Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 4

Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 26.JANÚAR 1986 AFÞREYINGl Sovésku mynd- böndin reynast hálfgerð ómynd Ráðamenn í Sovétríkjunum hafa lengi þráast við að viðurkenna vaxandi áhrif mynd- bandsins. Hafa þeir reynt að telja sér trú um að hér væri aðeins á ferðinni ein dillan enn, sem brátt liði hjá og í versta falli að menn freistuðust til að nota tækin til klámmyndasýninga. Auk Moskvu eru myndbanda- leigur aðeins í átta öðrum borgum í Sovétríkjunum. Framleiðendur myndbandanna segja hins vegar, að þau séu látin safna ryki í vöru- geymslunum vegna andstöðu áætlanasmiðanna, sem ekki vilja gefa leyfi fyrir fleiri leigum. Sólarhringsleigan fyrir kvik- mynd er frá 85 kr. íslenskum upp í tæpar 300 og óátekið band kostar nærri 3000 krónur en gæðin eru heldur rýr. „Ef ekki er gætt ýtrustu var- kámi fer allt í flækju," segir V.V. Beliakov, óhamingjusamur áhugamaður um myndbönd, í bréfí sem hann skrifaði til „Ned- elya“, vikulegs fylgirits „Iz- vestiu". „Þótt bandið eigi að vera í ábyrgð segir alls ekkert um framleiðandann eða hvar hægt sé að skipta því. Hvers konar þjón- usta er þetta eiginlega?" spyr „Nedelya". Svartamarkaðsverð á óáteknu, útlendu myndbandi er um 5.700 krónur og fyrir útlenda kvikmynd er hægt að fá meira en 11.000. Vestrænir áhugamenn um kvik- myndalist falla í stafí yfír Eisen- stein, frægasta kvikmyndagerðar- manni Rússa, en Rússar sjálfír hafa séð „ívan grimma" og „Orr- ustuskipið Potemkin" jafn oft á sjónvarpsskerminum og Bretar og Bandaríkjamenn „Casablanca" og „Bardagann við OK Corral“. Þess vegna vilja þeir miklu heldur eyða kvöldinu með Steven Spielberg. Rússar, sem komastyfír erlend- ar kvikmyndir, geta gert sér úr því góðan pening. Ef þeir eiga sjálfír myndbandstæki geta þeir sýnt myndina heima fyrir að- gangseyri, um 300 krónur fyrir manninn, eða leigt hana þeim sem á tæki. Sá sem á tvö tæki, dálítið af óáteknum böndum og aðgang að erlendum kvikmyndum er með gullnámu í höndunum. Rússar framleiða sitt eigið myndbandstæki sem heitir „Elektronika VM12“ og kostar um 85.000 krónur, sex mánaða laun eða meira. Áðumefndur Beliakov er þó ekki yfír sig hrif- inn. „Síðan ég keypti mitt í júní hef ég orði að gera við það sjálfur fímm sinnum," segir hann. Ef hann hefði farið í verslanimar, sem selja notaða vöru, hefði hann getað keypt útlent tæki fyrir 170.000—290.000 krónur en þessi tæki hafa Rússar, sem starfa erlendis, haft heim með sér og oft era þau alveg ónotuð. Annar lesandi, kona, sem skrif- aði til „Nedelya", kvaðst hafa sér til mikillar furðu rekist á stað í Garga, sumarleyfísbæ á Svarta- hafsströnd, þar sem sýndar vora kvikmyndir af myndbandi. Hafði vinkona hennar átt mjög ánægju- legt kvöld á svona stað í Búlgaríu og þess vegna hlakkaði hún til og sá fyrir sér í anda lítið borð með léttum veigum og snarli og tvo skjái í rökkvuðum sal. Von- brigðin vora mikil. í heila klukku- stund varð hún að bíða í biðröð eftir miðum og þótt hún væri svo heppin að fá þá vora þeir miklu fleiri sem enga fengu. Salurinn þar sem sýningin fór fram var lít- ill og dimmur, yfírfullur af fólki með samlokur á hnjánum og það sem verra var, sagði þessi hneykslaði lesandi, fólkið var að horfa á 15 ára gamla mynd. Fyrir það hafði það borgað fímm sinn- um meira en á nýjustu myndimar í dýrastu kvikmyndahúsnum. - JULIA WATSON KÆRAl Nokkurskonar öfugt flugrán Fyrram öldungadeildarþing- maður í Bandaríkjunum hef- ur nú gert það, sem alla lang- þreytta flugfarþega hefur alltaf dreymt um. Hann hefur farið í mál við flugfélag vegna þess, að hann var látinn hanga um borð í flugvél úti á brautarenda í þrjá kiukkutíma. Málið höfðar hann vegna „fangelsunar á fölskum forsendum". James Abourezk, demókrati, sem tók heldur að sér það van- þakkaða verk að berjast fyrir auknum skilningi milli Araba og Ameríkana en sitja annað kjör- tímabil í öldungadeildinni fyrir Suður-Dakóta, krefst þess, að New York Air greiði honum 200.000 dollara fyrir „andlega áníðslu" og fyrir að hafa haldið honum nauðugum á Washington- flugvelli kvöld eitt í október. Ennþá hefur stefnan ekki verið birt flugfélaginu en talsmenn þess þykjast koma af ijöllum og segjast ekkert botna í þessari kröfugerð. Þau viðbrögð koma ekki á óvart því að þetta mál getur haft óþægi- legar afleiðingar fyrir þetta flug- félagogönnur. Abourezk, 54 ára gamall sonur líbansks farandsala og ólaunaður formaður arabísk-amerísku jafn- réttisnefndarinnar, var á ieið til New York þetta umrædda kvöld leyft farþegum að fara frá borði. Lögfræðingurinn, Malea Kiblan, heldur því sama fram og far- þegamir, að fyrir flugfélaginu hafí vakað það eitt að þurfa ekki að bæta Abourezk og öðram far- þegum biðina. Þegar til New York var komið varð það svo til að bæta gráu ofan á svart, að þeir farþeganna, sem ætluðu að fara þaðan áleiðis heim, komust ekki af stað fyrr en um miðja nótt. Þar seinkaði ferðinni einnig um þijá tíma. HANDTAKA — Nauðgun er nýjasta refsingin sem ógnarstjórn Pinoc- hets beitir konur. CHILE ^ Böðlarnir beita i nauðgun sem refsingn IChile er nauðgun orðin ein af aðferðum öiyggislögreglunnar við að refsa kvenfólki og vara það við stjómmálalegum afskiptum. Hafa upplýsingar um þetta verið að berast frá landinu að undanfömu. Konur og stúlkur, sem sækja pólitíska fundi, eiga það á hættu, að öryggislögreglumenn bíði þeirra þegar þær koma heim. Era þá pilsin eða fötin þeirra dregin upp yfír höfuðið til að þær geti ekki síðar þekkt ofbeldismennina og síðan er þeim nauðgað. Dr. John Havard, ritari bresku læknasamtakanna, hefur skýrt frá þessum glæpaverkum öryggislög- reglunnar en hann sat nýlegá ráð- stefnu í Chile um mannréttindamál en hún var haldin á vegum lækna- samtakanna þar í landi. I Chile era nauðganir yfirleitt fátlðar og afleiðingar þessa nýja ofbeldis eru því enn verri fyrir það, að heilsugæslufólk er ekki vant að fást við mál af þessu tagi. Margar stúlkur skammast sín svo, að þær þora ekki að leita sér hjálpar, og oft vitnast ekkert um nauðgunina fyrr en þær komast að raun um, að þær era ófrískar og neyðast til að leita læknis af þeim sökum. Dr. Havard segir ítarlega frá þessu I nýlegu hefti af riti bresku læknasamtakanna, „British Medical Joumal", og skorar á breska lækna að styðja starfsbræður sína í Chile. „Okkur ber skylda til að styðja chilesku læknana, sem þrátt fyrir áhættuna gera hvað þeir geta til að vekja athygli á því, sem er að gerast, og reyna að koma í veg fyrir það,“ sagði dr. Havard fyrir skömmu. Nýlega voru tveir læknar í Chilé reknir úr læknasamtökunum fyrii' að hafa tekið þátt I pyntingum og verið er að rannsaka mál annarra- Er óttast, að 30—40 læknar hafí lagst svo lágt að taka þátt í áð pynta fólk á síðustu tíu árum. Læknar, sem gerast of opinskáir, hafa einnig orðið fyrir ofsóknum öryggislögreglunnar, reknir úr starfí, sendir í útlegð og stunduVn pyntaðir. Alþjóðleg mótmæli hafa þó komið sumum þeirra til hjálpar, eins og t.d. dr. Pedro Castillo, félaga í siðanefnd læknasamtakanna I Chile. Hann var dæmdur til 90 daga útlegðar á afskekktum stað í Suð- ur-Chile en var látinn laus þaðan eftir aðeins 16 daga vegna ahcf- mæla víða um heim. '£I „Það, sem læra má af ástandinu í Chile, er, að það er ákaflega lítið skref fyrir lækni, sem læst ekki sjá ummerki pyntinganna á fanga, að vera sjálfur viðstaddur yfír- heyrslumar — nema hann hafí stuðning og aðhald af starfsbræðr- um sínum," sagði dr. Havard. - ANNABEL FERRIMAN en þar ætlaði hann að sitja fund og fínna menn að máli í aðalstöðv- um SÞ. Flugvélin fór þó ekki í Ioftið klukkan hálf fímm eins og til stóð, heldur beið hún með far- þegana á regnvotum vellinum til klukkan hálf átta en þá var Abourezk orðinn of seinn til að hitta nokkum mann. Farþegamir vora að sjálfsögðu orðnir reiðir og pirraðir en þrátt fyrir það bannaði flugstjórinn þeim að yfírgefa vélina, jafnvel þeim, sem voru svo óamerískir að vilja ganga spölinn frá flugvélinni að flugstöðinni. Abourezk lætur fátt eftir sér hafa um málið, en sagt er, að lögfræðingur hans hafí vísað á bug þeirri fullyrðingu flugstjór- ans, að hann hefði misst sæti sitt í flugtaksröðinni ef hann hefði DAUÐASLYS Steinolíuofn, sem japanska risafyrirtækið Sanyo hefur framleitt, hefur kostað a.m.k. §ögur mannslíf. í ljós hefur komið alvarlegur hönnunargalli í þessari framleiðsluvöru fyrirtækisins sem haft hefur voveiflegar afleiðingar sem og að stjómarformaður þess, Karoru Iue, sem er 72 ára að aldri, hefur talið sér skylt að láta af störfum. Hann hefur tekið á sig persónulega ábyrgð á mistök- unum. Steinolíuofninn sem hér um ræðir var settur á markað í sept- ember 1984. Olli hann kolmónox- íðeitran, og af þeim sökum létust flögur japönsk böm, þar af tvö ungböm. Þijátíu og sjö aðrir voru fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar. Hönnunargallinn var sá, að loftræstiop ofíisins var of lítið. Efnisagnir úr gólfteppum bárast Forsljórinn axlar ábyrgðina inn í það og stífluðu það í sumum tilvikum og við brennslu barst banvænt, lyktarlaust kolmónoxíð út í andrúmsloftið. Starfsmenn Sanyo segja að ofninn hafí verið þrautreyndur í sex mánuði áður en sala hófst og að ríkisskipuð nefnd sem kannar neyzluvörar áður en þær eru sett- ar á markað hafí veitt samþykki til þess að hann yrði framleiddur og seldur. Fyrsta dauðaslysið, sem hann olli, var I marzmánuði á síð- asta ári og síðastliðið vor varð forráðamönnum Sanyo ljóst að slysin stöfuðu af ófullnægjandi brennslu í ofnunum. „Mér þykir mjög fyrir því að ekki vora gerðar í tæka tíð viðeigandi ráðstafanir gegn mistökunum," segir Karoro Iue stjómarformaður Sanyo. Hann mun ekki einungis láta af störfum hjá fyrirtæki sínu heldur jafnframt láta af varaformennsku hjá verzlunarráði Osaka. Þá hafa allir stjómarmenn Sanyo Electric og stjómarmenn dótturfyrirtækisins Tokyo Sanyo Electric boðizt til að segja af sér en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um, hvort svo verður. Sanyo seldi 59.715 ofna af þeirri tegund sem hér um ræðir. 92% hefur verið skilað aftur enda hafa viðvaranir birzt í 58 dag- blöðum og í sjónvarpi. - PETER MACGILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.