Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Egilsstaðir: Forval hjá sjálf- stæðismönnum ^ Egilsstöðum, 9. febrúar. Á FUNDI hreppsmálanefndar Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöð- um síðastliðið fimmtudagskvöld var sérstök nefnd kosin til að annast framkvæmd forvals eða skoðanakönnunar meðal félags- manna um skipan framboðslista flokksins við sveitarstjórnar- kosningamar að vori. Hins vegar er enn óvíst hvort af sameigin- legu prófkjöri Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- Manneldisfélag íslands: Fyrirlestur um beinþynningu ARI Jóhannesson yfirlæknir á Sjúkrahúsi Akraness flytur er- indi um beinþynningu, orsakir og meðferð, á aðalfundi Mann- eldisfélags íslands, sem haldinn verður í kvöld í Odda, hugvís- indahúsi háskólans. Ari er sérfræðingur í almennum lyflækningum, innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum. Hann hefur rannsakað beinþynningu (osteopo- rosis) sérstaklega og skrifað um sjúkdóminn, sem einkum hefur áhrif á lff kvenna. Fyrirlesturinn verður haldinn að loknum hefðbundnum aðalfundar- störfum. Aðalfundurinn hefst kl. 20.30 ístofu 101 íOdda. isflokks verður nú eins og fyrir siðustu sveitarstjóraarkosning- ar. Forvígismenn Sjálfstæðisflokks- ins á Egilsstöðum rituðu hinum flokkunum tveimur bréf í nóvember síðastliðnum þar sem boðið var upp á sameiginlegt prófkjör þessara flokka nú líkt og fyrir kosningamar 1982 en því bréfi hefur enn ekki verið svarað. Að sögn munu framsóknarmenn ekki hafa enn tekið endanlega af- stöðu til þessa — en alþýðubanda- Iagsmenn munu stefna á sérstaka skoðanakönnun meðal félagsmanna sinna fyrst — þar sem jafnframt komi fram vilji félagsmanna til sameiginlegs prófkjörs flokkanna þriggja. Tíðindamaður hefur fyrir því fullvissu að nokkrar konur hér í sveit hafa velt fyrir sér sérstöku kvennaframboði við komandi sveit- arstjómarkosningar — en trúlega ráðast niðurstöður þeirra vanga- veltna fyrst og síðast af gengi kvenna á framboðslistum flokkanna þriggja. Við sveitarstjómarkosningamar 1982 unnu sjálfstæðismenn stórsig- ur á Egilsstöðum, juku fylgi sitt úr 11,81% greiddra atkvæða í 25,16% greiddra atkvæða og fengu 2 menn kjöma. Af máli manna á fundinum á fímmtudaginn mátti ráða að þeir em staðráðnir í því að auka hlut sinn enn í komandi kosningum. — Ólafur Kaf fisopinn og meðlæti var vel þegið Morgunblaðið/Sigrún Hveragerði: Eldri borgarar í boði Lionsmanna Hveragerði, 7. febrúar. Lionsklúbbur Hveragerðis bauð eldri borgurum í Hvera- gerði til samverustundar i Hót- el Ljósbrá kl. 3 laugardaginn 1. febrúar. Þeir félagar buðu uppá bingó með góðum vinn- ingum, kaffi og meðlæti, ljóða- lestur og að lokum var stíginn dans. Það ríkti gleði og léttur blær jrfir þessari samkomu, engir eru eins ánægðir með það sem gert er til tilbreytingar og eldra fólkið. Þeir Lionsmenn hafa áður boðið eldri borgumm dægrastyttingu t.d. farið með þá í dagsferðir á sfnum einkabflum um ýmsa staði á Suðurlandi og hafa þær ferðir lukkast mjög vel. FVú Alda Andresdóttir formað- ur félags aldraðra borgara hafði samband við mig og kvaðst vilja koma á framfæri kæm þakklæti fyrir þetta góða boð, sem í alla staði hafí verið sérlega ánægju- legt. Sigrún Gestir létu ekki sitt eftir liggja þegar tekið var til við sönginn. SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Nú býöur Samvinnubankinn tvo nýja og glæsilega kosti: ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 18 mánuði. Vextir eru 7,5% umfram verðbætur. ★ Verðtryggðan reikning, bundinn í 24 mánuði. Vextir eru 8,0% umfram verðbætur. Vaxtahækkun sem breytir öllu dæminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.