Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 3

Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 3
MORGUNBLAÐin, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 ! B 3 fagur staður í Austurríki, Salz- burg. I borginni Salzburg var leik- fangasafnið fræga fyrir valinu sem leiksvið fyrir nemendur ballet- skóla Austurríska þjóðieikhússins, til þess að kveðja þannig Alþjóða ár æskunnar. Ungmennin munu dansa Skrafskjóðuna við tónlist Strauss, með undirtitlinum „Mus- ikalischer Scherz“ eða músíkgrín. Straussvalsinn um listamannslíf, „Kiinstlerleben" var dansaður í Belvederehöll í Vínarborg, þar sem Balletflokkur Ríkisóperunnar dansaði ýmist úti í hallargarðinum eða inni í þessum stórglæsilegu og íburðarmiklu sölum hallarinnar. Þriðji ballettinn nefnist „Li- be|le“ eða Drekaflugan. Dreka- flugan á að svífa ofan í marglitan vasa sem sérstaklega var gerður fyrir þetta tækifæri í hinni gamal- frægu glergerð í Feneyjum eftir teikningum Emst Fuchs prófess- ors í Vín. En þessi efnilegi fulltrúi „fjarstæðuraunsæis" Vínarskól- ans hefur líka teiknað búninga drekaflugunnar. Var mikil eftir- vænting í hópi sérhæfðra starfs- manna í tæknibrellum, sem biðu óþolinmóðir eftir fína vasanum frá Ítalíu til að ráðast í að koma balletmeynni með glæsibrag ofan í hann við kvikmyndatökuna. Þetta er leyst samhliða lokaæfing- um hljómsveitarinnar. En síðustu sex vikur gamla ársins eru líkastar því að verið sé að telja niður til eldflaugarskots, enda hefur frum- sýningarskrekkur þá heltekið alla, að því er Horst Bosch segir. Um þetta leyti er búið að semja handrit fyrir erlendu sjónvarps- stöðvamar á þremur tungumálum. hvað flutt verður og þennan eina dag ársins selja þeir líka miðana - koma þannig í veg fyrir allskonar afskiptasemi, því miðamir á Nýj- árstónleikana í Vínarborg eru ef svo má orða það íjölskyldueign, sem erfíst frá einni kynslóð til annarrar. Utvarpið opnaði svolitla glufu á dymar að þessum frægu hljóm- leikum og frá árinu 1959 hefur töfrasproti sjónvarpsins verið að opna þá umheiminum í sívaxandi mæli. Þá tóku níu sjónvarpsstöðv- ar í Evrópu beina útsendingu frá tónleikunum, en aðrar tóku að senda þá út á eftir, frá nokkmm klukkustundum síðar eða allt að mánuði síðar. En eftir að gervi- hnettimir komu til sögunnar halda jafnvel Bandaríkjamenn og Japan- ir nýjársdag hátíðlegan með Vín- arbúum - samtímis og í sameigin- legri beinni útsendingu! Allar stór- ar útvarpsstöðvar í heiminum, sem efni hafa á því, keppast við að vera með í þessum töfraheimi sem breiðir sig um víða veröld á nýjárs- dag. Enda horfa ekki fleiri áhorf- endur í einu á nokkra sjónvarps- dagskrá, að undanteknum Ólymp- íuleikunum og Heimsmeistara- keppninni í knattspymu. Aramóta- tónleikamir í Vínarborg em því gífurlega stórt viðfangsefni og gott tækifæri fyrir hljómlistarfólk- ið, svo og þá úr öðrum greinum sem í hvert skipti skapa rammann um flutninginn. Viðfangið er að varpa ávallt nýjum blæ á mjög hefðbundið verk. Þetta er ekki hvað síst gert á palli hljómsveitarstjórans. Eftir fráfall meistarans mikla Clemens- Á árinu 1987 mun Herbert von Karajan taka við stjóminni á nýárs- tónleikum Vínarfilharmóníunnar og er þegar farinn að búa sig undir það. Framkvæmdastjórinn er enn einu sinni að fara yfir útsendingaráætl- unina svo ekkert geti farið úr- skeiðis, enda búið að tryggja löngu fyrirfram alla sendingarhlekki - ,en upp frá því fer allt út beint á nýjársdag. Vals allra valsa, Dón- árvalsinn, er vitanlega eins og tón- leikamir í heild í beinni útsend- ingu. Ballet Ríkisóperunnar dans- ar valsinn í sal Austurríska sjón- varpsins, við leik hljómsveitarinn- ar sem er í Gyllta tónleikasalnum í Musikverein í margra kílómetra ijarlægð - og það táknar auðvitað að sýningin fer svona út um allan heim og ekkert hægt að lagfæra eða breyta þó eitthvað fari úr- skeiðis. Við þessar aðstæður eru hljóð- færaleikarar Vínarfílharmóníunn- ar sá öruggi óbifanlegi klettur sem allt hvílir á. Þeir eiga þessa hljóm- leika og þetta er þeirra hátíð. Þennan atburð, Nýjárstónleikana, hafa þeir skipulagt sjálfir, þeir taka hljómleikasalinn á leigu og fyrsta dag hvers nýs árs hafa þeir öll völdin í þessu gamalgróna húsi við Karlsplatz, Musikverein, sem hefur verið miðstöð tónlistarlífs Vínarborgar í margar aldir. Hljóð- , færaleikarar Fílharmóníunnar velja sér stjórnandann, þeir ákveða ar Kraus tóku hljómsveitarmenn- imir eina af þessum afdrifaríku ákvörðunum sínum með því að flytja sinn eigin foringja, „fyrsta konsertmeistarann" Willy Boskov- sky upp á hljómsveitarpallinn. Þar stjómaði hann með fíðluna sína í hendinni. Endurvakti þarmeð hina gömlu Vínarhefð forleikarans og tók áheyrendur með trompi. í heil 20 ár, frá 1959 til 1979, var Boskovsky heimkallaður sendi- herra Austurríkis hvern einasta nýjársdag. Eftirmaður hans Lorin Maazel, sem þá var nýskipaður fram- kvæmdastjóri Vínaróperunnar, hafði allt annan hátt á. Hann, sem lengi hafði verið dáður fíðlusnill- ingur áður en fór að stjórna hljóm- sveitum, tók sér sjaldan fíðlu í hönd á hljómleikunum og fylgdi þarmeð fremur fordæmi Clemens- ar Krauss. Enginn veit enn hvaða háttur verður á hafður þegar Herbert von Karajan stjómar „sinni“ Vínarfílharmóníu og Fíl- harmónúhljómsveitin fylgir „sín- um“ stjómanda yfír á nýja árið 1987. En hver sem er við stjómina er óhætt að bóka það að varla á heimurinn vöi á glæsilegri hljóm- leikum til að fagna hveiju nýju ári. (E.Pá. tók saman) Víð þurfum heilbrigð bein til að dansa. Munum þvi eftir kalkinu í mjölkinni. Með líkamanum skapar dansarinn listaverk. Með líkamanum tjáir hann hryggð, kátínu, reiði, stolt, hatur - allt tilfinningasvið mannsins. Heilbrigður og þrautþjálfaður líkami er dansaranum jafn mikil nauðsyn og röddin er söngvaranum. Eins og aðrir íslenskir dansarar í fremstu röð hugsarÁsdís Magnúsdóttir vel um líkama sinn. Hún æfir mikið og gætir þess að borða hollan mat. Og hún drekkur mikla mjólk. Úr mjólkinni fáum við kalk, auk fjölda annarra næringarefna, og án kalks getur líkami okkar ekki verið. Allir verða að neyta kalks, ekki aðeins í uppvexti á meðan beinin eru að stækka, heldur ævilangt. Án stöðugrar kalkneyslu þynnast þeinin, ve(ða brothætt og gróa seint eða ekki þegar þau brotna. Talið er að um 70% alls kalks sem við fáum komi úr mjólkurmat, enda er hann lang kalkríkasta fæða sem við neytum að staðaldri. Drekkum mjólk daglega alla ævi og tryggjum beinunum kalk i hæfilegu magni! Um beln, kalk og mjólk eftlr dr. Jón óttar Ragnarsson Til þess að bein llkamans vaxi eðlilega i æsku og haldi styrk sinum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir ekki kalk sjálfur, en verður að treysta á að daglega berist honum nægilegt magn til að halda eðlilegri likamsstarfsemi gangandi. 99% af kalkinu fer til beina og tanna, hiá bömum og unglingum til að byggja upp eðlilegan vöxt, híá fullorðnu fólki til að viðhalda styrknum og hjá ófrlskum konum og brjóstmæðrum til viðhalds eigin llkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu í brjóstum. MJÖLKURDAGSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. CT augiýsingaþjönustan/sIa — Mjólk er góð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.