Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1986 47 Listasafn Einars Jónssonar LISTASAFN Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn alla daga frá kl. 11.00 til 17.00. (Fréttatilkynning) Tónleikar Halldórs Haraldsson- ar á Flúðum Miðvikudaginn 12. febrúar nk. mun Halldór Haraldsson píanó- leikari halda tónleika í Félags- heimili Hrunamanna, Flúðum, og hefjast þeir kl. 21.00. Á efnis- skránni er Appassionata eftir Beethoven, 2 Scherzo eftir Chop- in, 4 píanóverk eftir Liszt og Són- ata eftir Béla Bartók. (Fréttatilkynning) Frá Dagsbrúnarfundinum í Iðnó á sunnudag. Dagsbrún með verkfallsheimild: Morgunblaðið/Ami Sœberg. Beitum okkar vojmi ef ekki kemst skriður á viðræðumar — sagði Guðmundur J. Guðmundsson á félagsfundi á sunnudaginn „EF EKKI kemst skriður á samningaviðræðurnar þá verðum við að beita þvi vopni, sem við höfum,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar i Reykjavík, á sunnudag- inn þegar um 200 manna fundur i félaginu samþykkti samhljóða að veita trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar heimild til verkfallsboðunar strax og þurfa þykir. Jafnframt skoraði fundurinn á önnur verkalýðs- félög að afla sér verkfallsheimildar sem fyrst til að knýja á um lausn yfirstandandi kjaradeilu. Halldór Haraldsson Sáralitlar umræður urðu um kjaramálin eftir að Guðmundur hafði rakið gang samningavið- ræðna og stöðu mála í um það bil eina klukkustund - aðeins tveir fundarmenn kvöddu sér hljóðs á eftir. Þýskur rithöfundur les úr verkum sínum ÞÝSKI rithöfundurinn Wolfgang Schiffer er nú staddur hér á landi á vegum Goethe-Institut og mun hann lesa úr verkum sínum nk. fimmtudagskvöld og spjalla um bókmennta- og menningar- stefnur í Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Upplesturinn hefst kl. 20.30 í þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26. I fréttatilkynningu sem Morgun- blaðinu hefur borist segir m.a: Wolfgang Schiffer hefur skrifað bæði í bundnu og óbundnu máli, en einna þekktastur er hann fyrir útvarpsleikrit sín. Fyrir tveimur árum hélt hann námskeið fyrir rit- höfunda og leikstjóra hér á landi um gerð útvarpsleikrita í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi og tækniþróun í tengslum við hana. I sínu starfi hefur hann ötullega sinnt íslenskum málefnum og beitt sér fyrir þýðingu og flutningi fjölda verka eftir íslenska höfunda. Um þessar mundir er hann að gefa út sérstakt íslandshefti í hinu þekkta bókmenntatímariti „Die Horen". Þar verður gefið sýnishom af ís- lenskum nútímabókmenntum í bundnu og óbundnu máli eftir u.þ.b. 35 höfunda. Formaður Dagsbrúnar sagði í upphafí framsöguræðu sinnar, að af hálfu Alþýðusambandsins hefði verið lögð megináhersla á tvö atriði f yfírstandandi viðræðum: að engin hreyfíng yrði á gengisskráningu á þessu ári og að vextir yrðu lækkaðir verulega. Hann kvað verkalýðs- hreyfinguna hafa reynt að komast hjá að gera „verðbólgusamninga" og sagði að BSRB-samningamir, sem gerðir vom haustið 1984, væm mönnum víti til vamaðar; eftir þá hefði kauphækkunin verið uppétin á mánuði og hálfum fjórða mánuði eftir samningsgerðina hefði kaup- máttur verið orðinn minni en hann var fyrir samningana. „Kjörorðið er því núna: Kjarabætur, sem ekki verða af okkur aftur teknar," sagði hann. Eftir að Guðmundur hafði lesið orðrétt bréf samningsaðila til ríkis- stjómarinnar og andsvör oddvita ríkisstjómarflokkanna sagði hann: „Við áttum fund með ríkisstjóminni aftur í gær (laugardag) og óskuðum eftir skýrari svömm um einstök atriði. Við spurðum til dæmis hvort þeir væra reiðubúnir að láta aftur- kalla opinberar hækkanir - til dæmis með því að gjaldskrár opin- berrar þjónustu yrðu lækkaðar um 7%. Það verður að segjast eins og er, að þvf miður vom svörin ekki eins og við hefðum óskað. Þeir fólu verðlagsstjóra að ræða við forstjóra og forstöðumenn ríkisstofnana um þetta atriði og hann mun svo skila áliti eftir helgina. En vom þeir þá tilbúnir að lækka óbeina skatta? Þeir sögðust ætla að athuga málið." Guðmundur J. Guðmundsson sagði að í samningaviðræðunum væri lögð rík áhersla á að fá tafar- lausa lækkun beinna skatta - eink- um tekjuskatts. „Við viljum fá lækkun á tekjuskattinum óháð þeim verðbólguforsendum, sem vom notaðar við gerð Qárlaga. Og það má ekki verða flöt prósenta - sú lækkun á fyrst og fremst að koma launafólki til góða,“ sagði hann. „Nú, hvað varðar vaxtalækkun, þá hefur verið einkennilega tregt um svör frá ráðherranum - en þeir hafa lofað skýrari svömm í vikunni. En hvað með atvinnurekendur, hafa þeir þá ekkert boðið?" spurði Guðmundur síðan og svaraði sjálf- ur: „Þeir hafa engin svör gefíð um rauðu stríkin svokölluðu - ef það hefur verið eitthvað, þá hafa þeir neitað. Þeir hafa alfaríð neitað öll- um kauphækkunum og leggja gíf- urlega áherslu á að ríkið borgi sem mest og þeir helst ekki neitt. Þeir viðurkenna þó að það þurfí að bæta það 4% kaupmáttarhrap, sem orðið hefur síðustu vikur - en mér skilst á þeim að ríkið eigi að borga það líka . . . Ýmsum ykkar kann að þykja að það hafí verið stillt af stað farið. Það er rétt og við munum reyna til þrautar að afstýra því, að verð- bólgan fari á fuila ferð. Gangi ekki saman með okkur alveg á næstunni, þá hefur ríkisstjómin sjálf valið þá leið. Hún getur þá sjálfri sér um kennt. Og ef atvinnurekendur samþykkja ekki rauðu strikin, þá er það einfaldlega vegna þess, að þeir treysta ekki ríkisstjóminni. Því segi ég enn, að komist ekki vemlegur skriður á viðræðurnar næstu daga, þá verðum við að beita okkar vopni í þessari baráttu - og þá þurfa Dagsbrúnarmenn enn sem fyrr að gegna forystuhlutverki sínu í verkalýðshreyfíngunni." Gallerí Borg: Sýningu Kristínar að ljúka Sýningu Kristínar Þorkels- dóttur á vatnslitamyndum lýkur í Gallerí Borg nk. miðvikudag, þann 12. þessa mánaðar. Góð aðsókn hefur verið að sýn- ingunni og nær helmingur mynd- anna er seldur. Sýningin er opin frá kl. 10 til 18.00 í dag, þríðjudag og morgun, miðvikudag. (Fréttatilkynning) Auglysmgaslola Sigurtxirs ~ Allt að 70% aísláttur BOKAUTSALA í tilefni þess að íyrirtœkið á 20 ára aímœli nœsta haust hefjum við aímœlisárið með því að eína til stórútsölu á bókum í verslun okkar að Síðumúla 11. Opið írá 9 - 18 nema á laugardögum 10-14 t- 2^^ BÓKAÚTGAFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.