Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
Þeim er búið fall
sembyrgja sín augu
Hafa sumir stj órnmálamenn og æðstu embættismenn efnahagsmála
gleymt því hver er undirstöðuatvinnuvegur íslenzkrar þjóðar?
eftir Gunnar Flóvenz
Að undanfömu hefir allmikið verið
rætt í Qölmiðlum um síversnandi
afkomu íslenzks fiskiðnaðar. 1 um-
ræðum þessum hefir m.a. komið
fram, að saltsfldarframleiðslan er nú
í fyrsta skipti í fjölda ára komin í
hóp þeirra greina íslenzks fiskiðnað-
ar, sem að undanfömu hafa verið
reknar með tapi.
Þá hefir einnig nokkuð verið rætt
og ritað um mismun á verði því, sem
greitt er fyrir fisk upp úr sjó hérlend-
is og í nágrannalöndunum. f þeim
samanburði er þess ekki alltaf gætt
að færa fram nægilegar skýringar
og stundum er því nánast slegið föstu
að erlendis sé greitt margfalt hærra
verð en hér fyrir allar tegundir fisks.
Þótt sfld hafí ekki verið sérstaklega
nefnd í því sambandi hljóta menn að
lita svo á að einnig sé átt við hana
í umræddum samanburði.
f tilefni framangreindra umræðna
mun hér á eftir verða gerð nokkur
grein fyrir breyttum aðstæðum varð-
andi markaðs- og sölumál saltsfldar
og þeim áhrifúm sem gengisfall
Bandaríkjadollars og röng gengis-
skráning íslenzku krónunnar hefir
haft á afkomu fslenzks fískiðnaðar,
á það ekki sízt við um saltsfldarfram-
leiðsluna. Að lokum mun svo verða
birtur samanburður, sem gerður hefir
verið á verði þvf, sem greitt er fyrir
sfld upp úr sjó á íslandi og í helztu
samkeppnislöndunum.
Breytt markaðsástand
Eftir hrunið mikla á norsk-íslenzka
vorgotssfldarstofninum („Norður-
landssfldinni") seint á sjöunda ára-
tugnum hefir sfldarútgerð og sfldar-
vinnsla landsmanna eingöngu byggzt
á veiðum úr sunnlenzka sumargots-
sfldarstofninum. Síld þessi hrygnir
síðari hluta sumars og er því yfirleitt
miklu magrari á veiðitímanum en
vorgotssfldin. Jafnft-amt er hún
smærri og langtum blandaðri að
stærð en norsk-íslenzka vorgotssfld-
in.
Veiðar Norðurlandssfldarinnar
byggðust fyrst og fremst á mjöl- og
lýsisvinnslu og var aðeins stærsta og
bezta sfldin valin til söltunar eftir
því sem sölumöguleikar leyfðu. Suð-
uriandssfldina hefír aftur á móti í
fjölda ára tekizt að nýta svo til ein-
göngu til manneldis og þá aðallega
til söltunar. Miklar sveiflur á stærð
og fítumagni sunnlenzku sfldarinnar
frá ári til árs hafa oft valdið erfiðleik-
um í sambandi við sölu hennar, ekki
sízt þar sem söltun er ekki fram-
kvæmanleg nema salan hafí verið
tryggð með fyrirframsamningum.
Fyrir þessa stærðarblönduðu Suð-
urlandssíld hafa söltunarstöðvarn-
ar á undanförnum árum orðið að
greiða að meðaltali um 440%
hærra verð en til bræðslu, en á
Norðurlandssíldinni var tilsvar-
andi verðmunur að meðaltali um
85% á tímabilinu frá 1947-1968.
(Sjá mynd 1 ). Til fróðleiks má einnig
geta þess að í Noregi og víðar hefir
verðmunurinn á fersksfld til söltunar
og bræðslu verið það lítill að fjöldi
skipshafna hefir kosið að stunda
heldur bræðsluveiðar en að veiða sfld
til söltunar. Einnig er athyglisvert
að í Noregi var á sl. ári greitt lægra
verð fyrir smæstu sfldina til söltunar
en bræðslu.
Á síðustu tveim áratugunum hafa
orðið gífurlegar breytingar á öllum
saltsfldarmörkuðum. Neyzluvenjur
hafa víðast hvar gjörbreytzt og eftir-
spumin eftir saltsfld er nú aðeins
brot að því sem hún áður var.
Ástæðumar fyrir þessum breyting-
um eru fjölmargar og flóknar og er
því ekki unnt að gera grein fyrir
þeim í yfirliti þessu, enda hafa þær
oft verið skýrðar áður í fjölmiðlum.
Þó er nauðsynlegt að leiðrétta þann
misskilning, sem fram kom nýlega í
sjónvarpsþætti, að fólk hefði á tima-
bili gleymt að borða saltsfld vegna
lítils framboðs. Þetta er röng tilgáta.
Jafnvel á þeim árum þegar bannað
var að veiða sfld hér við land f hring-
nót og miklar veiðitakmarkanir í gildi
hjá Norðmönnum var aldrei neinn
skortur á saltaðri sfld á mörkuðunum.
Sem dæmi um breytt markaðs-
ástand má nefna að á áðumefndu
tímabili hefir árleg neyzla á hefð-
bundnum tegundum saltsfldar í Sví-
þjóð — fyrrum helzta saltsfldarmark-
aði okkar — minnkað úr 250 þús.
tunnum í 80 þús. tunnur. Um helm-
ingur af þessum 80 þús. tunnum
verður að vera venjuleg harðsöltuð
sfld af sömu stærð og með svipuðu
fitumagni og Norðurlandssfldin ís-
'mMM
Gunnar Flóvenz
„Það er núverandi
gengisstefna ásamt
óheyrilegri erlendri
skuldasöfnun, sem að
verulegn leyti hefir
leitt til þeirra furðu-
legu kringnmstæðna,
að 20-40% hærra sölu-
verð en keppinautarnir
bjóða skuli nú ekki vera
viðunandi til að geta
saltað síld með eðlileg-
um hætti á íslandi.“
lenzka var. Sfld af þeirri stærð og
með því fitumagni hefir ekki veiðst
hér við land svo orð sé á gerandi síðan
Norðurlandssfldin hvarf af miðunum
við Norður- og Austurland. Á undan-
fömum árum hafa því Norðmenn, og
að litlu leyti Kanadamenn, verið þeir
einu, sem haft hafa slíka sfld á boð-
stólum. Sfld úr norsk-fslenzka stofn-
inum veiðist nú hvergi nema við
Noregsstrendur.
Svipaðar breytingar hafa átt sér
stað á saltsfldarmörkuðunum í Finn-
landi og Danmörku. Á finnska mark-
aðnum hefir árleg neyzla saltaðrar
sfldar t.d. minnkað úr 80 þús. tunnum
í 30-40 þús. tunnur.
Á íslandi hefír m.a. verið reynt að
mæta þessum breyttu kringumstæð-
um á saltsfldarmörkuðunum með
síaukinni tilrauna- og rannsókna-
starfsemi, m.a. í samvinnu og sam-
ráði við Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins.
Árangurinn hefír verið vonum betri
og má fullyrða að án þessarar starf-
semi hefði sfldarsötlun á fslandi
aðeins verið brot af því sem hún hefir
verið á undanfömum árum.
Áframhaldandi
offramboð
Markaðssvæði saltaðarar sildar er
mjög takmarkað og að mestu bundið
við norðan- og austanverða Evrópu.
(Sjá mynd- ). Auk þess er ennþá
nokkur markaður fyrir saltaða sfld í
Norður-Ameríku, einkum kanadísk
saltsfldarflök, sem seld eru á hálfvirði
þess sem kostar að framleiða flökin
á íslandi. v.
Allar vestrænar sfldveiðiþjóðir —
að Vestur-Þjóðverjum einum undan-
skildum — hafa á undanfömum ámm
veitt meira af síld en unnt er að nýta
til manneldis í heimalöndunum.
Vegna offramboðs og þeirra breyt-
inga á neyzluvenjum, sem áður er
um getið, hefir aðeins lítið brot af
sfldarafla þessara þjóða farið til sölt-
unar.
Þetta er staðreynd, sem íslending-
ar virðast ætla að vera lengi að átta
sig á, því hér á landi gætir stöðugt
þess misskilnings, að sfldveiðar verði
að mestu að byggjast á því að salta
sfldina. Sannleikurinn er hinsvegar
sá, að vegna hins takmarkaða
markaðar er aðeins unnt að nýta
10-12% af síldaraflanum í heimin-
um til söltunar og varla meira en
5% sé miðað við síld af sambæri-
legri stærð og gæðum og íslenzka
Suðurlandssíldin.
Þar sem verksvið Sfldarútvegs-
nefndar nær aðeins til saltaðrar síldar
verður hér ekki fjallað um nýtingu á
sfld til annarrar vinnslu, svo sem
allskyns niðurlagningar, niðursuðu,
reykingar, frystingar og bræðslu.
%
1000
Mynd 1.
900
600
500
MISMUNUR Á VERÐI, SEM GREITT VAR FYRIR NORDUR
LANDSSÍLD TIL SÖLTUNAR OG BRÆDSLU 1947-1968 OG
SUÐURLANDSSÍLD 1978-1985, Þ.E. HVE MORGUM %
-VERDID TIL SÖLTUNAR HEFUR VERIÐ HÆRRA EN_
TIL BRÆDSLU
400
300
200
NORÐURLANDS-
SÍLD
VALIN TIL
8ÖLTUNAR
SUOURLANDS-
SlLD
MEOALTAL ALLRA
STÆROARFLOKKA
ATH. EFTIR SÍLDVEIOIHLÉID 1072 - 74. VAR EKKERT VERO ÁKVEOIÐ A SUÐURLANDSSÍLD TIL BRÆOSLU FVRR EN 1878
%
1000
900
600
500
400
300
200
100
Fynr hina stærðarblönduðu Suðurlandssíld hafa söltunarstöðvamar á undanfömum árum orðið að greiða að meðaltali um 440%
hærra verð en til bræðslu. En á Norðurlandssíldinni var tilsvarandi verðmunur að meðaltali 85% á tímabilinu frá 1947 og þar til
Norðurlandssíldin hvarf af miðunum hér við land 1968.
Saltsfld í neytendaumbúðum heyrir
heldur ekki undir starfssvið Sfldarút-
vegsnefndar.
I því sambandi er þó rétt að geta
þess hér, að íslenzka saltsfldin er að
mestu leyti seld til neytenda í mark-
aðslöndunum í því ástandi sem hún
kemur upp úr tunnunum.
Reynsla undan-
farinna ára
Vegna samfelldrar verðbólgu,
óstöðugrar stefnu í gengismálum,
óhagkvæms skipulags veiða og
vinnslu og hærra fersksíldarverðs hér
en í nágrannalöndunum um langt
árabil, höfum við að jafnaði orðið að
krefjast 25-50% hærra verðs fyrir
saltaða Suðurlandssfld en keppinaut-
amir bjóða og er þá miðað við tilsvar-
andi stærðar- og fítuflokka. Þessi
staða hefír gert alla starfsemi í
sambandi við sölu íslenzku saltsfldar-
innar ótrúlega erfíða.
Þótt oft hafi verið mjótt á munun-
um að illa færi og stundum jafnvel
legið við að sfldarsöltun á íslandi
legðist að mestu niður, hefir þó ár
frá ári tekizt að halda uppi þessum
mikla verðmun. Af þeim ástæðum
hefir þeirrar tilhneigingar gætt í
vaxandi mæli hjá ýmsum sfldarsalt-
endum o.fl. að treysta því — þrátt
fyrir viðvaranir Sfldarútvegsneftidar
— að áframhald geti orðið á slíkri
heppni. Af sömu ástæðum hefír tala
söltunarstöðva því sem næst tvöfald-
ast á fáum árum.
Til frekari skýringa og að gefnu
tilefni er óhjákvæmilegt að vekja
athygli á eftirfarandi staðreyndum
varðandi söltunina á undanfömum
árum, sem gefa um leið nokkra
hugmynd um það á hve veikum
grunni hin mikla sfldarsöltun hefír
byggzt:
1. Á sama tima og neyzla salt-
síldar hefir dregizt saman á svo
til öllum mörkuðum hefir íslend-
ingum tekizt að halda uppi meiri
árlegri söltun á Suðurlandssíld en
átti sér stað að meðaltali norðan-
lands og austan á síldveiðitímabil-
inu frá 1935, er Sildarútvegsnefnd
tók til starfa, og þar til hrunið
mikla varð á norskíslenzka síldar-
stofninum („Norðurlandssiidinni")
seint á sjöunda áratugnum. (Sjá
mynd:‘).
2. Á sama tima og ýmsar aðrar
þjóðir verða að setja verulegan
hluta síldaraflans til bræðslu hefir
íslendingum tekizt að nýta tíl sölt-
unar hlutfallslega margfalt meira
af síldarafla sínum en þekkist í
löndum keppinautanna.
3. Á sama tíma og síldveiðar eru
stundaðar með stórfelldum ríkis-
styrkjum i löndum keppinautanna
hefir á íslandi verið greitt — án
rikisstyrkja — hlutfallslega langt-
um hærra verð fyrir fersksQd tU
söltunar, miðað við annan fisk upp
úr sjó, en þekkist annars staðar.
Hér hefir meira að segja verið
greitt hærra verð fyrir sUd tU
söltunar en frystingar, öfugt við
það sem gerist í Noregi og viðar.
Hér hefir jafnvel orðið að greiða
hiuta af söluverði saltsíldar til að
verðbæta nokkrar aðrar fiskteg-
undir, sem þó er verulegur skortur
á í helztu markaðslöndunum.
4. Á sama tíma og söltun síldar
hefir víða verið talin neyðarúrræði
i löndum keppinautanna, hefir
afkoma íslenzkra sUdarsöltunar-
stöðva verið betri en hjá flestum
ef ekki öllum öðrum greinum ís-
lenzks fiskiðnaðar.
5. Á sama tíma og markaðir
Efnahagsbandalags Evrópu hafa
verið lokaðir vegna geysihárra
tolla á íslenzkri saltsild, hefir
heUdarútflutningur á saltaðri sUd
frá íslandi verið meiri en sem
nemur samanlögðum saltsUdarút-
flutningi allra keppinauta okkar.
Allar þessar staðreyndir eiga einn-
ig við um nýafstaðna vertíð nema
ein: Sfldarsöltunin á árinu var, eins
og ýmsar aðrar greinar fiskiðnaðar-
ins, rekin með tapi.
Nú kann einhver að spyija hvaða
breytingar hafi á sl. ári orðið þess
valdandi að í stað góðrar afkomu í
fjölda ára hafi taprekstur orðið á
söltuninni 1985.
Orsakimar eru margvíslegar eins
og fyrr er getið en það sem einkum
skipti sköpum á sl. ári voru eftirfar-
andi atriði:
1. Vaxandi offramboð á saltsfld,
eins og áður hefur verið minnzt á.
2. Sfaukin undirboð ríkisstyrktra
keppinauta, sem leiddu til þess að
lækka varð söluverð til stærsta mark-