Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 mmmn C1981 Univrsal „ £() he.f komifc her aburl Qec-fctu }?in ái litla naunqanum I lobfrckklcCtnurrx ■" , Áster... ... að sætta sig við hrotunnar í honum. TM Raa. U.S. Pat. Off —«( rights reserved «1985 Los Angetes Times Syndicate Með morgunkaffinu „5xl, e.ls>kar\,þoj& er ícg--- mcCburinn þirtn ■ V/ií huerjCL iaioc éq " HÖGNI HREKKVlSI Bréfritari segir að það hafi aetfð verið talið mjög þroskandi fyrir börn og fullorðna að umgangast dýr og uppbyggjandi starf að þurfa að bera ábyrgð á lifandi skepnum, sjí. dúfum. Skiptir útlit dúfnakofanna mestu? Ingibjörg Ásgeirsdóttir hringdi og vildi leggja orð í belg um dúfnarækt. „Auk þeirrar skoðunar sem kom fram í Velvakanda um daginn að dúfur væru ekki meindýr, vil ég minna á uppeldislegt gildi dúfna- ræktarinnar. Það hefur ætíð verið talið mjög þroskandi fyrir börn og unglinga, að umgangast dýr og uppbyggjandi starf að þurfa að bera ábyrgð á lifandi skepnum. Fyrir skemmstu var þáttur í út- varpinu um unglinga og eitur- lyfjavandamálið. Þar voru allir þátttakendur sammála um að for- senda þess að ungt fólk leiddist ekki út í neyslu eiturlyfja væri sú að unglingar hefðu eitthvað fyrir stafni en vöfruðu ekki um án nokkurs tilgangs. í framhaldi af þessu vil ég beina þeim orðum til borgarstjórans okkar að hann stuðli beinlfnis að því að dúfnakofar verði reistir sem víðast um bæinn svo að sem flestum gefist kostur á að rækta dúfur, standi hugur þeirra til þess. Að lokum finnst mér full ástæða til að endurskoða gildis- mat íslensku þjóðarinnar ef útlit á þessum dúfnakofum skiptir hana meiru máli en það uppeldislega gildi sem dúfnaræktin hefur og sú ánægja sem börnin fá út úr því að rækta dúfur og umgangast þær. Þessir hringdu . . . Fleiri bekki við Laugaveginn Agní hringdi: Mig langar til að koma þeirri ábendingu á framfæri hvort ekki sé hægt að fjölga bekkjum á Laugaveginum svo hægt sé að tylla sér þar niður? Við gamla fólkið höfum gaman af því að ganga niður Laugaveginn en lendum oft í vandræðum enda orðin fótafúin. Væri nú ekki hægt að taka þetta mál til athugunar? Tveggjú lítra mjólkurfernur Mjólkurnotandi hringdi: Mig langar til að spyrja for- ráðamenn Mjólkursamsölunnar og stórmarkaðanna í Reykjavík hvernig standi á því að ekki séu seldar tveggja lítra mjólkurfernur í stórmörkuðum? Stakan leiðrétt Kona hringdi: Fyrir nokkru sendi kona úr Austurdal Velvakanda fáeinar stökur í þáttinn, en prentvillupúk- inn eyðilagði eina þeirra að mestu leyti og varð úr endaleysa. Þótti höfundi þetta miður, sem eðlilegt er, en rétt er stakan svona: Allt sýnist hér með eymdarbrag emjar af hungri svínið, hér hefur riðið húsum í dag helvítis brennivínið. Hver þekkir gátuna? Sigrún Guðmundsdóttir hringdi: Skyldi einhver kunna gátu nokkra í þulumynd sem byrjar þannig: Einn er staður í öllum sveitum annar djúpt á fiskireitum þriðji er á himnahæð. Hermann aftur í útvarpið Lóa Þorkelsdóttir hringdi: ómaklegt þótti mér að fella niður þáttinn hans Hermanns Ragnars Stefánssonar í útvarpinu. Svo virðist sem efni fyrir eldra fólk hafi verið skorið afar mikið niður á vetrardagskrá ríkisút- varpsins. Slys á börnum Hildur hringdi: í umferðarþættinum Bjargi sér hver sem betur getur, sem var í sjónvarpinu á dögunum, kom fram að slys á börnum eru tíð á leið í og úr skóla. Hins vegar þótti mér vanta að enda á að oft verða slys á börnum þegar þau eru að flækjast ein úti, eftir leyfilegan tíma á kvöldin. f Baldursgötunni, þar sem ég bý, eru börn að leika sér úti langt fram á kvöld. Umferð er mikil um þessa götu og börnin hlaupa oft i hugsunarleysi yfir götuna, án þess að líta til hægri eða vinstri. Mesta mildi er að ekki skuli hafa orðið slys á þeim. Væri nú ekki ráð að brýna fyrir foreldrum að leyfa börnum sínum ekki að vera að leika sér úti á kvöidin, sérstaklega nú þegar far- ið er að skyggja. Bréfritari segir að aldraðir eigi oft í erfiðleikum með að ganga niður Lauga- veginn vegna þess hve þar sé fáa bekki að finna. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.