Morgunblaðið - 25.01.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986 23
Sigfús Þormar Gunnarsson:
Heyrðum frétt-
irnar í BBC
SIGFÚS Þormar Gunnarsson var
í Jemen í tæpt ár og segist hafa
haft það gott og líkað dvölin vel.
— Hvemig fréttuð þið fyrst af
átökunum?
„í gegnum BBC.“
— Fylgdust þið með fréttum í
gegnum BBC?“
„Það var nú iítið fylgzt með frétt-
um þama, en þegar það var, þá var
það helzt í gegnum BBC.
— Hvað með sjónvarp?
„Ég fýlgdist nú lítið með sjón-
varpsefninu, enda fór allt þar fram
á arabísku. Það var helzt, að við
horfðum á fótboltann, en annars
notuðum við myndbandið meira."
— Hversu margir vom í búðun-
um þar sem íslendingamir höfðu
aðsetur?
„í kringum 160 manns, mest
Filippseyingar, en einnig töluvert
af Dönum, Englendingum og Portú-
gölum."
— Hvemig gekk sambúðin?
„Mjögvel."
Ólafur Gröndal. „Hafði ekki vit á því að verða hræddur."
Ólafur Gröndal:
Rússarnir fóru strax
og fréttist um átökin
ÓLAFUR Gröndal var sá eini af
íslendingunum sem ekki var við
vinnu i A1 Mukalla. Hann starfaði
í vinnuflokki í Seiyunn, sem er
um 350 km norður af Mukalla
og í 800 km fjarlægð frá Aden,
þar sem bardagarnir geysa.
— Hvemig varð þér við þegar
þú fréttir af bardögunum, Ólafur?
„Maður gerði sér varla grein fyrir
því hvað var um að vera og hafði
því ekki vit á því að verða hræddur."
— Var engin ólga í Seiyunn?
„Það var svolítil ókyrrð fyrst í
stað. Skólum var strax lokað og
gömlum hermönnum safnað saman
og settir í viðbragðsstöðu. Annars
vom innfæddir í Seiyunn frekar
vantrúaðir á að átökin kæmu til
með að breiðast út og reyndu að
gera sem minnst úr öllu saman.
En það vom þama um 200 Rússar
á varðstöð og þeir yfírgáfu landið
strax og fréttist af átökunum.
Ætli þeir hafi ekki vitað betur en
flestir aðrir um undirrót ástandsins
og talið vænlegast að hafa sig á
brott hið fyrsta.
Sigfús Thorarensenn með barnabörn.
samskipti við Jemena sagði Sigfús
að þau hefðu verið lítil, einkum
hefði ráðið málvanþekking á báða
bóga. Auk þess væri svo tiltölulega
eðlilegt að svona vinnuhópar út-
lendinga væm nokkuð út af fyrir
sig og gengju fyrst og fremst að
því að sinna fengnum verkefnum.
Guðmundur Gunnarsson:
Lífið var
mest vinna
GUÐMUNDUR Gunnarsson véla-
maður hefur starfað samtals í
fjögur ár í Jemen.
— Hvernig líkaði þér dvölin,
Guðmundur?
„Ágætlega. Það var kannski
helzt loftslagið sem var ólíkt þar
og heima. Hitinn var mikill, milli
3Ö og 40 stig, og sól allan daginn.
Annars var lífið hjá okkur mest
vinna, þvf vinnuvikan var aldrei
styttri en 60 tímar."
— En hvað gerðu menn í stopul-
um frístundum?
„Frístundimar fóm mest í alla
vega snúninga í kringum sjálfan
sig, en svo var í búðunum tóm-
stundaaðstaða, billjardborð og
tennisvöllur og fleira af því tagi,
sem hægt var að nota. Stundum
remm við líka til fískjar."
— Hvemig lýsir þú ástandinu í
A1 Mukalla á síðustu dögum?
„Ég varð ekki var við nein bein
átök, en hemaðarviðbúnaður og
öryggisgæsla vom meiri en maður
hafði átt að venjast. Það var greini-
lega spenna í loftinu."
— Hvað búa margir í Mukalla?
„Það er talað um 100 þúsund
manns, og þá er átt við Mukalla
og nágrannabæi."
— Svipað og í Reykjavík, sem
sagt?
„Það má segja það, en íbúamir
em þó dreifðir á tölvert stærra
svæði en í Reykjavík og nágrenni."
— Hvaða atvinnu stunda menn
helst f Mukalla?
„Verslun fyrst og fremst. Þetta
er innflutningshöfn, miðsvæðis í
landinu og sú stærsta fyrir utan
Aden.“
Bardagar í Aden, höfuðborg Suður-Jemen
Bjarki Laxdal
vélamaður
Settu
sjónarspil
ásvið
BJARKI Laxdal vélamaður hefur
verið átta mánuði í A1 Mukalla,
en hefur áður starfað erlendis
og er því ýmsu vanur:
— Hvemig varð þér við þegar
þú fréttir af uppreisninni gegn
forseta landsins og átökunum í
Aden?
„Maður varð strax spenntur og
það myndaðist töluverð ólga í búð-
unum hjá okkur. Maður óttaðist það
alltaf að það syði upp úr í Mukalla,
sérstaklega eftir að það spurðist
að héraðsstjórinn hafði snúið við
blaðinu, hætt að styðja forsetann
Ali Nasser Mohammed og lýst yfir
stuðningi við uppreisnarmenn. Hér-
aðið sem hann stjómar er mikilvæg-
asta hérað landsins ef Aden er
undanskilið.“
— Bjuggust menn við átökum í
Mukalla?
„Það fylltust allar götur af ör-
yggisvörðum, en ekki urðum við vör
við skriðdreka og önnur stórtæk
stríðsvopn. Þó fékk maður það á
tilfinninguna að slíkar sveitir væm
skammt undan. Hins vegar var
greinilegt að stjómendur Mukalla
reyndu að gera allt sem þeir gátu
til að ýta ekki undir spennu meðal
almennings. Það var til dæmis lítið
um uppreisnina fjallað í útvarpinu
og fólkið sem hlustaði á staðarút-
varpið vissi í rauninni minna en við
hvað var að gerast f landinu."
— Svo það hefur ekki ríkt
hræðsluástand meðal almennings í
borginni?
„Nei, fólkið í Mukalla var raunar
yfír sig hissa á því að við skyldum
ætla að yfírgefa landið vegna
ástandsins. Sem sýnir kannski best
hveð lítið það vissi um bardagana."
— En hvemig gekk ferðalagið
til Djibouti?
„Það gekk þungt til að byija
með. Löggæslumenn í Mukalla vildu
ekki viðurkenna að hér væri um
brottflutning fólks að ræða vegna
neyðarástands, heldur ætluðu þeir
sér að láta þetta líta út eins og við
væmm að yfírgefa landið af fúsum
og fijálsum vilja. Við áttum að fara
að kvöldi til á fímmtudaginn og
stóðum í þeirri trúa að við þyrftum
aðeins að aka frá búðunum og fara
beint um borð í skipið sem beið
okkar. En þá settu þeir sjónarspil
á svið á bryggjunni, létu fara fram
tollskoðun og höfðu menn frá út-
lendingaeftirlitinu til að fylgjast
með og fara yfír pappíra. Þessar
kúnstir fóm fram í litlum skúr,
ekki stærri en 6 fermetra, og menn
geta rétt ímyndað sér hversu greið-
lega það hefur gengið að afgreiða
þannig 250 manns frá 17 þjóðlönd-
um. Enda stóð þetta yfír í tæpa
fímm klukkutíma."
— En þið farið sfðan um borð f
flutningaskipið Diamond Princess
að lokinni tollskoðun?
„Já, við vomm komin um borð í
það um klukkan þijú um nóttina.
Flutningaskipið þurfti að fara með
okkur út fyrir 12 mílur áður en
hægt yrði að flytja okkur yfír í
herskipið Newcastle. Þegar tók að
birta af degi var farið að undirbúa
flutninginn yfír í Newcastle, en það
var svo slæmt í sjóinn að það var
ekki hægt að notast við gúmbáta.
Þá var bmgðið á það ráð að flytja
fimm og fímm í einu með þyrlu,
og það var fjögurra tíma töm.
Skipin sigldu samsfða á meðan, en
þegar búið var að flytja alla yfír
var herskipið sett á fulla ferð, sem
em 28 hnútar á klukkustund. Her-
skipið lagðist síðan að bryggju í
Djibouti um tíuleytið um morgun-
inn, þar sem ísleifur Jónsson tók á
móti okkur,“ sagði Bjarki Laxdal.