærsta átak þessarar viku. „En
til þess að það megi takast verða
allir að leggjast á eitt, hver og
einn verður að líta í eiginn barm
og vera sérstaklega vel á verði,“
sagði Ólafur Jonsson.
Logreglan mun I dag leggja
sérstaka áherslu á hraðamæl-
ingar og Slysavarnafélag ís-
lands verður með sérstaka gang-
brautarvörslu.
upphæð í gjaldeyri. Maðurinn hugð-
ist fara utan í gærmorgun, fimmtu-
dag. Rannsóknarlögregla ríkisins
vinnur að rannsókn málsins og setti
í gær fram kröfu í Sakadómi Reykja-
víkur um að maðurinn verði úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 20. nóvem-
ber.
Maðurinn er grunaður um að
hafa stolið peningaveskjum, meðal
annars á Landakotsspítala og
Borgarspítalanum, komist yfir
ávísanahefti og notað eyðublöð til
þess að falsa út fé. Hann er grun-
aður um að hafa stofnað spari-
sjóðsreikninga í þremur bönkum,
lagt hundruð þúsunda króna inn á
reikningana og „greitt" fyrir með
fölsuðum ávísunum. Síðan snúið
sér samdægurs til bankanna og
tekið út féð og þannig haft yfir 400
þúsund krónur. Ekki er talið, að
maðurinn hafi notað öll eyðublöðin
i bönkum og honum tekist annars
staðar að komast yfir umtalsverð-
ar fjárhæðir með fölsuðum ávísun-
um.
Maðurinn er grunaður um að
hafa farið til útlanda og keypt
umtalsvert magn kókaíns og
smyglað til landsins. Svikastarf-
semina er maðurinn grunaður um
að hafa stundað á tveimur síðast-
liðnum mánuðum og hefur rann-
sókn staðið yfir um langt skeið. Á
miðvikudag tókst RLR svo að
upplýsa hver var að verki.
Játning liggur fyrir að mestu
leyti, en að sögn Erlu Jónsdóttur,
deildarstjóra hjá RLR, eru ýmsir
endar óhnýttir og ekki hafa allar
ávísanir, sem maðurinn er grunað-
ur um að hafa gefið út, borist til
banka. Endanleg upphæð fjársvika
mannsins liggur ekki fyrir, en það
sem kunnugt er um á þessu stigi
málsins er rúmlega 600 þúsund
krónur.
ÍN»r.
■
Hornafjörður:
Morgunblaðið/Haukur
Löndun tafðist vegna
ágreinings um mat
FERSKFISKMATIÐ bannaði löndun síldar úr Skógey á Höfn í
Hornafirði þegar báturinn kom inn um kvöldmatarleytið í gær. Er
matið að framfylgja reglum um meðferð aflans um borð, en í ein-
hverjum tilvikum var of mikið bil á milli borða í hillum í lestum
bátsins. Tafist löndun í rúma þrjá tíma og biðu söltunarstúlkurnar í
söltunarstöð KASK í nokkra tíma eftir að geta hafið söltun á afla
bátsins. Deilan leystist á ellefta tímanum í gærkvöldi og var þá
byrjað á því að landa úr skipinu en hluti aflans var dæmdur óhæfur
til söltunar af þessum ástæðum. Myndin var tekin í gær þegar
starfsfólk í söltunarstöðinni beið eftir síld til söltunar.
Sjá bls. 4. Fyrsta sfldin til Hornafjarðar.
Afkoma olíufélaganna fyrri helming ársins:
200 milljóna króna tap
á sölu olíu og bensíns
— skuldir útgerðar við olíufélögin skipta hundruðum milljóna
STAÐA olíufélaganna er mjög erfið um þessar mundir að sögn fulltrúa
þeirra. Fyrstu 6 mánuði ársins var tap þeirra af sölu á bensíni, gasolíu og
svartolíu nálægt 200 milljónum króna. Staðan hefur batnað lítilega að sögn
forstjóra olíufélaganna, en þeir telja Ijóst að olíuverð verði að hækka, eigi
innkaupajöfnunarreikningur að komast úr tapi. Ennfremur nema skuldir
útgerðarinnar við olíufélögin hundruðum milljóna og þar að auki hafa tvö
þeirra tapað milljónum króna vegna uppboða á fiskiskipum.
Þórður Ásgeirsson, forstjóri
OLlS, sagði að það lægi ljóst fyrir
að mjög verulegt tap væri á sölu
á bensíni, gasolíu og svartolíu. Þar
væri um að ræða ógnvænlegar
tölur. Fyrstu 6 mánuði ársins hefði
heildartapið hjá öllum félögunum
verið farið að nálgast 200 milljónir
króna. Þrátt fyrir lítilsháttar leið-
réttingu í júní væri enn verið að
selja allar þessar tegundir með
tapi vegna óraunhæfrar álagning-
ar, sem skorin hefði verið niður í
fyrra. Ofan á það hefði verö á olíu
erlendis hækkað verulega að und-
anförnu. Það væri því alveg ljóst
að hækka yrði verð á olíu ætti
innkaupajöfnunarsjóður að vera
kominn yfir núllið í árslok eins ráð
væri fyrir gert í lögum.
Þórður sagði einnig að vanskil
útgerðar hefðu ekki aukizt veru-
lega að undanförnu. Viðskipti við
útgerðina hefðu dregizt saman,
þar sem olía til hennar væri helzt
ekki afgreidd nema gegn stað-
greiðslu. Hann hefði hins vegar
orðið var við aukin vandræði út-
gerðarinnar og skuldbreytingarlán
útgerðar við OLÍS væru meira og
minna öll í vanskilum. Skuldir út-
gerðarinnar við OLÍS væru veru-
legar, skiptu mjög mörgum tugum
milljóna. Þá hefði OLÍS tapað
milljónum króna á uppboðum á
skipunum Helga S. og Bjarna
Herjólfssyni.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri
Olíufélagsins hf., sagði í samtali
við Morgunblaðið, að vanskil út-
gerðar við Olíufélagið væru mikil
og skiptu tugum milljóna. Hins
vegar væri reynt að koma í veg
fyrir aukin vanskil með því að
afgreiða ekki olíu til skipanna
nema gegn staðgreiðslu. Meðan
þessum atvinnuvegi væri að blæða
út, væri erfitt að eiga við hann
viðskipti. Þá hefðu nokkrar fjár-
hæðir tapazt vegna uppboða á
Sölva Bjarnasyni og Sigurfara II.
Vilhjálmur sagði ennfremur, að
mjog verulegt tap hefði verið á
sölu á bensíni, gasolíu og svartolíu
fyrri hluta ársins. Það væri ósköp
eðlilegt miðað við hina fjarstæðu-
kenndu ákvörðun frá því í nóvem-
ber í fyrra, þegar álagning olíufé-
laganna hefði verið skorin niður
um nær þriðjung. Þetta hefði verið
lagað eitthvað í júní síðastliðnum
með verðhækkun og lítilsháttar
leiðréttingu á álagningu. Staða
innkaupajöfnunarreiknings hefði
lagazt mikið að undanförnu, en
borin von væri að það stæði lengi.
Síðustu vikur hefði olíuverð er-
lendis hækkað verulega, en hann
vonaðist til að það lækkaði eitt-
hvað aftur. Þá væru gengismálin
öll óljós og því væri þróunin óviss.
Þó væri sýnilegt að innkaupajöfn-
unarreikningur yrði ekki orðinn
sléttur á öllum tegundum um ára-
mót.
Óká
aldraðan
mann og
stakk af
Ekið var á aldraðan mann á Hverfis-
götu til móts við Hlemm laust fyrir
klukkan ellefu í gærkvöldi og stakk
ökumaður af vettvangi. Óttast er að
gamli maðurinn hafi fótbrotnað, en
hann var fluttur í slysadeild Borgar-
spítalans í gærkvöldi þar sem gert
var að meiðslum hans.
Vitni sá hvíta FIAT 127-sendi-
ferðabifreið aka á brott á miklum
hraða eftir slysið. Bifreiðin er hvít
að lit með rauðri áletrun á hlið.
Slysadeild rannsóknardeildar lög-
reglunnar í Reykjavík vinnur að því
að upplýsa málið.
Sendinefnd ís-
lands hjá SÞ:
Agreining-
ur um full-
trúa Kvenna-
listans
ÁGREININGUR er á milli for-
manna þingflokkanna um skipan
fulltrúa þingflokks Samtaka um
kvennalista á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna sem hefst í New
York síðar í mánuðinum.
Utanríkisráðherra, sem skipar
sendinefnd íslands, gaf þingflokk-
unum kost á því nú, eins og endra-
nær, að tilnefna fulltrúa í sendi-
nefndina. Forsetar Alþingis tóku
um það ákvörðun fyrir nokkrum
árum að fulltrúar þingflokkanna
ættu að vera alþingsmenn eða
varamenn þeirra. Allir þingflokk-
arnir tilnefndu að þessu sinni
fulltrúa innan þessa ramma, nema
Samtök um kvennalista, sem til-
nefndu sem fulltrúa manneskju
neðarlega af framboðslista sínum
við síðustu alþingiskosningar.
Kvennalistinn heldur fast við tiln-
efningu sína en utanríkisráðherra
vill ráðstafa þessu sæti í samræmi
við vilja Alþingis. Formenn þing-
flokkanna hafa fjallað um málið,
en skiptar skoðanir eru um málið
í þeirra hópi og er málið því enn
til athugunar í Alþingi.
OLÍS styrkir
HSÍ fyrir
HM-keppnina
OLÍS hefur ákveðið að gefa Hand-
knattleikssambandi íslands fimm
aura af hverjum bensínlítra sem selst
hjá félaginu frá og með næstu viku
og fram til 15. mars þegar heims-
meistarakeppninni í handknattleik
lýkur.
Að sögn formanns HSÍ þá metur
HSf samning þann sem gerður
hefur verið við OLÍS á 2 milljónir
króna, og segir hann þetta vera
ómetanlegan stuðning fyrir HSÍ
en um 13 milljónir króna þarf til
þess aö fjármagna undirbúninginn
fyrir keppnina í Sviss.
Sjá á íþróttasíðu bls. 46: HSÍ fær
fimm aura af hverjum seldum
bensínlitra hjá OLÍS.