Morgunblaðið - 30.01.1986, Side 15

Morgunblaðið - 30.01.1986, Side 15
15 í bið verður árangur hans að teljast vel sómasamlegur. Tékkinn Pavella hlaut sigur i mótinu og krækti í 7 vinninga af 9 mögulegum. Þetta er í annað sinn sem hann er sigur- vegari í Hallsberg, þó sigurinn væri ekki átakalaus því Galego frá Portúgal hlaut jafnmarga vinninga, en varð lægri á stigum. Röð efstu manna varð þessi: 1. Pavella (Tékkóslóvakíu) 7v. 2. Galego (Portúgal) 7 v. 3. N.L. Carr (Englandi) 6v. 4. Johanson (Svíþjóð) 6v. ■» 5. Þröstur Þórhallsson 5v. i Aðrir keppendur voru neðar. Hvítt: Þröstur Þórhalsson. u Svart: J. Gullbrand (Svíþjóð) - 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - li Bb4?, (Það er hulin ráðgáta hvi i.menn freistast æ ofan í æ til að rrtefla þetta afbrigði á svart, þrátt li fyrir svartan orðstír.) 6. e4 — Rd5, 7. Bd2 - Rxc3,8. bxcS - Bf8 (Allt hefiir þetta sést áður þótt 8. — Be7 sé vinsælla.) Dg4 — a6? (9. — Rc6, 10. f4 — d6 var auðvitað betra.) 10. Bd3 - d6, 11. f4 - i.g6? 12. h4 (Auðvitað, nú þrengist rr mjög að svörtum.) 12. — h5, 13. , Df3 - Dc7, 14. 0-0 - Rc6, 15. iexd6 — Dxd6 (15. — Bxd6 var £ betra.) 16. Rxc6 — bxc6, 17. Be4 t — Bd7, 18. Be3 — f5 (ljótur leikur, en fátt var til vamar.) 19. Hadl! MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Hinir ólíklegu rútubílaræningjar afhjúpaðir að lokum. Ogæfulegar andhetjur Kvihmyndlr Sæbjöm Valdimarsson REGNBOGINN: Stigamenn — Restless Natives * Leikstjóri: Michael Hoffman. Handrit: Ninian Dunnett, Kvik- myndataka Oliver Stapleton. Tónlist: Big Country. Aðalhlutverk: Vincent Friell, Joe Mullaney, Teri Lally, Ned Beatty, Robert Urquhart, Bemard Hill, Ianin McCaU. Bresk frá EMI, 1985. Litlar spumir hafa borist af kvik- myndagerð nágranna vorra, Skota, en nokkur snilldarverk eftir Bill Forsyth hafa þó skolast til landsins, bæði til sýninga í kvikmyndahúsum, (Local Hero) og á myndböndum, (Gregory’s Girl, Comfort and Joy). Sýning Stigamanna vekur því nokkra eftirvæntingu. Myndin segir frá tveimur ofur venjulegum og hálf atvinnulausum Skotum, sem fremja rán á ferða- mönnum í skoðunarferðum til að rífa sig uppúr auraleysi og andlegu volæði. Til að byrja með gengur stigamennskan með ágætum, kumpánamir verða fréttamatur og fá Hróa hattar komplexa. Fljótlega þykir amerískum kerlingum eftir- ■ b c d • l o h (Biskupinn má ekki hirða því 19. — fxe4, 20. Dxe4 — Bg7, 21. Dxg6+ — Kd8, 22. f5 og hótanir hvits eru óveijandi.) 19. — Dc7, 20. Bd3 — Bg7, 21. Bc5 (Hindrar hrókunar- réttinn.) 21. - Da5, 22. Df2 - Hh7 (Sú saga er sögð að andstæð- ingur Kasparovs hafi eitt sinn þurft að leika svipuðum hróksleik gegn meistaranum í afkáralegri stöðu. Skellihló þá Kasparov að andstæð- ingnum og rúllaði honum upp í fá- einum leilqum, kannski svipuð meðferð og svartur fær nú?) 23. Bc4 - Bf6, 24. Bb4 - Dc7, 25. Hfel — He7? (Til lítils var þetta flakk á hróknum en staðan var gjörtöpuð.) 26. Bxe7 — Bxe7, 27. Dd4 - Da7, 28. Dxa7 - Hxa7, 29. Bxe6 og svartur gafst nú upp og þó fyrr hefði verið. sóknarvert að láta ræna sig og ferðamannastraumurinn tekur fjör- kipp. Annar lúðinn nær sérí kven- mann, hinn kynnist alvöruglæpa- manni og er það upphafíð á endi ránsferðanna. Því miður er enginn Forsyth á ferð, Stigamenn er heldur lítilflör- leg gamanmynd sem fellur fyrst og fremst á því að hún fjallar um ákaf- lega aulalegar persónur sem litla samúð fá hjá áhorfandanum. Það fær enginn þá tiltrú á þeim að þeir geti þrifíð sig andskotalaust, hvað þá heldur meira. Þessum uppburð- arlitlu ungmennium þústuðum af atvinnuleysi Jámfrúarinnar og meðfæddum vesaldóm, á þó að Ifð- ast heilt sumar, að ræna hundruð túrista með barnagull að vopni, hafa lögregluna að fífli og heilla fegurðardísir. Allt er þetta heldur vandræðaleg framsetning sem kæfír allar leyndar meiningar í fæðingunni. Vinnubrögðin eru heldur slök, bestu hlutina gerir kvikmyndatöku- maðurinn þegar hann gleymir myndefninu og vísar myndavélinni til fjalla, (hann skyldi þó ekki hafa verið á mála hjá skoska ferðamála- ráðinu?). Myndefni á borð við Stígamenn á kannski erindi í skoska sjónvarp- inu, þó ríkir þar vonandi betra skopskyn en svo. Myndin færir mann jú heim sanninn um eitt: Glæpir borga sig ekki nema í léleg- um myndum. - ■' j Um mjólk og tennur eftír ór. Jón Óttar Ragnarsson Allt fra þvi tennurnar byrja að mynaast þurfa þær kalk, fyrst til uppbyggingar, siðar á ævinni til viðhalds Með daglegri mjólkurneyslu er líkamanum tryggður lágmarks kalkskammtur, og þannig unnið gegn hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts. Tennurnar fá þannig á hverjum degi þau byggingarefni sem þær þarfnast og verða sterkar og fallegar fram eftir öllum aldri. Cleymum bara ekki að bursta þær reglulega. Mjólkin gefur gott útlit Meö góðu útiiti er yfirleitt átt við fallega líkamsbyggingu, hæfilegt holdafar, fagurt andlitsfall, heilbrigðar tennnur og góða húð. Fæða hefur bein áhrif á úttit okkar og vellíðan. Tengsl mataræðis og útlits eru svo margslungin að næstum öll næringarefni fæðunnar, yfir 40 talsins, koma þar við sögu. Öll vijjum við líta vel út. En sýningarfólk bvggir atvinnu sína og afkomu á góðu útliti. Ragna Sæmundsdóttir er ein okkar efnilegasta fyrirsæta. Hún veit að mjólkurdrykkir hafa umtalsverð og jákvæð áhrif á útlit okkar. Hún drekkur mjólk daglega. Úr mjólkinni fáum við kalk og magníum fyrir tennur og bein og A-vítamín fyrir húðina. Einnig mikið af B-vítaminum, sem gera húðinni gott og ekki síður hári og nöglum. Síðast en ekki síst er enginn sykur í venjulegum nru'ólkurdrykkjum, og hver og einn getur ráðið fituinnihaldinu með því að nota léttmjólk eða undanrennu. Til að halda góðri heilsu og líta vel út þurfum við fiölbreytt, gott fæði. I þeim efnum skipar mjólkurmaturinn öndvegi. MjÓLKURDACSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.