Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
Leikarinn Yul
Brynner látinn
New York, 10 október. AP.
LEIKARINN Yul Brynner lést
snemma í morgun, 65 ára að aldri.
Það voru fylgikvillar krabbameins,
sem að lokum drógu hann til dauða.
Brynner gat sér helst frægð fvrir leik
sinn sem einvaldur í Síam í leikrit-
inu „Konungurinn og ég“, en auk
þess að vera kvikmyndað, var það
flutt á sviði 4.625 sinnum. Við dán-
arbeð hans var fjölskylda hans.
Leikarinn Charlton Heston
sagði um Brynner að hann hefði
haft undraverðan persónuleika.
Þrátt fyrir leik í yfir 30 kvikmynd-
um, sem margar gengu mjög vel,
var Brynner frægastur fyrir leik
sinn í „Konungurinn og ég“, en
fyrir leik sinn þar fékk hann
Oskarsverðlaunin 1957. Hann kom
síðast fram á leiksviði í því stykki
í endaðan júní í ár. Hann varð að
gera hlé á leik sínum í leikritinu í
september 1983, er ljóst var að
hann þjáðist af lungnakrabba, en
þá reykti hann fimm pakka af
vindlingum á dag. Hann gekkst
undir geislameðferð vegna
krabbameinsins og sagði að sú
þjálfun sem hann hefði fengið á
53ja ára starfsferli sem leikari,
hefði hjálpað sér mikið í barátt-
unni við sjúkdóminn.
Brynner fæddist 21. júní 1920 á
Sakhalin-eyju. Faðir hans var
mongólskur námaverkfræðingur
fæddur í Sviss, en móðir hans tat-
ari, sem dó þegar hann fæddist.
Brynner ólst fyrst upp í Peking f
Kína, en fór síðar til náms til Par-
ísar. Þar slóst hann í hóp með töt-
urum og stundaði loftfimleika,
uns hann varð að hætta því 17 ára
að aldri vegna slyss. Eftir það tók
hann til við námið að nýju og
stundaði nám í heimspeki við
Sorbonne-háskóla um nokkurt
skeið, þar til hann hélt til Amer-
íku árið 1941 með leikhópi sem var
undir stjórn rússnesks leikstjóra.
Hann kom fyrst fram á Broadway
1946 í hlutverki austurlensks
prins og fjórum árum seinna fékk
hann hlutverkið í „Konungurinn
og ég“. I því hlutverki kom hann
fram með rakað höfuð og gerði
hann það að vörumerki sínu upp
frá því.
Brynner var fjórgiftur og eign-
aðist fjögur börn.
Ynl Brynner ásamt konu sinni Kathy Lee á leið í sumarfrf. Myndin var tekin
árid 1983. Brynner lézt í gærmorgun. Hann var 67 ára en eftirlifandi kona
hans Kathy, er 40 árum yngri.
Hollendingar
draga sig út
úr UNIFIL
Haag, 8. október. AP.
HOLLENDINGAR hafa ákveðið að
hætta þátttöku í gæzlusveitum Sam-
einuðu þjóðanna, UNIFIL, í Líbanon,
að sögn formælanda varnarmála-
ráðuneytisins í Haag.
Ástæðan fyrir því að Hollend-
ingar hætta þátttöku í UNIFIL-
sveitunum er að þeir telja öryggi
hollenzkra hermanna í hættu.
Hollendingar hafa lagt UNIFIL til
hermenn frá í marz 1979.
Stöðvar hollenzku hermannanna
i Líbanon hafa að undanförnu
verið norður af landamærum Isra-
el og var þeim ætlað að halda röð
og reglu í suðurhluta Iandsins.
Segjast Hollendingar ekki hafa
getað sinnt hlutverki því sem þeim
var ætlað svo viðunandi sé.
Yngsti hjarta-
þeginn heim af
spítalanum
JAMIE Gavin, fjögurra ára gamall
írskur drengur, sem fékk nýtt hjarta
og bæði lungu fyrir tveimur mánuð-
um og varð þar með yngsti hjartaþeg-
inn til þessa, fékk að fara af spítalan-
um í gær og flaug heim til Dyflinnar.
Jamie sat þríhjóla reiðskjóta
sinn á leiðinni út úr Harefield-
spítalanum í London, en fyrir utan
beið glæsivagn einn mikill, sem
sjónvarpsfyrirtæki hafði látið í té.
Móðir Jamies, Marian Gavin,
sagði á Heathrow-flugvelli: „Nú
getum við verið heima í mánuð,
en verðum svo að koma mánaðar-
lega í skoðun."
Hún sagði, að læknarnir hefðu
tjáð sér, að „Jamie ætti að geta
lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi
sem heilbrigður einstaklingur."
„Honum líður mjög vel, og við
erum vongóð um, að batinn sé
varanlegur.
Grænlending-
ar taka við af
danska ríkinu
Kaupmannahöfn, 10. október. Frá Nils Jörgen
Kruun, frcttaritara Morgunblaftsins.
ALLIR stjórnmálaflokkar á danska
þjóðþinginu hafa samþykkt laga-
frumvarp þess efnis að grænlenska
heimastjómin taki 1. janúar nk.
við því sem eftir er af Konunglegu
Grænlandsversluninni og verið
hefur á hendi danska ríkisins.
Þar er um að ræða vöruaðdrætti,
siglingar (bæði innanlands og
utan), rekstur flughafna og innan-
landsflug, svo og póstþjónustu.
Gefum þeim mikið af mjólk!*
Nœstum allt það kalk sem Ifkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti
bamið kalk getur það komið niður ó því síðar sem alvarlegir sjúkdómar í beinum og baki, auk þess sem
hœtta ó tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa f huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþörf
líkamans ón þess að bamið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös ó dag innihalda lógmarksskammt af
kalki svo bamið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu sfðar ó œvinni.
Mjólk í hvert mál
* Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna.
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarics- skammtur í mjólkurglösum (2,5dlglös)**
Bóm I-IOðra 800 3 2
Unglingarll-18óra 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið Ófrfskar konur og 800- 3 2
brjóstmoeður 1200— 4 3
‘ Héf er gett rðð fyrtr oð allur dogskammturtnn ot kalkl koml úr mjölk.
” Aö sjólfsögðu er mögulegt að fö allt kalk sem llkamlnn þarf úr öðtum motvoelum en mjólkurmat en sllkt krefst
nókvœmrar þekldngar ó nœrlngarfrœðl. Hér er mlðoð vlð neysluvenjur elns og þœr tlðkast I dag hér ö landl.
Marglr sérfrœðlngar telja nú að kalkþörf kvenna eftlr tlðahvörf sé mun meiri eða 1200-1500 mg ó dag.
* fvýjustu staðlar fyrir RDS I Bandarlkjunum gera röð fyrir 1200 tll 1600 mg S dag fyrtr þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr aHar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vftamln,
A-vítamín, kalfum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn tll vaxtar
og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1% er uppleyst f Ifkamsvókvum, holdvefjum og
frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi
og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Tll þess að Ifkaminn geti
nýtt kalkið þarf hann D-vftamín, sem hann fœr m.a. með sólbóðum og úrýmsum fœðuteaundum,
t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast melra en 300-400 mg
ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu melra kalk.