Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIg, SUNNUDAGUR 26, JANÚAR 1986 B >29 Bandaríkin: Vaxandi greiðslu- halli ríkissióðs Washíngton, 24. jan. AP. MÁNAÐARLEGUR greiðsluhalli ríkissjóðs Bandaríkjanna minnkaði niður i 14,66 milljarða dollara í desember og varð þannig 56% minni en í nóvember. Er þetta að þakka betri innheimtu á sköttum að því er talið er. Þrátt fyrir þetta nam greiðsIuhalU ríkissjóðs Banda- rikjanna þijá fyrstu mánuði yfirstandandi fjárhagsárs 75,13 milljörð- um dollara, sem er 5% meira en árið áður. Þessar nýju tölur þykja styrkja spár stjómar Reagans forseta og fjárlagaskrifstofu þingsins um, að greiðsluhallinn eigi eftir að verða yfir 220 milljarðar dollara á þessu fjárhagsári og fara þannig fram úr halla síðasta fjárhagsárs, sem lauk 30. september sl. en þá var hann 211,9 milljarðar dollara. Samkvæmt svonefndum Gramm-Rudman- lögum, sem sett voru nýlega, á niðurskurður á ríkis- útgjöldum um 11,7 milljarða dollara að eiga sér stað 1. marz nk. Gert er ráð fyrir, að með honum muni greiðsluhallinn minnka niður í 208,3 milljarða dollara á þessu fjár- hagsári. Með þessum lögum er ætlunin að draga enn frekar úr greiðsluhall- anum niður í 144 milljarða dollara á flárhagsárinu 1987, sem hefst 1. október nk. og síðan enn frekar stig af stigi um sömu fjárhæð á hveiju ári, unz ijárlagahallanum hefur verið eytt árið 1991. Reagan forseti hyggst leggja fjárlagafrumvarp sitt fyrir 1987 fram á þingi 4. febrúar nk. Ef þingið og ríkisstjómin ná ekki samkomulagi um nauðsynlegar lækkanir, ganga lækkanimar á rík- isútgjöldunum sjálfkrafa í gildi í október nk. Chile: Herforingjar gegn Pinochet Santiago, 24. janúar. AP. YFIRMENN sjó- hers, flughers | og lögreglu í ' Chile hafa s ákveðið í kyrr- |þey að Augusto ! Pinochet, her- •foringi, skuii lláta af forseta- embætti í her- foringjastjórn- inni eftir þijú forseti herfor- ár. ingjastjómarinnar Fyrsta SÍnnÍ frá því að Salvador Allende var steypt úr forsetastóli 1973 heyrast nú raddir úr her- búðum Pinochets að hann ætti að láta af embætti. í stjómarskrá Chile frá 1980 er kveðið á um að Pinochet eigi að gegna forsetaembætti fram í mars 1989. Hvað þá tekur við hefur verið eitt helsta deiluefni herforingjastjómarinnar undan- farið. Samkvæmt stjómarskránni eiga fjórir æðstu herforingjar landsins að koma saman 1988 og Augusto Pinochet, velja forseta, sem gegna á emb- ætti til 1997. Úrskurður herfor- ingjanna verður að vera sam- hljóða. Bandaríski þingmaðurinn John McCain fór til Chile nú í janúar. Hann ræddi við yfírmann sjóhers- ins, Jose Toribio Merino, aðmírál. Merino tjáði þingmanninum að hann myndi greiða atkvæði gegn því að Pinochet yrði tilnefndur til að sitja áfram. Yfírmenn sjóhersins og lögregl- unnar era á sama máli, að sögn ýmissa stjómmálamanna frá Chile. Pinochet hefur neitað að útiloka annað forsetatímabil, þrátt fyrir mikla andstöðu hins almenna borgara. Ymsir frammámenn í hemum segja að Pinochet sé svo óvinsæll að það væri skaðlegt hemum að hann sæti áfram eftir 1989 og lagt hefur verið til að Pinochet bjóði sig fram sem almennur borgari í kosningum, sé hann ekki reiðubúinn til að setjast í helgan stein að þremur áram liðnum. Tökum að okkur að annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Útvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VEITlNQAtíÚSIÐ Endurnýjun áskriftarkorta — Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudagstónleikar — síðara misseri 6. febr. Stj. Jean-Pierre Jacquillat. Einl. Nancy Weems píanó. Efnisskrá: Atli H. Sveinsson, Mozart, Kodály 20. febr. Stj. Klauspeter Seibel. Kór ísl. Óperunnar. Einsöngvarar. Carl Orff: Carmina Burana. 6. mars Stj. Jukka Pekka Saraste. Einl. Janos Starker selló. Efnisskrá. Jón Leifs, Prokofief, Brahms. 20. mars Stj. Thomas Sanderling. Einl. Szymon Kuran fiðla. Efnisskrá: Beethoven, Szymanowski, Wagner. Endurnýið áskriftarkortin fyrir 31. janúar í Háskólabíói alla virka daga kl. 14—18. Nýir áskrifendur velkomnir. Greiðslukortaþjónusta. 3. apríl. Stj. Frank Shipway. Einl. Martin Berkofsky píanó. Efnisskrá: Rachmaninov, Sjostakovits. 17.apríl Stj. Páll P. Pálsson. Eins. Ellen Lang sópran. Efnisskrá: Páll P. Pálsson, Sibelius. 15. maí Stj. David Robertsson. Einl. Manuela Wiesler. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson, Sand- ström, Prokofief. 22. maí Stj. Jean-Pierre Jacquillat. Efnisskrá: Ravel, Berlioz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.