Morgunblaðið - 26.01.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 26.01.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 B 7 VJterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! París, 24. janúar. AP. ÞAÐ ER öldungis líklegt að Jack Lang, menningarmálaráðherra Frakklands, verði atvinnulaus á næstunni. Alténd bendir allt til þess að Sósíalistaflokkur Fran- cois Mitterrands, forseta, bíði ósigur í þingkosningunum 16. mars. En þessi vinnugiaði ráð- herra lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir óvissa framtíð. Það er mál margra að Lang sé hæfasti og vinsælasti umsjónar- maður menningarmála í Frakklandi frá því að Charles deGaulle bjó til embætti menningarmálaráðherra handa rithöfundinum Andre Mal- raux fyrir réttum 30 árum. Lang dregur ekki dul yfír póli- tískar skoðanir sínar og hann hefur verið ærið athafnasamur í embætt- istíð sinni. Lang er dyggur stuðn- ingsmaður sósíalískrar stefnu Mit- terrands. Engu að síður hefur honum tekist að vinna sér hylli leiðtoga stjómarandstöðunnar, sem allajafna eru hlynntir ópólitískum menningarmálaráðherrum. Lang fellur einnig almenningi í geð. I nýlegri skoðanakönnun kemur fram að byggingafram- kvæmdir þær, sem hafnar hafa verið fyrir tilstilli ráðherrans, njóta 66 prósenta fylgis. Pýramídi í Louvre Þeirra á meðal eru miklar við- gerðir á Louvre-listasafninu. Þar á meðal annars að reisa glerpýramída í hallargarðinum eftir japanska arkitektinn Pei. Jafnframt því að vera til skrauts verður gengið um pýramídann inn í safnið. Auk þess eru hafnar framkvæmdir að nýju 2.700 sæta óperuhúsi við Bastilluna og risavöxnu vísinda- og tæknisafni í norðurhluta Parísar. Það er ekki að ástæðulausu að Lang hefur ýmsu áorkað frá því hann tók við embætti: Fjárveitingar til menningarmála hafa tvöfaldast síðan 1981 og eru nú eitt prósent af fjárlögum. Lang hefur tekist að endurvekja áhuga á franskri tónlist og rifíð franska kvikmyndagerð upp úr lægð með ríflegum fjárframlögum. Tæplega 200 franskar kvikmyndir voru framleiddar á síðasta ári og með því að afnema skatta hefur Lang gert einkaaðiljum eftirsóknar- vert að styrkja kvikmyndagerð. Lang hefur lagt sitt af mörkum tii að gera París að höfuðborg heimsins í matgerðarlist og fata- tísku með því að láta reisa nýtt tískusafn og stofna háskóla í mat- gerðarlist. Hann hefur einnig veitt teiknimyndasagnagerð opinbera viðurkenningu, sem og auglýsing- um og ljósmyndun. Og á þeim svið- um skara Frakkar fram úr. Lang er fjölskyldumaður, sem skokkar sér til afslöppunar og hefur unun af að töfra fram framandi rétti í eldhúsinu. Hann er viðkunn- anlegur, vel máli farinn og hlustar af athygli. Lang er þaulsetinn í hanastélsboðum sveitarstjóma og í menningarmiðstöðvum víða um landið að eigin sögn vegna áhuga síns á að kynnast hugsunarhætti og skoðunum íbúa landsins. Jack Lang Perú og Nígería aðvöruð: Fá ekki ný lán án þess að greiða af þeim eldri VIÐEYJAR SUND vínalegír veístu- og ráðstefnusalir FLUGLEIDA /HT HOTEL Sími 82200 Frakkland: Jack Lang aflar listum lýðhylli DAVID C. Mulford, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna, varaði í dag Nígeríu og Perú við því, að þau fái færri ný lán nema því aðeins, að þau standi í skilum með greiðslur af eldri lánum. Stór hluti þessara lána var tekinn hjá bandariskum bönkum. Nýkjörin stjóm Perú hefur til- kynnt, að hún muni takmarka greiðslur af eldri lánum við 10% af því, sem landið getur aflað með því að selja vömr sínar erlendis. Nígería er einnig í þann veginn að takmarka þessar greiðslur við 30-60% af tekjum sínum af út- flutningi. Mulford, sem fer með alþjóðafjár- mál í bandarísku stjóminni, til- greindi ekki, hve mikið lánsfé þessi lönd kynnu að vilja fá. Hann sagði hins vegar, að Mexíkó, sem líkt og Nígería hefur orðið illa fyrir barðinu á verðlækkuninni á olíu að undan- fömu, kynni að þurfa 6,5 milljarða dollara á þessu ári, ef olíuverðið á eftir að lækka enn frekar. Sam- kvæmt núverandi lánsfjáráætlun sinni hefur Mexíkó farið fram á 4 milljarða dollara. Mulford kvað það skoðun sína, að þegar litið væri á þróunarlöndin í heild, ætti veruleg olíuverðslækk- un eftir að verða þeim í hag. Auglýsingastofa Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.