Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 1
56 SIÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ1913 20. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíuskip íárekstriá Norðursjó AP/Símamynd Eldur logar í grísku olíuskipi eftir árekstur þess við hollenskan togara á Norðursjó í gærmorgun. Áhöfninni tókst að bjarga giftusamlega, en þrír menn urðu eftir um borð til að líta til með skip- með skipinu. Nokkur olía lekur frá því, en ekki var talin mikil hætta stafa af henni. Ef myndin er grannt skoðuð má sjá olíuflekk við skipssíð- una. Sjáfréttábls. 27. Bandaríkin með heræfingar undan strönd Líbýu Washington og Trípólí, 24. janúar. AP. BANDARÍSKU flugmóðurskipin Saratoga og Coral Sea settu í dag stefnuna í átt til Líbýu, þar sem fyrirhugaðar eru heræfingar undan strönd landsins. Bandarísk yfirvöld höfnuðu þvi alfarið að verið væri að ögra Líbýumönnum með æfingunum, enda væri þarna um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Kliadafy, Libýuleiðtogi, sagði hins vegar að æfingarnar væru ögrun og hefði hann skipað hern- um í viðbragðsstöðu vegna æfing- anna og sent flugvélar út yfir Sidra-flóa til að verja hafsvæðið sem tilheyrir Líbýu. Bandaríkjamenn viðurkenna ekki kröfu Líbýumanna til Sidra-flóa. Til árekstra kom í ágúst 1981, er banda- rísk skip voru þar að æfíngum. Þá skutu bandarískar flugvélar niður tvær líbýskar herflugvélar eftir að vélar Líbýumanna höfðu orðið fyrri til árásar. Bandaríkjamenn sendu alþjóða- Suður-Jemen: 40 þúsund manna her gerir atlögu að Aden f slendingarnir níu komust heilu og höldnu til Djibouti Manama og Djibouti, 24. janúar. AP. FORSETI S-Jemen, AU Nass- er Mohammed, stýrði gagn- árás á hendur uppreisnaröfl- unum í Aden, höfuðborg landsins, í dag. í árásinni taka þátt 40 þúsund hermenn, en uppreisnarmenn hafa komið sér upp virkjum i borginni. Ástandið þar er sagt mjög slæmt, þar sem ekki hefur verið hirt um að grafa líkams- leifar fallinna hermanna. Samkvæmt heimildum frá London hafa Sovétmenn látið Breta vita að þeir muni ekki beita herliði til þess að hlutast til um innanríkismál S-Jemen. íslendingarnir sem voru í S-Jemen eru komnir heilu og höldnu til Djibouti og áttu að halda seint í kvöld áfram til Egyptalands. Uppreisnarmenn hafa tilnefnt Abu-Bakhr Al-Attas, forsætisráð- herra, sem leiðtoga sinn, að því er útvarp þeirra hermdi. Ekkert var minnst á Abdul-Fattah Ismail, sem var talinn leiðtogi uppreisnar- manna og hefur það gefið fregnum um dauða hans byr undir báða vængi. Þá var það staðfest að margir leiðtogar stjómarinnar hefðu verið skotnir niður að undir- lagi Mohammeds forseta á fundi legt og var stórhissa á því að við skyldum ætla að yfirgefa landið vegna ástandsins." 13. janúar, daginn sem uppreisnin hófst. íslendingamir níu sem voru í Mukalla á suðurströnd Jemen þeg- ar átökin bmtust út, voru fluttir með breska herskipinu Newcastle til smáríkisins Djitwuti í nótt. Til stóð að þeir færu flugleiðis ásamt fleira erlendu flóttafólki til Kairo í Egyptalandi seint í kvöld. Þaðan fara þeir líklega í samfloti með dönskum starfsbræðrum sínum í Jemen sem leið liggur til Kaup- mannahafnar um eða upp úr helgi. íslendingunum líður öllum vel. Morgunblaðið átti símaviðtal við Íslendingana í Djibouti í gærdag, þar sem þeir dvöldust að heimili Isleifs Jónssonar, starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og konu hans, Bimu Bjamadóttur. „Ég kynntist Jemenum tölvert, einkum þegar við bjuggum í Aden, og mér finnst þeir alveg sérstaklega viðmótsþýðir og elskulegir. Mér finnst átakan- Iegt hvað er að gerast í landinu. Þó að grunnt hafi verið um aldir á ættbálkadeilum, óraði engan fyrir að svona færi,“ sagði Hjördís Þor- steinsdóttir í samtali við blaðið. „Það ríkti meiri spenna í búðun- um hjá okkur en almennt hjá borg- arbúum í A1 Mukalla," sagði Bjarki Laxdal. „Við óttuðumst að upp úr syði þegar héraðsstjórinn í Mukalla sneri bakinu við forseta Jemen, Ali Nasser Mohammed, og lýsti yfir stuðningi við uppreisnarmenn. En fólkið í Mukalla var tiltölulega ró- Sjá viðtöl við íslendingana bls. 22-24 og frétt á bls. 27. á flugvellinum í Trípólí aðvörun þess efnis að þeir yrðu að heræfingum á þessu svæði fram til mánaðamóta. Heimildir í Bandaríkjunum herma að til æfinganna sé boðað nú til þess að sýna að Bandaríkjamenn séu hvergi smeykir við aukin flotavið- búnað Sovétmanna á Miðjarðarhaf- inu, né að her Líbýu sé í viðbraðgs- stöðu. Sovétmenn, sem styðja Líbýu, eru nú með sex herskip á svæðinu og hafa þess utan aukið eftirlit sitt með flota Bandaríkjamanna. Barist í Uganda Kampala, llganda, 24. janúar. AP. HARÐIR bardagar geysa í Kampala, höfuðborg Uganda, eftir að uppreisnarmenn gerðu árás á borgina úr norðri og suðvestri. Heimildir herma að hundruðir stjórnarhermanna hafi sést flýja til austurs frá borginni, en aðrar sveitir þeirra reyndu að hrinda árásinni. Fregnum bar ekki saman um hvort Basilio Okello, yfírmaður herafla stjómarinnar, lifði af skot- árás, sem gerð var er hann ávarpaði mannfjölda. Sumir sögðu hann hafa látist, en aðrar fregnir hermdu að hann hefði sloppið ósærður og skip- að hermönnum sínum að skjóta á mannfjöldann. Uppreisnarmenn höfðu undirrit- að friðarsamninga við stjómina 17. desember á liðnuiári. Friðarsamn- ingamir héldu ekki og ásak^r nú hvor aðili hinn um friðrof. Forsetar Kenya og Tanzaníu reyna nú að komaáfriði ílandinu. Bretland: Brittan viðskipta- ráðherra segir af sér T iinjiiniim O Á ínn/inn A D Lundúnum, 24. janúar. AP. LEON Brittan, ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála, sagði af sér embætti í dag og hefur Margaret Thatcher, forsætisráðherra sam- þykkt afsögnina með eftirsjá. Brittan neitaði að ræða við fréttamenn er hann yfirgaf þinghúsið eftir fund þeirra Thatchers, en eftir fund í Jórvík sagði hann að enginn ráðherra sem ekki nyti trausts gæti sinnt störfum sínum sem skyldi og þvf hefði hann ákveðið að segja af sér. Brittan er annar ráðherrann sem segir af sér embætti í ríkis- stjórn Thatchers á tveimur vikum. Eftirmaður Brittans hefur ennþá ekki verið tilnefndur. Brittan hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa lekið upplýsingum til fréttamanna sem sköðuðu fyrrver- andi vamarmálaráðherra, Michael Heseltine, og er það einkum vegna þrýstings frá þingmönnum íhalds- flokksins sem hann neyddist til að segja af sér, þar sem þeir drógu í efa heilindi hans. Sem dæmi um hljóðið í þingmönnum íhaldsflokks- ins, má nefna að einn þeirra, Terry Dick, sagði að hann gæti ekki stutt neinn þann sem hann tryði ekki á, né gæti vitað hvort segði allan sannleikann eða ekki. Ef Brittan hefði ekki yfirgefið ríkisstjómina fyrir mánudagskvöld, gæti hann ekki stutt hana lengur. Blöðum í Bretlandi bar saman um það í morgun að ríkisstjómin ætti við mikla erfiðleika að etja og hefði mistekist að endurvinna sér traust almennings í framhaldi af afsögn vamarmálaráðherrans og deilunum sem fylgdu um framtíð Westlands þyrluframleiðandans. Eftir að Thatcher viðurkenndi á þingi í gær að embætti hennar hefði haft vitneskju um áætlanir Brittans um að leka upplýsingunum til fréttamanna, sem sköðuðu Heselt- ine, varð mikið upphlaup meðal þingmanna íhaldsflokksins. Á stormasömum fundi þeirra í gær- kveldi var hart lagt að Brittan að segja af sér og hann ásakaður fyrir að hafa brugðist flokknum og komið forsætisráðherranum í óþolandi aðstöðu. Hótuðu margir þeirra, að því er hermt er, að styðja ekki ríkis- stjómina í umræðu um málið á þingi sem fyrirhuguð er á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.