Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 Séra Heimir Steinsson á Þingvöllum: Undirstraumurinn eini Prédikun flutt í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis 10. október 1985 Séra Heimir Steinsson á Þingvöll- um Dutti eftirfarandi prédikun í gær, fimmtudag, í dómkirkjunni í Reykjavík í tengslum viö setningu Alþingis, 108. löggjafarþings íslend- inga; Biðjum. Drottinn, miskunna þú oss. Kristur, miskunna þú oss. Drottinn, miskunna þú oss. Amen. . Heyrið heilagt orð, er skrifað sendur í fyrstu Mósebók og hljóðar þannig í nafni Drottins: Og sjá, Drottinn stóð hjá Jakob og sagði: „Ég er Drottinn, Guð Abrahams, föður þíns, og Guð fsaks. Landið, sem þú hvilist á, mun ég gefa þér og niðjum þínum. Og sjá ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð, og ég mun aftur flytja þig til þessa lands; því að ekki mun ég yfirgefa þig fyrr en ég hefi gjört það, sem ég hefi þér heitið". Amen. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Alþingi fslendinga kemur sam- an í dag. Athöfnin hefst með guðs- þjónustu f Dómkirkjunni. Þannig hefur veirð farið að við setningu Alþingis ár hvert frá því er það safnaðist til fundar í fyrsta sinni í Reykjavík fyrir réttum 140 árum. Með þeim hætti stendur hann að staðaldri frammi sá hinn forni vefur, er áður umlék Alþingi á Þingvöllum við Öxará öld af öld og í öndverðu var upp settur með kristnitöku árið eitt þúsund, en átti sér þá þegar fyrirmynd í þing- helgun forfeðra vorra í árdaga allsherjarríkis á í slandi: Grið voru sett, þingstaður ákvarðaður og atferli manna snið- inn stakkur, er tryggja skyldi farsæla meðferð mála og friðvæn- Ieg úrslit ágreiningsefna. Þing- störfum í heild var skotið til efsta dóms, orð og athafnir fyrirfram lögð i hendur honum, er einn fer með úrslitavald á jörðu og á himni. Á hálfa elleftu öld hafa lands- menn hagað alþingissetningu á viðlika veg, að breyttu breytanda frá kynslóð til kynslóðar, en í grundvallaratriðum með sama móti og í sama augnamiði. Þetta gjörum vér enn, Iítil þjóð, og njót- um þeirrar kjölfestu, sem lögð er af hvoru tveggja, arfleifð íslend- inga og skirskotun til hinztu raka mannlegrarveru. Alþingi og kirkja hafa ( fjöl- mörgum greinum átt samleið í nærfellt þúsund ár. Slíkt er ekki að undra. í þessum stofnunum tveimur krystallast saga, menning og lifsbarátta fólksins, er bjó I landinu og býr þar enn. Alþingi er hverju sinni skipað mönnum, sem allur almenningur hefur valið til forystu. Kirkjan að sínu leyti er þessi hinn sami almenningur upp til hópa. Þjóðþing og kirkja þjóðar taka því höndum saman og verða eigi fremur aðskilin en þing og þjóð, þjóð og kirkja. Þessi efni eru oss engan veginn allajafna efst í huga. Annað ber hærra í erli daganna. Þeir sem aka seglum og þokast fram eftir mikilli móðu, hyggja fremur að öldulagi og veðrabrigðum en undirstraumi fljótsins, er ber þá uppi. Allt um það fer hún leiðar sinnar, elfurin eina, og hefur skipið með sér, meðan stafnbúar rýna í sortann, stýrimenn kreppa hönd um hjálm- unvölinn og skipverjar ganga hver til síns erfiðis. Þjóðinni, þingi hennar og kirkju svipar til þeirrar elfar, er ég dró líkingu af. Vér, sem nú erum á dögum, gegnum að sinni hlutverki skipshafnarinnar, göngum inn I erfiði fyrri tíðar manna og hyggjumst láta enn öðrum ferjuna eftir við verkalok. En oss er hollt að minnast undir- straumsins, sem úrslitum réði, áður en vér komum til sögu, og einnig mun mestu varða, þegar vér erum öll. Hann er meiri en vér. Á ýmsa vegu hagræða menn farkost- inum og atferli við siglinguna. En enginn er líklegur til að ryðja fljót- inu nýjan farveg, efna til framandi þjóðar, þings eða kirkju, enda ekki kunnugt, að neinn hyggi á svo stór- brotið ráð. Vér sækjum sjálfsveru vora til undirstraumsins. Hann er meginstef lífs í landinu. Þjóðin er meira en stundarsamhlaup ein- staklinga. Alþingi er ofar einum saman átökum um dagleg nauð- synjamál. Kirkjan ris hærra en nemur fátæklegri viðleitni þeirra manna, er í hvern tima ganga á vegum hennar. Af þessum sökum er að finna ákvæði um kirkjuna eigi síður en um Alþingi og um grundvallarrétt- indi almennings I stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins. Af sömu ástæðu er upphaf alþingissetning- ar fyrir altari kirkjunnar í þeirri viðurvist alþjóðar, sem Ríkisút- varpið miðlar, helgur atburður í þjóðarsögu ævinlega, ár eftir ár. Vér njótum slíkrar hátíðar í dag. Að þessu sögðu er hins að minnast með þakklæti, að þing og kirkja skipta skilmerkilega með sér þeirri varðveizlu sögulegs samhengis, er nú var nefnd. Kirkj- an hlutast ekki til um meðferð einstakra ágreiningsefna á vett- vangi stjórnmálaumræðu. Alþingi skerst ekki í þá boðun kristinna trúarsanninda, sem kirkjunni er falin. Þessi verkaskipting er að mestu sjálfgefin og ræðst af þeim viðfangsefnum, sem hvor aðili um sig hefur með höndum. Verkaskiptingin hefur þó ekki í för með sér róttæka aðgreiningu svonefndra andlegra mála og ver- aldlegra. Þegar kurlin koma til grafar, sameinast báðir mála- flokkar í manninum sjálfum. Stjórnmálalausna er leitað vegna manna, er eiga að hafa gagn af úrræðunum. Kristin trú er boðuð af umhyggju fyrir mönnum sem þarfnast uppbyggingar. Heilbrigð- ur maður er ekki sundurlimaður milli andstæðra tilvistarsviða, er lúta eigin lögmálum og skarast hvergi. Hann er þvert á móti einn og óskiptur persónuleiki. Trú og samfélagsviðhorf eru gagnverk- andi öfl í lífi hans. Hann getur vissulega leitazt við að byggja öðru aflinu út. En þaö orkar á hann allt að einu, segir til sín sem hungur eða örmögnun, ef ekki vill betur til. Maðurinn er harpa með tveimur strengjum hið minnsta. Annar strengurinn ómar í samskiptum við náungann og umheim allan. Hinn strengurinn kveður við „í djúpum míns hjarta". Þar leita ég svars við spurningum um heildar- markmið, endanlegan tilgang. Þegar strengirnir tveir hljóma saman, er ég líklegri en ella til að verða sjálfum mér og öðrum að einhverju gagni. Viðbrögð mín við vandkvæðum og ánægjuefnum virkra daga mótast af lífsviðhorfi, sem á rætur í innstu launkofum hugskotsins. Lífsviðhorfið sjálft þiggur yfirbragð af ytri reynslu. Það lífsviðhorf, sem veldur því, að vér höfum safnazt saman I þessu húsi í dag, er oss öllum kunnugt. Hér inni ríkir I raun hvorki þjóð, þing né kirkja. Hér ríkir Guð einn, faðir almáttugur, skapari himins og jarðar. Hingað erum vér kvödd í nafni sonar hans, Jesú Krists hins krossfesta og upprisna. Hér tekur Drottinn mig tali og þig í orði Heilagrar ritning- ar, í tilbeiðslu, í tónum og í þögn, fyrir kraft heilags anda. Lífsviðhorfi sfnu safnar Jesús Kristur í einn stað í orðinu himna- rfki, guðsríki. Um það talar hann I líkingum af því tagi sem vér heyrðum hér frá altari í dag: „Líkt er himnaríki mustarðskorni, sem maður tók og sáði i akur sinn. Smæst er það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira; það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra sig í grein- um þess.“ Þráfaldlega endranær ræðir Jesús um þetta ríki, sem er allt I senn öldungis ókomið og þó í nánd, öllum ætlað, en engum fengið, hulið „innra með yður“, eins og hann einnig kemst að orði, en jafnframt næsta áþreifanlegt og á sér hliðstæðu í þeim orðum Gamla testamentisins, sem hér voru lesin I upphafi prédikunar: „Sjá ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð, og ég mun aftur flytja þig til þessa lands, því að ekki mun ég yfirgefa þig fyrr en ég hefi gjört það, sem ég hefi þér heitið." Þetta lífsviðhorf, fyrirheit, lof- orð um leyndardómsfullan vöxt og þroska, um land að gjöf, um for- sjón og fyllingu lífs, heyrir kirkjan hverju sinni sem hún gengur fram fyrir Guð. Fyrirheitinu fylgir skuldbinding, fyrirmæli um að freista þess að gjörast samboðin hinu komandi ríki Guðs í orði og athöfn. Þar ber oss um hæl að þeirri gagnkvæmni lífsviðhorfs og hvers- dagslegra viðfangsefna, er áður var nefnd. Fyrirmælin, sem kirkj- an fær, skulu boðsend til þings og þjóðar. Ekki þannig að skilja, að kirkjan eigi yfir að ráða algildum svörum við því t.a.m. hversu leggja skuli vegi eða nýta fiskistofna. En hitt býður hún hverjum manni að taka mið af mustarðskorninu, búa í haginn fyrir þá söngfugla eilífra sanninda, sem ætlað er að hreiðra sig í greinum trésins og svipast um eftir ríkinu, landinu, sem Drottinn hyggst gefa oss. Þetta er ekkert viðhafnarskraf eða orðræða um óljósa hugsjón. Þetta er tilskipun. Drottni heyrir jörðin og allt, sem á henni er. Land hefur hann gefið oss; eyjuna hvítu úti I hafinu fékk hann feðrum vorum. Ingólfur Arnarson og niðj- ar hans eru Abraham, ísak og Jakob íslendinga. Þjóðin, sem landið byggir, er kjörin, varðveitt og hingað flutt til að una einmitt þessu iandi í blíðu og í stríðu. Að baki undirstrauminum, sem fyrr var að vikið, er Guð sjálfur, hin leynda uppspretta móðunnar miklu, hafið, sem að lyktum mun endurheimta hverja báru. í hans nafni siglum vér og ber- um ábyrgð á sjálfum oss, landinu og samborgurum vorum andspæn- is honum. Hann hefur sett hin æðstu þingsköp og hin efstu lög: Elska skaltu Drottin Guð þinn, og náunga þinn eins og sjálfan þig. Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Verið þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn. öll lagasetning og stjórnsýsla skyldi með nokkrum hætti taka mið af þessum boðorð- um, þessari stjórnarskrá hins komandi guðsríkis, sem I dagsins önn kann að virðast smæst allra sáðkorna, en verður um síðir samkvæmt fyrirheiti Guðs öllum jurtum meira. Þannig er það Guð, sem á fyrsta og síðasta leikinn í taflinu um líf þjóðar, þings og kirkju. Hann réð upphafi íslenzkrar sögu og öllum aðstæðum til þessa dags. Úrræði vor eru viðbrögð leikara á sviði, sem Guð einn hefur sett. Og sonur Guðs, Jesús Kristur, hefur verið bðrnum þessa lands athvarf og leiðarstjarna frá kyni til kyns, siglingaljós um elfina einu, áttaviti og lærifaðir skip- verja varðandi stefnuna og sam- skipti þeirra sín á milli. Senn höfum vér siglt undir leið- sögn hans I þúsund ár. Það er engan veginn út í hött að gjöra þeirri minningu nokkur skil og hefjast handa um það von bráðar. Þúsund ára afmæli kristnitökunn- ar er væntanlega tilefni þjóðhátíð- ar hið minnsta. Ekki er óeðlilegt að vænta þess, að hann af því til- efni verði I einhverri mynd á ný upp settur í sínu fyrra umhverfi hinn forni vefur, er svo lengi var sleginn á Þingvöllum við Öxará. Sú hugmynd er ekki hégómi, held- ur snýst hún um sjálfsmynd þjóðar á viðsjárverðum tímum. Hvergi er oss hentara að stara í undirstraum elfarinnar miklu en einmitt austur þar, sem forðum „stóð hann Þor- geir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði“. Hugmyndin um aukin tengsl Alþingis, Þjóðkirkjunnar og Þingvalla í tilefni kristnitökuaf- mælis hefur þegar komið fram í þingsölum. Kirkjan hefur að sín- um hluta tekið undir þau orð og væntir góðs af samvinnu þar að lútandi. Hitt sé oss þó ævinlega hugfast, að bezta gjörum vér minningu kristnitökunnar og allra kristinna verðmæta annarra með því að hafa i heiðri réttlætið, kærleikann og miskunnsemina við lífið og lífsins börn, alin og óborin. Því að „það sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, hafið þér gjört mér,“ segir Drottinn Jesús, hann sem hefur heitið að gefa oss himnaríki, hann sem er allt I senn leikstjóri og hafnsögumaður heill- ar veraldar, hann, sem einn þekkir undirstraum eilífðarinnar að fullu. Ég bið Alþingi og islenzkri þjóð blessunar Guðs. Megi hann verða með oss öllum I verki þennan dag og á komandi misserum. Njóti stafnbúar skarpskyggni og ráð- snilli, stýrimenn vizku og góð- girndar og skipverjar allir heilir handa. Amen. Dýrð sé Guði, föður, syni og heilögum anda svo sem var I upp- hafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen. Takið hinni postullegu kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists og kærleiki Guðs og samfélg heil- ags anda sé með yður öllum. Amen. í Jesú nafni. Amen. Alþingi: Minningarorð um Axel Jónsson Við þingsetningu í gær, fimmtudag, flutti Stefán Valgeirsson, aldurs- forseti þingsins, eftirfarandi minninarorð um Axel heitinn Jóns- son, fyrrverandi alþingismann, sem lézt 30. ágúst s.l.: „Axel Jónsson fyrrverandi al- þingismaður andaðist laugar- daginn 30. ágúst, 63 ára. Axel Jónsson var fæddur í Reykjavík 8. júní 1922. Foreldrar hans voru Jón klæðskeri þar Björnsson bónda í Núpsdals- tungu í Miðfirði Jónssonar og Lára Þórhannesdóttir bónda á Glæsivöllum og síðar á Melum I Miðdölum Gíslasonar. Um ferm- ingaraldur fluttist Axel með móður sinni að Hvítanesi I Kjós. Veturinn 1937-1938 stundaði hann gagnfræðanám í Reykjavík. Rúmlega tvitugur að aldri reisti hann nýbýlið Fell í landi Blöndu- holts I Kjós og stundaði jafn- framt bifreiðaakstur. Árið 1953 flyst hann til Kópavogs og er sundlaugavörður í Reykjavík til 1959 og síðan forstjóri Sundlaug- anna til 1961. Árin 1962-1968 er hann fulltrúi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, síðan full- trúi hjá Almannavörnum ríkis- ins 1968-1971 og loks fram- kvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga I Reykjaneskjördæmi 1971-1978. Axel Jónsson var löngum áhugamaður um félagsmál og þjóðmál og valinn til margs konar forustustarfa. Hann var formaður Ungmennafélagsins Drengs í Kjós 1946-1949, formað- ur Ungmennasambands Kjalar- nesþings 1950-1956, í stjórn Ungmennafélags Islands 1955- 1957, I stjórn íþróttasambands fslands 1959-1964 og formaður Æskulýðssambands íslands 1959-1960. Hann var kosinn I áfengismálanefnd 1964 og í stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs 1974-1978. Hann var í bæjarstjórn Kópavogskaupstað- ar 1962-1982, sat lengi í bæjar- ráði og var forseti bæjarstjórnar 1976-1977. í alþingiskosningun- um 1963 var hann kjörinn vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og átti sæti á öllum þingum til 1978, oft sem varaþingmaður en hlaut fast sæti á Alþingi 1965-1967 og 1969-1971 vegna fráfalls kjörinna þingmanna og var að síðustu landskjörinn alþingismaður 1974-1978. Alls átti hann sæti á 16 þingum. Áxel Jónsson stundaði íþróttir á unglingsárum og tamdi sér í góðum félagsskap drenglyndi i viðskiptum í hvívetna. Hann var ósérhlífinn og samvinnuþýður og ávann sér traust með störfum sínum. Árum saman vann hann að bæjarmálum I Kópavogi og átti bæjarfélagið farsælan og ötulan liðsmann í forustusveit þar sem hann var. Flokki sinum vann hann af alhug, stefnufast- ur, gætinn og hófsamur. Hátt i tvo áratugi átti hann við heilsu- brest að stríða, en hélt áfram störfum svo lengi sem auðið var. Síðustu æviárin hlaut hann þó að draga sig i nokkurt hlé. Ég' vil biðja þingheim að minnast Axels Jónssonar með því að rísa úr sætum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.