Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 27 Rannsókn á viðskiptaháttum í Ameríkusiglingum: Attum engan þátt í að koma rannsókninni í gang — segir forstjóri Rainbow Navigation Inc. ÞAÐ ER algjörlega tilhæfulaust að Rainbow Navigation Inc. hafi átt frum kvæöi að þeirri rannsókn, sem nú fer fram á meintum ólöglegum viðskipta háttum í siglingum á milli Islands og Bandaríkjanna, að sögn Mark W. Yonge, stjórnarformanns Rainbow Navigation. I skeyti til umboðsfyrirtækis síns hér á landi segir Yonge að fyrirtæki sitt hafi þá fyrst heyrt um rannsókn Federal Maritime Commission þegar . starfsmaður stofnunafinnar hafi tilkynnt um hana í símtali 13. ágúst síðastlið- inn. Það hafi svo verið staðfest bréflega tíu dögum síðar. reglum, sem stofnunin setti. Sér- staklega væri verið að kanna hvort skipafélögin veittu afslátt frá skráðri gjaldskrá eða gerðu samn- inga, sem ekki væru í samræmi við settar reglur. - Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er skipafélögum gert skylt að fá gjaldskrá sína staðfesta af FMC og að fara síðan eftir henni í einu og öllu. Yonge segir að Rainbow Naviga- tion Inc. fari í einu og öllu eftir settum reglum og hánn ítrekar, að félag sitt hafi engan þátt átt i að koma yfirstandandi rannsókn af stað, né heldur búi það yfir vitneskju um hvenær hún hófst. í bréfinu, sem skrifað hafi verið af Robert A. St. John, fram- kvæmdastjóra FMC. á austur- strönd Bandaríkjanna, hafi komið fram að tilgangur rannsóknarinn- ar væri að komast að raun um hvort skipafélög á þessari siglinga- leið færu í einu og öllu eftir þeim Leiðrétting í MINNINGARGREIN Svein- björns Finnssonar um Örn Snorrason sem birtist í Morgun- blaðinu 10. október sl. féll niður orð í síðustu málsgrein, sem varð illskiljanleg fyrir bragðið. Átti málsgreinin að vera svona: „Þegar æsku- og ævivinur hverfur, hverf- ur eitthvað innra með okkur sjálf- um.“ Laugaskóli í Dala- sýslu 40 ára: Efnt til kaffisam- sætis í tilefni 40 ára afmælis Laugaskóla í Dalasýslu verður kaffisamsæti í skólanum á morgun, laugardag, kl. 15.00. Skólinn tók fyrst til starfa sem Barnaskólinn á Laugum 7. des- ember 1944 undir skólastjórn séra Péturs Tyrfings Oddssonar, próf- asts í Hvammi, sem jafnframt var eini kennari skólans. Nemendur voru 19 í tveimur bekkjardeildum, eldri og yngri deild. Vorið 1945 luku fjórir nemendur fullnaðar- prófi frá skólanum. Auk séra Péturs hafa þrír skóla- stjórar starfað við Laugaskóla og lengst allra Einar Kristjánsson frá Leysingjastöðum í Hvamms- sveit. Núverandi skólastjóri Laugaskóla er Guðjón Sigurðsson, en auk hans starfa tíu fastráðnir kennarar við skólann og einn stundakennari. Nemendur, skólaá- rið 1985-1986, eru 130 talsins í tíu bekkjardeildum. Við Laugaskóla hefur starfað framhaldsdeild í tengslum við Fjölbrautaskólann á Akranesi síðan 1980. Leiðrétting í FRÉTT af slysi í Lækjargötu í Morgunblaðinu í gær, var ekki skýrt rétt frá aðdraganda slyssins. Ökumenn bifreiða, sem óku suður Lækjargötu og héldu sig á hægri akrein, stöðvuðu til þess að hleypa 12 ára dreng yfir götuna. f sömu svifum var bifreið ekið á vinstri akrein og uggði ökumaður ekki að sér og varð drengurinn fyrir bif- reið hans. Hann hlaut höfuðmeiðsl og lærbrotnaði. Morgunblaðið bið- ur velvirðingar á þessum mistök- um. Jóhanna Wathne sýnir í Eden Hveragerdff. október. NÚ STENDUR yfir málverkasýning í Eden í Hveragerði. Þar er á ferðinni frú Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne, sýnir hún 14 olíumyndir á striga og eru myndirnar allar til sölu. Sýningin mun standa til 18. október og lista- konan er stödd í Eden flesta daga, en hún dvelur nú á Heilsuhæii NLFl. Fréttaritari Morgunbl. þáði boð um að sjá sýninguna og bað ég listakonuna að segja örlítið frá sjálfri sér og sýningunni. Jóhanna sagði: „Ég stundaði nám í myndlist í Reykjavík um 8 ára tímabil og í 2 ár í Kanada og í Norður-Dakota í sex ár. Ég giftist íslenskum manni sem hét Osvald Wathne, en hann er nú látinn. Við stunduðum samtímis nám í Ríkisháskólanum í Dakota, en hann varð enskufræð- ingur og stjórnfræðingur. Ég hef haldið þrjár málverka- sýningar í Reykjavík, einnig skrif- að fjölda sagna, sem birst hafa í Æskunni og verið fluttar af mér og öðrum í útvarpi og með mynd- um mínum í sjónvarpi. Ég er nú nýkomin heim í leyfi, en er bqsett í New York hjá dóttur minni. Ég dvel nú á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði um óákveðinn tíma. Ég setti upp þessa sýningu fyrir mikla hvatningu frá fólki, sem Jóhanna Wathne lætur sér annt um mig. Mig langar að nota tækifærið og senda kærar kveðjur til frændfólks og vina um allt land." Sigrún Kynningarmót hjá V íkingslækjarætt VÍKINGSLÆKJARÆTT efnir til kynningarmóts í Háskólabíói sunnu- daginn 13. október kl. 2. Þar mun koma fram margt tónlistarfólk af þessari ætt, svo sem söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson, cellóleikarinn Inga Rós Ingólfsdóttir og píanóleikararnir Lára Rafnsdóttir, Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir og Helga Laufey Finn- bogadóttir. Flutt verða m.a. lög, sem tón- skáldið Gunnar Reynir Sveinsson hefur samið við kvæði Tómasar Guðmundssonar, eins af ljóðskáld- um ættarinnar. Golfleikararnir Ragnhildur Sig- urðardóttir og Steinunn Sæ- mundsdóttir munu reyna golf- þrautir með sér á sviðinu. Árni Johnsen flytur gamanþátt og stýr- ir fjöldasöng. Kynnir verður Krist- inn Hallsson. Á samkomunni verður kynnt hin nýja útgáfa niðjatalsins er Pétur Zophoníasson samdi á sínum tíma, en 2. bindi þess kemur út um þessar mundir á vegum bókaút- gáfunnar Skuggsjár. Það bindi mun liggja frammi á samkomunni ásamt 1. bindi, er kom út fyrir tveimur árum. Að lokinni dagskránni verður kaffi á boðstólum í anddyrinu, og gefst þá tími til að hittast og blanda geði. Eins og margir muna komu á annað þúsund niðjar Bjarna og Guðríðar á Víkingslæk saman á Jonsmessu sumarið 1979 austur á Keldum og í Gunnarsholti til að minnast þriggja alda afmælis ættföðurins. Er þess vænzt, að margir þeirra og ýmsir aðrir af þessari fjölmennu ætt leggi leið sína í Háskólabíó sunnudaginn 13. október. (Fréttatilkynning) Föðurnafn leiðrétt RANGT var farið með föðurnafn fyrri konu Árna heitins Tryggva- sonar í frétt blaðsins í gær af and- láti hans. Konan heitir réttu nafni Guðbjörg Pálsdóttir, en var sögð Magnúsdóttir. Er beðist velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Ennfremur féll niður í fréttinni að geta þess að Árni var hæstarétt- ardómari á árunum frá 1945—64. Er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. & Danski stúlknakórinn frá Klarup, vinabæ Húsavíkur. Danskur stúlkna- kór í heimsókn DANSKUR stúlknakór frá Klarup kemur hingað til lands til tónleika- halds um helgina. Hann mun halda tvenna tónleika í Reykjavík, þeir fyrri verða í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 17.00, og hinir síðari í Háteigskirkju á sunnu- dag á sama tíma. Þá mun kórinn halda til Húsa- víkur og verða tónleikar í félags- heimilinu þar á mánudagskvöld, en Klarup er vinabær Húsavíkur. Stjórnandi kórsins er Jan Ole Mortensen. Píanóleikarinn, Hanne Kristensen, og fiðluleikarinn, Palle Sommer Mortensen, munu leika einleik á tónleikunum. Á efnisskránni í Norræna hús- inu eru verk eftir Hándel, Chopin og Kodály, ýmis norræn tónskáld og auk þess verða fluttir negra- sálmar. I Háteigskirkju verða flutt verk eftir Palestrina, Bach, Mart- ini, Verdi, Hándel, Chopin og Kodály. Þar verða einnig fluttir negrasálmar og norræn kirkjutón- list. Miðar verða seldir við inngang- Stjórnandi kórsins, Jan Ole Mort- cnsen. . inn á tónleikana í Norræna húsinu en á tónleikana í Háteigskirkju er aðgangur ókeypis. Hið íslenska sjóréttarfélag: Fræðslufund- ur í Lögbergi FRÆÐAFUNDUR verður haldinn í Hinu íslenska sjóréttarfélagi laugar- daginn 12. október og hefst hann kl. 14.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla íslands. Prófessor Thor Falkanger frá Nordisk Institutt for Sjörett í Osló flytur erindi er hann nefnir: „Kvantumskontrakter", eða „magnsamningur". Prófessor Falkanger er meðal kunnustu sjóréttarfræðinga á Norðurlöndum og hefur hann m.a. sérhæft sig í farmrétti. Erindi hans, sem flutt verður á ensku, fjallar um athyglisverðan þátt í farmrétti. Með „magnsamningi" er átt við það þegar fyrirtæki, sem standa í töluverðum inn- eða út- flutningi og þurfa því á miklu flutningsrými að halda, semja við skipafélög um flutning á öllu þessu hráefnis- eða vörumagni til all- langs tíma í senn, sbr. samninga af þessu tagi sem hérlend stóriðju- fyrirtæki hafa gert við nokkur íslensk skipafélög. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhuga- menn um sjórétt, sjóvátrygginga- rétt og siglinga- og viðskiptamál- efni hvattir til að fjölmenna. Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Sörlaskjól 1—26 Ctf $> — B M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.