Morgunblaðið - 26.01.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 26.01.1986, Síða 27
Kísilmálmvinnsla á Reyðarfirði: Næsti við- ræðufundur um miðjan febrúar LOKIÐ er í Reykjavík öðrum samning'afundi samninganefnd- ar iðnaðarráðuneytísins og Rio Tinto Zinc Metals um kísiimálm- vinnslu á Reyðarfirði. Birgir ísleifur Gunnarsson formaður samninganefndarinnar vOdi í gær ekki segja annað um viðræð- urnar en að þær gengju ágæt- lega. Birgir Isleifur sagði það mat manna að viðræður sem þessar tækju sex til átta mánuði, en sam- komulag væri um hröð vinnubrögð. Áformað er að halda þriðja samn- ingafund aðila um miðjan febrúar, einnig í Reykjavík. í samninganefnd iðnaðarráðuneytisins eru auk Birgis Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur, Halldór J. Kristjánsson lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu, Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjár- málaráðherra og Axel Gíslason aðstoðarforstjóri SÍS. í viðræðu- nefnd Rio Tinto Zinc Metals eru fjórir menn og fer Ken Sangster framkvæmdastjóri fyrir þeim. Þrefalt fleiri ganga en aka um Laugaveg FJOLDI gangandi vegfarenda um Laugaveginn i Reykjavík er þrisvar sinnum fleiri en fjöldi ökutækja sem fara um þessa stærstu verslunargötu landsins, en fyrrgreindar niðurstöður komu fram í könnun sem hópur landafræðinema úr Jarðfræði- skor Háskólans stóð fyrir á Laugaveginum 32. október sl. Talning ökutækja og gangandi vegfarenda sýndi að á 7 '/2 klukkustund óku 3.534 bilar um Laugaveginn, en gangandi veg- farendur voru 10.454. Þetta læt- ur nærri að á hverjum 15 mín. fari 117 bílar um Laugaveginn og 348 gangandi vegfarendur. 260 vegfarendur voru teknir tali og 155 ökumenn. Nær 60% að- spurðra voru á aldrinum 15—29 ára og 40% aðspurðra voru að versla, en þar voru konur í miklum meiri- hluta. 76% aðspurðra voru úr Reykjavík, 22% úr nágrannabæjum, en aðeins fjórir einstaklingar voru lengra að komnir. 45% aðspurðra vegfarenda komu með strætó, en um það bil helmingur aðspurðra vildi gera Laugaveginn að göngu- götu. Aðeins 12% vildu halda Laugavegi óbreyttum, en um 75% aðspurðra leizt vel á þær breytingar sem þá var unnið að neðarlega á Laugavegi. 56% ökumanna áttu erindi á Laugaveginn, en 44% áttu leið um. Mest umferð gangandi vegfar- enda er um kl. 4 á daginn en einnig er mikill fjöldi gangandi vegfarenda í hádeginu. Könnunin leiddi f ljós að meirihluti vegfarenda átti beint erindi á Laugaveginn í verslanir eða annað, en mikill flöldi annarra vegfarenda um Laugaveginn virðist benda til að Laugavegurinn sé mikilvæg æð í félagslífi höfuð- borgarinnar. Sveinborff- infékk í skrúfuna Sifflufirði, 25. janúar. ÞORLÁKUR Helgi dró togarann Sveinborgu inn til SigluQarðar í gær en hún fékk í skrúfuna á Rifs- banka. Sveinborgin er að veiða í söluferð og heldur því áfram strax og hún kemst út aftur. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR1986 WKAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR ETIS 22. MARS TIL31. MARS 10 daga ferð, aðeins 3 vinnudagar. Dagflug. Flogið er til Zurich í Sviss. Þaðan er um 1 klst. akstur til Morschach sem er vinalegur lítill bær við skíðaparadísina Stoos. Gist er á stórglæsilegu nýju íbúðar- hóteli, AXENFELS. Þar eru öll þægindi á einum stað. Örstutt er frá Morschach til margra fegurstu staða Sviss og glæsilegar verslanir eru stutt undan. STOOS er mjöa vel útbúið skíðasvæði og þar eru brekkur vio allra hæfi. Verð frá: 31.500.— Innifalið í verði: flug, gisting, ferðir að og frá flugvelli í Sviss, fararstjórn og hálft fæði. BARNAAFSLÁTTUR V J 26. MARS TIL 7. APRÍL 13 daga sumarauki. Dagflug. Beint leiguflug til Palma á Mallorka. Gist verour á glæsilegum sérvöldum íbúðarhótelum/Royal Playa de Palma Royal Torenova og Royal Jardin del Mar. Páskaferð- skemmtiferð - hvíldarferð. Sumarauki fyrir alla fjölskylduna. Verð frá: 26775- Innifalið í verði: flug, gisting, fararstjórn, ferðir að og frá flugvelli á Mallorka. BARNAAFSLÁTTUR Umboð á islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL ATLANTIK FERÐ PERSÓNULEG ÞJÖNUSTA. Ferðaskrifstofa Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388—28580. v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.