Morgunblaðið - 25.01.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986
27
AP/Símamynd
Joseph Beuys lést á fimmtudag. Hér er hann að fylgjast með
uppsetningu verka sinna fyrir sýningu á þýskri tuttugustu aldar
list í konunglegu akademíunni í London á síðasta ári. Beuys
var eini listamaðurinn sem fékk heilt herbergi undir verk sin
á sýningunni. Hatturinn var einkennismerki listamannsins og
skildi hann höfuðfatið aldrei við sig.
Joseph Beuys lát-
inn af hjartaslagi
DUsseldorf, 24. januar. AP.
JOSEPH Beuys, einn helsti framúrstefnulistamaður Vestur-
Þýskalands, lést á fimmtudag af hjartaslagi á heimili sinu
skammt fyrir utan DUsseldorf 64 ára að aldri. Hann hafði átt
við Iangvarandi sjúkdóma að stríða.
Beuys var þekktastur fyrir
framúrstefnulegar höggmyndir,
hluti og teikningar, sem og gjöm-
inga á öllum sviðum fjölmiðlunar.
Beuys mótaði verk sín iðulega
úr efnum, sem sjaldgæft er að
notuð séu til listsköpunar. Þar á
meðal var dýrafíta, flókaefni og
pylsur. Einn gjömingur þessa sér-
sinnaða listamanns var fólginn í
því að fylla píanó af þvottavéla-
sápu, eitt sinn sat hann á sviði
og hvíslaði ljóð eftir Johann Wolf-
gang von Goethe til áheyrenda
og öðru sinni kuðlaði hann saman
gömlum dagblöðum.
Beuys var alltaf umdeildur í
listaheiminum og menn ekki á
eitt sáttir um það hvort list hans
væri list eða ekki list. Verk hans
hafa gengið kaupum og sölum
fyrir stórfé og nýverið seldist eitt
verka hans úr flókaefni á 500
þúsund krónur.
Beuys gegndi prófessorsstöðu
við listaakademíuna í Dusseldorf
og hann var einn fyrstu félaga
Græningjanna.
Suður-Jemen:
Er strjðið milli
þrig'gja fylkinga?
Manama, Bahrain, 24. janúar. AP.
FYLKINGARNAR, sem beijast í
Suður-Jemen, eru ekki tvær, held-
ur þijár og sú þriðja skipuð
mönnum, sem andvígir eru Sovét-
ríkjunum. Arabískir stjórnarer-
indrekar héldu þessu fram í dag.
Arabískir stjómarerindrekar í
ríkjunum við Persaflóa skýrðu frá
því í dag, að fylkingamar, sem
tækjust á um völdin í Suður-Jemen,
væru þijár en áður höfðu þeir sagt,
Ellemann-
Jensen tóm-
hentur heim
Kaupmannahöfn, 24. janúar. AP.
UFFE Ellemann-Jensen, utan-
ríkisráðherra Danmerkur,
kom í dag tómhentur úr ferð
til fimm ríkja Evrópubanda-
lagsins (EB). Reyndust leið-
togar á Italíu, Bretlandi,
Frakklandi, Spáni og Vestur-
Þýzkalandi ófúsir til að endur-
skoða áform um breytingar á
stofnskrá bandalagsins, Róm-
arsáttmálanum.
Ellemann-Jensen segir ekkert
EB-ríki reiðubúið að endurskoða
breytingarnar á Rómarsáttmálan-
um, sem staðfestar verða við há-
tíðlega athöfn í Lúxemborg 17.
febrúar nk. Hann kveðst þó hafa
fengið fyrir því tryggingar að
Danir gætu áfram haldið sig við
eigin reglur um mengunarvarnir
og aðbúnað og hollustuhætti á
vinnustöðum, en þær ganga
lengra og eru strangari en reglur
annarra EB-ríkja.
að stríðið stæði á milli tveggja hópa
marxista.
„Átökin milli marxistafylking-
anna hafa fætt af sér þriðja hópinn,
menn, sem eru svo andsnúnir Sovét-
mönnum, að þeir gerðu sex sinnum
stórárás á sovéska sendiráðið," sagði
einn stjómarerindrekanna. Taldi
hann, að þessi þriðja fylking kynni
að bera sigur úr býtum í stríðinu
en aðrir töldu það ólíklegt.
Embættismenn í ríkjunum við
Persaflóa segja, að kommúnistar í
Suður-Jemen séu aðeins „þræivopn-
aður og miskunnarlaus minnihluti",
meirihluti landsmanna, sem eru 2,1
milljón talsins, sé andsnúinn komm-
únisma og telji hann jafngilda tilræði
við trúna.
Bandaríkin:
Launaskrið og lít-
ið atvinnuleysi
Washington, 23. janúar. AP.
TEKJUR einstaklinga í Banda-
ríkjunum hækkuðu um 1,4% í
desembermánuði á síðasta ári og
höfðu ekki hækkað jafn mikið á
einum mánuði síðustu tvö árin,
að því er fregnir herma frá
Washington. A sama tíma jókst
eyðsla um 2% og hefur ekki
aukist jafn mikið í rúmlega tíu
ár eða frá því í maimánuði 1975,
þegar eyðsla jókst um 2,5%.
Þá hefur atvinnuleysi ekki verið
jafn lítið í desember í Bandaríkjun-
um frá því í upphafi þessa áratugar
og iðnaðarframleiðsla og húsbygg-
ingar jukust. Hagfræðingar eru
ekki á einu máli um hvort þessi
batameki efnahagslífsins eru ein-
ungis stundarfyrirbæri eða hvort
um langþráðan bata er að ræða,
sem beðið hefur verið lengi eftir.
Málgagn Páfagarðs:
Sakar sandinista um
að ofsækja trúað fólk
Páfagurði, 24. jonúar. AP.
OPINBERT málgagn Páfagarðs
fordæmdi í dag „ofsóknir" og
„óréttlætanlegar árásir" á kaþ-
ólska presta og trúað fólk í
Nicaragua.
í grein í blaðinu L’Osservatore
Romano, málgagni Páfagarðs,
sagði, að framferði sandinista-
stjómarinnar í Nicaragua væri
verulegt áhyggjuefni. Kirkjan og
trúað fólk í landinu væri ofsótt og
kaþólskir prestar reknir burt. Sl.
fjögur ár hefðu sandinistar rekið á
brott 17 erlenda presta undir því
yfirskini, að þeir væru gagnbylting-
armenn.
í greininni var einnig sagt frá
fundi sem erkibiskupinn í Managua,
Manuel Obando y Bravo, átti sl.
þriðjudag með de Cuellar, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna. Þá skýrði erkibiskupinn frá
því að sandinistastjómin væri að
rejma að þagga niður í kirkjunni
og sakaði kirkjunnar menn um að
vasast í pólitík. Sýndi hann de
Cuellar tvö bréf sem biskuparáðið
í Nicaragua hefði sent Daniel Or-
tega, forseta landsins, en í þeim em
sandinistar sakaðir um ofsóknir og
hótanir við erlenda presta og fólk,
sem vinnur fyrir kirkjuna.
Biskupamir segja í bréfunum að
stjómvöld komi oft í veg fyrir að
kirkjan geti komið sínum boðskap
á framfæri í blöðum og þegar hann
olíuflutningaskipi frá Grikklandi
eftir árekstur þess við hollenzk-
an togara í dag. Gerðist þetta
fyrir utan austurströnd Eng-
lands.
Mikil olíubrák myndaðist á sjón-
um og það í aðeins fárra mílna
fjarlægð frá tumum, sem standa
þama og bora eftir jarðgasi á hafs-
botni. Tuttugu og átta af 31 manns
áhöfn skipsins yfirgáfu það um
borð í björgunarbáta og síðan tóku
þyrlur þá upp og fluttu til lands.
fáist birtur, sé hann iðulega klipptur
til og afskræmdur á ýmsan hátt.
Einnig hafi útvarpsstöð kaþólsku
kirkjunnar í Managua verið lokað
og þannig komið í veg fyrir að
landsfólkið gæti fylgst með starf-
semi kirkjunnar.
Skipstjórinn og tveir menn aðrir úr
áhöfninni urðu um kyrrt í skipinu.
Olíuskipið ber heitið Orleans og
er 76.000 tonn að stærð. Hollenzki
togarinn, Jan van Toon, sem er
aðeins 295 tonn, varð ekki fyrir
neinum alvarlegum skemmdum og
enginn úr áhöfn hans slasaðist.
Brezka samgöngumálaráðuneyt-
ið skýrði svo frá í dag, að 460
manns hefðu verið fluttir burt frá
gasborunartumum, er brennandi
olíu tók að reka í átt að þeim.
Eldur í olíuskipi
á Ermarsundi
Yarmouth, 24. janúar. AP.
ELDUR kom upp í fullfermdu
GÆÐIN OFAR ÖLLU.
Birgdir af þessum frábæru verkfærum jafnan
fyrirliggjandi.
G.J. Fossberg Vélaverzlun hf.
Skúlagötu 63
Símar 18560-13027