Morgunblaðið - 11.01.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986
Þyrla af gerðinni AS 350 B Ecureuil, eins og sú sem landhelgisgæslan hefur nú fest kaup á.
Landhelgisgæslan:
Kaupir nýja þyrlu af
gerðinni Ecureuil
LANDHELGISGÆZLAN hefur nýlega gert
kaupsamning við Heliavia Hubschrauber í
Þýskalandi um kaup á notaðri þyrlu af gerðinni
AS 350 B Ecureuil, sem framleidd er af Aero-
spatiale verksmiðjunum í Frakklandi.
Þyrla þessi er ívið stærri og burðarmeiri en minni
þyrla Landhelgisgæzlunnar TF-GRÓ, sem hið þýska
fýrirtæki jafnframt kaupir af Landhelgisgæzlunni.
Verðmismunur þyrlanna er um 5,9 milljónir króna.
Þjálfun tæknimanna og minniháttar lagfæringar á
þyrlunni er innifalið í þeim verðmismun. AS 350 B
þyrlan verður væntanlega komin hingað til lands í
byrjun marsmánaðar næstkomandi.
I fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir
að Ecureuil þyrlan geti flutt 4—5 farþega eða 1—2
sjúkrabörur ásamt tveim farþegum. TF-GRÓ hefur
aftur á móti ekki nýst í sjúkraflutninga, vegna þess
að hún rúmar ekki sjúkrabörur.
Högg neðan
beltísstaðar
— segir Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri
„Eg get ekki annað en lýst furðu og undrun minni á þessum ummæl-
um forsætisráðherra. Alþjóð og ekki sízt landsbyggðin veit hvernig
búið hefur verið að þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar
undanfarin ár og ég sé ekki ástæðu til þess, að menn hafi stöðuna
í flimtingum. Hvað varðar stöðu Jökuls á Raufarhöfn á síðasta ári,
liggur það fyrir að í fyrsta skipti frá upphafi hefur reksturinn verið
jákvæður. Þess vegna eru þessi ummæli vægast sagt högg fyrir
neðan beltisstað fyrir okkur, sem að þessum rekstri stöndum," sagði
Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, í samtali við Morgun-
blaðið.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á föstudag, segir Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráðherra,
að það væri skrýtið, þegar allt
væri á hausnum á Raufarhöfn,
hvemig þeir gætu keypt nýja tog-
ara. Gunnar Hilmarsson sagði
ennfremur um þetta mál: „Hins
vegar virðist af þessum ummælum
mega merkja þá ákvörðun ráða-
manna að gera útboð Fiskveiðasjóðs
ómerk og að afhenda eigi heima-
mönnum þau skip, sem í útboði eru
og sjóðurinn hefur keypt. Sem
landsbyggðarmaður fagna ég þeirri
ákvörðun út af fyrir sig, en þá hefði
ekki átt að óska tilboða í skipin.
Mér finnst þó hins vegar meiri
ástæða til þess að hjálpa mönnum
til þess að bjarga sér sjálfír, þegar
þeir sjá möguleika á því, fremur
en veija hundruðum milljóna króna
í það að bjarga atvinnuvegum stað-
anna, þegar allt er komið í óefni.“
Tilboð okkar er hæst,
það stenzt o g því á að taka
— segir Jóhann A. Jónsson,
fara að hræra í málinu eftir á,
virtist það hreinlega pólitísk vald-
níðsla og aulýsingin þar með mark-
Stjóm Fiskveiðasjóðs
ráði fram úr málinu
— segir Halldór Blöndal
„EF ÉG hefði fengið að ráða
hefði þetta vandamál aldrei
komið upp, en úr því sem komið
er held ég að stjóm Fiskveiða-
sjóðs verði sjálf að ráða fram úr
málinu. Hitt liggur náttúrlega
ljóst fyrir að ef togarinn fer til
Þórshafnar verður atvinnubrest-
ur á Húsavík, sem nauðsynlegt
er að bregðast fljótt við og ég
vil mega vona að til þess komi
ekki,“ sagði Halldór Blöndal,
alþingismaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra, er Morgunblaðið
innti hann áUts áJþví hvort rétt
væri að selja Utgerðarfélagi
Norður-Þingeyinga togarann
Kolbeinsey.
„ÞEGAR þessi mál komu upp
haustið 1984, þegar gengið var frá
skuldbreytingunni í Fiskveiðasjóði,
hélt ég því fram, að eðlilegasta
leiðin væri sú, að Fiskveiðasjóður
kæmi til móts við heimamenn með
því að taka hluta af áhvflandi skuld-
um og setja aftur fyrir, vaxtalaust,
þannig að skipin hefðu rekstrar-
grundvöll og óraunhæfar skulda-
kröfur hlæðust ekki upp með til-
heyrandi dráttarvöxtum og öðrum
kostnaði. Ég sagði, að þetta væri
eina heilbrigða leiðin, sem hægt
væri að fara til að tryggja að skipin
Kolbeinsey
verði áfram
á Húsavík
— segir Ingfvar Gíslason
„ÉG TEL miklu eðlilegra miðað við
forsögu þessa máls og hvemig
unnið hefur verið að þessu Kol-
beinseyjarmáli, að skipið verði
áfram á Húsavík," sagði Ingvar
Gíslason, einn þingmanna Norður-
landskjördæmis eystra, er Morgun-
blaðið spurði hann hvort hann teldi
réttar að selja skipið til Norður-
Þingeyinga eða stuðla að þvi að það
yrði áfram á Húsavík. Ingvar vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
yrðu áfram gerð út frá sömu stöð-
um. Illu heilli var ekki fallizt á þetta
og sú leið valin, að Fiskveiðasjóður
óskaði eftir tilboðum í skipin, en
jafnframt ákveðið að heimamenn
skyldu sitja fyrir ef um sambærileg
tilboð væri að ræða. Ég hef ekki
séð tilboðin í Kolbeinsey og kann
ekki að bera þau saman, en það
yrði óneitanlega stefnubreyting hjá
Fiskveiðasjóði, ef hann tæki þá
lausn fram yfir, sem felur í sér
fjölgun frystitogara. Annars vil ég
segja það, að þetta mál sýnir í
hnotskum þá erfíðleika, sem við
stöndum frammi fyrir í sjávarútvegi
vegna of lítils afla, of mikillar sókn-
argetu flotans og nýrra möguleika
sem skila betri afkomu, eins og
frysting um borð eða gámaútflutn-
ingur virðist gera.
Að síðustu vil ég aðeins segja,
að tilboð þeirra Þórshafnarbúa sýn-
ir að þar eru ungir og vaskir menn,
sem standa vel að sínum rekstri og
ef þeir fá ekki Kolbeinsey munu
þeir áreiðanlega hafa burði til þess
að bera sig eftir öðm skipi til þess
að Stakfelli verði rekið sem frysti-
togari eins og það er, sem er áreið-
anlega það eina skynsamlega,"
sagði Hallór.
„REKSTRAR- og greiðsluáætlun
okkar vegna tilboðsins í Kol-
beinsey hefur ekki verið mót-
mælt af Fiskveiðasjóði, en þrátt
fyrir það fór stjórn sjóðsins fram
á það á fimmtudag, að Lands-
bankinn staðfesti útreikninga
okkar án þess að farið væri fram
á það í tilboðsgögnum. Það hefur
verið sagt við okkur, að standist
þetta ekki með þeim hætti, sem
við setjum upp, standist ekki
önnur tilboð, sem borizt hafa í
skipið. Við sjáum ekki betur en
hér sé um að ræða pólítíska íhlut-
un, sem engan rétt á á sér. Það
er út í hött að gefa Landsbankan-
um neitunarvald í þessu máli.
Tilboð okkar er hæst, það stenzt
og því á að taka,“ sagði Jóhann
A. Jónsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystihússins á Þórshöfn, í
samtali við Morgunblaðið.
Jóhann sagði, að fengist Kol-
beinseyin, yrði Stakfellið sett á
veiðar í frystingu um borð og með
því móti gengi dæmið fyliilega upp.
Hér hefði verið um opinbera auglýs-
ingu um tilboð að ræða og ætti að
laus. Ákveðnar reglur hefðu verið
settar um sölu skipanna og nú,
þegar pólitíkusamir sæju fram á
það, að með þeim færi Kolbeinseyin
frá Húsavík, ætluðu þeir að söðla
um og neyða Fiskveiðasjóð til að
fara ekki eftir settum reglum. Eðli-
legt væri því að breyta tilboðsregl-
unum varðandi Sigurfara og Sölva
Bjamason, svo þeir yrðu áfram á
sömu stöðum og áður.
„Við voram búnir að uppfylla öll
skilyrði tilboðsins og engar at-
hugasemdir höfðu verið gerðar við
það frá Fiskveiðasjóði í viðræðun-
um, en yfírlýsing forsætisráðherra
í Morgunblaðinu síðastliðinn
fímmtudag bendir eindregið til þess,
að það hafí aldrei verið ætlunin að
selja skipið á fijálsum markaði.
Hafí það verið og sé vilji stjómvalda
að skipin verði áfram á sömu stöð-
um, era auglýsingamar mistök og
beinast liggur við að hætta við út-
boð á þeim skipum, sem auglýst
vora á fímmtudag," sagði Jóhann.
Akranes:
Rætt um tjón vegna sandfoks,
vamaraðgerðir og bótarétt
Akranesi, 8. janúar.
I GÆRDAG var haldinn fundur með íbúum þeirra svæða á
Akranesi sem illa hafa farið út úr sandfoki við Langasand sem
hefur aukist mikið á undanfömum árum og náði hámarki óveðurs-
dagana 15. og 17. nóvember sl.
Fundurinn var haldinn að fram-
kvæði bæjarstjómar Akraness og
var hann íjölsóttur. Tilefnið var
að ræða um sandfokið, orsakir
þess og afleiðingar svo og hugsan-
legan bótarétt þeirra sem orðið
hafa fyrir tjóni svo og leiðir til
úrbóta.
Daníel bæjartæknifræðingur
og Gísli Gíslason bæjarritari höfðu
framsögu um að gerðir og at-
huganir sem gerðar hafa verið
um sandfokið svo og hugsanlegan
bótarétt. Dreift hafði verið meðal
íbúanna greinargerð bæjartækni-
fræðings um sandfokið mikla í
nóvember sl. Kom þar m.a. fram
að þegar hvessa tók og veðurhæð
hafði náð 5—6 vindstigum för fínn
sandur af Langasandi að §úka
upp um næsta nágrenni. Eftir að
hvessti meira jókst sandfokið og
þegar veðurhæðin var komin yfír
10 vindstig var nánast ófært um
svæðið enda sandbylurinn sam-
felldur og náði allt að 5 m hæð.
Þegar veðrið var gengið niður
komu í ljós miklar skemmdir á
umræddu svæði, lakk og rúður á
bifreiðum skemmdust, ljósastaur-
ar, umferðarmerki og stálklæðn-
ingar á húsum slípuðust inn í
bert jám og málning á húsum og
girðingum slípaðist af og gler
skemmdist. Þá smaug sandur inn
í íbúðir og olli skemmdum og
óþægindum. I greinargerðinni era
leiddar líkur að helstu orsakavöld-
um sandfoksins og eru þeir taldir
eftirfarandi:
1. Lenging á aðalhafnargarðin-
um fyrir nokkrum áram er
talinn hafa orsakað breytingar
á Langasandi.
2. Ekki er talið útilokað að hluti
foksandsins sé ryk sem fellur
til úr rafsíum í Sementsverk-
smiðjunni og dælt er til sjávar.
Magn ryksins hefur aukist á
síðustu áram og fellur nú til
um 10 tonn á sólarhring. Sýni
hafa verið tekin úr foksandin-
um en niðurstöður liggja enn
ekki fyrir.
3. Einnig er talið að frárennsli
frá efnisþró Sementsverk-
smiðjunnar sem rennur til sjáv-
ar og á sandinn geti orsakað
sandfok. Á hveiju ári er dælt
miklu magni af skeljasandi af
botni Faxaflóa upp í sand-
geymsluna. Þegar sandinum
er dælt fer töluvert af sjó með
í dælingunni, sjórinn rennur
síðan aftur til sjávar og berst
alltaf eitthvað af sandi með
honum.
4. Þá má geta sandfoks frá efnis-
geymslum SR sem verið hefur
staðbundið vandamál frá því
verksmiðjan hóf starfrækslu
sína. Hafa starfsmenn verk-
smiðjunnar þurft að þrífa þann
hluta bæjarins sem er efsti
hluti Suðurgötu ög nágrenni í
hvert sinn sem slfld rok gerir.
Mjög skýr mörk era á þessu
foki og hins vegar foki frá
Langasandi.
í máli bæjartæknifræðings kom
fram að gripið hefði verið til
ýmissa aðgerða gegn sandfokinu
en þær ekki haft afgerandi áhrif
á sandfokið og ef taka ætti mið
af þeirri reynslu virtist fátt duga
nema mjög kostnaðarsamar að-
gerðir. Nefndi hann þó nokkur
atriði sem hugsanlega gætu dreg-
ið úr sandfokinu. Hvatti hann síð-
an íbúana til að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri og einnig
spumingum sem málið varða.
Nokkrir íbúar tóku til máls og
kom f ijós að þeir töldu enga lausn
vera á þessu vandamáli nema að
stöðva útrennsli frá Sementsverk-
smiðjunni sem þeir töldu höfuð-
vandamálið og gera síðan varan-
legan garð steyptan eða með
gijótfyllingu með allri strand-
lengjunni sem er um 800 m að
lengd. Ræðumenn nefndu nokkur
dæmi máli sínu til stuðnings og
má segja að þetta hafí verið
meginniðurstaða fundarins.
Allir vora sammála um að
reyna að leysa þessi vandamál og
hét bæjarstjóri íbúum fullum
stuðningi bæjaryfírvalda. J.G.