Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
47
• Nýliöinn í iandsliöshópnum, Jón Arni Rúnarsson úr Fram, er snjall hornamaöur. Hér sést hann skora eitt af
mörkum sínum í leik gegn KR á dögunum.
Jón Árni í landsliðið
— Alfreð leikur ekki með í Sviss
JÓN Árni Rúnarsson úr Fram er
eini nýliðinn í landsliðshópnum (
handknattleik sem fer í æfinga-
og keppnisferð til Vestur-Þýska-
lands og Sviss í næstu viku. Þessi
ferð er ætluö sem undirbúníngur
A-landsliðsins fyrir heimsmeist-
arakeppnina í Sviss í febrúar.
f þessari ferö veröur fyrst leikiö
viö félagsliö í Vestur-Þýskalandi
meöal annars tvo leiki viö Lemgo,
lið Siguröar Sveinssonar, síöan
veröur haldiö til Sviss þar sem þeir
taka þátt í móti þar sem Svissiend-
ingar veröa meö tvö liö A-liö og 21
árs og yngri, Rúmenía, Austur-
Þýskaland og Svíþjóö. Þessi keppni
hefst 23. október og veröur fyrsti
leikur íslands viö Sviss(A-liö).
Spurning er hvort Alfreö Gísla-
son leikur meö alla leikina í þessari
ferö en hann haföi áöur lýst því yfir
í viötali viö Morgunblaöiö aö hann
gæfi ekki kost á sér í undirbúning-
inn. Viö slógum á þráðinn til Alfreös
í gærkvöldi og sagöi hann aö þetta
heföi ekkert breyst af slnni hálfu,
„ég get kannski leikiö eitthverja
æfingaleiki hér í Þýskalandi ef vant-
ar leikmenn en get ekki leikiö meö
í keppninni í Sviss vegna vinnu og
svo eigum viö mjög erfiöan heima-
leik gegn Schwabing í sömu viku",
sagöi Alfreð.
Landsliöshópurinn sem Bogdan
Kowalczyk, landsliósþjálfari hefur
valið til þessarar feröar eru eftir-
taldir:
Markveröir:
Einar Þorvarösson, T res de Mayo
Brynjar Kvaran, Stjarnan
Kristján Sigmundsson, Víkingur
Aðrir leikmenn:
Alfreð Gíslason, Tusem Essen
Sig. Gunnarsson, Tres de Mayo
Bjarni Guömunds., Wanne Eickel
Þorbergur Aöalsteinsson, Saab
Páll Ólafsson, Dankersen
Kristján Arason, Hameln
Atli Hilmarsson, Gunsburg
HansGuöm.ss., Marlb. Canteras
Þorbjörn Jensson, Valur
Geir Sveinsson, Valur
ValdimarGrímsson.Valur
Jakob Sigurösson, Valur
Jakob Sigurösson, Valur
Guöm. Guömunds., Víkingur
Þorgils Óttar Mathiesen, FH
Jón Arni Rúnarsson, Fram
Þjálfari: Bogdan Kowalczyk
Sigurður frá
í þrjá mánuði
— var skorinn upp í gær,
krossband slitið
Frá Jóhanni Inga Gunnaraayni, fréttam. Morgunblaðaina í Veatur-Þýakalandi.
SIGURÐUR Sveinsson handknatt-
leiksmaður, sem leikur með
Lemgo í vestur-þýsku Bundeslig-
unni, var skorinn upp í hné í gær.
i skoöun hjá lækni kom í Ijós aö
annaö krossbandiö í vinstra hné var
slitiö. Siguröur veröur þvi frá í
minnst 3 mánuöi og eru því litlar
líkur á því aö hann geti leikiö meö
landsliöinu i heimsmeistarakeppn-
inniiSvissífebrúar.
Siguröur veröur á sjúkrahúsinu í
Lemgo í tvær vikur og getur ekki
byrjaö aö æfa fyrr en eftir 3 mánuöi.
Þetta er mikiö áfall fyrir Sigurö, ís-
lenska landslióiö og liö Siguröar,
Jafnt í
Dusseldorf
Fré Jóhanni I. Gunnarssyni, fréttam.
Morgunbiaðsins í V-Þýskalandi.
DUSSELDORF og Schalke gerðu
jafntefli, 1—1, í Bundesligunni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Staðan í
hálfleik var 0—0.
Liöin náöu bæöi mikilvægum
stigum í þessum leik. Hartmann
skoraöi fyrst fyrir Schalke er 18
mín. voru liönar af seinni hálfleik,
en Hartmann þessi lék áöur með
Köln.
Dusseldorf fékk svo vítaspyrnu
sem var frekar vafasöm er 8 mín-
útu voru til leiksloka og úr henni
skoraöi Weikl af öryggi og jafnaöi.
Leikurinn þótti frekar slakur.
Lemgo, sem má varla viö því aö
missahann.
Siguröur getur því líklega ekki
leikiö fyrr en í seinni umferðinni
meö Lemgo og er þaö lán í óláni
fyrir Lemgo aö seinni umferöin
hefst ekki fyrr en í mars vegna
heimsmeistarakeppninnar.
Tap gegn
Hollandi
ÍSLENSKA kvennalandsliðið i
handknattleik tapaði fyrir Hol-
lendingum, 26—15, í gærkvöldi.
Staöan í hálfleik var 15—7.
Erna Lúövíksdóttir skoraöi
flest mörk íslands eða sex.
Leikur íslensku stúlknanna var**^
frekar sveiflukenndur og slakur
og eiga þær langt í land með að
standa jafnfætis þessum þjóðum.
Kærumálið
í GER var þingtekiö í Bæjarþingi
Reykjavíkur mál það sem Jón Péll
Sigmarsson, kraftlyftingamaður,
höföaði gegn ÍSÍ vegna keppnis-
banns þess sem hann hlaut. 1-
Málsaðilar mættu og var málið
tekið til varnar en siðan frestað
um óékveðinn tima.
RENAULT11
A5T VIÐ FYRSTU KYNNI
Renault 11 hefur fengið margar vidurkenningar fyrlr frábæra hönnun og flöðrunin er engu iík. Rými og þægindi koma öUum
í gott skap. Reyndu Renauit, pað verður ást við fyrstu kynni. Þú getur rettt þig á Renautt
.e«
KRISTINN GUÐNASON
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633