Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 Um skólatannlækningar í Reykjavík og á Húsavík — eftirStefán Finnbogason Sigurjón Benediktsson tann- læknir á Húsavík skrifar gagn- merka grein í Morgunblaðið þann 24. september sl. þar sem hann ræðir skipulag skólatannlækn- inga, góðan árangur skólatann- lækninga á Húsavík o.fl. Flest það sem Sigurjón segir í grein sinni er holl og góð lexía og þörf hugvekja til ráðamanna og annarra. Þó gætir á stöku stað nokkurrar ónákvæmni sem mér þykir rétt að benda á. Snemma í greininni stendur: „Á Húsavík hafa verið tann- læknar af og til frá 1965." Ég skil þetta svo að Sigurjón sé að segja okkur að fyrir 1965 hafi enginn tannlæknir verið á Húsavík. Þetta er ekki alveg rétt. Undirritaður fluttist til Húsavíkur í janúar 1958 og setti þá strax upp tannlækna- stofu þar. Ég starfaði þar síðan að tannlækningum samfellt þar til í ágúst 1966, að ég fór utan til framhaldsnáms í barnatannlækn- ingum. A öðrum stað þar sem Sigurjón talar um þær umræður, sem farið hafa fram í fjölmiðlum um tann- lækningar og tannlækna, segir hann: „Eftir umræðunni að dæma eru einu skynsamlegu tannlækn- ingarnar á landinu „þrælskipu- lagðar skólatannlækningar í Reykjavík." Og síðar í greininni segir: „I Reykjavík eru skólatannlækn- ingar framkvæmdar þannig að Reykjavíkurborg á og rekur tann- læknastofur vítt og breitt um borgina Flestar eru þessar tann- læknastofur í skólum á höfuð- borgarsvæðinu. Tannlæknar eru ráðnir í vinnu og þiggja laun fyrir. Slíkar tannlækningar hafa verið Stcfán Finnbogason „ÞaÖ takmark var sett aö veita nauösynlega tannlæknaþjónustu öll- um börnum á skóla- skyldualdri í Reykjavík. Því takmarki hefir nú því sem næst verið náö og mjög vafasamt hvort nær því marki veröi komist í Reykjavík. í þeim skólum þar sem tannlæknastofa er og nemenda fjöldi nokkuö stöðugur hefir þaö geng- iö vel.“ reknar í meira en 40 ár og læt ég Reykvíkingum eftir að meta gæði og árangur sinna skólatannlækn- inga.“ Og Sigurjón heldur áfram: „Á flestum stöðum norðanlands eru tannlæknastofur í eigu og á ábyrgð tannlækna 3jálfra. Þar sjá tannlæknar um stjórn og skipulag tannlækninga, hver á sínu sviði. Þó árangur þess fyrirkomulags hafi ekki verið vísindalega sannað- ur, held ég að hann sé vel viðun- andi.“ Mér þykir hér anda köldu í garð skólatannlækninga Reykjavíkur óverðskuldað og fjallað um mál af vanþekkingu. Ég finn mig því knúinn til að gera nokkra grein fyrir sögu og starfsemi skólatannlækninga Reykjavíkur, Sigurjóni og öðrum til fróðleiks. Skólatannlækningar hófust í Reykjavík 1922, þegar Vilhelm Bernhöft var ráðinn af bæjar- stjórn Reykjavíkur til að vinna að tannlækningum í barnaskóla Reykjavíkur, sem seinna varð Miðbæjarskólinn, einn tíma á daga alla skóladaga. Þetta er jafnframt talið upphaf skólatannlækninga á íslandi. Næstu árin lengist vinnutími tannlæknis í fullan vinnudag en þróunin varð fremur hæg á þessum tíma. Fljótlega eftir að Austurbæjar- skólinn tók til starfa var ráðinn þangað tannlæknir og voru tveir tannlæknar í fullu starfi um árabil starfandi hjá skólatannlækning- um Reykjavíkur eða fram til 1950. Með stofnun tannlæknadeildar læknadeildar Háskóla íslands 1946, var lagður grundvöllur að íslenskri tannlæknamenntun. Þá breyttist aðstaða öll til tann- læknanáms mjög til hins betra. Tannlæknum tók nú að fjölga og á árunum 1950—1959 voru um tíma sjö tannlæknar starfandi hjá skólatannlækningum Reykjavíkur. Árið 1959 hættu allir skólatann- læknar störfum, nema tveir, vegna launadeilu. Voru þá aftur aðeins tveir tannlæknar starfandi hjá Reykjavíkurborg og þannig stóð fram til 1965. Þann 15. ágúst 1965 var ráðinn yfirskólatannlæknir, óli B. Ant- onsson. Hóf hann þegar að skipu- leggja skólatannlækningarnar eft- ir norskri fyrirmynd. Jafnframt var gerður nýr launasamningur við tannlækna. Áður höfðu skólatannlæknar einungis föst laun, en nú skyldu þeir fá föst lágmarkslaun en í viðbót greiðslu fyrir unnin verk. Settar voru upp tannlæknastof- ur í þeim skólum þar sem tök voru á og einnig á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fyrir þá skóla sem ekki höfðu húsnæði aflögu fyrir tannlæknastofu. Skólatannlæknum fjölgaði nú ört og árið 1973 voru þeir orðnir 27 eða jafnmargir og þeir eru í dag. Flestir þeirra voru í hálfu starfi líkt og nú. óli lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. september 1976 og við hans starfi tók sá er þetta ritar. Skipulag það er komið var á 1965 hefur reynst heilladrjúgt og er í höfuðatriðum við lýði enn þann dag í dag. Þann 23. nóvember 1976 var undirritaður samningur milli Tannlæknafélags íslands og Reykjavíkurborgar, um vinnu við tannlækningar á skólabörnum. Þar segir meðal annars: „Tannlæknar vinna að tann- lækningum á skólabörnum á tann- læknastofum Reykjavíkurborgar undir stjórn heilbrigðisyfirvalda borgarinnar. Reykjavíkurborg leggur til hús- næði, tæki, áhöld og efni, ræður starfsfólk og greiðir því laun. Borgin greiðir einnig síma, raf- magn, hita og ræstingu, ásamt viðhaldskostnaði á tækjum og áhöldum." Og ennfremur „Fyrir tannlækningar skal greitt eftir launahluta gjaldskrár Tannlæknafélags íslands sbr. 4. grein samnings milli Tannlækna- félags fslands og Tryggingastofn- unar ríkisins frá 19. apríl 1975.“ Nú skyldu tannlæknar engin föst laun hafa og einungis fá greitt fyrir unnin verk. Engar tryggingar skyldu þeim greiddar enda töldust þær innifaldar í taxta. í samningnum segir ennfremur: „Tannlæknir skili mánaðarlega sundurliðaðri skýrslu til yfirskóla- tannlæknis um unnin tannlækna- verk undanfarandi mánaðar á þar til gerðu eyðublaði sem unnið er í samráði við fulltrúa starfandi tannlækna. Skýrsla þessi er jafn- framt reikningur sem borgarsjóð- ur ábyrgist greiðslu á um hver mánaðamót eftir staðfestingu yfirskólatannlæknis." „Verkstjórn, stefnumótun og eftirlit með starfi tannlækna ann- ast yfirskólatannlæknir Reykja- víkurborgar." 1 framhaldi af samningnum voru samdar og samþykktar starfsreglur fyrir skólatannlækna. Þessar starfsreglur hafa síðan verið notaðar til grundvallar við skipulagningu skólatannlækninga úti á landi og m.a. hjá Tannlækna- félagi Norðurlands. Ég hygg að báðir aðilar hafi verið ánægðir með samninginn sem undirritaður var þann 23. nóv- ember 1976, og samstarfið milli heilbrigðisyfirvalda Reykjavíkur og skólatannlækna hefur verið með ágætum. Verksvið og starfsemi skólatannlækninga Það takmark var sett að veita nauðsynlega tannlæknaþjónustu RIUMPH Gabriele 9009 BRAÐFALLEG Marks: Good industrial design RAFEINDARITVÉL MED LETURKRÓNU Gabriele 9009 fékk hina eftirsóttu umsögn „Good Industrial Design“ fyrir frábæra hönnun. Gabriele 9009 er nýr mælikvarði fyrir ritvélar. SÉRSTAKLEGA GOTTÍSLENSKTLETUR. Leiðréttingaminni 2 línur. Einkaritvél fyrir atvinnumanninn. Heimilisritvél. Skólaritvél. Verd kr. 29.800,- Einar J. Skúlason hf. Hverfisgötu 89, simi 24130. öllum börnum á skólaskyldualdri í Reykjavík. Því takmarki hefir nú því sem næst verið náð og mjög vafasamt hvort nær því marki verði komist í Reykjavík. í þeim skólum þar sem tannlæknastofa er og nemendafjöldi nokkuð stöð- ugur hefir það gengið vel. En í nýju hverfunum þar sem barnafjöldi hefir vaxið mikið á stuttum tíma, hafa sum börnin þurft að sækja til tannlæknis á Heilsuverndar- stöðina eða í aðra skóla. Þá eru einnig ennþá til skólar sem ekkert húsnæði hafa fyrir tannlækna- stofu. Þau börn sem ekki geta fengið t annlæknaþjónustu í sínum skóla þurfa því að ferðast langan veg, sem hefir í för með sér bæði kostnað og fyrirhöfn og aðsókn þeirra til tannlæknis er mjög háð því sambandi sem næst milli heim- ilis og tannlæknastofu en það samband er oftast einungis um síma. Hér við bætist, að æ algeng- ara verður að enginn er heima á þeim tíma sem starfsfólk skóla- tannlækninganna vinnur og síma- samband næst ekki. í hópi þessara barna verða því alltaf nokkur sem skólatannlæknir nær ekki til. Nokkrir forráðamenn kjósa að börn þeirra fái sína þjónustu hjá einkatannlækni og er það heimilt, en áhersla er lögð á að öll börn mæti til eftirlits hjá skólatann- lækni með sínum bekk. Ef barn sem gengur til einka- tannlæknis fær ekki þá meðferð sem þarf, er foreldrum gert við- vart. Auk þess sem tannlæknar vinna, fer fram hjá skólatannlækningum Reykjavíkur almennt tannvernd- arstarf unnið af aðstoðarfólki. Börn 6—12 ára eru látin skola tennur sínar úr 0,2% natrium- fluorid-upplausn 2svar í mánuði. Flutt eru erindi og sýndar myndir um tannvernd. Öllum forráðamönnum barna 12 ára og yngri er gefinn kostur á ókeypis flúortöflum til tannvernd- ar handa börnum sínum. Skólatannlækningar á Húsavík Ef nú borið er saman skipulag og starfsemi skólatannlækninga í Reykjavík og á Húsavík er ekki óskaplega mikill munur á: Á báð- um stöðum eru tannlæknar ráðnir í vinnu og þiggja laun fyrir. Á báðum stöðum leggja tann- læknar fram reikninga fyrir unnin verk, sem síðan eru greidd af sjúkrasamlagi og/eða bæjarsjóði. Höfuðmunurinn er að á Húsavik eru 500 börn í tveimur skólum sem báðir standa miðsvæðis í bænum, en í Reykjavík eru um 13.000 börn í tuttugu og sjö skólum, sem dreifðir eru um hin ýmsu hverfi borgarinnar. Og fjarlægðirnar eru þar miklar. Til þess að tryggja öllum skóla- börnum í Reýkjavík tannlækna- þjónustu er nauðsynlegt að hafa tannlæknastofur í skólunum. Á Húsavík geta hinsvegar tannlækn- arnir auðveldlega þjónað börnun- um í sínum stofum, enda eru þær staðsettar steinsnar frá skólunum. Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann halda því fram að „einu skynsamlegu tannlækningarnar á landinu væru „þrælskipulagðar" skólatannlækningar í Reykjavík". Höfuðatriðið er, að samkomulag verði milli tannlæknis og bæjarfé- lags um skipulag tannlækninga sem hentar á viðkomandi stað. Og Húsvíkingar hafa fundið sitt skipulag og Reykvíkingar sitt. Ég óska Húsvíkingum til hamingju með þann góða árangur sem náðst hefir í skólatannlækningum þar. Athugun á tannheilsu skólabarna Skólatannlækningar í Reykjavík hafa um árabil skráð DMFT (summu skemmdra, tapaðra og viðgerðra tanna) skólabarna i Reykjavík, hver í sinum skóla. Þegar margir skrá, verður óhjá- kvæmilega nokkur munur á út- komu en meðaltal DMFT frá öllum skólum er reiknað og birt í árs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.