Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 26. JANÚAR1986 m bh i L)C tiEIMI EVIEAiyNEANNA Donald Stuherland leikur breska liðþjálfann Peasy. Háskólabíó: FRELSISSTRÍÐ BANDARÍKJANNA HVERS vegna hefur engin viða- mikii kvikmynd verið gerð um frelsisstrfð Bandaríkjamanna gegn Bretum 1775—1783? Það var spurningin sem kvikmynda- framleiðandinn Irwin Winkler spurði sjálfan sig. Hann renndi í gegnum kvikmyndasöfn og komst að raun um að engin meiri háttar mynd hafði verið gerð um þennan merkisatburð, aðeins sjónvarps- þáttur áríð 1976. Irwin Winkler féllust ekki hend- ur. Hann lét kanna þekkingu hins almenna borgara á frelsisstríðinu sem blossaði upp er nýlenduþing Bandaríkjanna lýsti yfir sjálfstæði sínu 4. júlí 1776. Niðurstaða könn- unarinnar var Winkler ekki að skapi. Flestir, aðallega ungt fólk, hafði þá hugmynd um frelsisstríðið að íbúar nýlendunnar hefðu rekiö Breta burt þegar árið 1776 og lifaö í sátt og samlyndi allar götur síðan. Staðreyndin er hins vegar sú, að húsbændur og hjú háðu grimmi- lega baráttu, blóðuga styrjöld í sjö ár eftir sjálfstæöisyfirlýsingu ný- lenduþingsins. „Lái mér svo hver sem vill fyrir að gera þessa mynd," segirWinkler. Myndin sem Winkler talar um heitir einfaldlega Bylting (Revolu- tion) og er splunkuný; frumsýnd í desember síðastliðnum. Há- skólabíó mun taka hana til sýninga á allra næstu dögum. Það er ekkert áhlaupaverk að gera mynd eins og Byltinguna. Stærsti vandinn er hvesu fjarlæg sagan er í tíma. Það kostar mikla peninga og ærna fyrirhöfn að endurskapa tvö hundruð ára gamalt umhverfi. Winkler byrjaði á því að ráða til sín færasta fólk sem völ var á. Þeirra á meðal var bún- ingahönnuðurinn John Mollo. Hugh Hudson var fenginn til að stjórna gerð myndarinnar. Winkler er mjög hrifinn af fyrri myndum Hudsons, en þær eru „Chariots of Fire" og hin vandaða mynd um Tarzan, „Greystoke". Winkler og Hudson fundu engan stað í öllum Bandaríkjunum sem líktist New York gamla tímans, en sagan gerist að miklu leyti í þeirri borg. Og þar eð nausynlegar breytingar, ef þær hefðu verið leyfðar, mundu kosta u.þ.b. 40 milljón dali, ákváðu þeir félagar að taka myndina í Bretlandi. Þeir sömdu við Goldcrest, sem var í mikilli uppsveiflu eftir vinsældir myndanna „Chariots of Fire" og „Gandhi". Nýja myndin varð næsta stóra verkefni þessa ört vaxandi fyrirtækis. Goldcrest lagði tii 15 milljón dali. Þrír frægir leikarar voru ráðnir: Al Pacino, Nastassia Kinski og Donald Sutherland. Þús- undir aukaieikara voru fengnir til að taka þátt í hópsenum og viða- miklum bardögum milli hinna stríð- andi fylkinga. En kvikmyndatakan dróst á langinn. Hugh Hudson er vandvirk- ur og því seinvirkur. Al Pacino veiktist og þúsundir voru á launa- skrá meðan hann jafnaði sig. Kostnaður fór því langt fram úr áætlun. Hann er nú talinn vera um 25 milljónir dala. Framtíð Gold- crest, stærsta kvikmyndaframleið- anda á Bretlandseyjum, er því ekki örugg. Það eru liðin nær tvö ár síðan íslenskum bíógestum gafst kostur á að sjá Al Pacino í kvikmynd; það var í Scarface. Byltingin er því fyrsta mynd þessa merka leikara síðan 1983. Al Pacino á aö baki margar góðar myndir, en þær helstu eru Guðfaðirinn I og II, Serpico og Dog Day Afternoon. Hann var útnefndurtil Óskarsverð- launa fyrir allar þessar myndir, en hlaut aldrei verðlaunin. HJÓ Sundurleitt fið leggur af stað í stríð gegn breska heimsveldinu. Al Pacino og lelkstjórinn Hugh Hudson slappa af milli atriða. Stjörnubíó: Enn ein unglingamyndin — Helmingurinn af„MorgunverÖarklúbbnum" hittist aftur i„St. Elmo’sFire“ sem Stjörnubíó sýnir ánœstunni Unglingamyndum er hægt skipa í marga flokka og einn flokkurinn er klfkumyndir: myndir sem segja frá krökkum í klíku, öriögum þeirra og ást- um. St. Elmo’s Flreer sú tegund unglingamynda og það er Stjörnubíó, sem mun sýna hana á næstunni. Efni myndarinnar er á þessa leið; Krakkarnir í sjömannaklík- unni eru eins ólík og þau eru mörg en þau eru bundin sterkum vináttu- og ástarböndum. Eitt eiga þau sameiginlegt, þótt ólík séu. Eigi eitthvert þeirra í vanda koma hin til hjálpar, hvort sem er á nóttu eða degi. Öll skólaárin hafa þau lifað áhyggjulausu lífi en nú, þegar alvara lífsins og ákvarðanir blasa við kemur það róti á klíkuna. Þau finna að slit er komið í gamla þræði og brátt muni leiðir skilja. Það veldur þeim Joel Schumacher leikstjóri St. Elmo’s Fire. I sársauka en styrkir þó á vissan hátt tryggðabönd, sem aldrei bresta. Leiðtogi hópsins er Alec (Judd Nelson). Hann veit hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur, stjórnmálin eiga hug hans allan. Hann og Leslie (Ally Sheedy) búa saman. Hún er arkítekt og Alec vill giftast henni en Leslie er treg í taumi. Kirbo (Emilio Estevez) er í laganámi og af tilviljun hittir hann Dale Biberman (Andie MacDowell) og ástin blossar upp. Dale er í læknisnámi og vill lítið með Kirbo hafa. Og svo er það vandræðagripurinn. Hann heitir Billy (Rob Lowe) og er drykkfelldur, óáreiðanlegur og lauslátur. Hann skiptir vikulega um starf og ábyrgðartilfinningu þekkir hann ekki. Hann á konu og barn en konan hans Wendy (Mare Winningham) er að eilífu skotin í honum. Kevin (Andrew McCarthy) er hæglátur einfari. Hann vill verða góður blaðamað- ur og rithöfundur en ekkert bólar á að þeir draumar rætist. Og svo er það Jules (Demi Moore), sem er ávallt hrókur alls fagnaðar — falleg, fín og fjörug. Hún hefur unun af næturlífi og vafasömum hressingarlyfjum. Leikararnir í St. Elmo’s Fire eru, þótt ungir séu, talsvert vel að sér í kvikmyndaleik og flestar þær mynda sem þeir hafa leikið í hafa verið sýndar hér á landi. Emilio Estevez, sonur banda- ríska leikarans Martins Sheen, og Rob Lowe léku saman í mynd Francis Ford Coppola The Outsiders og Estevez lék einnig í The Breakfast Club (Morgun- verðarklúbburinn) ásamt þeim Judd Nelson og Ally Sheedy. Rob Lowe og Andrew McCarthy léku saman i Class en óþarft er kannski að taka fram að allt eru þetta svokallaðar ungllngamynd- ir. Leikstjóri St. Elmo’s Fire er Joel Schumacher en Car Wash er sjálfsagt hans frægasta mynd. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.