Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 37

Morgunblaðið - 26.01.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 \ft:L?AKANDI SVARAR I SIMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS S Saga úr háloftunum Kæri Velvakandi. Þegar ég settist í sæti mitt í Flugleiðavél úti í Lúxemborg um daginn fannst mér ég vera kominn heim og yfir mig færðist værð þess manns sem hefur lokið verkum og getur látið eftir sér að hvílast. Osjálfrátt skygndist ég um bekki og gætti að hve margir farþegar væru í vélinni og það gladdi mig að sjá að hún var sæmilega þétt setin. Ég hef í rúm tuttugu og tvö ár, vegna starfa minna þurft að fara ótal ferðir með þessu flugfélagi og þeim sem fyrir samrunann sáu um flutninga milli landa og alla tfð borið hag þess fyrir bijósti svipað og ég ætti eitthvað í því. Glaðst þegar því gengur vel og óskað því alls góðs þegar illa heffur árað. Vafalaust er ég ekki einn um þetta því okkur íslendingum er flestum ljóst hve mikið atriði það er að annast sjálfir alla farþega- og vöru- flutninga til og frá landinu. Að Flugleiðum skuli hafa tekist að Hvaðan er ekkju- kvæðið? Kæri Velvakandi. Getur þú nokkuð sagt mér hver er höfundur eftirfarandi erindis, hve mörg þau eru og hvemigþau hljóða: Utanlands í einum by eklq'a fátæk byggði. Fróm og guðhrædd geðinu í góðanorðstífékkafþví að engan mann í athöfn sinni styggði. Gaman væri að sjá kvæðið í heild. Með fyrir fram þökk. Ólöf Anna Björnsdóttir Áhrifamikil útvarpsguðs- þjónusta Mig langar með nokkrum orðum að þakka útvarpsguðsþjónustuna sem útvarpað var frá Dómkirkjunni sunnudaginn 19. janúar. Það var mikil ánægja að finna sameiningu hinna ýmsu kirlq'udeilda og kristni- boðs sem þar kom fram og þá sein- ast en ekki síst predikun Óla Ágústssonar, hin hreinu og ómeng- uðu orð Drottins og einlægni og þá trú sem á bak við var. Ég veit að á þessa guðsþjónustu var hlustað. Gefi Guð sem mestan árangur af starfi og sameiningu hinna ýmsu kirkjudeilda. Þess er landi vora sannarlega nauðsyn. Arni Helgason halda uppi samgöngum jafn vel og þeir gera í þeim harða heimi sam- keppninnar sem allur flugrekstur hrærist í, er í rauninni ævintýri sem ekki endilega er gefið að sé varan- legt, því tækniþróun hefur á ýmsan hátt gert rekstur áhættusamari auk þess sem rekstrarfé er nú dýra verði selt á þessum hávaxtatímum. Ég hef séð heilmiklar breytingar á þessum tuttugu áram, þó meiri hjá erlendum flugfélögum en því íslenska. Erlendu flugfélögin hafa meiri samkeppni af öðram sam- göngutækjum, ferjum, lestum og einkabflum, og því var erfiðara að venja fólk á að ferðast flugleiðis, en hjá okkur sem búum á eyju. Þau hafa gjörbreytt verðstefnu sinni frá því sem áður var. Til að mynda þótti mér oft svo dýrt að fljúga milli borga hér áður fyrr að ég valdi stundum þann kostinn að ferðast á milli þeirra í svefnvagni jámbrautalesta, svo sem frá Stokk- hólmi til Kaupmannahafnar. En svo skildist forstjóram flugfélaganna að arðbærara væri að lækka verðið og laða að sér hinn breiða fjölda, en að miða alla starfsemina við að fljúga með kaupsýslumenn, opin- bera embættismenn og aðra, sem greiddu hvað sem upp var sett, því þeir þurftu að spara tíma sinn. Frægt dæmi um þetta er Jan Carl- zon sem gjörbreytti verðstefnu Linjeflyg þegar hann var forstjóri þess fyrirtækis 1978—1980 og síðar forstjóri SAS. íslensku flugfélögin hafa farið svipað að, svo sem við þekkjum úr auglýsingum um allskonar ferða- pakka og helgarferðir. En einu hafa þau ekki breytt. Þau ríghalda í einhverja sex daga reglu sem veldur því að þeir sem hafa lítinn tíma og vilja ljúka erindum sínum á einum til tveimur dögum, og koma sér svo heim, þurfa að sæta því að greiða mjög há fargjöld. Nú er mitt aðal- starf sem kaupsýslumaður að ná sem bestum kaupum. Mér gremst það því stundum að þurfa að greiða hærra verð, bara vegna þess að það fylgir mínu starfí að ferðast, heldur en sá sem er að fara í frí og þarf ekki að stilla tíma sinn inn á virka daga. Það hefur komið fyrir að ég hef lengt ferðir mínar mér til leið- inda um einn til tvo daga til þess að njóta bestu kjara enda þótt mér hafi jafnan verið ljóst að spamaður- inn af því er vafasamur þegar hótel- kostnaður og vinnutap er reiknað á móti. Mér hefur aldrei verið ljóst hvers vegna þessi sex daga kvöð er svona mikilsverð fyrir flugfélög- in. Hvort hér er um að ræða ein- hverskonar milliríkjasamninga sem þau verða að sæta — á móti vilja sínum — til þess að fá flugleyfí til hinna ýmsu landa, eða LATA samn- inga, eða hvort þetta er bara venju- leg tímaskekkja forstjóra í heimi sem breytist hratt. í fyrra tókst mér að sleppa tveim- ur utanlandsferðum og vann störf mín í síma og telex, en á þessu ári kemst ég ekki undan því að fara, auk þeirrar ferðar sem ég er að koma úr, þijár ferðir á Norðurlönd og tvær lengra suður á megin- landið. í hveija þessara ferða duga mér fjórir dagar, — jafnvel þrír f sumar þeirra. Erindi þessara skrifa er að fara fram á það, með mestu vinsemd, að þeir sem til þekkja hjá flugfélög- unum útskýri fyrir mér og fleiram vel og vandlega hvers vegna þessi sex daga regla er svona nauðsynleg. Ég vil einnig beina þeirri spumingu til samgönguráðherra hvort ígrand- að hafi verið það þjóðhagslega tjón sem fylgir því að skylda menn svona óbeint með verðinu að lengja ferðir sínar. Sögnin að ferðast er afstætt hugtak. Vegalengdir og landamæri verða sífellt minni áhrifavaldar á það hugarfar sem hver og einn temur sér til ferðalaga. Það tekur lengri tíma fyrir einstakling eyþjóð- ar að venjast því sjálfsagða viðhorfi til ferðalaga sem einstaklingur annara þjóða hefur, sem bara fer upp í bílinn sinn og ekur í næsta land eða lönd. Enn finnst sumum Reykvíkingum það meira mál að fljúga til London og heim aftur næsta dag heldur en til Akureyrar. En ef við lítum á málin eins og þau era, þá skiljum við að munurinn er litlu meiri en sá, að í annari ferðinni þurfum við að hafa vegabréf í vasanum — en ekki í hinni. J.H. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. B 37 Kceru vinir! Ég fœri ykkur minar innilegustu þakkir fyrir hlýhug, gjafir og heimsóknir á afmœlisdaginn minn þann 22. janúar sl. Kristinn Danxelsson. Kirkjukór Háteigssóknar óskar eftir söngfólki í allar raddir. Upplýsingar í síma: 39617, 17137 og 34964. Bókavarðarstaða í Norræna húsinu í Reykjavík Staða bókavarðar (yfirbókavarðar) í Norræna húsinu í Reykjavik er laus til umsóknar og verður hún veitt frá 15. júni 1986. Auk faglegra bókavarðarstarfa ber bókavörður ábyrgð á störfum annarra starfsmanna bókasafns Norræna hússins. Staðan felur auk þess í sér að aðstoöa forstjóra við skipulagningu á dag- skrám og starfsemi hússins. Bókasafn Norræna hússins er norrænt bókasafn og hefur auk bóka og timarita tónlistar- og grafikdeild. Bókasafnið veitir ýmis- konar aðstoð og upplýsingar i sambandi við kennslu og félags- störf. Óskað er eftir velmenntuðum bókasafnsfræðingi sem einnig hefur reynslu af ábyrgöarstörfum. Viðkomandi þarf að hafa á valdi sínu a.m.k. eitt norrænt tungumál auk Íslensku. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á norrænni samvinnu. Laun yfirbókavarðar greiðast samkvæmt íslenskum opinberum launataxta. Umsókn berist forstjóra Norræna hússins fyrir 15. febrúar 1986. NORFÆNÁ HÖSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.