Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26: JANÚAR1986 Esaira Bandaríkin: Ókeypis gervihnattasj ón varp er brátt úr sögnnni MIÐVIKUDAGURINN 15. jan- úar sl. var enginn sérstakur gleðidagur fyrir þær milljónir Bandaríkjamanna, sem hafa komið sér upp sinum eigin mót- tökuskermi til að taka á móti sjónvarpssendingum frá gervi- hnðttum. Þeir kalla hann T-Dag — T fyrir truflun. „Home Box Office“ og „Ci- nemax“, tvær heistu kapalsjón- varpsstöðvamar, sem senda út kvikmyndir og annað skemmti- efni, byrjuðu á þvi þennan dag að trufla útsendingu alls efnis, sem þær senda um gervihnetti, en fram að þessu hafa skerma- eigendur getað horft á það end- urgjaldslaust. Búist er við, að áður en árið er á enda runnið verði flestar sjón- varpsstöðvamar, sem byggja rekst- urinn á áskrift, og tvær stóru stöðv- anna famar að tmfla sínar gervi- hnattasendingar. Á undanfömum ámm hefur skermaeigendum §ölgað mjög í Bandaríkjunum og víðar og hafa þeir sums staðar getað valið á milli allt að 80 rása þar sem boðið er upp á flest á milli morgunbæna og léttra klámmynda. Sjónvarpsstöðv- amar sjálfar hafa hins vegar litið á þessa iðju sem stuld og em trafl- anir þeirra svar við honum. Kapalsjónvarpsstöðvamar í Bandaríkjunum hafa myndað með sér samtök og munu þau sjá um að selja tækin, sem þarf til að losna við traflanimar. Hefur verðið fyrir hvert tæki verið ákveðið 395 dollar- ar, um 16.000 ísl. kr., og auk þess verður um að ræða mánaðargjald. Hjá „Home Box Offíce" er það 20 dollarar, um 850 kr., helmingi hærra en fyrir afnot af kapli ein- göngu. Tækin til að losna við trafl- animar era þannig úr garði gerð, að ef fólk greiðir ekki mánaðar- gjaldið geta starfsmenn stöðvanna gert þau óvirk með fjarstýringu. Það er ekki aðeins í Evrópu, að farið er að trafla sjónvarpssending- ar frá gervihnöttum. Það kemur t.d. fram hjá Fionu Waters, tals- manni breska sjónvarpsfyrirtækis- ins „Sky Channel", að allar sending- ar þess séu traflaðar. Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, þar sem Ólympiuleíkarnír verða haldnir árið 1988. Sovétmenn eru nú famir að gefa f skyn að þeir muni taka þátt í leikunum. Ólympíuleikarnir 1988: Sovétmenn áforma þátttöku í Seoul Moskvu, 23. janúar. AP. KONSTANTIN Andrianov, fulltrúi Sovétríkjanna f Alþjóða- ólympíunefndinni (IOC), segir f blaðinu Sovietskaya Rossiya í dag að Sovetmenn áæth að ólympíuleikunum f Seoul 1988. Andrianov gengur samt ekki svo langt að fullyrða að Sovét- menn verði í hópi þátttökuþjóða í Seoul. En hann bendir á að mannvirkjagerð í Seoul sé nú svo gott sem lokið og að stjómin í Suður-Kóreu hafi boðizt til að tryggja öryggi allra þátttakenda. Hin opinbera skýring Sovétmanna á ljarvera þeirra frá ólympíuleik- unum í Los Angeles 1984 var sú að öryggi íþróttamanna hefði verið ónógt. Rússar, sem era bandamenn Norður-Kóreumanna, hafa oft lá- tið í ljós óánægju með valið á Seoul og stutt tillögur um að hluti leikanna færi fram í Norður- íþróttamenn til þátttöku f Kóreu. Andrianov segir „ýmsar þjóðir hafi reynt að fá leikana flutta til vegna þeirrar staðreynd- ar að herforingjaeinræði sé við lýði í Suður-Kóreu og lýðræði þar mjög ábótavant." Hann segir að of seint hafi verið að breyta keppnisstað þegar menn hafí tekið við sér. í greininni, sem er svar við lesendabréfí, segir Adrianov Rússa vera mótfallna hugmynd- inni um að leikunum verði í fram- tíðinni valinn fastur staður í Grikklandi. Vitnaði hann til ólympíusáttmálans sem segir að „leikarhir séu eign allra þjóða". Bruce Confer, strætisvagnastjóri í Franktown í Colorado, er einn af þeim mörgu, sem hafa komið fyrir sínum eigin móttöku- skermi. Þessi skermur kostaði um 170.000 fsl. kr. SUMflRBÚSHÐOR Hefur þú athugað hve margt hefur gerst sem auðveldar fólki að eign- ast góðan sumarbústað við sitt hæfi? Eininga-framleiðslu fylgja þessir kostir: • lægraverð • auðveldara og fljótlegra að reisa húsið • hægt að kaupa hús sem er mislangt komið, allt frá fokheldu til fullbúins • hægt að fá þaulvana menn frá framleiðanda til að vinna verk- ið allt; eða að hluta. Auk þess gefa einingahús kaupandanum kost á stærð og innréttingum að eigin ósk. Allt er þaulhugsað, af reyndum fagmönnum, í sumarbústöðunum frá okkur. Raunar er villandi að tala um sumarbústað - hús sem þessi kalla á fjöl- skylduna árið um kring. Verðið lækkar auðvitað um helming ef tvær fjölskyldur slá saman. Og við bjóðum góða greiðsluskilmála. Er ekki einmitt kominn tími til að láta drauminn rætast? Hringdu að minnsta kosti strax, biddu um bækling - og frekari upplýsingar sem þú vilt fá. SAMTAK?pq HUSEININGAR LJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS - HELGARTÓNLEIKAR 1. FEBRÚAR LAUGARDAGINN 1. FEBRÚAR KL. 14.30 í HÁSKÓLABÍÓI. Stj. Jean-Pierre Jacquillat. Einl.; James Barbagallo píanó. Liszt: Ungversk rapsódía nr. 2. Smetana: Moldá, tónaljóð. Copland: „El Salon Mexico“. Gershwin: „Rhapsody in Blue". Stravinsky: Sirkus-polki. Fjölbreytt og skemmtileg tónlist sem flestir þekkja. Miðasala í Bókaverslunum Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.