Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Banaslys við Bolungarvík: Kona um þrítugt hrapaði til bana Bolungarvík, 10. febrúar. KONA UM þrítugt hrapaði til bana í Tunguhomi inn af Bolung- arvík í gær. Hún hét Guðlaug Pálsdóttir, fædd 1955, og starfaði sem sjúkraþjálfari á Bolungarvík. Síðast er vitað um ferðir hennar Guðlaug Pálsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri: 14 taka þátt í prófkjöri Akureyri, 10. febrúar. FJÓRTÁN manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sigurður E. fékk neikvætt svar SJÓRN fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík svar- aði í gær fyrirspumum Sigurðar E. Guðmundssonar borgarfulltrúa neikvætt, en hann lagði þær fram í kjölfar prófkjörs flokksins. Að sögn Björgvins Guðmundssonar formanns fulltrúaráðs ályktaði stjómin, í fyrsta lagi að engin ákvæði væru í núgildandi eða eldri reglum um prófkjör Alþýðuflokksins, sem bönnuðu kosningasamstarf tveggja frambjóðenda gegn hinum þriðja; og I öðru lagi að ekki væri framkvæman- legt að kanna hvort félagsbundnir menn í öðrum stjómmálaflokkum hafl tekið þátt í próflq'öri flokksins. Viðskiptaráðherra á alþingi: Til greina kemur að erlendir bankar opni skrifstofur hér MATTHÍAS Bjamason, viðskipta- ráðherra, lýsti þvi yfir við umræð- ur um Seðlabankafrumvarpið á alþingi í gær, að það kæmi fylli- lega til greina að erlendir bankar fengju að opna skrifstofur hér á landi og veita þannig íslenskum fyrirtækjum lán. Viðskiptaráðherra kvaðst hins vegar andvígur hugmyndum um, að íslenskir Qármagnseigendur fengju að kaupa verðbréf erlendis. Sagði hann, að ef siíkt ieyfi yrði veitt myndi það þýða „samdrátt á öllum sviðum, fækkun fyrirtækja og stórfelit at- vinnuleysi". Ráðherra kvaðst nefna þetta atriði sérstaklega vegna þess, að afstaða sín til verðbréfakaupa erlendis hefði nýlega verið notuð til árásar á sig í „einu dagblaði þessa lands". Áréttaði hann síðan þá skoðun sína, að frá- teitt væri að veita slíkt leyfí. um kl. 14.00 í gær þar sem hún hitti tvo menn í Tungudal. Hún sagði við þá að hún hefði hug á að ganga upp í fjallið sér til hressingar og ánægju í góða veðrinu. Guðlaug hafði mælt sér mót við kunningja sína um kvöldmatarleytið og er hún kom ekki þangað var hafin eftir- grennslan. Upp úr miðnætti var hins vegar ljóst að hún hafði ekki komið úr gönguferðinni. Voru lögregla og björgunarsveit Slysavamafélagsins kallaðar út og hafin leit. Það var síðan um kl. 5.30 að- faranótt mánudagsins að lík konunn- ar fannst í svokallaðri Vindaskál í Tunguhomi. Að sögn björgunar- sveitarmanna er að komu er ekki ólíklegt að ætla að hún hafi fallið um 200—300 metra og mun hún hafa látist samstundis. Guðlaug var vel búin til göngu- ferða, hafði meðal annars á fótum sér skó með ísnöglum. — Gunnar ■ ■ • Morgunblaðið/Skapti Fremsta skipið er þriðji Kanadatogarinn sem Slippstöðin breytir. Aftasta skipir heldur hins vegar heim á leið í kvöld. Þriðji „Kanadatogarinn“ kominn í Slippstöðina á Akureyri fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor. Frestur til að tilkynna þátttöku í próf- kjörinu rann út í dag. Flokkurinn hefur nú fjóra bæjarfulltrúa af ellefu — en tveir þeirra gefa ekki kost á sér í próf- kjörinu, þau Jón G. Sólnes og Margrét Kristinsdóttir. Eftirtald- ir tilkynntu þátttöku í prófkjör- inu, sem fer fram 22. og 23. þessa mánaðar: Gunnar Ragnars, Sigurður J. Sigurðsson, Guðfínna Thorlacius, Bergljót Rafnar, Eiríkur Sveinsson, Jón Kr. Sól- nes, Tómas Gunnarsson, Bárður Halldórsson, Sverrir Leósson, Björg Þórðardóttir, Bjöm Jósep Amviðarson, Einar S. Bjamason, Sturla Kristjánsson og Steindór Steindórsson. Akureyri, 10. febrúar. ÞRIÐJI „Kanadatogarinn" er kominn til Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri til breytinga. Stöðin hefur þegar breytt tveimur tog- urum á sama hátt, og var þeim siðari skilað formlega á laugar- dag — en hann fer áleiðis til Kanada annað kvöld. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við vorum m.a.s. nokkr- um dögum á undan áætlun með þennan sem við erum að skila núna," sagði Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar, í samtali við Morgunblaðið í dag. Þriðji togarinn verður hér þar til í apríl og sá fjórði í röðinni kemur í lok mars. „Síðan eru nokkrar líkur á að við fáum einn til viðbótar til breytinga frá Kanada og það yrði þá líklega strax í haust," sagði Gunnar. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Launamuninn verð- ur að leiðrétta strax Akvaröana ráðuneytisins aö vænta á næstu dögum, segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra „ÉG SKIL vel -að kennurum sé nóg boðið. Svo augljóslega er það óréttlátt að þessir tveir hópar sem hlið við hlið vinna sömu störfin skuli ekki hafa sömu kjör. Það verður að leiðrétta strax og þótt ég fari ekki með samninga- málin bind ég miklar vonir við að úr þessum hnút rakni innan fárra daga,“ sagði Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra i samtali við Morgunblaðið í gær. Sverrir var spurður hvernig hann teldi að hægt væri að leysa þann hnút sem kominn er í við- ræður kennarasamtakanna og fjármálaráðuneytisins um samn- ingsrétt og samræmingu kjara KIogHÍK. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að Qármálaráðuneytið myndi gera grein fyrir ákvörðunum sínum varðandi það hvemig fjalla ætti um samningsrétt kennara utan banda- laga á næstu dögum. Yrði það gert í tengslum við samningaviðræður ráðuneytisins við BSRB. „Það er alveg ljóst að samræm- ing getur ekki orðið á kjörum kenn- ara nema þeir semji um einn kjara- samning. Því buðum við kennurum að ganga sameiginlega til kjara- samninga undir nafni Bandalags kennarafélaga, en við töldum það heppilegustu leiðina til að tryggja launasamræmi milli kennara. Hið íslenska kennarafélag taldi sig ekki geta slitið samstarfí við BHMR strax og það er út af fyrir sig skilj- anlegt. Þegar sú afstaða HÍK lá fyrir síðastliðinn fimmtudag skrif- uðum við kennurum bréf þar sem við söguðm að ákvarðana ráðuneyt- isins yrði að vænta um miðja þessa viku,“ sagði Þorsteinn. Fækkun farþega Flugleiða vegna flugs People Express „FLUG People Express frá Newark í New Jersey til Brussel hefur þegar haft áhrif á farþegafjölda hjá okkur. Sérstaklega hefur farþegum frá Bandaríkjunum fækkað, við höfum ekki orðið varir við eins mikla breytingu í Evrópu," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugieiða í samtali við Morgunblaðið. Þetta kom m.a. fram á fundi sem haldinn var í Borgarnesi um síðustu helgi um Norður-Atlantshafsflug Flugleiða, stöðu þess og framtíðar- horfur. Fundinn sátu yfir 20 manns, söiustjórar Flugleiða í Bandaríkjun- um, á Norðurlöndum og í Mið- Evrópu auk starfsmanna félagsins í Reykjavík. Sigurður sagði að bókanir næstu þijá mánuði séu nú 10 til 15% færri en á sama tíma í fyrra. Fargjöld á Norður-Atlantshafsleiðinni eru nú lægri en þau hafa verið í mörg ár og Flugleiðir hafa orðið að fækka ferðum meira í janúar og febrár en oft áður. People Express mun hækka flugfargjöld fljótlega upp í 149 dollara en verða samt sem áður með lang lægstu fargjöldin. Sigurður Helgason taldi að fækk- un bókana stafaði ekki einungis af lágum fargjöldum People Express heldur einnig vegna hryðjuverka í Evrópu. Þá er ekki vitað enn hve mikil áhrif lækkun dollarans mun hafa á ferðalög Bandaríkjamanna. „Við munum halda áfram að fækka ferðum í aprílmánuði miðað við uppsetta áætlun. En við megum teijast heppin að hafa getað notað vélarnar í ýmis leiguverkefni" sagði Sigurður. Á fundinum var einnig rætt um ýmis önnur mál, svo sem fyrir- hugaða hækkun á flugvallarskatti. Menn voru uggandi yfir hver áhrif hans verða á ferðamannastraum til íslands í sumar og næsta vetur. Sigurður var spurður hvort Flug- leiðir hefðu tekið afstöðu til beiðni Amarflugs um að félagið keypti ekki það mikið hlutafé í Amarflugi að það ætti meirihluta. Hann sagði að þetta mál yrði tekið fyrir á stjómarfundi Flugleiða sem er á fimmtudaginn. Reykjavík og Vestfirðir: Kennsla fellur víðast niður KENNARAR í grunnskólum Reykjavíkur, að Tjarnarskóla undanskildum, og á Vestfjörð- um munu leggja niður vinnu í dag. Er það liður í aðgerðum Kennarasambands íslands þessa viku til að leggja áherslu á baráttumál sín, jöfnun launa kennara KÍ og Hins islenska kennararfélags, og þrýsta á um viðræður um samningsrétt KÍ. Mikil samstaða er meðal kenn- ara um þessar aðgerðir, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur formanns Kennarafélags Reykjavíkur (KFR). Kennarar hyggjast halda fundi í skólunum fyrir hádegi í dag og ræða áframhaldandi aðgerðir ef þessar duga ekki til. í KFR eru um 840 manns. Þegar vikan er öil munu kennar- ar í flestum gmnnskólum landsins hafa lagt niður vinnu einn dag. Næstu aðgerðir em fyrirhugaðar á fímmtudag, en þá munu kennar- ar í Hafnarfirði, Kópavogi og öðr- um byggðarlögum Reykjaneskjör- dæmis og á Austurlandi ekki mæta til kennslu, og á föstudaginn hyggjast kennarar á Suðurlandi og Norðurlandi vestra taka sér frí frá störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.