Morgunblaðið - 26.01.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.01.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 B 13 þótt faðir hans hataði jazz. Dóttir Romanos, Annamaria, er upprenn- andi leikkona og þykir lík móður- systur sinni, Sophiu Loren. Upprifjun fasistaáranna var mörgum þymir í augum og þáver- andi forseta, Sandro Pertini, bárust mörg bréf frá sjónvarpsáhorfend- um, sem mótmæltu tilraunum til að breiða yfir mistök og misferli Mussolinis. Pertini hafði átt sæti í nefnd, sem fyrirskipaði aftöku ein- ræðisherrans, og enginn gat verið í vafa um afstöðu hans. Til þess að bæta gráu ofan á svart, að því er margir töldu, tók vinstrisinnaður fréttaskýrandi, Giorgio Bocca, sig til og sendi frá sér bókina „Sósíalfasistinn Mussol- ini“, þar sem einræðisherranum var lýst sem einum af brautryðjendum sósíalista á Ítalíu. Fjandmenn fasista minntust afmælisins á sinn hátt. Borgar- stjómin í Parma efndi til mikillar sýningar, sem var helguð skærulið- um og öðmm andstæðingum Muss- olinis. Andfasistar óttuðust þau áhrif, sem það kynni að hafa að Mussolini væri aftur kominn {tízku, en aðrir töldu slíkan ótta ástæðu- lausan. Sagnfræðingurinn Renze de Felice, sérfræðingur í fasistatím- anum, sagði: „A Ítalíu hefur verið sigrazt á fasistavandamálinu og það hefur verið falið á vald sagnfraeðingum, hvað almenningi viðvíkur. Allir vita að fasisminn getur ekki risið upp aftur. Tímamir hafa breytzt." Hann benti á að lýðræðislegar stofnanir, þingið og verkalýðsfélög væru miklu öflugri en á tímum Mussolinis og kvaðst telja að bylt- ingartilraunir væru dæmdar til að | mistakast. Samstarf Evrópuríkja gerði að verkum að almenningur mundi aldrei sætta sig við sams konar einangrun og á fasistaámn- um. De Felice sagðist ekki telja að fólk þráði aftur daga Mussolinis. Ef ungt fólk væri óánægt með þingræðið og vildi „sterkan leið- toga“ mundi það ekki svipast um eftir fasista, heldur leiðtoga á borð við de Gaulle eða Helmut Schmidt. Hvað sem þessu líður virðist ekki fara á milli mála að Mussolini hafí verið fegraður í bókum, kvikmynd- um og myndaflokkum á síðari ámm, m.a. í myndaflokknum „Ég og Mussolini". En engin ástæða virðist til að óttast áhrif nýfasista, þótt flokkur þeirra (MSI) fengi sjö af hundraði atkvæða í síðustu þing- kosningum, 1983. GH tók saman. Klúbburinn vildiekki karlgesti Missti vínveitinga- leyfið í mánuð New York, 24. janúar. AP. CIPPENDALE*S - næturklúbbn- um, sem státar af því að hafa nektardans karla sem aðal- skemmtiatriði staðarins - hefur verið bannað að selja áfengi í 30 daga, þar sem amast hafði veríð við, að karlmenn væru meðal gesta klúbbsins, samkvæmt dómsúrskurði sem kveðinn var upp í gær. Afrýjunardómstóll hæstaréttar New York staðfesti úrskurð áfeng- isyfírvalda, sem töldu, að amast hefði verið við tveimur karlmönn- um, er þeir reyndu að komast inn í klúbbinn 15. janúar sl. Steve Rodgers, eigandi klúbbs- ins, bar við yfirheyrslu hjá áfengis- yfirvöldum, að mennimir tveir hefðu komið ásamt kvenmanni að dyrum klúbbsins þetta kvöld. Kon- unni hefði þegar í stað verið hleypt inn og síðan körlunum, er þeim hafði verið gert það Ijóst, að þeir mættu eiga von á að verða fyrir „miklum óþægindum". HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 MD ERVIT I BÚÐARKÖSSUNUM HUOMBÆR Kanda símstööintengist5númeruminn oggeturþjónaö alltaö 16símtækjum innanhúss. Símstöðin er með innbyggt kallkerfi. Meöstööinnifylgja gullfallegsímtæki, semerumeöbæöi hátalara og hljóönema. Verö(símstöö +8 símtæki)kr. 145.000.- afb. kr. 137.750.-stgr. Verö: (Símstöö -f 16 símtæki) kr. 200.000.- afb. kr. 190.000. stgr. 1A út og eftirstöövar á 6 mán. Tökum á móti pöntunum sýnishorn á staðnum •• * * * SKIPHOLTI 19 VIÐ T0KUM VEl A MOTI ÞER SIM' j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.