Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 11

Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 B 11 Hltler og Mussolini hugmyndir og trúði aðeins á „at- hafnir", sem áttu að koma í stað fastmótaðrar stefnu. Þó fékkst hann yfírleitt ekki til að hefjast handa nema tilneyddur. Hann vildi öllu ráða og vekja hrifningu, en var sjaldan öruggur með sig. Hann vanrækti starf sitt og las aðeins þær skýrslur sendi- manna, sem höfðu að geyma per- sónulegar athugasemdir um hann sjálfan. Eina athugasemdin, sem hann ritaði á spássíu í stjómarskjöl- um, var orðið „Importante" (mikil- vægt). Enginn þorði að andmæla honum og hann var duttlungafullur og haldinn mikilli sjálfsblekkingu. Hann kenndi ítölum að „skynja í stað þess að hugsa" og vildi að þeir gerðu sig ánægða með gífur- yrði og yfírborðslegar sýningar og segðu „Duce hefur alltaf rétt fyrir sér“. Frá fyrstu tíð taldi Mussolini Hitler „algerlega bijálaðan" og nazisma óskiljanlegt norður- evrópskt fyrirbæri. Hann kallaði Gyðingahatur „þýzka löstinn" og sagði að í landi, sem byggi við heilbrigt stjómarfar, gæti ekkert „Gyðingavandamál" verið til. Hitler bað hann um áritaða ljósmynd 1926, en beiðninni var synjað. Að lokum skaraði Hitler fram úr honum á öllum sviðum. Mussolini var fjandmaður kirkj- unnar frá unga aldri, en trúarlegar efasemdir ásóttu hann síðustu árin. Mussolini (með stráhatt) við konungshöllina þegar konungur kvaddi hann á sinn fund og fól honum stjórnarmyndun. ClaraPetacci, sem MussoUni hélt við í 13 ár. -m. vettvang og þeir gengu fylktu liði um götumar. Giacamo Matteotti, þingmaður sósíalista, var myrtur í júní 1924, en stjóm Mussolinis var ekki nándar nærri eins grimm og stjóm nazista í Þýzkalandi. Mussolini notaði morðið til að treysta sig í sessi og koma á fasisma. Hann varð frægur fyrir það að ! éftir að hann komst til valda fóm . járnbrautarlestir að halda áætlun og koma og fara á réttum tíma. ! Hann samdi við páfa um stöðu og ' málefni kaþólsku kirkjunnar. Hann ræsti fram nokkrar mýrar og lagði nokkrar hraðbrautir, en stefna hans í efnahagsmálum beið skipbrot. Honum tókst ekki að fá ítali til að vinna að almenningsheill, e.t.v. vegna þess að það var þjóðarsiður á Italíu að koma ár sinni fyrir borð með mútum og með því að nota fjölskyldusambönd. Stjóm fasista skildi ekki eftir sig djúp spor. Eftir stríðið varð Italía lýðræðisríki, rétt eins og fasistar hefðu aldrei farið með völdin. Mussolini ávann sér virðingu margra kunnra manna, þótt ýmsum hafi þótt lítið til hans koma. Brezki blaðaútgefandinn Rothermere lá- varður likti honum við Cromwell, rektor Columbia-háskóla í Banda- ríkjunum líkti honum við Napoleon og William O’Connell, kardináli í Boston, taldi hann snilling. Jafnólíkir menn og Fiorello La Guardia, borgarstjóri í New York, og rithöfundurinn George Bemard Shaw létu í ljós aðdáun á honum og franski stjómskörungurinn Ar- istide Briand kallaði hann „merkan og góðan mann“. Ef til vill hefði Mussolini fengið virðulegan sess í sögunni, ef hann hefði látizt 1936, þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Aðeins níu árum síðar var hann vinalaus, lítilsvirtur, líkamlegt rekald og „andlega dauður“ eins og einn fangavarða hans lýsti honum. í raun og vem var Mussolini aðeins venjulegur meðalmaður. Hann var ekki gæddur jámvilja og óskeikulli dómgreind, eins og hon- um var lýst í áróðri fasista. Hann var öllu heldur góður blaðamaður og ræðumaður. Hann hafði fáar Hann var góður fjölskyldufaðir og hefði helzt kosið að lifa kyrrlátu, en þó ekki mjög virðulegu, Qöl- skyldulífí. Hann átti stefnumót með hjákonum sínum á skrifstofutíma í Palazzo Venezia (stjómarráðinu) og þeim lauk oft með því að hann lék á fiðlu, en af lítilli snilld. Einu sinni játaði Mussolini að hann væri öllu fremur bijálað skáld en stjómmálaleiðtogi. Þegar seig á ógæfíihliðina hjá honum svaraði hann eigin spumingu um hvað fasismi væri með þessum orðum: „Það má kalla hann óskynsemi." Þegar til kom hmndi fasisminn eins og spilaborg á einni nóttu, án þess að nokkur reyndi að bjarga honum. Sjónvarpsmyndaflokkurinn gefur litla hugmynd um hvemig Mussolini var í raun og vem, en myndaflokk- urinn fjallar ekki fyrst og fremst um Mussolini. Hann íjallar ekki síð- ur um tengdason hans, Ciano greifa, og Eddu konu hans, dóttur Mussolinis. Farið er hratt yfír sögu þar til árið 1943, þegar her Bandamenn gengur á land á Sikiley og ítalir reyna að losa sig úr stríðinu. Muss- olini viðurkennir sjálfur að það sé óhjákvæmilegt og segir nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að tilkynna Hitler að ítalir séu hættir í stríðinu. En hann kom sér ekki til að segja það á síðasta fundi hans með Hitler í Feltre og þegar hann sneri aftur til Rómar sagði hann að stríðið yrði að halda áfram. Á fundi í stórráði fasista 24. júlí 1943 samþykkti mikill meirihluti fulltrúanna vantraust á Mussolini undir forystu Dino Grandi. Daginn eftir gekk Mussolini á fund konungs AMSTRAD Fjölbreytt og vandaö námskeið í notkun hinna vinsælu Amstrad tölva Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun Amstrad ★ Helstu jaðartæki tölva ★ Forritunarmál ★ Amstrad Basic ★ Teikning og tón list með Amstrad ★ Ritvinnsla með Am- strad ★ Töflureiknirinn Sup- ercalc ★ Gagnasafnskerfið DFM ★ Ýmisforritá Amstrad Tími 28., 30. jan. 4. 7. feb. Unglingar kl. 16.30—19.30. Fullorðnir kl. 20-23. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. GETUM VIÐ AÐSTOÐAÐ Um áramótin tóku ný útvarpslög gildi. Einkaréttur Ríkisútvarpsins veröur afnuminn og aðrir aöilar munu fá tímabundiö leyfi til útvarps fyrir afmórkuö svæði. Ríkisútvarpið væntir þess aö nýjar útvarpsstöðvar veiti holla samkeppni og kosti jafnan kapps um aö hafa margþætt og vandað efni í dagskrám sínum, sem stuðli að aukinni fjölbreytni í útvarpsmálum lands- manna. Þeim, sem hyggja nú á útvarpsrekstur, skal bent á, að í 16. gr. nýrra útvarpslaga er svofellt ákvæði: „Heimilt er Rikisútvarpinu að leigja öðrum aðilum afnot af tækjabúnaði sínum til útsendingar. “ í dreifikerfi Ríkisútvarpsins, sem nær um land allt, felast nokkrir nýtingarmöguleikar sem gætu komið öðrum aðilum að gagni. Ríkisútvarpið vill hér með vekja athygli á þessu ákvæði útvarpslaganna og er, eftir því sem aðstæður leyfa, reiðubúið að fylgja því eftir, þegar í Ijós kemur hver áhugi er á samstarfi og hverjar þarfir annarra eru fyrir leiguafnot af útsendingarbúnaði Ríkisútvarpsins. Tekið skal fram, að þetta á aðeins við um útsendingu efnis en ekki dagskrárgerð. Þeir sem áhuga hafa á könnun þessa máls sendi skriflegar umsóknir til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkis- útvarpinu, pósthólf 120, Skúlagötu 4, Reykjavík fyrir 10. febrúar 1986. RÍKISÚTVARPIÐ UTVARP ALLRA LANDS- MANNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.