Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 2 B Hinir hefðbundnu nýárstón- leikar Fílharmóníunnar í Vínarborg eru í kvöld sendir út í sjónvarpinu á íslandi Lorin Maazel hefur stjómað Fílharmón- íunni í Vínarborg á nýárstónleikunum síðan 1979 og gerir það enn í ár. Willy Bokovsky stjómaði hljómsveitinni á þessum tónleikum frá 1959 og fram til 1979. Vínarfíl- harmónían Ballet Vínaróperannar túlkar jafnan í dansi tónlistina á nýárshljómleikunum og er þá mikið lagt í búningana og umgerðina. Venjulega er dansað i einhverri af hinum glæsilegu höllum austurriska keis- aradæmisins. sendir samtímis nýárs- kveðjur út um allan heim Nýjárstónleikar Fíl- harmoníuhljóm- sveitar Vínarborg- ar eru hefðbundinn hátíðarviðburður í allri norðurálfu. Tónleikamir ber- ast í beinni útsendingu sjónvarps samtímis inn á heimili í 144 lönd- um og skömmu síðar eru þeir svo sendir út í nokkrum fleiri löndum, þar á meðal á íslandi. Og nú er komið að þessum atburði sem fjölmargir íslenskir tónlistarunn- endur bíða eftir á hveiju ári. Sumir meðtaka tónleikana í hópi vina sem safnast saman á einhvetju heimilinu og gera sér dagamun á líkan hátt og þeir sem fá beinu útsendinguna samtímis á mínú- tunni kl. 12.30 á nýjársdag (að miðevróputíma). í ár eru nýjárs- tónleikamir sendir út í 28. sinn frá Vínarborg. Og nú hefur vænt- anlega §ölgað mjög þeim sem fá að njóta því ætlunin var að senda í fyrsta sinn beint um nýjan gerfí- hnött til suðurhluta jarðarinnar líka og ná þá t.d. í fyrsta sinn til Nýja-Sjálands. Þessir glæsilegu tónleikar flytja því nýjársóskir Balletnemendur dansa gamanleikinn „Skrafskjóðuna" á nýárstónleikunum og ljúka með þvi Alþjóðaári æskunnar með glæsibrag. samtímis til þjóðlanda um víða veröld. Lorin Maazel, aðalstjómandi hljómsveitarinnar stjómar nýjárs- tónleikunum í ár, eins og hann hefur gert síðan 1979, en 1987 mun Herbert von Karajan taka við og stjóma í fyrsta sinn. Þannig er skipt um stjómendur. Lorin Maazel tók við sem stjómandi nýjárstónleikanna af Willi Boskov- sky. Sex vikum fyrir áramót skrifaði Horst Bosch grein um tónleika Vínarfílharmóníunnar á nýju ári 1986 og undirbúning þessa íburð- armikla atburðar, þar sem hann segir m.a.: „Vitanlega hefst undir- búningur áramótatónleikanna ekki bara 2. janúar árið áður. Ifyrir löngu em hafnar undirbúningsvið- ræður við stjómanda Nýjárstón- leikanna á árinu 1987 - Herbert von Karajan, sem vonast er til að leiði hljómsveitina inn í eitt nýtt glæsitímabilið enn. En sex vikum fyrir tónleikana 1. janúar 1986 voru tæknimenn og lögfræðingar samt enn löðursveittir í kapphlaupi við tímann, við að fá tryggða gervihnattarás fyrir fmmflutning tónleikanna á Kyrrahafssvæðinu og færa þannig í fyrsta sinn suður- hvel jarðar í faðm áramótafjöl- skyldunnar í Vínarborg." Útitökumar og balletþættimir, ; em þó fyrir nokkm „niðursoðnir, í dósir sínar" og tilbúnir til notkun- ar sem innskot. Eins og stundum áður er Vínarborg eða réttara sagt Belvederehöll ekki notuð sem baksvið í þetta sinn heldur annar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.