Morgunblaðið - 30.01.1986, Side 19

Morgunblaðið - 30.01.1986, Side 19
E'MMM Witf MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 B1 19 HINN MANNLEGI ÞATTUR / Ásgeir Hvítaskáld Kysstu mig þegar ég kem heim úr vinnunni Ég stend við stofugluggann í kjallara á Nesveginum og hlusta á Tammy Wynette sjmgja Divorce. Trén hristast í kvöldmyrkrinu. Augu mín skjóta neistum er bfll brunar hjá. Ég sakna hennar, tala til hennar í hálfum hljóðum: „Þú varst mín. Ljóshærð með sólbrennd eyru. Það var sólríkt það sumar. Þú læddist inn um gluggann seint á kvöldin. Malaðir í fangi mínu og ég fann ylinn frá líkama þínum. Á nóttunum vaknaði ég við andar- dráttinn þinn við nefið mitt. Á morgnana eltir þú mig út á stoppi- stöð og ég saknaði þín strax í strætó. í leiðinlegu vinnunni innan um ryðguð olíurör á ryðguðum flotkrana, þráði ég að stijúka kroppinn þinn silkimjúka. Þú varst mín eina og sanna. Sagðir aldrei mikið. En pjöttuð fram úr hófi; borðaðir aðeins nýja ýsu og súrmjólk. Sleiktir vatnið á sturtubotninum eftir að ég hafði verið í baði. Þú elskaðir mig þrátt fyrir öll mistökin mín, elskaðir þrátt fyrir álit annarra, þrátt fyrir að ég væri fátækur og flla klæddur og þó ég væri aðeins skáld. Stundum fórstu ein eitthvað út í buskann og ég kallaði á þig út í kvöldmyrkrið. Þá varstu að fela þig í tijánum til að veiða fiðrildi. Enginn skildi ást okkar nema ég og þú. Samt gátum við ekki elskast til fúlls. Þú vaktir á nóttunum en lúrðir á daginn. Svafst stundum til fóta mér. Það besta við þig var að þú gafst aldrei fyrirskipanir og varst ekki með neinar aðfinnslur. Elskað- ir mig eins og ég var. Ég vildi við hefðum getað elskast lengur. Manstu, þegar ég kom heim úr vinnunni, skítugur eftir erfiðan dag á lásí kaupi, þá lást þú í sólargeisl- anum á stofugólfinu og vildir að ég stryki þér um kviðinn. Og manstu þegar ég sagði upphátt: „Já, kysstu mig nú kisa.“ Mér ieið vel þá. Ég hrekk upp af íhugun minni og hvæsi augunum á bflljós sem bruna eftir Nesveginum. Þannig taia ég oft til kisunnar minnar sem er farin, ég veit hún heyrir til mín. Hún hét Pfla, snjóhvít læða af síamskyni, gáfuð, tignarleg, há- fætt, grönn og liðug. Hún var sól- brennd á eyrunum ef hún var mikið út í sólskini. Það var mjög erfitt að fá leiguíbúðir. En ég fékk kjallar- ann ef ég tók köttinn að mér. Mér var flla við ketti. Ég leyfði henni að fara fijálst inn og út um eldhús- gluggann á meðan ég var í vinn- unni. En brátt fórum við að skilja hvort annað. Ég fór að sjá litia kosti og hún fór að venjast mér, brátt fékk ég að stijúka henni. Þegar ég var einmana og horfði á trén hristast í garðinum á dimmu sumarkvöldi, lá hún í gluggakistunni og malaði til mín. Við hlustuðum á Bob Mar- ley, Supertramp og Tammy Wy- nette. Henni likaði að geta farið fijálst inn og út um eldhúsgluggann. En ég vissi ekki að kettir eru óklárir f umferðinni; skynja ekki bfla sem blússa eftir malbikinu. Og á Nes- veginum var mikil umferð. Kisumar í hverfinu fóru samt yfir götuna til að komast ofan í flöru þar sem grasið er hátt og margt að sjá. Eina nóttina kom Pfla ekki heim. Ég hélt hún væri á lóðaríi. En hún var ekki komin um morguninn. Og ekki hafði hún snert matinn er ég kom heim úr vinnunni. Ég hringdi á lögregluna. En fúli lögreglumað- urinn á vaktinni sagði að ekkert óhapp væri skráð í dagbókina þessa Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Um skoðanaleysi sagði spakvitur maður. Það eru aðeins dauðir fuglar sem láta berast með straumnum. Það ber ekkert á skoðanaleysi þegar á borð eru borin Bökuð silung’sflök 600—700 gr silungsflök hveiti, salt og pipar 1 lítill laukur finsaxaður 25 gr smjörlíki 1 bikar sýrður ijómi ■A bolli sýrðar gúrkur saxaðar 2 matsk. sftrónusafi 'A bolli tómatsósa (ketchup) 'Atsk. mustard duft ‘Atsk. basil 1 grein söxuð steinselja Nú má fá hér í verslunum ágætan silung í flökum, úr vötnum norðan heiða. Verð er viðráðanlegt kr. 275.00 pr/kg. Því er silungsmáls- verður kærkomin tilbreyting á köldu vetrarkveldi. nótt á Nesveginum. Þá hringdi ég í Kattavinafélagið: „Er nokkur hvítur köttur hjá ykkur í vanskilum?" „Nei, það er það nú ekki.“ „Ertu alveg viss, já ertu alveg viss?“ Ég leitaði og leitaði, spurði alla krakka í hverfinu. Kallaði á kvöidin út í runnana, en kisa kom ekki. Á hveijum degi er ég kom heim gáði ég, en karfan var tóm. Það var engin til að kyssa mig er ég kom heim úr vinnunni. Lífið varð hund- leiðinlegt og ég fór að sanka að mér samkvæmisfólki og byijaði að drekka. Ein húsmóðir hafði séð eitthvað út um eldhúsgluggann. Ég fór á fund hennar. Hún hafði séð hvítan jeppa með aftaní-vagni, stöðvast á Nesveginum. Maður kom út og tók hvítt hræ upp af götunni. Kerran var full af drasli, iíkt og hann væri á leið upp á öskuhauga. Síðan kastaði hann hræinu í kerruna og ók af stað. Engum tilkynnt um atburðinn. Svona er sagan um kisuna hvítu. Sem ég rifja oft upp þegar ég þarfnast hlýju. En mér er spum, kyssir þú manninn þinn þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni? Elskar þú flekklaust? Ertu blíð og góð þegar hann þarfnast þess? Yrði þín saknað ef bfll keyrði yfir þig? Körfuknattleiks- deild Fram: Dregið í happdrættinu ÞANN 20. janúar var dregið hjá Borgarfógetanum í Reykja- vík í happdrætti körfuknatt- leiksdeildar Fram. Upp komu eftirtalin númen 1. vinningur: 2944. 2. vinningur: 3116. 3. vinningur 1701. 4. vinningur 2175. 5. -9. vinningar 3056, 3057, 4061,871,5 10.-15. vinningar: 2652, 525, 4869,3277,729, 4508. (Birt án ábyrgðar.) 1. Fiökin eru roðflett, þerruð lítil- lega og skorin í hæfilega stór stykki. Stráð er salti og pipar á fískstykkin svo og örlitlu hveiti. Þeim er síðan raðað á velsmurðan eldfastan disk. Ofninn er hitaður í 220 gráður. 2. Smjörlíkið er hitað í potti eða á jiönnu og er fínsaxaður laukurinn látinn krauma í feitinni þar til hann er orðinn mjúkur og glær. Þá er fín- söxuðum sýrðum gúrkum, sýrða ijómanum, tómatsósu, mustard og basil bætt út í, og steinselju ef til er, og er öllu blandað vel saman. 3. Sósunni er smurt jafnt yfir fisk- stykkin og þau síðan bökuð í 20—25 mínútur. Berið fram með soðnum gijónum og heitu hvítlauksbrauði. Þessi bragðmikli silungsréttur dillar bragðlaukum vanlátra sæl- kera. Bragðið er nýtt og óvenjulegt, og þykir harla gott. Ferskir niðurskomir ávextir, vel kældir, eru alltaf góður eftirréttur virka daga, en líkjör-marineruð hunangsmelóna þykir vera með því betra sem boðið er upp á í ábæti til hátíðarbrigða. Melónan er skorin í 6—8 báta eða stykki, þau em síðan stungin út með gaffli, ekki mjög þétt. Ávaxtalíkjör 1 matsk. er sett yfir hvert stykki og em þau síðan látin vera í kæli í 1 klukkustund áður en þau em borin fram. Verð á hráefni; Silungsfl. 600 gr kr. 165.00 1 sítróna kr. 10.00 1 laukur kr. 2.50 sýrður rjómi kr. 50.10 Kr. 227.60 NÝTT SKULDABRÉFAÍJTBOÐ 1. FLOKKUR1986 VEÐDEILD IÐNAÐARBANKA ISLANDS HF. KRÓNUR 200.000.000 Verðgildi hvers bréfs er kr. 100.000,00 og eru bréfin 2000 talsins. Skuldabréfin eru til fimm ára, með jöfnum árlegum afborgunum, og bera 2% fasta vexti p.a. auk verðtryggingar. Til tryggingar bréfum þessum eru eignir og tekjur Veðdeildar Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar Iðnaðarbankans sbr. 36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr. 62/1982. Útboðslýsing er fyrirliggjandi hjá öllum útibúum Iðnaðarbankans. Reykjavík, 10. janúar 1986, 0 lónaóarbankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.