Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 24

Morgunblaðið - 26.01.1986, Side 24
24 B MÖRGtJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Svavar A. Jónsson Kvenprestar verða að fara eigin leiðir og hafa tækifæri til þess — spjallað við séra Joan Mau Séra Joan Mau er ung bandarísk kona, meðalhá með rauðleitt hár, hlýleg í viðmóti. Eg hitt hana á fundi lútersku kirkjunnar. Hún var ein af hinum vísu konum, sem sitja bak við glerrúður í litlu húsi í fundarsalnum, hlusta á hvert orð og þýða af ensku yfír á þýzku eða af þýzku yfir á ensku með undraverðum hraða um leið og talað er. Það er þó aðeins aukastarf. Hún er lúterskur prestur og um það tók ég hana tali. Ég er fædd f Bandaríkjunum en bjó ýmist þar eða í Þýzkalandi í uppvexti mfnum. Ég lærði guð- fræði í Bandaríkjunum. Námið tekur átta ár og þar af er eitt árið fólgið í verklegu námi. Ég stund- aði líka nám í Hamborg í eitt ár. Hvað segirðu mér af vígslu kvenpresta í Bandarisku lút- ersku kirkjunni? Biskupar geta ekki neitað að vígja konur en þeir geta gert þeim starfíð erfítt. Biskupinn í umdæm- inu, þar sem ég er prestur, er einn hinna allra jákvæðustu. Við erum 12 kvenprestar í umdæminu og hann kallar okkur saman árlega og er með okkur daglangt, aðal- lega til þess að tala við okkur og hlusta á okkur. Þetta gefur okkur tækifæri til að hitta hver aðra og hitta hann. En þess á milli erum við einar. Það er ekki gott, við erum of ^arri hver annarri. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hittast. Hvers vegna finnst ykkur þið þurfa að hittast? Við höfum sérstöðu í ýmsu og þurfum að ræða hana hver við aðra. Við höfum reynzlu í sam- skiptum við annað fólk, sem karl- ar hafa ekki og hafa aldrei haft og geta ekki skilið þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Þetta sprettur ekki af guðfræðilegum rökum heldur sálfræðilegum. Konur eiga auðveldara með að tala um mistök sín og það, sem særir þær. Hefur fólk jákvæðari afstöðu til kvenpresta nú en áður? Afstaða fólks breytist hægt. Fólk setur konur alltaf í samband við karla. Þegar ég fór í fyrsta skipti á elliheimili með karlpresti hélt fólkið að ég hlyti að vera konan hans. Og konan á hár- greiðslustofunni, sem ég fer á, spurði hvað maðurinn minn gerði. En fólk tekur mér vel og ég næ oft afar góðu sambandi við það. Stundum ávarpar fólk mig með fomafni, en karlprestinn, sem er með mér, með ættamafni. Jafnvel þótt ég sé í prestavesti en hann í venjulegum fötum. Þið starfíð tvö saman í presta- kallinu, kvenprestur og karl- prestur. Er það auðveldara fyrir þig en að vera ein eða skiptir það engu máli? Það er erfíðara. Ég á það á hættu að ekki verði litið á mig sem fullgildan starfskraft heldur sem aðstoðarmanneskju. Á hinn bóginn em það mikiir kostir að við getum alltaf talað saman um starfíð. Það getur orðið dálítill munur á starfsaðferðunum því karlar hafa miklu meiri tilhneig- ingu til að leika prestaleik. Heldurðu að þú prédikir samt eins og karlpresturinn, sem vinnnr með þér? í skólanum lærði ég hjá karlmanni, sem hefur haft áhrif á það hvemig ég prédika. En konur prédika yfirleitt persónulegar en karlar, þótt ég ætli ekki að alhæfa neitt. Þær tengja boðskap Biblíunnar daglegum viðburðum og mann- legum tilfinningum. Telurðu að það sé erfiðara fyrir karlana en konurnar í prestakallinu að leita sálusorg- unar hjá þér? Það er komið undir einstakl- ingnum. Samt em sumar konur, sem ég get ekki talað við. En ég get heldur ekki talað við alla karla. Mér finnst talsvert talað um mismunun á giftu fólki og ógiftu. Telur þú að því sé mis- munað? Ég held að ógift fólk eigi erfið- ari aðstæður í þjóðfélaginu. Það miðast svo margt við fjölskyldur ÞETTA er úr bæklingi, sem æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar hefur ljósritað í handriti, tU að auka skilning kirkjufólks á skrirninni. Bæklingurinn byij- ar á því að segja frá sáttmála skírnarinnar og gerir það með lítilli sögu: Hjarðdrengur mætti konungin- um, þegar hann var á Ieið með kúahjörð í hagann. Konungurinn kom ríðandi, nam staðar og heils- aði. Drengurinn tók ofan húfuna og hneigði sig kurteislega. „Hvað ætlar þú að verða, þegar þú verður stór?" spurði kóngur. Drengurinn var ekki vanur að ræða þá hluti við neinn, en úr því að kóngurinn spurði, svaraði hann hikandi, að eiginlega langaði hann til að verða prestur, en hann hefði sennilega ekki efni á að læra í svo mörg ár. Þá sagði kóngurinn: „Taktu nú eftir, drengur minn. Þegar búið er að ferma þig, skaltu koma til mín í höllina, og ég skal hjálpa þér, svo að þú náir takmarki þínu. Ertu sáttur við það?“. Um leið rétti kóngurinn drengnum hönd- ina. Drengurinn varð feiminn og orðlaus, en rétti konungi hönd sína. Sáttmáli var gerður milli þeirra. Bindandi ákvörðun. Og hjarðdrengurinn gleymdi þessu aldrei. Hann hugsaði dag- lega til þessarar stundar og hlakk- aði til að fara á fund konungs en svo fátt við einstaklinga. Það er gert ráð fyrir því að allir séu hluti af kjamaijölskyldu. Fólk lætur í það skína að eitthvað hljóti að vera undarlegt við fólk, sem er ekki gift. Þetta er sérstaklega erfítt í litlum bæjum. Hvað gæti kirkjan gert til að leysa þennan vanda og hvað getur fólk gert sem einstakl- ingar? Ég veit ekki hvað kirkjan gæti gert. En fólk verður líklega bara að lifa lífí sínu og sýna góða fyrirmynd. Fyrirmyndin er alltaf mikilvægust. Vígðistu tíl þess prestakalls, sem þú þjónar nú? Nei, ég var áður stúdentaprest- ur. Ég kenndi og var ráðgjafi og prestur. Ég var fyrsti kvenprest- urinn þar. Það skyggði á prests- starfíð að fólk gat litið fram hjá því að ég var prestur af því að ég var líka kennari og ráðgjafi. Segðu mér af prestakallinu, þar sem þú starfar núna. Þar eru 1.400 skfrðir meðlimir. Við erum tveir prestar, sem störf- um þar jafnhliða. Við þjónum einu prestakalli saman. Það er nýtt. Við vinnum saman að öllu og vinnum prestsverkin til skiptis. Fólk fær ekki að velja milli okkar. Þessar reglur höfðu verið settar áður en ég kom. Ef fólk er sér- staklega tengt öðru okkar gerum eftir ferminguna. Og þegar dreng- urinn verður gamall maður, segir hann trúlega eitthvað á þessa leið: „Mikilvægasta stund lífs míns, var þegar ég sem drengur mætti konunginum. Þá tók líf mitt rétta stefnu og ég gat gengið óhikað fram til þess marks, sem fram- undan var.“ Þessi saga getur minnt okkur á skímina. Þýðingarmesta stund lífs okkar er við skímina. Við erum þá ekki stór, en þó mætir Guð okkur sjálfur og býðst til að leiða okkur að því marki sem hann hefur sett og er okkar hamingjuleið. Um þann sáttmála skulum við hugsa daglega og þakka. Þegar við ætlum að útskýra hvað Skím er, notum við margar líkingar. Vatnið í skíminni er tákn þess að Guð hreinsar mig af allri synd. Fyrirgefning Guðs er þess vegna einfaldlega sýnileg í skíminni. Guð frelsar mig frá syndinni til að lifa í frelsi hans. Barn Guðs var ég í skíminni. Guð tekur mig að sér af því að hann elskar mig. Ég má lifa með Guði hjá Guði alltaf af því að ég er bam hans. Endurfæðing. Við fæðingu emm við böm foreldra okkar og þegnar í því landi sem við búum í eða tilheyrum. En í skríminni verður ný fæðing. Ég fæðist þá eða Um skíraina Ég held að ógift fólk eigi erfíðari aðstæður i þjóðfélaginu. Það miðast svo margt við fjölskyldur en svo fátt við einstaklinga. við þó kannski undantekningar eða ef einhveijar sérstakar ástæð- ur em til þess að annað okkar vinni verk, sem hitt ætti annars að vinna samkvæmt starfsskipt- ingunni milli okkar. En við ákveð- um það okkar á milli. Við önnumst allar jarðarfarir saman. Við tölum saman um allt, sem þarf að gera. Segðu mér af guðsþjónustunum í söfnuðinum. Það koma þijú til flögur hundr- uð manns í venjulega messu. Við höldum tvær guðsþjónustur á hveijum sunnudegi, kl. 8.30 og 10.50. Á milli þeirra er sunnu- dagaskóli. Við prédikum til skiptis en þjónum bæði í báðum guðs- þjónustunum. Fólk úr söfnuðinum les ritningartextana og söfnuður- inn tekur vel undir sönginn. Altar- isganga er einu sinni í mánuði, á fyrsta sunnudeginum. Hefur fólk sérstakar hug- myndir um það hvernig prest- urinn eigi að vera? Já, fólk hefur ýmsar hugmyndir um það. En það er auðveldara fyrir mig að sleppa frá þeim af því að konur hafa meira frelsi til að fara eigin leiðir í prestsstarf- inu. Við verðum að fara eigin leiðir og við höfum líka tækifæri til þess. Með því getum við líka hjálpað karlprestunum til að fínna sínar leiðir. Hvernig finnst þér að vera prestur? Ég er mjög hamingjusöm yfír því. Auðvitað eru vandamálin ýmisleg. En það er yndislegt að vera prestur. endurfæðist, sem bam Guðs. Nýtt lff byijar - líf með Guði. Dáinn og upprisinn. Skírain er þannig í senn tákn þess að ég dey með Jesú og rís upp með honum. Lesum Róm. 6.3-4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.