Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 B 5 j$á sem á tvö tæki, dálítið af óáteknum mynd- böndum og aðgang að erlendum kvikmyndum er með gullnámu í höndunum SJÁ: AFÞREVING 100 þúsund hafa komist heilir í höfn Skömmu eftir áramót kom frú Vo Thi Han til Amesterdam ásamt tveimur bömum sínum. Þau komu frá Víetnam og var frúin 100 þúsundasti flóttamaðurinn sem fór frá heimalandi sínu samkvæmt „skipulagðri flutningaáætlun" Sameinuðu þjóðanna. Þessi áætlun hófst árið 1979. Þá streymdu flóttamenn frá Víet- nam yfir Suður-Kínahaf. Oft voru þeir á hriplekum bátum og urðu að auki fyrir barðinu á sjóræningj- um sem hvarvetna vom á sveimi. Árið 1979 er talið að 200 þúsund manns hafi flúið með þessum hætti frá heimalandi sínu. ‘ Eftir að Sameinuðu þjóðimar reyndu að skakka þennan hættu- iéga leik hefur bátafólkinu svokall- BÁTAFÓLK — Hriplekir kláfar, sökkhlaðnir — og sjóræningja- hættan að auki. aða farið fækkandi. Á síðasta ári vom þeir innan við 20 þúsund sem völdu hina áhættusömu flóttaleið en 24 þúsundir fluttust búferlum samkvæmt flutningaáætlun Sam- einuðu þjóðanna. I starfi Sameinuðu þjóðanna er tekið mið af flóttamannasáttmál- um. Því er haldið fram að sérhver einstaklingur eigi rétt á að hverfa úr landi til að komast hjá ofsóknum. Um skeið var það opinbert leyndar- mál að víetnamskir embættismenn högnuðust á því að krefjast greiðslu í gulli frá þeim sem höfðu í huggju að flýja land með ólöglegum hætti. Nú heyrast slíkar raddir vart lengur. Stjómvöld í Víetnam ákærðu nokkra „spillta" embættis- menn fyrir að hafa reynt að hagnast á flóttafólkinu. Þá hafa þau leyft tvöfalt fleiri flóttamönnum en áður að fara flugleiðis til Bankok sam- kvæmt sérstakri heimild. Þeir sem enn kjósa að flýja sjó- leiðis frá Víetnam taka mikla áhættu. Sameinuðu þjóðimar hafa greitt thaílenskum sjóliðum fé fyrir að hræða á brott sjóræningja sem sitja fyrir bátafólkinu. En fólk vílar ekki fyrir sér að leggja út á Suður- Kínahaf þrátt fyrir lélegan farkost og ótta við sjóræningja. í október sl. vom 110 Víetnamskir flótta- menn teknir um borð í skip frá Vestur-Þýzkalandi. Þeir vom á bát sem orðinn var eldsneytislaus úti á miðju hafi. Flóttamennimir sáu 10 skip fara fram hjá en ekkert þeirra kom þeim til aðstoðar. - PETER HULM Eru grösugri dagar framundan fyrir sköllótta? Það gerðist fyrir nokkmm ámm, að fólk, sem hafði tekið inn nýtt ljrf við of háum blóðþrýst- ingi, varð sér til mikillar skelfingar kafloðið um allan skrokkinn. Ekki fer neinum sögum af áhrifum lyfs- ins, sem heitir minoxidil, á blóð- þrýstinginn, en nú em bundnar vonir við, að það geti gefíð sköllótt- um hárið aftur. Forsvarsmenn bandaríska lyíja- fyrirtækisins Upjohns vonast til, að leyfi fáist á þessu ári til að reyna lyfið á sköllóttum mönnum og hefur það þess vegna sótt um framleiðslu- leyfí í Bandaríkjunum og ætlar að sækja um það í sumar fyrir Bret- land. Hármeðalið á að heita Regaine og er það áburður eða lögur, sem inniheldur minoxidil. Þegar sjúkl- ingamir fyrmefndu tóku lyfið var það í töfluformi og olli því, að hár- höfði, heldur alls staðar þar sem hár var að fínna, svo lengi sem lyfíð var tekið. Vora sjúklingamir því fegnastir, að lófamir em lausir við hársekki. Af þessu leiddi það, að árið 1981 uppgötvaði húðfræðingurinn V.C. Weiss, að mauk, sem gert var úr minoxidil-töflunum, læknaði það, sem kallast tímabundinn bletta- skalli. Enginn veit hvemig lyfíð verkar, það hefur engin áhrif á hormónana en kann e.t.v. að auka blóðstreymið til hársekkjanna. LyQafræðingar Upjohns hafa nú reynt lyfið á 4.000 sjálfboðaliðum og segjast þeir ekki vera í neinum vafa um mátt þess og einnig, að það hafí engar óhollar aukaverkan- ir. Bera verður Regaine í hársvörð- inn daglega og mun það þá örva vöxt þess hárs, sem eftir er, og vonandi einnig vekja af þymirósar- svefninum þá hársekki, sem lögðust til hvíldar strax á bams- og ungl- ingsaldri. Eðlilegur hárvöxtur er um hálfur þumlungur á mánuði og þótt hann fjórfaldist mun líða mán- uður áður en eftir því verður tekið. Ef hætt er að taka lyfið, hættir hárvöxturinn einnig. Ef framleiðsluleyfið fæst mun Regaine verða afgreitt eftir lyfseðli en ennþá hafa þeir hjá Upjohn ekki ákveðið hvað lyfíð á að kosta. - CAROLINE RICHMOND BJARGRÁЗ Nýjar stíflur eiga að forða Feneyjum Fyrir dymm standa miklar framkvæmdir í því skjmi að bjarga hinni fomfrægu borg Fe- neyjum frá eyðileggingu. ítalska rfkið og 31 bygginga- og orkufyrir- tæki hafa í sameiningu gert áætlun um að smíða þijá stíflugarða sem eiga að stöðva eyðileggingu borgar- innar af völdum ágangs frá Adría- hafí. Framkvæmdir þessar munu lík- lega taka 10 ár og kostnaður verður um 70 milljarðar króna. Hlutaðeig- andi aðilar hafa undirritað sam- starfssamning, og er þar með bund- inn endir á langvarandi þrætur meðal sérfræðinga og stjómmála- manna, en flestir helztu stjóm- málaflokkar á Italíu hafa látið sig málið varða að einhveiju lejrti. . Fyrirtækin hafa myndað sam- steypu sem nefnist Nýjar Fenejjar. Aðild að henni eiga mörg opinber fyrirtæki og önnur sem em í einka- eign og njóta alþjóðlegrar viður- kenningar. Hinar fyrirhuguðu framkvæmdir munu efla hag Fen- eyja og skapa borginni bjarta fram- tíð. Saga hennar er orðin 1175 ára löng. Gmndvöllur borgarinnar hef- ur jítfnan verið ótraustur í orðsins . fyllstu merkingu, því að hún er reist sem reknir em ofan í botnleðjuna á grynningum Feneyja- lóns og lúta duttlungum flóðs og fjöra. Umhverfíð er stöðugum breytingum undirorpið og þar er háð þrotlaus barátta milli manns og náttúmafla. Af þessu hefur öll saga Feneyja einkennzt og þar hafa löngum verið gerðar miklar ráðstaf- anir til að bjarga borginni og efla hana. Á síðustu 50 ámm hefur yfírborð borgarlandsins lækkað um 15 sentí- metra. Að vísu hefur nokkuð hægt á þessari þróun því að nú er strang- lega bannað að dæla upp gmnn- vatni til notkunar í iðnaði. Eigi að síður heldur jrfírborðið áfram að síga af eðlilegum orsökum. Af þessu leiðir að á flóði streymir sjór um borgina þar sem hún liggur lægst og gerizt það allt að 50 sinn- um á ári. Þann 4. nóvember 1966 kvað svo rammt að, að stormalda skall jrfir torg heilags Markúsar og stóðu byggingar þar í allt að 1,2 metra djúpu vatni. Þá hófst herferð um allan heim sem miðaði að því að bjarga borginni frá eyðileggingu. -THOMASLAND Austurbær Ingólfsstræti Þingholtsstræti Leifsgata Vesturbær Ægissíða 44-78 Úthverfi Rafstöð við Elliðaár Ártúnsholt (iðnaðarhverfi) Langholtsvegur 71-108 Skeiðarvogur NAFN ÓSKAST „Mánudagsmyndir alla vikuna“ Munid þid eftir mánudagsmyndunum, sem Háskólabíó sýndi fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir? Nú höfum við í Háskólabiói ákveðið að taka upp þráðinn. Hver mynd verður sýnd í viku til tíu daga kl. sjö og níu í Regn- boganum alla daga vikunnar. Þess vegna þykir okkur í Háskólabíói nauðsynlegt að finna nýtt heiti á þessar sýningar eða myndir, og viljum við leita eftir tillögum um heppilegra nafn. Verðlaun fyrir besta heitið er frímiði fyrir tvo í eitt ár í Háskólabíó eða Regnbogann. Reglurnar eru einfaldar: Sendu eina eða fleiri tillögur, ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri fyrir ÍO. febrúar 1986. Ef margar tillögur berast með sama verð- launaheitinu verður dregið úr nöfnum sendanda þess heitis. Utanáskriftin er: Háskólabíó v/Hagatorg 107 Reykjavík. ^flÍMg HÁSKÚLABÍÚ sa Bladid sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.