Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 frá þessu. Ég ákvað að gusa þessu framan í hana fimm mínútum áður en strætó átti að fara. Hún keyrði mig uþp á fæðingardeild. Fóstur- eyðingin var ógeðsleg og ég lá þama í fjóra sólarhringa á eftir. Síðan var ég send á neyðarathvarf unglinga eina helgi á eftir til að ég dytti ekki í það.“ Stór skellur á ný í lok nóvember er skellurinn aftur stór. Helga byijar fyrri iðju af full- um krafti. „Ég hitti fullt af fólki inn á Hlemmi. Við förum í herbergi í Breiðholtinu aftur. Þetta var ruddalið, nóg eiturlyf og líklega samankomnir allir helstu glæponar borgarinnar. Þama var ég búin að vera í nokkra sólarhringa, þegar ég varð að leita lækningar vegna kynsjúkdóms. Fór á Landspítalann til að fá pillur og lenti þar hjá fé- lagsfræðingi sem lét mig líta í spegil. Ég hafði bara ekki gert það í marga daga og hún fór yfir sukk- lífið mitt síðustu átta daga. Ég féllst á að fara aftur inn á Vog, nægði eiginlega að horfa framan í sjálfa mig, baugana og hrikalegt útlitið. Félagsfræðingurinn bauðst til að keyra mig beint af Lansanum. Ég var með fulla vasa af pillum, gleypti þær allar um leið og hún sá ekki til, og man síðan ekkert. Það slokknaði á mér og ég man ekkert af fyrstu sólarhringunum þama. Helga fór af Vogi í framhalds- meðferð og kom þaðan fyrir nokkr- um dögum. ífyrstu dagamir „úti“ eru erfíðir og freistingamar marg- ar. Strákar utan af landi, sem út- skrifuðust af sama stað viku á undan Helgu, eru þegar fallnir og höfðu samband sama daginn og Helga og vinkona hennar útskrifuð- ust. Hún segist ekki vita hvað fram- tíðin beri í skauti sér, hún ætli aðeins að átta sig á hlutunum. Varðandi nám segist hún hafa í hyggju að ljúka grunnskólaprófi í kvöldskóla og ætla að vinna með náminu. Hún á boð um að fara til Bretlands með Drake-hópnum í júlí- mánuði og telur það hjálpa sér mikið, að hafa það markmið að keppa að, en strangar kröfur eru „Þú ferð bara niður á Hiemm eða niður á Torg, bíður smástund og lætur skiljast á hreyf ingunum að þú sért að leita. Ef ein- hver kemur ekki til þín, þá ferð þú til þeirra, það er enginn vandi að þekkja þá, og segir: Áttu stuð, eða geturðu reddað í pípu eða í nös. Þá er labbað með þér útfyrir og gengið frá kaupunum. gerðar til þeirra sem eru í hópnum um að þeir haldi sér utan við „rugl- ið“. Framtíðarsýnin er að komast í skóla til að læra ljósmyndun á Flórída. Hún býr nú með vinkonunni sem útskrifaðist sama daginn og hún, en vinkonan er 18 ára. Eitt af markmiðum Helgu er að ná meira sambandi við jafnaldra sína, en í „ruglinu" hefur hún alltaf verið með langtum eldra fólki. Aðspurð um hvort henni finnist hún betur í stakk búin nú til að takast á við vandamál- in en eftir fyrri meðferðir segist hún nú eiga betur með að kljást við tilfinningamálin og að viðhorfin séu öðru vísi. „Ég hef til dæmis aldrei getað sagt mömmu að mér þyki vænt um hana, að ég elski hana. Ég get það núna, hugsa ég. Þá leit ég alltaf niður á AA-fólk, nú lít ég fremur upp til þess fólks, sem eitthvað er að gera í sínum málum. Eitt skil ég ekki en það er af hveiju pabbi og mamma vilja enn fá mig heim. Ég er búin að koma skítalega fram við þau, sérstaklega pabba. Alltaf látið hann heyra að hann eigi ekkert í mér, ég ráði mér '<$5 WAa íjcAvw CoóU sur \dcX <WVvM" Nmí\o. 'C'ívij\U^Mv\ VoAA v^móvA 'V'U ekiv- 'ycxA bVáW NpoÁ a VjíxVav- v.vm\\)\xvwx&. ÍKvém ■ '0» öovvv v \vc\o. \oVm oicfcu. -.'v a*- \jcmA ^Sjtíou OíJ CMvAo. , V«J-\V\Oc VÓl^y-V t\o.V\v\o, \lXA viW v\4"C\ O' áo-vo ■&OOT-.U ^i\ c^odí-o \o\ov &xv\ ? 4)Wj.wv\ Wv\A M \oV'VJ^K \j\J-\v\v\ y fe* «3rvM\ajWwv> OÁxaw.0^ |\MW \xJjT \JÚ%W\ tjVoA íaWVocA Vý\ CaÖ Sujíw.U'aW v^jú & yA sjálf og ég hefi verið afbrýðisöm út í systkini mín, — hef líklega viljað eiga mömmu sjálf og ein út af fyrir mig. Ég er að átta mig á þessu. Ég geri þeim áreiðanlega bezt með því að vera sjálf „straight", það segir hún að þýði að halda sér þurri og frá eiturlyfjum. Vísur þessar eru undirritaðar af Helgu en þœr orti hún í fyrstu meðferð sinni á Vogi í janúar 1985, þá 15 ára. Hún gaf móður sinni þær eftir að hún kom heim. Henni er þessi gjöf dóttur sinnar kær og lán- aði þærfúslega til birtingar ef þær gætu orðið öðrum til varnaðar. „Ósköp venjulegt fólk sem selur okkur“ — Helga hefur hér að framan upplýst hversu auðvelt er að verða sér út um pillur en hvað með önnur eiturlyf, hass og þaðan af sterkara. Ég spyr hana nánar út í þetta. „Þú ferð bara niður á Hlemm eða niður á Torg, bíður smástund og lætur skiljast á hreyfingunum að þú sért að leita. Ef einhver kemur ekki til þín, þá ferð þú til þeirra, það er enginn vandi að þekkja þá, og segin Áttu stuð, eða geturðu reddað í pípu eða í nös. Þá er labbað með þér útfyrir og gengið frá kaupunum. Annars er þetta komið um allt núna, meira að segja hægt að versla á öllum skemmtistöðum. Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkr- um árum að hægt væri að kaupa í Þórskaffi, en það er hægt núna. En þetta er orðið dreifðara. Það eru margir hópar, hver og einn svona 20-30 manns. Ég er búin að frétta, að það er sérstaklega gott efni á markaðinum núna. Það er svona ósköp venjulegt fólk, sem kaupir úti og selur okkur, ef þú ert að spekúlera í því. Það selur okkur þó ekki beint sjálft, lætur aðra gera það sem fá svo efni eða peninga í staðinn." Það er langt frá því, að sá sem þetta ritar hafi verið að hugleiða, þegar Helga var kvödd með ósk um að henni mætti takst að halda sér sem lengst frá „ruglinu", hvort þetta sé „venjulegt fólk“, sem selur bömum og unglingum eiturlyf. Hugsunin gekk út á það úr hveiju það fólk sé eiginlega gert, sem getur hugsað sér að hagnast á því- líkum bágindum. Megi þeir sölu- menn dauðans, eins og þeir hafa réttilega verið kallaðir, eiga langar og margar andvökunætur við að finnasvarvið því. Helga kvaddi með ósk um að saga hennar yrði öðrum víti til vamaðar. Hún hafði á orði að lík- lega myndu margir „fatta hver hún væri á lýsingunni, en það gerði þá bara ekkert til,“ sagði hún — „ef einhveijir krakkar fatta hvað þetta er ógeðslegt“. Þessir menn eru hreinlega að drepa fólk — segir móÖirHelgu um „sölumenn dauÖans“, en hún telur tímann einn geta skoriö úr um hvort Helga veröur aÖ manneskju ili, eins og fram kemur í viðtalinu við hana. Varðandi stöðu Helgu í dag segir móðir hennar, að auðvitað fínnist sér æskilegast að Helga komi heim, þau vilji fá hana, en mikil spenna og tog- streita sé ríkjandi á heimilinu - að stór- um hluta vegna þessa máls - og eflaust rétt hjá Helgu að vera fremur hjá vin- konu sinni. Þó það sé tvíbent, þá hljóti þær að geta styrkt hvor aðra. Aðspurð um hvað henni fínnist á skorta félagslega segir hún, að af feng- óðir Helgu er skiljanlega orðin illa farin eftir allt það sem dóttir hennar hefur upplifað. Hún segir álagið vegna þessa gífurlegt á heimilinu, en hún hafi af fremsta megni reynt að láta það ekki bitna á systkinum Helgu, sem eru yngri en hún. Hún hefur mjög miklar áhyggjur af Helgu þessa dagana, spumingin um hvort hún muni standa sig nagar hana nótt og dag. Hún sagði m.a., er rætt var við hana um Helgu: „Tíminn einn getur skorið úr um það, hvort dóttir mín verður að manneskju eða hvort hún fer eins og hin. Það er sárt að vita ekkert og geta ekkert gert. Mér finnst tími til kominn að fólk opni augun fordómalaust og geri sér grein fyrir hvað um er að vera.“ Helga var að sögn móður hennar mjög athafnasamt bam, 8-9 ára var hún mikið í íþróttum. Hún segir Helgu hafa blekkt sig og alla umhverfis í mörg ár. Hún hafi til dæmis alls ekki gert sér grein fyrir hversu illa var komið fyrr en Helga var orðin 14 ára. Móðirin er ekki alveg sátt við ríkisreknu unglingaheimil- in, sem Helga hefur verið langdvölum á. Segir m.a., að hún viti nú, að þeir vasa- peningar, sem henni og eiginmanni hennar hafi á sínum tíma fundist nokkuð háir, og þau vom látin senda henni, hafi allan tímann farið beint í vínkaup. En þá var Helga 12 ára á unglingaheim- inni reynslu hljóti eitthvað að þurfa að taka við hjá unglingum sem koma úr góðri meðferð. Unglingamir séu at- vinnulausir og leiti strax í sama hópinn. Hún gæti hugsað sér einhvers konar sambýli, en með áframhaldandi meðferð þar sem gerðar væm kröfur til þeirra um að standa sig. Hnútarnir voru heil flækja Um ástæður þess að svo fór fyrir Helgu segir móðir hennar: „Félags- fræðingar tala sífellt um hnúta í fjöl- skyldulífínu, en þessir hnútar vom í Helgu tilfelli í reynd heil flækja, óleysan- leg að því er virðist. Annars finnst mér að fjölskyldunum sé alltaf kennt um. Á þessu heimili er til dæmis engin óregla, ekki einu sinni reykt, og allt virðist ganga vel með yngri bömin. Ég þekki hvemig það er að búa með áfengissjúkl- ingi. Ég skildi við einn slíkan, föður Helgu. Það er hægt að skilja við eigin- mann, en það skilur enginn við bömin sín. Áfengissýkin er slæm en ástandið þar sem eiturlyf em annars vegar er ólýsanlegt. Sveiflumar em gífurlegar og það veit aldrei neinn á hveiju má eiga von næst. Ég held, þegar ég hugsa um þessi eiturlyf, að maðurinn sé að tortíma sjálfum sér, það þarf ekkert annað til að koma. Ég fyllist kenndum sem ég get ekki lýst, þegar ég hugsa um þá sem hagnast af sölu eiturlyQa. Ég veit ekki hvað ég vil að gert sé við þá, en það þarf að herða viðurlög mjög mikið. Þessir menn em hreinlega að drepa fólk. „Elskulegustu krakkar sem eru farnir yfir móðuna miklu“ Móðir Helgu hafði á orði að lögreglan hefði reynst sér mjög vel, iðulega hringt og látið sig vita af henni. Hún ræddi einnig um bömin og unglingana sem eins hefur verið ástatt með. „Þau em til dæmis öll farin yfir móðuna miklu nema Helga, sem vom með henni fyrst á unglingaheimilinu, og þau týna stöðugt tölunni. Þetta vom allt elskulegustu krakkar og ég er uggandi um, að það séu miklu fleiri en við gemm okkur grein fyrir, sem eiga við svipaða erfíðleika að etja. Ég vona bara að augu fólks opnist án þess að því fylgi fordómar," sagði móðir Helgu að lokum, en þetta stutta viðtal reyndi auðsjáaniega mjög á hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.