Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 B 31 Akureyrskirjötnar æfa í Jötunheimum Opnaðir form- lega um leið og haldið var upp á 10 ára afmæli LRA Lyftingamenn á Akureyri opn- uðu á laugardaginn formlega nýja æfingaaðstöðu sína í íþrótta- höllinni og nefnist salurinn Jötun- heimar. Salurinn er 100 m 2 að stærð. Lyftingaráð Akureyrar átti einmitt 10 ára afmæli seint á síð- asta ári — og var afmælisveislunni frestað fram yfir áramótin til að geta sameinað þetta tvennt Það var Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi bæjar- ins er tók fyrstu lyftuna í nýja pláss- inu — lyfti 50 kg í réttstöðulyftu eins og að drekka vatn og sagði er hann hélt lóðunum í réttri stöðu: „Ég óska ykkur til hamíngju með aðstöðuna, lyftingamenn — hún á vonandi eftir að reynast ykkur vel.“ Gestum við opnunina var boðið upp á veitingar, þar á meðal stóra „lyftinga-tertu" sem var í laginu eins og lyftingastöng með lóðum á. MorgunbUdið/Skaptí HallgrímMon Bemharð Haraldsson sem lengi vel var formaður Lyftingaráðs Akureyrar skoðar hér myndir á veggjum nýja æfingasalarins ásamt Guðmundi Svanlaugssyni, til hægri. 1 baksýn er Flosi Jónsson formað- ur LRA. Flosi Jónsson, formaður Lyftingar- áðs Akureyrar, kallaði hana Pró- teinköku, sagði 80% af efni hennar prótein. Knútur Otterstedt, formað- ur Iþróttabandalags Akureyrar, skar fyrstu sneiðina og skenkti Hermanni Sigtryggssyni. Síðan réð- ust gestimir hver af öðmm á tert- una og þegar upp var staðið vom leifamar ekki miklar. Margt var um manninn á samkomunni og látum við nokkrar myndir fylgja hér með. Knútur Otterstedt, formaður Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, tekur fyrstu íþróttabandalags Akureyrar, i þann mund að skera væna sneið af „lyftingatertunni". formlegu lyftuna í nýja æfingasalnum. Madonna með aðalhlutverkið? Búið er að biðja Madoiiiiu að fara með aðalliliitverk- ið í nýrri iippfa'rslu á myiidiiini „Og Guð skapaði komina". Það var Brigitte Bardot sem á síiium tíma gerði myndina fræga og mi er það fyrrverandi eigin- maðiir, liennar Rogcr Vadini, sem vill leggja til atlögu að nýju við framleiðslu myndarinnar. Kaiinske liefur smekkur lians breyst með áruniini. COSPER CM» COSPEk Felagsmálastofnún Reykjavikurftörgar Vonarstræti 4— Sími 25500 Við erum að leita að hjartahlýrri og ákveðinni konu eða fjölskyldu, sem vill taka að sér að styrkja og styðja unga stúlku og væntanlegt barn hennar. Efþú ert aflögufær og hefur áhuga hringdu þá ísíma 621611 kl. 13-15 næstu virka daga — helstsem fyrst. Hannyrðavörur í úrvali ÓOINSGÖTU 1 SÍMI 13130 Smyrna- gólfteppi púðarog veggteppi. Tvistsaumur Gobelinsvörur o.m. fleira. 20% afsláttur á jólapakkningum. Þorramatur í sérflokki Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður. Borðapantanir i síma 17759.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.