Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 15
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
Skilum Albert
aftur til
Framsóknar
Innanlandsdeild Sam-
vinnuferða-Landsýnar:
Tók á móti yfir
sex þúsund
ferðamönnum
Innanlandsdeild Samvinnu-
ferða-Landsýnar tók á síðasta ári
á móti yfir sex þúsund erlendum
ferðamönnum, sem komu til að
skoða og- kynnast íslandi. Er það
mesti fjöldi sem innanlandsdeild-
in hefur tekið á móti síðan hún
tók tíl starfa fyrir átta árum.
Kynningarstarf Samvinnuferða-
Landsýnar á íslandi erlendis fer
fram með ýmsum hætti. Má þar
m.a. nefna útgáfu á sumarbæklingi,
sem í er að finna upplýsingar um
landið, fjölmargar ferðir og margt
annað handhægt fyrir erlenda
ferðamenn. Þessi bæklingur hefur
þegar verið sendur til ferðaskrif-
stofa, flugfélaga og annarra sem
hafa með ferðaþjónustu að gera í
mörgum löndum víða um heim.
Hefur honum verið vel tekið og
þykir skipulega uppsettur og að-
gengilegur fyrir þá sem kynna og
selja íslandsferðir, segir í frétt frá
Samvinnuferðum-Landsýn.
eftirLeif
Sveinsson
Sjálfstæðisflokkurinn er stór
og sterkur flokkur, sem okkur á
að þykja vænt um og halda
ómenguðum.
Því miður hefur þetta ekki
tekist sem skildi á undanfömum
árum og áratugum.
Inn í raðir flokksmanna hafa
laumað sér allra flokka kvikindi
undir því yfírskyni, að þeim hafí
orðið hughvarf, hjarta þeirra slái
nú til hægri í stað vinstri áður.
Til að ráða bót á þessu þarf
að hreinsa til í flokknum og skila
þessum kynskiptingum aftur til
sinna gömlu flokka.
Gott er að byija á Albert
Guðmundssyni.
í aldarminningu um Jónas
Jónsson frá Hriflu, er ég reit í
Morgunblaðið 1. maí sl., lét ég
þess getið í greinarlok, að ég
teldi Jónas mestan óhappamann
í íslenskri stjómmálasögu, fyrr
og síðar.
Sumir vina minna hafa beðið
mig að rökstyðja þessa setningu.
Þá hefí ég svarað eitthvað á
þessa leið: „Jónas frá Hriflu sendi
okkar sjálfstæðismönnum Albert
Guðmundsson. Enginn flokkur
hefur fengið slíka óhappasend-
ingu i allri stjómmálasögu ís-
lands."
Þess vegna er það tillaga mín
að Albert Guðmundssyni verði
skilað aftur til framsóknar, þaðan
sem hann kom.
Óþarfí er að þakka fyrir lánið.
Við afhjúpun á bijóstmynd af
Jónasi frá Hriflu þann 1. maí sl.
taldi Albert Guðmundsson, að
Jónas myndi skyggja á Jón Sig-
urðsson forseta í framtíðinni.
Enginn sjálfstæðismaður hef-
ur orðið sér eftirminnilegar til
skammar en Albert við þá athöfn.
Mál er að óhappaverkum hans
linni og hann leiti aftur til föður-
húsanna, þvi ekkert er afkára-
legra en reykvískur heildsali með
Sambandsbragði.
Höfundur er annar af forstjór-
um Völundarhf.
15
^>t(iaí>aGaH
____ Símar 15014 — 17171
Ford 910 D árg. 1975
Uppt. vél frá Þ. Jónsson. Mikiö uppt. bfll.
Góóur Borgarneskassi. Verð 450.000.
Toyota Hiace árg. 1983
Diesel, ekinn 110 þ. km. Verö 480.000.
M. Benz 307 árg. 1982
Langur m/kúlutopp og gluggum. Verð
700.000.
Ch. Van árg. 1979
Ekinn 42 þ. km. 12 sseti. Verð 370.000.
Ch. Van 4x4 árg. 1977
8 cyl., diesel, 12 sæti. Verð 590.000.
Mitsubishi Pajero árg. 1985
Bensín. 7 manna. Ekinn 29 þ. km,- Verð
900.000.
Mitsubishi Pajero árg. 1985
Diesel turbo. Langur. Ekinn 30 þ. km. Verð
1.050.000.
Mitsubishi Pajero árg. 1984
Langur — bensin. Ekinn 38 þ. km. Verð
820.000.
Willis C.J. 7 árg. 1981
Ekinn 30 þ. km. Verð 495.000
Lada sport árg. 1984
Ekinn 62 þ. km. Fallegur bill. Verð 310.000.
Mazda 929 station árg. 1984
Ekinn 39 þ. km. Sjálfsk. m/vökvast. Verö
520.000.
Citroén B.X. árg. 1984
Ekinn 44 þ. km. Verð 475.000.
Volvo 244 G.L. 1982
Ekinn 69 þ. km. Verð 445.000.
Mazda 626 G.L.X. árg. 1984
Ekinn 39 þ. km. Verð 515.000.
Honda Accord EX. árg. 1985
Ekinn aöeins 8 þ. km. Verð 680.000.
Suzuki Alto árg. 1983
Ekinn 30 þ. km. Verð 230.000.
Vegna mikillar sölu vantar ný-
lega bíla á sölusvæði okkar
Sölumenn: Þorfinnur Finnlaugs-
son og Þorsteinn Snædal
At>at ^íta^ataH
v/Miklatorg
Símar 15014 — 17171
VERKSMIÐJU
A
25. janúar — 2, febrúar
Þú getur gert hörkugóð kaup á Álafoss-útsölunni.
Þar færðu fallegar vörur á einstöku verði:
Fatnað, band, værðarvoðir, gólfteppi, dúka, mottur,
áklæði og gardínur.
Opið alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.00,
á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10.00 til 18.00.
É 2Hafbss
Mosfellssveit
ót®
A
ÓSA/SÍA