Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
Orðsending tij
stíórnar NLFÍ
eftir Guðrúnu
Jóhannsdóttur
í Morgunblaðinu í fyrradag birt-
ist tilkynning frá stjóm NLFI, þess
efnis að hún sé að undirbúa máls-
höfðun á hendur mér fyrir rógs-
herferð í blöðum og á einkavett-
vangi. Það er ekki frítt við að ég
fagni þessari ákvörðun stjómar-
manna NLFÍ, því fyrir dómstólum
kæmi þó sannleikurinn í ljós.
Ég mun þó hafa verið fyrri til
að fara fram á rannsókn þessa máls
fyrir dómstólum, því ég sendi dóms-
málaráðherra bréf hinn 20. jan. sl.
ásamt ýmsum gögnum, með fyrir-
spum um hvort ekki sé ástæða til
að opinber rannsókn fari fram á
umsvifum þessara aðila innan
NLFR, NLFI og síðast en ekki síst
Heilsuhælis NLFÍ.
Varðandi pistilinn frá stjóm
NLFÍ í gær vil ég gera eftirfarandi
athugasemdir:
Hver er ritstjóri
Heilsuverndar?
Síðan hvenær hef ég verið „rit-
stjómarfulltrúi" og hver hefur þá
verið ritstjórinn og af hveiju hef ég
aldrei verið kynnt fyrir þeim aðila?
Ég tók við útgáfu Heilsuvemdar
í febrúar 1983 og hef séð um útgáfu
blaðsins að öllu leyti, þ.e. samið
og/eða þýtt greinar og pistla, fengið
aðra til að skrifa greinar fyrir blað-
ið, frítt, tekið myndir ef þurft
hefur, séð um söfnun og innheimtu
auglýsinga, séð um dreifingu blaðs-
ins og komið áskrifendaskrá í tölvu,
en hún var í mesta ólestri og síðast
en ekki síst haft alla umsjón með
prentun og prófarkalestri eða í
stuttu máli sagt, haft allan veg og
vanda af útgáfu blaðsins.
I ritnefnd em, að mér hefur verið
sagt, Gísli Ólafsson (fulltrúi nr. 3),
Halldóra Hjartardóttir (fulltrúi nr.
7) og Þorvaldur Bjamason (fulltrúi
nr. 5). Skv. ummælum Halldóm í
Helgarpóstinum 28. nóv. sl. vissi
hún ekkert um að nafn hennar hefði
verið á þessum lista og ég get mér
þess til að hún hafi heldur ekkert
verið látin vita um að hún væri í
ritnefnd. Halldóm og Þorvald hef
ég aldrei talað við néð séð. Gísli
Ólafsson setti mig upphaflega inn
í starfíð og hefur verið mér á ýmsan
hátt innanhandar, til dæmis við
yfirlestur efnis.
Ég tjáði Jóni Gunnari Hannes-
sjmi nú sl. haust að ég hygðist
hætta þessu starfi strax að út-
komnu síðara hefti Heilsuvemdar
1985. IJtkoma þess strandar á því
að mig vantar afmælisgrein um
Heilsuhælið 30 ára, en bað, si. vor,
Friðgeir Ingimundarson, fram-
kvæmdastjóra þess, að skrifa þá
grein, því mér sýndist það í hans
verkahring. Ennfremur vantar mig
pistil um landsþingið sl. haust
ásamt reikningum NLFÍ. Hef ég
fyrir allnokkm beðið Gísla að taka
þetta saman, enda var hann annar
tveggja þingritara. Ég var hvorki
boðin né boðuð á þingið og var þar
því ekki, enda frétti ég ekki fyrr
en eftir á hvar og hvenær það var
haldið. Ég tel mig ekki hafa lokið
störfum sem ritsjóri Heilsuvemdar
fyrr en síðara hefti 1985 er komið
út. __
Ástæðumar fyrir uppsögn minni
em þau mál sem ég hef verið að
fjalla um í blöðum undanfarið.
Aðalfundur í NLFR
Varðandi það að svona eigi að
ræða innanfélags vil ég benda á
eftirfarandi auglýsingu, sem birtist
í DV laugardaginn 18. jan. 1986.
Auglýsingu þessa sá ég því miður
ekki fyrr en eftir að fundurinn hafði
verið haldinn, en hún talar sínu
máli um félagsandann í NLFR. Læt
Ýmislegt
Aðatfundur NLFR verður haldinn
a l-aujiuvej;i 206 sunnudacmn 19 jan-
uar kl. 13.00. l.aj>abrcytinj>ar. Sljorn-
in.
Loksins.
I jstamir frá I.ady og l'arus eru konrnir
aftur. Fullir af spcnnandi ok sexi natt-
OR undirfatriaði. l.istinn kostar aðcins
100 kr. Skrifið strax til: G.H.G., Box
11151, 131 Itvik, eða hrinRÍð i sima
75661 eöa 71950 milli kl 13 0« 16 virka
daga.
Utsala - prúttmarkaður.
Scljum i daj> nnlli kl. 13 oj> 18, afj>anj>s-
lajjcr ur Ijósaverslun SiRdd hatisku-
ljós við allra hæfi. : Ekki missir sa seni
fyrstur niætir. Hrismóar 6, Garðabæ,
bak við Garðakaup.
Oraumaprinsar
QR prmsessur, fáið scndan vörulista
Guðrún Jóhannsdóttir
„Ég mun þó hafa verið
fyrri til að fara fram á
rannsókn þessa máls
fyrir dómstólum, því ég
sendi dómsmálaráð-
herra bréf, hinn 20. jan.
sl., ásamt gögnum, með
fyrirspum um hvort
ekki sé ástæða til að
opinber rannsókn fari
fram á umsvifum þess-
ara aðila innan NLFR,
NLFI og síðast en ekki
síst Heilsuhælis NLFÍ.“
ég allan dálkinn undir „Ýmislegt"
fylgja, Iesendum til glöggvunar.
Bókhaldsendurskoðun
Stjóm NLFÍ segir bókhald allt
undir eftirliti Heilbrigðismálaráðu-
neytisins og daggjaldanefndar.
í reglugerð fyrir Heilsuhælið, nr.
452, dags. 29. desember 1978, gr.
10 segir svo:
„Reiknisár stofnunarinnar er
almanaksárið. Reikningar, endur-
skoðaðir af löggiltum endurskoð-
anda; skulu lagðir fyrir stjóm
NLFI, til samþykktar."
Samkvæmt þessari málsgrein
reglugerðarinnar er bókhaldseftirlit
alfarið í höndum stjómar NLFÍ,
því hún ræður hver endurskoðar
bókhaldið.
Sigurður Guðmundsson var end-
urskoðandi Heilsuhælisins og þá
væntanlega NLFÍ um leið, fram á
vor 1984. Var honum þá sagt upp
störfum fyrirvaralaust eftir rúm-
lega 10 ára farsælt starf. í hans
stað var ráðinn Tryggvi E. Geirs-
son, sem mér hefur verið tjáð af
kunnugum að sé einhverskonar
„fóstursonur Ólafs Þorgrímssonar,
lögfræðings og formanns rekstrar-
stjómar hælisins. Sel ég fóstrið þó
ekki dýrara en ég keypti það.
Stjórn NLFÍ
svíður vöndurinn
Ef stjóm NLFÍ hefði haft hug á
að losna undan ákúmm mínum og
umvöndunum hefði verið einfaldast
fyrir hana að svara spumingum
mínum í Helgarpóstinum 9. jan. sl.
Þær em þess eðlis að hver einasta
heiðarleg félagsstjóm hefði getað
svarað þeim án þess að hóta spyij-
anda málsókn.
Þeim fæst þó væntanlega svar-
að fyrir rétti.
Tek undir með starfs-
mannaráði HNLFÍ!
Ég vil taka undir þá yfirlýsingu
starfsmannaráðs Heilsuhælisins,
sem birtist á bls 52 í Morgunblaðinu
í fyrradag, að það sé undarlegt
háttalag að halda ekki rekstrar-
stjómarfundi reglulega. Það hlýtur
að þurfa að fjalla eitthvað um ráðn-
ingu yfírlæknis, þó ekki væri annað.
Höfundur er ritstjóri Heilsuvemd-
ar, málgagns NLFÍ.
Langbrækur
Gallerí Langbrók á
Bernhöftstorfu lagt niður
NÚ UM helgina eru síðustu
opnunardagar i Gallerí Lang-
brók á Bemhöftstorfu. Opið
verður frá 2—6 laugardag og
sunnudag. Eftir helgina verður
galleríið lagt niður.
Gallerí Langbrók var stofnað
sumarið 1978 á Vitastíg en fluttist
vorið 1980 í Landlæknishúsið á
Bemhoftstorfu. Var það fyrsta
starfsemin sem hófst á endur-
reistri Bemhöftstorfu. Þá höfðu
Langbrækur lagt peninga og
vinnu sem jafngiltu 5 ára leigu
til viðgerða á húsnæðinu.
Nú er það svo að á gallerí-
rekstri verður enginn feitur og
hlýtur slík starfsemi að vera rekin
fyrst og fremst á hugsjónum og
bjartsýni og í þeirri trú að verið
Hér hefur Gallerí Langbrók verið til húsa.
sé að auka við menningarlíf stað-
arins. í slíkri trú hefur Gallerí
Langbrók verið til í næstum átta
ár.
En hugsjónin og bjartsýnin
urðu fyrir áfalli síðastliðið sumar
þegar nefnd sú sem rekur húsin
á Bemhöftstorfu, Minjavemd,
hækkaði leiguna á húsnæði Lang-
brókar allhressilega. Þegar nýja
leigan gekk í gildi í júlí dró um
helmingur Langbrókarhópsins sig
í hlé en nokkrar héldu áfram.
Fyrir fjórum mánuðum hófu
þær Langbrækur, sem enn stóðu,
að reyna að fá leiguna lækkaða
í viðráðanlegt horf fyrir gallerí.
Minjavemd var bent á að þeim
væri til álitsauka að styðja við
bakið á menningarstarfsemi sem
þessari, sem unnið hefur sér sess
í Bemhöftstorfu.
En þrátt fyrir ítrekaðar óskir
um svör við þessum málaleitun-
um, hafa Langbrækur ekki verið
virtar svars. Hefur því sú ákvörð-
un verið tekin að leggja Gallerí
Langbrók niður.
Svo virðist sem Minjavemd telji
hlutverk sitt ekki aðeins vera að
vinna að varðveislu menningar-
minja, heldur einnig að skapa
þær.
(Frá Galleri Langforók.)