Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 1
64SIÐUR B ffgmndiiMfr STOFNAÐ1913 43.tbl.72.árg. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reagan á Grenada AP/Slmamynd Reagan Bandaríkjaforseti kom í gær til eyjariun- ar Grenada í Karíbahafi og var honuni fagnað mjög af cyjarskeggjum. Við þetta tækifæri afhjúpaði haim minningarskjðld um þá 19 banda- rísku hermenn sem féUu þegar Bandarikjaher gekk á Iand á Grenada í október 19S3. f þessari ferð ætlar Reagan að skýra frá áætlunum Banda- ríkjastjórnar um efnahagslega endurreisn þjóð- anna í Karíbahafi. írakar skjóta niður íranska farþegavél Þingmenn og fulltrúi Khomeinis meðal þeirra sem f órust Nikósín, Teheran, 20. febrúar. AP. ÍRANIR skýrðu frá því í dag, að íraskar orrustuþotur hefðu skotið niður iranska farþegaflugvél í innanlandsflugi og að allir uni borð hefðu farist. Irakar neita þessari frétt. Oljósar fréttir eru af stríði þjóðanna. írakar segjast sækja að íranska innrásarliðinu en Iranir halda því fram, að áhlaupunum hafi verið hrundið. Grænland: Þingmenn vilja skólastjóralaun Kaupmannahöfn, 20. feb. Frá Nils Jörgen Bruun, Grœnlandgfréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKU þingmennirnir eru allir á einu máli um að stór- hækka við sig launin. Finnst þeim við hæfi, að þeir hafi sömu laun ogskólastjórar. Laun grænlensku landsþings- mannanna verða hér eftir um 833.000 ísl. kr. á ári, þau sömu og skólastjórar hafa, og þar við bætast 176.000 kr. fyrir símakostnað, leigubfla og fleira smálegt. Heildar- launin munu því losa eina milljón króna. Að auki á hið opinbera að greiða allan ferðakostnað þing- manna. Um þetta var einhugur á landsþinginu en ekki um hitt hvern- ig launa skuli „ráðherrana". Meiri- hluti stjórnarflokkanna, Siumut og Inuit Ataqatigiit, vill margfalda þingmannslaunin með þremur, að þau verði nærri tvær og hálf miíljón ísl. kr., en stjórnarandstöðunni, Atassut, finnst nóg að tvöfalda þau. íranir skýrðu frá þvi í dag, að íraskar herþotur hefðu skotið niður farþegaflugvél, sem var í áætlunarflugi milli Teheran og Ahvaz. Hefðu allir, sem með henni voru, 46 manns, farist, þar á meðal nokkrir þingmenn og sérlegur fulltrúi Khomeini erki- klerks, Fadhollah Mahallagi. Flugvélin var af gerðinni Fokker Friendship og eftir heimildum í Bahrain er haft, að hún hafi verið á vegum íranska hersins. írakar neita fullyrðingum frana, segjast aðeins gera árásir á hernaðarleg skotmörk. írakar segja her sinn sækja að olíuborginni Faw, sem nú er í höndum Irana, en franir halda því fram, að árásunum hafi verið hrundið og að þeir sæki enn vestur eftir strandlengju fraks við Persaflóa. Veður hefur verið vont á þessum slóðum síðustu daga en í dag gekk það niður og hörðnuðu þá bardagar mjög. Fréttamenn, sem fengið hafa að fara til vígstöðvanna, segja, að írakar haldi uppi gífurlegum ár- ásum á írana úr lofti og á landi en lítið sé um að þeir síðarnefndu svari skothríðinni. Bandaríkjaþing: Filippseyja- sljórn svipt aðstoðinni? Washington, 20. februar. AP. EIN af undirnefndum Bandaríkjaþings samþykkti í dag einróma að hætt yrði beinni efnahagsaðstoð við stjórn Ferdinands Marcos á Filippseyjum. Lagði hún tíl, að þess í stað yrði hluti af framlagi Bandaríkjamanna fenginn i hendur kaþólsku kirkjunni í landinu. Corazon Aquíno hefur lýst yfir stuðningi sinum við frumvarpið eins og það kemur frá nefndinni. Undirnefnd fulltrúadeildarinnar um málefni Asíu- og Kyrrahafsríkja samþykkti með 9 atkvæðum gegn engu, að hernaðaraðstoð Bandaríkj- anna við Filippseyjar yrði lögð til hliðar og geymd þar til við völdum tæki „lögmæt ríkisstjórn", sem nyti stuðnings þjóðarinnar. í frumvarpi nefndarinnar er ennfremur lagt til, að efnahagsaðstoðin og framlög til mannúðarmála verði látin ganga beint til kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum. Formaður nefndar- innar, Stephen Solarz, kvaðst hafa haft samband við Corazon Aquino, forsetaframbjóðanda stjórnarand- stöðunnar á Filippseyjum, og hefði hún lýst ánægju sinni með frum- varpið. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar báðu nefndina um að fresta afgreiðslu þessa máls þar til Philip Habib, sendimaður Reagans, forseta, kæmi frá Filippseyjum en Solarz sagði, að ekki hefði mátt bíða með að „skýra Filippseyingum frá því, að stuðningi við stjórn Marcosar yrði hætt en stuðningi við filippísku þjóðina haldið áfram". Frumvarpið verður nú sent utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings til umfjöllunar. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir 245 milljón dollara beinni hernaðar- og efnahagsaðstoð við Filippseyjar en ef fyrrnefnt frumvarp nær fram að ganga mun mestur hluti þess fjár ekki fara um hendur Marcosar og stjórnar hans. » ? » Moskva: A geðveikra- hæli vegna friðarstarfs Hoskvu, 20. februar. AP. FÉLAGI í óopinberrí friðar- hreyfingu í Sovétrikjunum var í gær handtekinn og lokaður inni á geðveikrahæli. Eru þessar fréttir hafðar eftir öðrum félaga í hreyfingunni. Talsmaður friðarhreyfingarinnar eða „Samtaka um aukinn skilning milli Sovétmanna og Bandaríkja- manna" sagði í dag í Moskvu, að Nina Kovalenko, ung kona og félagi í hreyfingunni, hefði verið hand- tekin í gær þegar hún var á leið til fundar hjá samtökunum og síðan lokuð inni á geðveikrahæli. Tveir aðrir voru handteknir og er ekki enn vitað hvar þeir eru niðurkomn- ir. Fyrr í þessum mánuði voru 16 félagar í samtökunum handteknir og hafðir í haldi daglangt. AP/Stmamynd StríðiðíChad Franskar flugbrautarsprengjur springa á líbýskum flugvelli í Norður-Chad. Fremst á myndinni sjást tvær slikar sprengjur svífa niður í fallhlíf. Frakkar, sem styðja stjórnina i Chad, hafa að undanförnu sent þangað aukinn líðsafla vegna nýrra árása uppreisnarmanna. Njóta þeir fulltingis Khadafys, Libýuleiðtoga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.