Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 24

Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 «tO»\ *<W0UA\SS*tI AP/Símamynd Shimon Peres (t.v.) leggur blómsveig að minnisvarða um fórnarlömb gyðingaofsókna nasista í samkunduhúsi gyðinga í Vestur-Berlín á miðvikudag. Á vegginn eru letruð nöfn fangabúða nasista. Shimon Peres í Vestur-Berlín: „Múrar rísa og hrynja en mannsandinn heldur velli“ Vestur-Berlin, 29. janúar. AP. „Múrar rísa og múrar hrynja, en mannsandinn heldur velli,“ sagði Simon Peres, forsætis- ráðherra ísraels, þegar hann heimsótti hina tvískiptu Berlín- arborg í dag. Oryggisgæsla hefur aldrei verið jafn mikil í Vestur-Berlín af tilefni opin- berrar heimsóknar og haft er eftir ónafngreindum lögreglu- foringja í borginni að hótað hefði verið að ráða forsætisráð- herrann af dögum meðan á heimsókn hans stæði. Peres hitti leiðtoga Vestur- Þýskalands í Bonn á þriðjudag og átti við þá langar viðræður. Markmið viðræðnanna var að bæta sambúð ríkjanna, sem enn er í skugga minninganna frá gyðingaofsóknum nasista. Peres snæddi á þriðjudag morg- unverð með Richard von Weiz- sácker, forseta Vestur-Þýska- lands. Þar bauð Weizsácker Chaim Herzog, forseta ísraels, að koma til Vestur-Þýskalands og er haft eftir áreiðanlegum heim- ildum að Peres hafi þegið boðið fyrir hönd Herzogs. Honduras: Azcona Hoyo tekur við forsetaembætti Tegucigalpa, Honduras, 27. janúar. AP. Jose Azcona Hoyo sór emb- ættiseið sem forseti Honduras á mánudag og í ræðu sem hann héit við það tilefni lofaði hann að Ieysa efnahagsvanda þjóðar- innar, sem hann sagði hinn versta i 50 ár. Azcona Hoyo er 75. forseti landsins og hinn fyrsti í 55 ár sem nær völdum án ihlut- unar hersins. Að sögn sendiráðsmanna í Wash- ington og Tegucigalpa er álitið að fyrsta stjómaraðgerð Azeona verði að aflétta siglingabanni Honduras á skip Bandarílq'amanna, sem flytja hjálpargögn til skæruliða er beijast gegn sandinistastjóminni í Nik- aragúa. Siglingar þessar hafa legið niðri síðan í október er stjóm Suazo Cordova setti siglingabann á þessa flutninga á þeim forsendum að hjálpargögnin væru ætluð uppreisn- armönnum. Jose Azcona Hoyo. Svíþjóð: Tekist á um fram- lög til varnarmála Stokkhólmi. 29. janúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsina. BÚAST má við nokkrum átökum á þingi um framlögin til vamar- mála. Hægriflokkurinn lagði í dag fram tillögur um allverulega hækkun, sem er nokkm minni en Lennart Ljung, yfirmaður sænska heraflans, hefur farið fram á. Hægriflokksmenn leggja til, að framlögin til vamarmála verði hækkuð um 2% frá og með næsta ári. í því felst, að á fimm ára tíma- bili, 1987—1992, fengi herinn sjö milljörðum s.kr. meira en gert er ráð fyrir í tillögum stjómarinnar. I þeim eru hernum ætlaðir 24,5 millj- arðar s.kr. á ári. Þjóðarflokkurinn hallast að því að auka framlögin um 2,5 milljarða kr. á fimm ára tímabilinu og Mið- flokkurinn um þrjá milljarða. Tals- maður varnarmálanefndarinnar, Per Borg, telur ekki ólíklegt, að jafnaðarmenn reyni að ná mála- miðlun við þessa tvo flokka en úti- lokað, að reynt verði að nálgast tillögur Hægriflokksins. Lennart Ljung, yfirmaður sænska heraflans, vill, að framlögin á fímm ára tímabilinu verði aukin um níu milljarða s.kr. en jafnvel Hægriflokkurinn telur það ófram- kvæmanlegt að sinni. Kasparov og Karpov: Einvígið hefst um Olafsmessu Luzem, Sviss, 29. janúar. AP. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, ákvað í dag að fresta einvíginu milli þeirra Garris Kasparov og Anatolys Karpov fram á sumar en fyrirhugað hafði verið, að það færi fram í febrúar. Florencio Campomanes, forseti FIDE, og stórmeistaramir tveir undirrituðu skjal þar sem segir, að einvígið skuli heú’ast einhvem tíma milli 28. júlí og 4. ágúst en ein- vígisstaðurinn hefur enn ekki verið ákveðinn. Kasparov var andvígur því að gefa Karpov tækifæri til að endur- heimta titilinn svona fljótt en regl- umar um það em mnnar undan rifjum Campomanes sjálfs. Hafði Kasparov tvisvar sinnum verið veittur frestur til að fallast á nýtt einvígi en í hvomgt skiptið hafði hann sinnt því. Þeir stórmeistaram- ir vilja báðir tefla í Leningrad en Campomanes vill, að London og Leningrad skipti einvíginu með sér. Búist er við, að úr þessu fáist skorið á næstu dögum. Afganistan: Harðar loftár- ásir Sovétmanna Islamabad, 29. janúar. AP. TUGIR sovézkra skriðdreka studdir sprengjuþotum gerðu mikla árás á stöðvar skæruliða í Afganistan fyrir nokkrum dögum. Gerð- ist þetta í austurhluta landsins. Um 140 skæruliðar féllu eða særðust i þessum bardögum, sem voru þeir hörðustu í landinu um langt skeið. Halda skæruliðar því fram, að mikið mannfall hafi einnig orðið í liði Sovétmanna og jafnframt hafi þeir eyðilagt fyrir Sovét- mönnum 6 skriðdreka og skotið niður tvær þyrlur þeirra og eina herþotu. Nokkmm dögum áður höfðu mannfall hafa orðið í liði sínu, en Sovétmenn gert mikla loftárás á einnig hafí margir óbreyttir borgar- borgina Herat í vesturhluta Afgan- ar fallið eða særzt í þessum árásum. istans. Segja skæmliðar mikið Kanadískir slysafræðingar um hvarf þotu Air India: Sprengja indverskra síkha grandaði þotunni Delhi, 28. janúar. AF. SPRENGING olli því að indversk þota fórst suðvestur af ír- landi 23. júní sl. með 329 manns innanborðs, samkvæmt skýrslu aðila, sem rannsakað hafa fyrir kanadísk stjórnvöld hvað oUi þvi að þotan fórst. Ríkisstjórn Kanada birti skýrsluna í dag. Þar er haldið fram að sprengjan hafi verið í ferðat- ösku. sem sett var um borð í þotuna í Toronto. í skýrslunni segir að menn að nafni M. og L. Singh hafí samtímis tékkað inn farangur sinn í Tor- onto. Hafi þar verið að verki ind- verskir síkhar, sem búsettir em í Kanada. Taska M. Singh fór um borð í indversku þotuna, sem síðar millilenti í Montreal á leið sinni til Lundúna og Bombay. Taska L. Singh fór hins vegar um borð í þotu kanadíska flugfélagsins Cathay Pacific og átti að fara yfir í indverska þotu í Tókýó. Sú taska sprakk á flugvellinum í Tókýo er verið var að flytja hana milli flugvéla og biðu tveir hlað- menn bana. Sprengingin varð aðeins um einni stundu áður en indverska þotan fórst undan ír- landi, þegar taska M. Singh sprakk, að því er fram kemur í skýrslunni. Hvoragur töskuhaf- anna tóku sér far með þotunum. Bein tengsl era talin milli þessara atburða. í skýrslunni kemur einnig fram að gegnumlýsingarbúnaður á flugvellinum í Toronto hafí bilað er tekið var á móti farangri um borð í indversku þotuna. Starfs- menn hafí þá gripið til bráða- birgðabúnaðar, sem einnig reynd- ist vera í ólagi. Töskumar hafí því auðveldlega sloppið fram hjá sprengjuleit. Frá því er greint í skýrslunni að ummerki á braki, sem náðist upp af hafsbotni, styðji ótvírætt kenninguna um að sprengja hafí sprungið um borð og grandað þótunni. Lilli Palmer látin Lob Angeles, 29. janúar. AP. LEIKKONAN Lilli Palmer lést á mánudag á heimili sinu í Los Angeles. Hún var 71 árs að aldri. Palmer lék í meira en 50 kvikmyndum á móti stjörnum eins og Clark Gable, Fred Ast- aire, William Holden að ógleymdum Rex Harrison, sem hún var gift um skeið. Fyrsta þekkta kvikmyndin, sem Lilli Palmer lék í, var mynd Alfred Hitchcocks, „Secret Agent", sem gerð var 1936. Síðan hefur hún leikið í fjölda af frægum kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Ennfremur gaf hún út sjálfsævi- sögu og fímm skáldsögur, sem náðu miklum vinsældum. Lilli Palmer fæddist í Posen í Þýzkalandi og kom fyrst fram á sviði í Berlín 1932. Er nazistar komust til valda, flýði hún til Parísar og síðan til London, þar sem hún tók að leika 1935. Hún giftist enska leikaranum Rex Harrison 1943 og árið 1944 eign- uðust þau einn son. Síðar skildu Lilli Palmer. þau og árið 1957 giftist hún Carlos Thompson, argentínskum leikara og rithöfundi, sem lifir konu sína. Sjálfsævisaga Lilli Palmer hef- ur verið þýdd á íslenzku og var lesin í útvarpinu sem framhalds- saga á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.