Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 23 3. Eldsneylls- 4. Á braut tankur losaóur umhverfis 2. Eldflaugar ,rá- losaöar frá. —•"t _ ' Falla í gtó. A-->5 ./ “ ” 5. I gegn ui gufuhvolfiö á leiö til jarðar. / Sffí&tfXtQWt 1. Geimskot.' él Len'dir'eins' og ve'njulég' fíúgvel". Stjornklefi. Alls geta sjö manns veriö um borð í geimskutlunni Gervihnettir Margvísleg tæki — Stjörnusjónauki, sem ráðgert er að koma um borð 1985. Að baki bjartsýn- inni leynist óttinn við hætturnar Houston, 29. janúar. AP. DJÚPT í vitund bandarískra geimfara hefur alltaf leynzt óttinn við, að ólýsanlegur harmleikur ætti eftir að gerast. Þessi ótti hefur oftast farið dult og að því leyti voru geimfararnir í Chailenger ekkert frábrugðnir öðrum. Þeir sniðgengu alltaf spurningar um hættur þær, sem kynnu að bíða þeirra. Jafnvel Christa McAuliffe hafði það til siðs að hlæja burt kvíða sinn. „Ég ætla að horfa á hina geim- farana og svo lengi sem þeir eru ekki hræddir, þá verð ég það ekki heldur," sagði hún fyrir skömmu. Fý-rrverandi Apollo-geimfari, Frank Borman, sagði það einu sinni í gamni, að honum fyndist hann öruggari í geimfari á leið til tungls- ins en í bfl á þjóðvegi í Texas. Geimfarinn Vance Brand hefur sagt, að það hvíli „hjúpur djörfung- ar“ yfir geimferðum, en viðurkenndi síðan, að það mætti líta á þetta frá mörgum hliðum. Að baki bjartsýnisskrafinu lá alltaf í leyni óttinn við yfirvofandi hættur. Ottinn við þessar hættur kom aðeins sjaldan í ljós og um þær var helzt aldrei rætt. Þessar hættur komu hins vegar berlega í ljós í gær, er geimfeijan Challenger fórst í feiknarlegri sprengingu ásamt öllum þeim 7 mönnum, sem með henni voru. Þá var hulunni svipt af hættunum, sem eru samfara geimferðunum. Bonnie Jo Allen, eiginkona geim- farans Joe Allens, hefur sagt: „Möguleikinn á því að þetta gerist, er alltaf fyrir hendi og við vitum það. Við biðjum þess allan tímann, að það gerist ekki, en þar kom að lokum, að það gerðist." Eðlisfræðingurinn Taylor Wang, sem fór í geimferð með Challenger í fyrravor, skýrði frá því í gær, að honum og öðrum geimförum hefði verið ráðlagt fyrirfram að „semja erfðaskrá og sknfa bréf til fjöl- skyldu sinnar“. „í leynum hugans felst alltaf hugboð um, að eitthvað geti gerzt, en þú hugsar ekki um það. Ef þú gerðir það, færir þú ekki í geimferð." Donald K. Slayton, einn úr 7 manna hópi fyrstu bandarísku geimfaranna, er kannski enn gagn- orðari: „Allir vita, að þetta á eftir gerast fyrr eða síðar,“ sagði hann í gær. „Maður óskar þess bara, að það verði síðar.“ Enda þótt þrír bandarískir geim- farar hefðu beðið bana í eldsvoða, þegar það kviknaði í Apollo 1 á jörðu niðri fyrir 19 arum, þá var það engu að síður staðreynd, að NASA hafði staðið fyrir 55 mönn- uðum geimferðum, án þess að nokkur hefði týnt lífi — þar til Challenger var skotið upp á þriðju- dag. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel árum saman, en hættan á því, að eitthvað hræðilegt gerðist, var allt- af fyrir hendi,“ sagði John Glenn öldungadeildarþingmaður, en hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem fór í geimferð umhverfís jörðu. Alan Bean, sem gekk á tunglinu í ferð Apollo 12 og dvaldist 26 daga úti í geimnum um borð í Skylab 2, viðurkenndi einu sinni í viðtali þær hættur, sem geimferðunum eru samfara: „Hver viti borinn maður fyndi til kvíða, ef hann væri kominn efst upp á slíkt magn af sprengiefni til þess að bíða þess að verða sendur þangað, þar sem ekkert loft er til og eina leiðin til þess að komast niður er að stökkva í fallhlíf ofan í sjóinn." Stýri og hemlar. Hreyflar. Eldsneytis geymar. Geimferjan að störfum Geimfaramir höfðu enga undankomuleið Houston, 29. janúar. AP. í FYRSTU fjórum tilraunaferðum geimferjanna út fyrir gufu- hvolfið var um borð búnaður til að skjóta flugmönnunum út, en með því að fjölgaði í áhöfn og feijumar urðu áreiðanlegri var neyðarbúnaður þessi fjarlægður úr feijunum. ir sjö hefðu með engu móti getað bjargað sér með slíkum búnaði, að sögn talsmanns NASA. Talsmaðurinn, Terry White, sagði útilokað að koma neyðar- búnaði af þessu tagi fyrir í geim- ferjunni. Allt að átta menn væru í áhöfn og sætu þeir víðs vegar um feijuna. „Feijan er of stór og eftir flugtak er engin undankomuleið nema í nauðlendingu þar sem tekst að lenda feijunni óbrotinni. Það má líkja þessu við farþegaþotur. Hvem- ig á að tryggja undankomu 300 Neyðarbúnaður af þessu tagi hefði að engu gagni komið er Challenger splundraðist rúmri mín- útu eftir flugtak í gær. Geimfaram- „Snúum harmleik í sigur“ manna í flugvél sem springur?,“ sagði White. Sérstakur búnaður var til að skjóta geimförum út úr Apollo-, Gemini- og Mercury-geimförunum ef neyð hefði steðjað að eftir flug- tak. Þau voru mikið smærri en geimfeijumar. Eini neyðarbúnaðurinn í geim- feijunum eru neyðarrennur, sem komið geta að notum á skotpallin- um eða eftir lendingu. Einnig eru sérstakar neyðarlúgur, sem komast má út um í nauðlendingu á hafi. Þá eru um borð björgunarbátar. Einnig geta geimfaramir losað eldflaugarnar og eldsneytistankinn frá feijunni með einu handtaki, ef þörf krefur. New York, 29. janúar. AP. CHALLENGER-slysið var að vonum aðalefni bandarískra blaða í dag. Birtu þau frásagnir af því með geysistórum fyrir- sögnum og áhrifamiklum mynd- um. Blaðið New York Times helgaði þessum atburði alla for- síðu sína undir fyrirsögninni: „Geimfeijan springur". Enn- fremur var fjallað um harmleik- inn á 9 blaðsíðum inni í blaðinu. í leiðara undir fyrirsögninni: „Dauði kennara", kemst blaðið m.a. þannig að orði: „Reagan forseti hefur boðað hina réttu huggun. Ekki að örvænta og ekki að hörfa, heldur fara fleiri geimferðir. Senda jafnvel einhvem tímann fleiri skóla- kennara út í geiminn. Á þessu augnabliki syrgir þjóðin, en á því næsta verður verkefnið það að heiðra hina látnu með því að snúa einu sinni enn harmleik í sigur.“ Los Angeles Times segir í leið- aragrein: „Allir þeir, sem vinna við geimferðaáætlunina, gera sér grein fyrir hættunni á því, að eitthvað fari úrskeiðis þrátt fyrir ströngustu viðleitni til þess að gera alla hluti rétt. Geimfaramir sjö, sem létu lífið á leið sinni með leifturhraða út í geiminn, sættu sig við hættuna, vegna þess að þeir unnu því verk- efni, sem þeir höfðu valið.“ Einkaumboð á íslandi JÓHANN 0LAFSSON & C0 43 Sundaborg -------104 Reykjavík ........... Hun er betri! □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ 1000 watta — kraftmikill mótor Sogkraftur 54 sekúndulltrar 2400 mm vatnsúla 71. poki 4 fylgihlutir I innbyggðri geymslu Mjög hljóðlát (66 db. A) Fislétt, aðeins 8,8 kg Þreföld ryksfa Hægt að láta blása Teppabankari fáanlegur 9,7 m vinnuradíus Sjálfvirkur snúruinndráttur Hagstætt verð Míele RYKSUGAN Mikligarður v/Sund JL-húsið, rafdeild, Rafha, Austurveri, Gellir, Skipholti, Teppabúðin, Suöurlandsbraut KB, Borgarnesi, KBH, Egilsstöðum —KASK, Höfn---------— Rafbúð RÓ, Keflavík, Árvirkinn, Selfossi, Straumur, ísafirði, Kjarni, Vestmannaeyjum, Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Raftækjaverkstæði Gríms og Áma, -Húsavík,— ............ Útsölustaöir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.