Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1986, Blaðsíða 3
38eiÆAiJ3aa'i.iL5«fT')AaTJUíifl'>i,(iiŒAjawifOJíöM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Grunnskólanemar á Egilsstöðum í hlut- verki brunavarða Egilsstöðum, 9. febrúar. EINHVERJUM kann að hafa brugðið í brún sem snöggvast nú skömmu fyrir helgina er eldtungur og reykský teygðu sig til himins upp af skólalóð grunnskólans hér á Egilsstöð- um. En öllu var þó óhætt þegar betur var að gáð. Slökkviliðsstjórinn á Héraði var á staðnum með öll sin tól og tæki og hafði raunar kveikt eldinn svo að nemend- ur fengju tækifæri til að reyna sig við slökkvistörf. Það hefur verið nær árlegur viðburður að slökkviliðsstjórinn, Sigfús >Juason, hefur efnt til sérstakrar æfíngar með grunn- skólanemendum í slökkvliðs- störfum, kveiktur hefur verið eldur og nemendur síðan fengið verklega þjálfun og tilsögn við notkun og meðferð hvers konar handslökkvitækja og annars búnaðar sem tilheyrir bruna- vömum. Ert þú að leita að sparneytnum, liprum og rúmgóðum fjölskyldubíl? Barist við eldinn. Morgunblaðið/Ólafur Upprennandi slökkvOiðsmenn glaðbeittír eftir að hafa ráðið niðurlögum eldsins. Á æfíngunni nú fyrir helgina var slökkvliðsstjóri mættur með varaslökkviliðsstjóra sér til full- tingis og kynntu þeir nemendu meðferð hinna ýmsu hand- slökkvitækja, búnað slökkviliðs- ins og nokkrir nemendur fengu meira að segja að reyna sig við vatnsslöngur slökkvibifreiðar- innar. Æfíng þessi þóttist takast vel og fóru nemendur fróðari heim varðandi bmnavarnir. — Ólafur Gáleysislegt að láta börn meðhöndla duflin — segir Gylfi Geirsson sprengjusérfræðingnr Landhelgisgæzlunar „ÞAÐ má alltaf búast við að hleðslur séu í þessum duflum, svo það verður að teljast mjög gáleysislegt að láta börn og unglinga meðhöndla slíka gripi. Gera verður ráð fyrir því fyrir- fram að hætta geti verið á ferðum," sagði Gylfi Geirsson sprengjusérfræðingur Land- helgisgæslunnar í samtali við Morgunblaðið. Á baksíðu blaðs- ins á föstudag var birt mynd af drengjum á Djúpavogi þar sem þeir halda á tveimur af fjórum hlustunarduflum sem rekið hefur á fjörur í nágrenni Djúpavogs undanfarið. Taktu þá ekki ákvörðun um kaup, fyrr en þú hefur reynsluekið nýjum Gylfí sagði að iðulega væru hleðslur í hlustunarduflum, sem ættu að sjá til þess að sökkva þeim eftir ákveðinn tíma. „Sú staðreynd að duflin hefur rekið á land bendir til þess að hleðslumar hafí af einhveijum orsökum ekki virkað. En það er hins vegar engin trygging fyrir því að þær geri það ekki þá og þegar, og því ætti enginn að fara höndum um slík dufl að óþörfu áður en sérfræðing- ar hafa athugað þau,“ sagi Gylfí. Gylfi sagðist búast við að hann færi til Djúpavogs í vikunni til að líta á duflin. Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km. Verð frá kr. 385.000,- (sparakstur BÍKR). (3d. GL) (gengi 1/2 ’86)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.