Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 44

Morgunblaðið - 25.01.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANtJAR 1986 fclk í fréttum HLAUT FYRSTU VERÐLAUN I LEIKRITASAMKEPPNIÞJÓÐLEIKHÚSSINS „í matarhléum, frímínútum og á andvökunóttum kom ég saman handritinu“ — sagði Kristín Ómarsdóttir jóðleikhúsið efndi til leik- ritasamkeppni meðal kvenna í tilefni loka kvennaára- tugarins. Það var Kristin Óm- arsdóttir sem hlaut fyrstu verð- laun fyrir einþáttunginn „Draumur á hvolfi". KrLstin er búsett í Kaupmanna- höfn ogstundar þar nám í spænsku. Morgunblaðið náði stuttu taU af henni í síðustu viku. „Þetta er mitt fyrsta leikverk, en ég hef gert töluvert af því að skrifa alveg frá því ég var bam, bæði smásögur og ljóð, þó ekkert af því hafí enn komið út á prenti. I haust rétt eftir að ég kom til Kaupmannahafnar fóru þessar persónugerðir sem koma fyrir í ieikverkinu að sækja á huga minn og þetta óx með timanum. Ég settist niður og byijaði að skrifa og þegar ég var á annað borð byijuð, varð ég ákveðin í að hætta ekki fyrr en á seinasta orði. Það gekk bara vel að koma þessu á blað, ég trúði þessum persónum og þær mér. Hjólandi í skólann töluðu þær til mín og í matarhléum, frímínútum og á andvökunóttum koi i ég saman handritinu. Að síðustu í haust- fríinu mínu iokaði ég mig inni og skrifaði það upp á nýtt." Innt eftir því um hvað verkið fjaliaði sagðist Kristín eiga erfítt með að ijá sig um það en hafa gengið út frá kuldanum númer eitt og því ástandi að geta ekki elskað. „Þetta fjallar um mann og konu sem eru stödd í tómu herbergi. Maðurinn hefur þá einu ósk að yfirgefa allt saman og konan situr yfír honum. Þau standa kyrr og draumar þeirra eru á hvolfí. Síðan kemur pilturinn inn í herbergið, það má kannski orða það þannig, að hann komi í myndina sem sakleysið en svo er auðvitað eng- inn alsaklaus. Annað get ég ekki sagt." — Nú hefurðu ekki skrifað leikverk áður. Hefurðu leikið? „Ég prófaði það í fyrsta skipti núna rétt fyrir jóiin og lék þá á spænsku. Hlutverkið sem mér var ætlað var að Ieika kúbanskt karl- rembusvín og mér fannst það mjög gaman og eiginlega með því skemmtilegra sem ég hef komist í kjmni við." — Aðspurð hvort hún héldi nú ótrauð áfram skrifunum sagðist hún ekki telja sig nógu örugga með skriftir sínar, hvað úr yrði og í hvaða formi. „Ég bý ekki ennþá yfir nógu mikilli tækni til að einbeita mér alfarið að skrifum, þannig að ég veit ekkert hvað verður. Þetta er fyrsta verkið sem ég rita af kappi, ástríðu og skipulagi og nú finnst mér það í rauninni líkast tilviljun eða draumi að þetta stykki varð til." — Hvað er þá framundan hjáþér? „Eg er í prófum sem stendur og ætla að þeim loknum í langan göngutúr inn í skóg að horfa á fuglana, nema staðar við tjöm, — og kannski sé ég höfn. í næstu viku ætla ég að fá mér ný gleraugu og svo tekst mér vonandi að skrifa eldheitt gamal- dags ástarijóð með öllum tilbrigð- um ástarskepnunnar. Það eru mín markmið eins og er.“ Þess má geta að í öðru og þriðja sæti í þessari samkeppni urðu Kristín Bjarnadóttir leikkona sem nú dvelur í Gautaborg og Eiísabet Kristín Jökulsdóttir. El- ísabet er dóttir Jökuls Jakob- ssonar og bamabam séra Jakobs Jónssonar, þannig að hún er þriðji ættliðurinn sem semur fyrir leik- hús. Kristín Ómarsdóttir, sem hlaut fyrstu verðlaun fyrír einþátt- unginn „Draumur á hvolfi“. Safnar brúðum Kirsten Juel Jensen sem búsett er í Kaupmanna- höfn á stórt brúðusafn eða um 300 slíkar. Allar hafa dúkkum- ar sitt eigið nafn og þær eru á aldrinum frá rúmlega fímmtugu og allt upp í hundrað ára. „Ég byijaði á því fyrir átta árum að kaupa mér illa fama brúðu, laga hana til og sauma á hana föt. Þetta varð til þess að ég gat ekki stoppað og keypti dúkkur hvenær sem ég sá og sé mér færi á. um, en mest em það þó vini og kunningjar sem hafa útvega mér þær. Stundum hef ég reki augun í auglýsingar þar sen gamalt dót er til sölu og alda mótabrúðumar em vandaðast ar. Það er eins og mest hai verið lagt upp úr því þá að ger; þær sem best úr garði. Og sv vom þær með miklu manneskju legra útlit í þá daga,“ sagc Kirsten að lokum. Paul Young og Stacy Smith kærasta hans á næturklúbbi í London Rod Stewart og vinkonan Kelly Emberg. A tónleikum hjá Barry Man- ilow á Wembley. Mér fínnst eiginlega mest spennandi að gera þær upp og svo sauma á þær. Sumar em þó í uppmnalegum fötum. Ýms- ar dúkkumar kaupi ég í verslun- ÁtrúnaðargoAiA George Andrew Ridgeley og Donia að koma út ; Michael á tölti um Lon- veitingastað. don.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.