Morgunblaðið - 11.01.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 11.01.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR 1986 15 Minning: Helgi H. Hjartar- son, Grindavík Fæddur 14. desember 1922 Dáinn 31. desember 1985 í gær kvöddum við elskulegan tengdaföður minn og afa okkar, Helga, er andaðist á heimili sínu að morgni gamlársdags. Ekki get- um við látið hjá líða að minnast hans með fáeinum fátæklegum þakkarorðum þó á slíkum stundum sé manni orða vant. Á heimili hans og Kæju kom ég fyrst fyrir sautján árum. Fyrstu tvö árin í búskap okkar Harðar vorum við á Helgafelli. Var mér tekið þar með einstæðri hlýju, góðvild og einlægri vináttu sem ætíð einkenndi Helga og sú vinátta hefur haldist síðan. Helgi Einar og Ármann Ásgeir kveðja nú afa sinn með sárum söknuði, samband þeirra við afa sinn var einstætt, mótað af ást og umhyggju og samverustundir þeirra bæði á Helgafelli og í sumarhúsi afa og ömmu út í eyjunni Knannar- nesi á Mýrum eru okkur öllum ógleymanlegar. Síðastliðið sumar verður Helga Einari ógleymanlegt því þá var hann með ömmu og sinni og afa í eyjunni sem var þeim svo kær og þar undu þeir nafnamir sér saman við leik og störf. Við þökkum nú elsku afa og tengdaföður fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og var okkur í þessu lífí og biðjum nú algóðan guð að taka hann í sinn faðm og varð- veita hann. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og synir. Margrét Árnadótt- ir — Kveðja Fædd 14. mai 1911 Dáin 3. janúar 1986 Okkur, systkinin að Malarási 1, Reykjavík, langar að kveðja ömmu okkar, Margréti Ámadóttur, í hinsta sinn og þakka fyrir alla þá hlýju og velvild sem hún sýndi okkur gegnum árin. Sérstaklega komu sér alltaf jafn vel sokkamir og vettlingamir sem hún sendi okkur og ptjónaði við eldhúsborðið meðan hún sagði okkur sögur eða þegar hún rifjaði upp gamlar minn- ingar frá bemskudögum. Okkur eldri systkinunum er það minnisstætt er við notuðum eina af sögunum sem hún sagði okkur til ritgerðarsmíði í menntaskóla. Svo viljum við fyrir hönd okkar yngri systkinanna þakka ömmu fyrir þau fallegu orð og bænir sem hún kenndi okkur að nota. Að lokum viljum við votta afa okkar innilegustu samúð. Egill, Margrét, Hjálmar og Aníta Osk VJterkurog ^3 hagkvæmur auglýsingamiðill! 2 jBflygmtMnfoifo BARNAFATA- OTSALAN ER HAFIN ALLT AÐ 70% AFSL. & VÖRUMARKAÐURINN ÁRMÚLA SÍMI 686113 SUÐURLANDSBRAUT 16 — SÍMI 35200 r f « \ • M L mhí I 16 I m L j l/ r • í æ hJ lll i — - I JMr 1B w || | 111 1 l — i »■ 1 jH j ■ m m -m ~ m ® 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.