Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 MUSSOLINI SJÓNVARPSÞÁTTUR um Mussolini á síðustu valdaárum hans, sem myndbandaleigur hafa á boðstólum, vakti nokkurn styrr þegar hann var fyrst sýndur á Ítalíu á síðasta ári, um svipað leyti og 40 ár voru liðin síðan skæruliðar tóku hann af lífi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Flestir vildu gleyma afmæli hins ítalska leiðtoga — II Duce — en myndaflokkurinn vakti mikla athygli. Talið var að rúmlega 10 milljónir manna hefðu horft á síðasta þáttinn af þremur. Kunnir sagnfræðingar segja að mikillar ónákvæmni gæti í myndaflokknum, sem kallast „Io e II Duce“ („Eg og Duce“) og hefur verið sýndur víða um heim. Mussolini er lýst sem hógværum, hávaðalausum og afar venjulegum manni, „einræðisherra í inniskóm“, eins og ítalskur sjónvarpsgagnrýnandi orðaði það. I Einn þeirra sagnfræðinga, sem létu í Ijós álit sitt á myndaflokknum, próf. Gianfranco Bianchi, gerði lítið úr honum og kallaði hann „ævin- týrasögu". Prófessorinn lýsti myndaflokknum á þann veg að hann væri stórgallaður „teikni- myndaflokkur". Framleiðendur myndaflokksins, sem var dýr í framleiðslu og gerður í samvinnu við erlenda aðila, segja að hann sé byggður á víðtækri rannsókn, m.a. viðtölum við „ótal sjónarvotta". Próf. Bianchi hélt því hins vegar fram að myndaflokkur- inn mundi „gefa áhorfendum um allan heim rangar og villandi upp- lýsmgar". Ýmsir kunnir leikarar koma fram í myndaflokknum, þeirra á meðal Bob Hoskins, sem fer með hlutverk Mussolinis, og Anthony Hopkins, sem leikur Galeazzo Ciano greifa, tengdason einræðisherrans og ut- anríkisráðherra hans. Að margra dómi er Hoskins ekkert líkur Mussolini, en þegar leitað var álits hanS á þeirri gagn- rýni sagði hann: „Feginn er ég!“ Fasistaríki Mussolinis hrundi til grunna í styrjöld, sem fáir landar hans vildu. Núlifandi mönnum kann að virðast hann hlægilegur og af- káralegur. Menn virðast aðallega muna eftir „óperustellingum" hans og hryllilegum dauðdaga, en hann var við völd í 23 ár og orð hans voru lög. Mussolini var jámsmiðssonur og skírður Benito í höfuðið á mexík- Á þessum árum var Mussolini einfaldur, fátækur öfgamaður í Mflanó. Hann var ritstjóri blaðsins „La Lotta di Classe" (Stéttastríðið), samdi smásögu andsnúna klerkum og klerkavaldi, („Hjákonu kardinál- ans“), og var fylgjandi sósíalískri byltingu. „Sá sem á stál á brauð," var eftirlætis málsháttur hans. Ungur að árum stundaði Mussol- ini undirróðursstarfsemi í Sviss og Austurríki og var rekinn frá báðum löndunum. Seinna rak hann áróður á móti stríði ítala gegn Tyrkjum út af Tripoli og hafnaði í fangelsi. Mussolini barðist gegn því að ítalir hæfu þátttöku í fyrri heims- styijöldinni. Eftir stríðið sagði hann skilið við bolsévisma, þar sem leið- togar hans hvöttu til alþjóðlegrar samstöðu verkamanna gegn þjóð- legum ríkisstjómum. Hann sigaði stormsveitum svart- stakka sinna (sem voru aðallega fyrrverandi hermenn) á kommún- ista og stuðningsmenn þeirra, sem voru í óða önn að koma á laggimar ráðstjómum í bæjum um alla Norð- ur-ítalíu og boðuðu byltingu. Fas- istar voru ekki síður ákveðnir í því að kollvarpa ríki borgarastéttarinn- ar og hótuðu í rúmt ár að sækja til Rómar í nafni þjóðarinnar. Viktor Emmanuel konungur III taldi að Mussolini gæti bundið enda ;á byltingaröngþveiti og bað hann að taka við stjóminni 1922. Árang- urinn var hin fræga „herganga til Rómar", en raunar fór Mussolini þangað með jámbrautarlest. Síðan kvaddi hann svartstakka sína á Mussolini, Rachele kona hans og böm þeirra (talið frá vinstri) Anna Maria, Romano, Vittorio, Edda (fyrir aftan Vittorio) og Bruno. Ciano greifi: tengdafaðirinn lét skjóta hann. anska byltingarleiðtoganum Benito Juarez. „Einn góðan veðurdag vek ég furðu heimsins," sagði hann við móður sína í bemsku og hann varð staðráðinn í að marka djúp spor í sögunni. I byijun aldarinnar voru margir ungir uppreisnarmenn haldnir svip- uðum metnaði og töldu sig ofur- menni í anda Nietzches. Mussolini var einn þeirra fáu, sem gerðu þennan draum að veruleika. Fáir muna að Mussolini leit eitt sinn á sig sem „Lenín Ítalíu". Lenín svaraði hólinu með því að kalla hann björtustu von bolsévism- ans í röðum sósíalista Evrópu. Cianoogfrú: óumflýjanlegt? FALLIN RISI Umdeildur myndaflokkur um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.